Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 29
ÞESSI smekklegi jakki Marlons heitins Brando verður boðinn upp af Profiles and History uppboðs- haldaranum í Bandaríkjunum á næstu dögum. Brando, sem lést sem kunnugt er þann 1. júlí síðastliðinn, klædd- ist jakkanum í kvikmyndinni Morituri frá árinu 1965. Áætlað er að um 1,5 milljónir íslenskra króna fáist fyrir grip- inn. Jakki Brando á uppboði Reuters MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 29 RÚMUR mánuður er liðinn frá því að stærstu inni- tónleikar sem haldnir hafa verið hér á landi fóru fram í Egilshöll þegar 18.000 manns komu saman til þess að hlusta á Metallica. Almenn ánægja var með það hvernig til tókst og liðs- menn hljómsveitarinnar létu í veðri vaka að Íslendingar þyrftu ekki að bíða í mörg ár eftir komu Metallica í ann- að sinn. Það ætti að gleðja þá fjölmörgu sem ekki voru við- staddir tónleikana að þeir eru núna aðgengilegir á vef Metallica á slóðinni, www.lifemetallica.com. Þeir eru um 2 klst. og 13 mínútur að lengd. Tónleikar Metallica í Egilshöll aðgengi- legir á vefnum Morgunblaðið/ÞÖK James Hetfield, söngvari Metallica, í Egilshöll. UPPVAKNINGAR eru greinilega að ganga í endurnýjun lífdaga. Nýlega var unnið skemmtilega með hefðina í 28 Days Later eftir Danny Boyle og gamla Romero-klassíkin Dawn of the Dead var endurgerð fyrr á þessu ári. Og nú er röðin komin að gam- anmyndinni Dauðans Jón (Shaun of the Dead) sem sennilega er best heppnuð af þessum þremur. Það kemur að mörgu leyti á óvart því gamanútgáfur af ákveðnum kvik- myndategundum láta yfirleitt á sér kræla þegar þreyta er farin að færast yfir þær. En í þessu tilviki einkennir ferskleiki og kraftur þessa bráð- snjöllu gamanútfærslu á uppvakn- ingaminninu. Aðalpersónan Jón (Shaun) er í upphafi myndarinnar fastur í viðjum hversdagsins. Lífs- mynstur söguhetjunnar miðast við hverfispöbbinn en þangað er jafnan haldið eftir vinnu, síðan er farið heim að sofa. Ekki mjög fínn pappír þar enda fær kærastan sig fullsadda af litlausum tilvistarrúntinum og segir Jóni upp. Daginn eftir skellur á heimsendir, óræður sjúkdómur breiðist út sem í fyrstu virðist ban- vænn en reynist ekki alveg jafn ban- vænn og virtist í fyrstu. Fórn- arlömbin rísa upp á ný, og ganga um götur lifandi dauðir. Líkt og hefðin segir fyrir um smitast uppvakninga- sjúkdómurinn við bit og Shaun gerir sitt besta við að taka á ástandinu ásamt litlum hópi eftirlifenda. Og hvernig bregst hann við? Jú, hann fer á hverfispöbbinn þar sem hann von- ast til að útbúa virki. Það liggur við að áhorfandi spyrji hver sé munurinn á zombíu og söguhetjunni, enda hegða báðir sér á gjörsamlega fyrirsjáan- legan hátt. En hér leynist einmitt skemmtilegasti þráður myndarinnar, og jafnvel vísir að dálítilli þjóðfélags- gagnrýni, því líf söguhetjunnar birtist framan af sem hálfgerð zombíutilvist. Slíkur er doðinn að þótt uppvakning- arnir séu svo gott sem búnir að leggja borgina undir sig tekur Shaun ekki eftir neinu. Og ekki kviknar á ljósa- perunni þegar hann kveikir á sjón- varpinu og allar stöðvar eru uppfullar af fréttum af hinum ókennilega far- aldri – skipt er milli rása rétt sem snöggvast áður en kveikt er á Play- station vélinni. Hér er á ferðinni mynd sem tekur sig ekki alltof alvarlega á sama tíma og vandað er til við útfærslu sögu- fléttunnar. Ógnin verður því áþreif- anleg en húmorinn fær að leika laus- um hala í viðbrögðum persóna við aðstæðum sem áhorfendur kannast við úr öðrum kvikmyndum. Þetta er hnyttið og frumlegt innlegg úr breskri kvikmyndagerð. Endalokin nálgast KVIKMYNDIR Laugarásbíó SHAUN OF THE DEAD / DAUÐANS JÓN  Leikstjórn: Edgar Wright. Aðahlutverk: Simon Pegg, Nich Frost, Kate Ashfield. Bretland, 99 mín. Heiða Jóhannsdóttir Að mati höfundar einkennir ferskleiki og kraftur þessa bráðsnjöllu gam- anútfærslu á uppvakningaminninu. FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER „Það má semsagt vel mæla með Artúri konungi sem hressilegri ævintýrastríðsmynd“  HJ MBL t l l rt ri i r il ri i t r trí KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. RAISING HELEN ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30. AKUREYRI Kl. 8 og 10. B.i. 14. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. kl. 10. Enskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. SV.MBL Kvikmyndir.is  KD. Fréttablaðið. H.K.H. kvikmyndir.com DV ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. með ensku tali, 44.000 gestir Þær eiga aðeins eitt sameiginlegt þær líta nákvæmlega eins út Frábær fersk rómantísk gamanmynd með hinum „sexí“ Olsen tvíburum og pabbanum úr American Pie myndunum. f í i í l í i i . Þær eiga aðeins eitt sameiginlegt þær líta nákvæmlega eins út Frábær fersk rómantísk gamanmynd með hinum „sexí“ Olsen tvíburum og pabbanum úr American Pie myndunum. f í i í l í i i . ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30. Ísl tal. kl. 8 og 10.30. enskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN Forsýning kl. 6. með ísl. tali. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl tal. kl.6. Enskt tal. Toppmyndin í Bandaríkjunum í dag. Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins. SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. 44.000 gestir Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins.  Kvikmyndir.is  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2 Toppmyndin í Bandaríkjunum í dag. Toppmyndin í Bandaríkjunum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.