Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 10
Það er mikil áskorun að fara niður Ullarfoss í Skjálfandafljóti. KAYAKKLÚBBURINN var stofnaður vorið 1981 og er aðili að Íþróttabandalagi Reykja- víkur. Starfsemi klúbbsins hefur farið ört vaxandi undanfarin ár og eru virkir félagar nú rúmlega 200. Innan kajakíþróttarinnar eru nokkrar gerðir kajaka, en hér á landi er aðallega lagt stund á róður á straum- vatns- og sjókajökum. Baldur Pétursson, varaformaður Kayakklúbbsins, segir að fjöldi þeirra sem iðki kajakíþróttina sé sí- fellt að aukast. „Iðkendum á bæði straum- vatns- og sjókajökum fer fjölgandi hér á landi og fleiri virkilega góðir ræðarar eru að koma upp nú en fyrir fimm til sex árum. Þá er þessi íþrótt er ekki eingöngu í vexti hér á landi heldur alls staðar í heiminum.“ Baldur segir að þeir sem stunda það að róa á straumvatnskajak hafi orðið sífellt betri og bátarnir einnig. „Menn verða sífellt kaldari og betri og betri.“ Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér kajakíþróttina geta haft samband við Kayakklúbbinn en meðlimir hittast ávallt á fimmtudögum í aðstöðu klúbbsins í Geld- inganesi. Iðkendum fer sífellt fjölgandi TENGLAR .................................................................... this.is/kayak Ungir ofurhugar ferðast um landið og fara fyrstir manna niður fossa og flúðir á straumvatnskajak Ljósmynd/Dan Armstrong Jón Heiðar fer niður Fossá í Berufirði. UM ÞESSAR mundir vinnur hópur ungra of- urhuga, sem gengur undir nafninu KFC, að gerð heimildarmyndar um lífsmáta sinn og ævintýri í kringum ýmsar jaðaríþróttagreinar sem þeir stunda af miklum krafti hér á landi. Mesta áherslu leggja þeir á að ferðast með straumvatnskajak niður fossa og vatnsmiklar ár. Að sögn Jóns Heiðars Andréssonar, talms- manns hópsins, hafa þeir keppst við að fara niður áður ókannaðar ár hér á landi á kajak og uppgötva nýja fossa og nýjar áskoranir. Hópinn mynda fjórir kajakræðarar auk ljós- myndara og kvikmyndatökumanns sem ferðast með þeim. „Þessi hópur myndaðist í kringum 2002 en það ár voru bandarískir at- vinnuræðarar í heimsókn hér á landi. Við ferð- uðumst með þeim og þegar þeir fóru skildu þeir bátana eftir og við keyptum þá í kjölfarið. Þeir bátar er sérhannaðir fyrir brattar og vatnslitlar ár og í þeim er meira flot. Þá opn- aðist nýr heimur fyrir okkur og við prófuðum okkur áfram. Bandaríkjamennirnir komu aft- ur ári seinna og þá hófst þetta fyrir alvöru,“ segir Jón Heiðar en hópurinn hefur verið fyrstur til þess að kanna margar ár hér á landi á straumvatnskajak. Aldeyjarfoss freistar „Ísland er mjög vel fallið til iðkunar íþrótt- arinnar en Norður- og Austurland bera af. Þar er gott að vera en það á alveg eftir að rannsaka Vestfirðina. Við erum einungis fjórir og þetta er stórt land. Hér er að finna marga góða fossa en Goðafoss er fyrsti stóri fossinn sem flestir fara. Það eru tveir stallar á honum, einn átta metra hár og annar tólf metra hár. Hann var fyrst farinn 1995 en ég og þrír aðrir piltar fór- um hann fyrstir Íslendinga árið 2000 og höfum farið hann á hverju ári síðan þá. Hann er auð- veldur en til eru aðrir fossar sem eru minna þekktir eru hærri, erfiðari og tæknilegri. Við höldum ekki vatni yfir Aldeyjarfossi í Skjálf- andafljóti, sem er fyrir ofan Goðafoss, og ég hef keyrt þangað margoft og skoðað hann. Þar var sett heimsmet árið 1996 þegar Englend- ingurinn Shaun Baker fór hann en fallhæðin er rúmir tuttugu metrar. Fossinn er fær við góð- ar aðstæður og ég á eftir að fara niður hann þegar tækifæri gefst. Skynsemin hefur þó hingað til sagt mér að tíminn sé ekki kominn.“ Ákveðinn lífsstíll Piltarnir, sem vinna allir sem leiðsögumenn í ám víðsvegar um landið, ferðast saman yfir sumartímann og leita að nýjum áskorunum. „Þetta er sérstakt líferni og því fylgir mikil orka. Það er aldrei leiðinlegt í ánni. Hvernig sem viðrar og hvernig sem aðstæður eru í raun og veru. Þá er það ekki einungis róðurinn sem skiptir máli heldur einnig þeir hlutir sem fylgja. Hluti af þessu er að ferðast á staðinn og ganga með bátinn á öxlinni í marga tíma og finna svo einn foss sem er erfiðisins virði. Þá er félagsskapurinn mikilvægur en við ferðumst líkt og fjölskylda saman í tvær vikur út um allt land í ónýtum bíl og gistum í tjaldi. Það eina sem við þurfum að greiða er ferðakostnaður og uppihald,“ segir Jón Heiðar og bætir því við að þetta sé ákveðinn lífsstíll sem menn temji sér. „Ég byrjaði á þessu árið 1998 en ég hef einnig stundað klifur og snjóbretti. Þá hef ég farið til útlanda á hverju ári síðan 1996 til þess að Þeir sem eru að byrja að róa straumvatnskajak fara niður Goðafoss. klifra eða fara á snjóbretti og kajak. Þetta er það sem mitt líf snýst um en ég er stutt kom- inn á veg með það að safna mér fyrir íbúð.“ Jón Heiðar segir að íþróttin sé hættuleg og auðvelt sé að slasa sig en hættan minnki með aukinni þekkingu og meiri reynslu. „Aukinni reynslu og meiri þekkingu fylgir líka sú þörf að þurfa að gera meira. Þetta veltur því í raun- inni á skynsemi en eftir því sem maður eldist og þroskast fer maður með meiri aðgát. Oft hefur maður þó verið meira heppinn en góður en nú kemur maður auga á hætturnar og reyn- ir að forðast þær. Samt er alltaf eitthvað sem dregur mann í að reyna krefjandi hluti; hærri fossa og erfiðari flúðir.“ Beinbrot og brotnir hjálmar Jón Heiðar og félagar hans hafa sloppið með skrekkinn hingað til en oft hefur ekki mátt miklu muna. „Það hafa engin alvarleg slys orð- ið í þessu á Íslandi en það eru slys í öllum íþróttum. Það hafa brotnað hjálmar og menn hafa rotast og sumir hafa hlotið beinbrot og hruflað sig. Ég sneri eitt sinn á mér hnéð og var á hækjum í mánuð og fór beint aftur út í á,“ segir Jón Heiðar en þeir félagar hafi ekki látið segjast þrátt fyrir það að hafa lent í ýms- um skakkaföllum. Þeir lentu í hvað mestum háska þegar einn þeirra sogaðist á bak við ónefndan foss á Norð- urlandi fyrir nokkrum misserum. „Einn af pilt- unum fór niður fossinn og slapp í gegn en sá næsti sogaðist á bak við fossinn og sat þar fast- ur. Þar var einhver hola þannig að hann gat andað en hann var talinn af þar sem hann var á bak við fossinn í fimmtán mínútur. Krafturinn í fossinum var það mikill að hann gat ekki róið út og hann reyndi einnig margoft að synda út án árangurs. Þegar hann gerði lokatilraun til þess að komast undir fossinn þá leið yfir hann sökum súrefnisskorts. Þá skaut honum allt í einu upp og kastað var til hans línu. Hann greip ekki línuna þar sem hann var meðvitund- arlaus og honum skolaði niður vatnslitlar flúðir og stórgrýti. Að lokum tókst að bjarga honum og koma honum á sjúkrahús þar sem hann náði heilsu,“ segir Jón Heiðar. „Maður þarf að hafa ævintýraþrá til þess að standa í þessu og menn hætta sumir fljótlega ef þeir lenda í einhverjum skakkaföllum og verða skelkaðir í kjölfarið. Sumir komast yfir það en aðrir ekki.“ „Maður þarf að hafa ævintýraþrá“ thorirj@mbl.is FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ EYSTRI-RANGÁ er komin í fjög- urra stafa tölu og þar eru stórar tölur flesta daga. Áin var hin fimmta sem fer yfir þúsund laxa á þessu sumri, en skammt undan eru fleiri, en um helgina voru Laxá í Kjós og Miðfjarðará báðar komnar með nærri 900 laxa og fín veiði í báðum. Dagsveiði í Eystri-Rangá hefur verið að fara yfir 80 laxa og sem dæmi um góðan gang í Miðfjarðará þá veiddust þar 40 laxar á einum morgni um helgina og var mikið af því nýgenginn fiskur. Blanda er hins vegar efst með nærri 1.400 laxa skv. fréttum frá Lax-á, sem leigir ána, en þar dregur væntanlega eitthvað úr veiði á næstunni þar sem áin er nú orðin verulega lituð, í bili a.m.k. Gljúfurá í Borgarfirði hefur vaknað til lífsins. Eigi alls fyrir löngu voru þar aðeins rúmlega 40 laxar í bók, en eftir að vætan tók völdin í veðurkortunum lifnaði yfir veiðinni og á laugardagsmorgun voru komnir 85 laxar á land að sögn Hannesar Ólafssonar for- manns árnefndar Gljúfurár. Þá hefur Laxá í Leirársveit rankað úr roti, en vatnsleysið kom í veg fyrir góðan gang. Mikill lax er í ánni, en tók illa og það var ekki fyrr en með vætunni að betur fór að ganga. Sem dæmi, þá jókst veiðin úr 213 löxum í 360 stykki á einni viku í kringum mánaðamótin. Skúraveðrið að undanförnu hefur viðhaldið betri vatnshæð og veiði síðan. Ár hærri en í fyrra Laxagöngur eru víða með lífleg- asta móti og nokkur brögð eru að því að ár hafi nú þegar gefið meiri veiði en allt síðasta sumar. Í sam- antekt sem Landsamband veiði- félaga birti á vef sínum má sjá þetta. Hér fer á eftir listi með veiðitölum frá 4. ágúst, en talan í sviganum er heildarveiðitala síð- asta sumars: Blanda 1.244 (504), Miðfjarðará 839(577), Víðidalsá 750 (588), Leir- vogsá 558 (558) Elliðaár 489 (472), Laxá á Ásum 337 (308), Hrútafjarð- ará 218(164) og Laugardalsá um 400 (324). Þá er rífandi gangur í mörgum öðrum ám og ljóst að þessi listi mun lengjast áður en yfir lýkur. Enn er víða mokveiði Morgunblaðið/IJ Einar Falur Ingólfsson þreytir 15 punda lax sem tók í Rangárflúðum í Ytri Rangá. Þórður Sigurðsson leiðsögumaður reiðubúinn með háfinn. Morgunblaðið/Golli Axel Gíslason, Samúel Jón Samúelsson, Hörður Blöndal og Jakob V. Hafstein með 6 og 7 punda hængi sem allir tóku á Hólmavaðsstíflu í Laxá í Aðaldal fyrir skemmstu. 337 laxar hafa veiðst í ánni það sem af er sumri. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.