Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ MATTI Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, sagði eftir fundi hans með Halldóri Ásgrímssyni, starfandi for- sætisráðherra, að hann skildi vel að hin sameiginlega fiskveiðistefna ESB væri vandamál í augum Íslendinga þegar kæmi að spurningunni um að- ild að bandalaginu. Vanhanen var í opinberri heimsókn hér á landi um helgina. Góð samskipti Íslands og Finn- lands, vaxandi verslun og fjárfesting- ar milli landanna, Evrópu- og alþjóða- mál, voru þau mál sem helst bar á góma á fundi Halldórs og Vanhanen. Finnar sækja ekki um aðild að NATO að sinni „Við ræddum einkum tvíhliða sam- skipti ríkjanna,“ sagði Vanhanen við blaðamenn eftir fund þeirra Halldórs. Sagði hann að Halldór hefði spurt sig út í umræðuna um hugsanlega inn- göngu Finna í Atlantshafsbandalagið, NATO, og að hann hefði spurt um Evrópusambandsumræðu á Íslandi. Vanhanen lagði áherslu á að sam- skipti ríkjanna væru góð og engin vandamál væru milli þeirra. Spurður um hvort hann teldi líklegt að Finnar gengju í NATO, sagði Vanhanen að það stæði ekki til eins og staðan væri í dag. „Við erum að láta gera nýja stjórnarskýrslu um finnsk varnar- og öryggismál en slíka skýrslu látum við gera á fjögurra ára fresti,“ sagði hann en bætti við að forseti landsins og rík- isstjórn hefðu þó ákveðið að sækja ekki um NATO-aðild að sinni. „Þetta er þó, eins og verið hefur, möguleiki sem við höldum opnum,“ bætti Vanhanen við og sagði að Finnar myndu halda áfram að þróa nána samvinnu sína við NATO. Spurður um norrænt samstarf sagði Vanhanen að hann teldi það hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna. „Við einbeitum okkur sem fyrr að norrænni samvinnu,“ sagði Vanhanen. Hann ræddi þá stöðu sem nú ríkir í norrænu samstarfi, en þrjár Norðurlandaþjóðanna, Finnland, Sví- þjóð og Danmörk eiga nú aðild að ESB og þrjár þeirra, Ísland, Noregur og Danmörk, eru í NATO. Vanhanen sagði þetta ekki koma í veg fyrir sam- vinnu á norrænum vettvangi. Samvinna Norðurlandanna áfram mikilvæg Vanhanen sagði að samskipti Finna við Eystrasaltsríkin hefðu auk- ist mjög á undanförnum árum og það að þau væru nú orðin aðildarríki ESB þýddi að þessi samskipti hefðu vaxið enn frekar. „Það þýðir þó ekki að við álítum samband okkar við hin Norð- urlöndin vera minna mikilvægt nú en áður,“ sagði Vanhanen. Þá á sér einnig stað samvinna milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna að því er Vanhanen benti á og sagði hann það samstarf mikilvægt fyrir alla aðila. Halldór Ásgrímsson, starfandi for- sætisráðherra, sagði að vaxandi við- skipti milli þjóðanna ættu sér einkum stað á sviði fjárfestingar. Þá færi finnskum ferðamönnum hér á landi fjölgandi. Vanahanen benti á að Finnland væri fremur lítið land, en þrátt fyrir þetta væru Finnar í sjöunda sæti hvað varðaði fjölda erlendra ferða- manna á Íslandi. „Það er því greini- legt að vel gengur á sumum sviðum,“ sagði hann. Sagðist hann vona að sá áhugi sem íslenskir bankar hefðu sýnt Finnlandi myndi leiða til frekari viðskipta milli þjóðanna. Þá var Vanhanen spurður hvort hann teldi nauðsynlegt að Ísland og Noregur gengju í ESB. Sagði hann að þjóðirnar yrðu sjálfar að taka ákvörð- un um slíkt. „Ég skil vel að hin sam- eiginlega fiskveiðistefna ESB sé vandamál,“ sagði Vanhanen og vísaði til hugsanlegrar inngöngu Íslands í ESB. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Vanhanen til Íslands sem forsætis- ráðherra Finna, en hann hefur tví- vegis áður komið til Íslands. Að loknum fundi Halldórs og Vanhanen fór finnski forsætisráð- herrann í ferð um Suðurland. Hann skoðaði Nesjavallavirkjun og Þing- velli. Um kvöldið skoðaði hann ís- lensk handrit í Þjóðmenningarhús- inu. Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, ræddi um Evrópumál í opinberri heimsókn á Íslandi „Skil vel að hin sameig- inlega fiskveiðistefna ESB sé vandamál“ Morgunblaðið/ÞÖK Halldór og Vanhanen ræddu um málefni NATO og ESB á fundi sínum. SEX konur og sex karlar hafa sam- eiginlega tilkynnt um framboð til stjórnar Heimdallar á aðalfundi hans nk. laugardag. Í tilkynningu frá framboðinu segir að formannskandi- dat þess sé Bolli Thoroddsen verk- fræðinemi. „Við sem nú bjóðum fram krafta okkar í þágu Heimdallar höfum mikla reynslu af félagsstarfi, einkum í framhalds- og háskólum landsins. Við viljum nýta þessa reynslu til að gera Heimdall að öflugustu stjórnmála- hreyfingu ungs fólks á Íslandi. Við viljum fjölga virkum félagsmönnum og skapa þeim vettvang til áhrifa og þroska í stjórnmálum. Heimdallur á að vera Sjálfstæðisflokknum í senn stuðningur og aðhald. Við erum með opna kosningaskrifstofu síðdegis og á kvöldin í Ármúla 1 og þangað eru allir velkomnir. Við opnum heimasíðu mánudaginn 9. ágúst, www.blatt.is Formannskandidat er Bolli Thor- oddsen verkfræðinemi og fulltrúi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins, inspector scolae í MR 2001–02, gjaldkeri skólafélags MR árið áður og gjaldkeri Vöku – Félags lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ, árið 2003, Stefanía Sigurðardóttir nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, formaður Nemendafélags FB 2003–04, Tómas Hafliðason meistaranemi í verkfræði við Há- skóla Íslands og framkvæmdastjóri Kælivéla ehf., Ýmir Örn Finnboga- son viðskiptafræðingur, gjaldkeri Visku, nemendafélags Háskólans í Reykjavík, 2002–04, sat í verkefnis- stjórn Jafningjafræðslunnar 1997–98 og var gjaldkeri Félags framhalds- skólanema 1999–2000, Davíð Ólafur Ingimarsson hagfræðingur og meist- aranemi í hagfræði v. HÍ, formaður í Íþróttafélagi MR 1999–2000, formað- ur Íþróttafélags hagfræðinema v. HÍ 2000–03 og situr í stjórn Taflfélags Reykjavíkur, Drífa Kristín Sigurðar- dóttir laganemi við HÍ, í ritstjórn vef- ritsins deiglan.com og formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta við HÍ, 2003-04, Kári Allansson tónlistarnemi, varaformaður og ritari Keðjunnar, nemendafélags Kvenna- skólans í Reykjavík, 2001–02 og for- maður íþróttanefndar skólans 2000– 2001, Guðrún Pálína Ólafsdóttir við- skiptafræðingur, penni á vefritinu deiglan.com og varamaður í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Nes- og Mela- hverfi, Helga Kristín Auðunsdóttir BS í viðskiptalögfræði og meistara- nemi við Viðskiptaháskólann á Bif- röst, formaður Félags nemenda í við- skiptalögfræði þar, áheyrnarfulltrúi í stjórn ELSA, Evrópusamtökum laganema og alþjóðafulltrúi í Félagi viðskiptalögfræðinga, Óttar Snædal nemandi í Verslunarskóla Íslands, Ásta Lára Jónsdóttir nemandi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, mark- aðsstjóri nemendafélags FB og leið- beinandi í Jafningjafræðslunni, Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir við- skiptafræðinemi við HÍ, formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema, í ritstjórn Viljans, skólablaðs Versl- unarskóla Íslands 2000–01,“ segir í yfirlýsingunni. Bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar Ellefu bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar ásamt Bolla Thoroddsen. Á myndina vantar Ástu Láru Jónsdóttur. Kosið verður nk. laugardag. NIÐURSTAÐA rannsóknar sem sérfræðingar Frumherja gerðu á vörubíl sem steyptist fram af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í Dölum á þriðjudag eftir árekstur við jeppa, leiðir í ljós að hemlabúnaður eða annar búnaður vörubílsins var ekki bilaður, að því er Jóhannes B. Björg- vinsson, lögregluvarðstjóri hjá lög- reglunni í Búðardal, segir. Umræða um að hemlabúnaður eða annar búnaður bílsins hafi verið bil- aður á því ekki við nein rök að styðj- ast, að sögn Jóhannesar. Aðspurður um hvort ökumenn hafi vanmetið að- stæður segir Jóhannes allt benda til þess, t.a.m. sé aðkoma að brúnni mjög slæm. „Miðað við skýrslur sem vitni hafa gefið mér [...] get ég ekki lesið út úr því annað en að þarna hafi ökumenn bara báðir einhverja hluta vegna mismetið aðstæður á vett- vangi,“ segir Jóhannes en tvær kon- ur sem voru hvor á sínum bílnum urðu vitni að atvikinu. Hemlunarbún- aður var í lagi FISKIDAGURINN mikli var hald- inn hátíðarlegur á Dalvík sl. laug- ardag og sóttu um 27.000 manns bæjarbúa heim, að sögn Júlíusar Júlíussonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, og sporðrenndu þeir tæplega 100.000 matarskömmtum með gestgjöfum sínum. „Þetta tókst rosalega vel í alla staði, enda fengum við sem fyrr frábæra gesti í heimsókn. Ég hef heldur aldrei fundið fyrir eins miklu þakklæti frá fólki sem ég ekki þekki,“ sagði Júlíus. Það eru fiskverkendur í Dalvík- urbyggð og fleiri góðir aðilar sem standa að Fiskideginum mikla en alls taka á þriðja hundrað sjálf- boðaliðar þátt í deginum. Mark- miðið er að koma saman, borða fisk og eiga góðan dag saman. Alls voru 15 matarstöðvar í gangi og þá var boðið upp á fjölbreytta dagskrárliði á sviði og um allt há- tíðarsvæðið. Tæplega 100.000 matar- skammtar í gesti Morgunblaðið/Kristján Skreiðarsúpa: Súpudrottningarnar Hafdís Björg Bjarnadóttir og Jóna Björnsdóttir buðu gestum upp á skreiðarsúpu ásamt Úlfari Ey- steinssyni matreiðslumanni. Sælar systur: Þær voru ánægðar með viðurgjörninginn á Dalvík, systurnar Louisa og Kristín Jó- hannesdætur. Þær voru að gæða sér á fiskborgurum og grilluðu hrefnukjöti. Fjölmenni á Fiskideginum mikla á Dalvík á laugardaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.