Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 SYNGJANDI sjóarar íklæddir lopapeysum, dansandi dísir og kjarnakonur á peysufötum sigldu með stolti niður Laugaveginn þegar Hinsegin dagar náðu há- marki í Gay Pride-göngunni. „Þjóðbúningurinn hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og því fannst mér þetta tilvalið. Það var kominn tími til að benda á það að íslenskar lesbíur geta líka verið kvenlegar,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir en hún var í hópi nokkurra kvenna sem klæddust íslenskum þjóð- búningi í göngunni. Þetta var í sjötta sinn sem Hin- segin dagar eru haldnir en fjöldi þátttakenda hefur vaxið ár frá ári. Lögreglan í Reykjavík telur að um 40 þúsund manns hafi ver- ið í miðborginni. Fjör á Hinsegin dögum Morgunblaðið/ÞÖK  Mikil gleði/26 EYJAMENN áforma að bjóða upp á nám- skeið í haust í svonefndri atburðastjórnun. Námskeiðið, sem verður opið öllum, fer fram á vegum nýrrar Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja og inniheldur fræðslu í því hvernig skipulagning, fjármögnun og stjórnun fjölmennra atburða á að fara fram. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir Eyjamenn búa yfir langri og farsælli reynslu af því að undirbúa og skipuleggja fjölmennar samkomur. Fyr- ir Þjóðhátíðinni sé 130 ára löng hefð og góð reynsla sé af skipulagningu mannamóta eins og Goslokahátíðar og knattspyrnumóta stráka og stúlkna, Shellmóts og Pæjumóts, þar sem gestir skipta þúsundum. Aðsókn að námskeiði í atburðastjórnun ætti að vera góð ef miðað er við þann fjölda hátíða sem fram fer á landsbyggðinni í sum- ar, hvort sem það eru bæjarhátíðir, útihá- tíðir eða fjölmenn íþróttamót. Gestir hafa skipt tugþúsundum, líkt og á Fiskideginum mikla á Dalvík um helgina þar sem um 28 þúsund manns voru samankomin, eða sautjánföld íbúatala bæjarins. Lætur nærri að annar hver Íslendingur hafi lagt leið sína á einhverja af þessum hátíðum. Eru þá ótaldar fjölmennar samkomur í Reykjavík eins og Hinsegin dagar og Menningarnótt. Góð kynning og meiri velta Skipuleggjandi Fiskidagsins, Júlíus Júl- íusson, og Bergur Elías eru sammála um að svona hátíðir skili bæjarfélögunum miklum tekjum og góðri kynningu. Bergur segir samantekt ekki liggja fyrir um veltuna í Eyjum í sumar en ljóst sé að hún skipti tug- um milljóna króna. Samfara mótshaldi sé verið að sækjast eftir margfeldisáhrifum og hátíðirnar dragi ekki aðeins að innlenda gesti heldur einnig erlenda. Þannig hafi hann hitt útlendinga á Þjóðhátíðinni sem hafi aldrei upplifað annað eins, og m.a. upp- götvað Egó og Bubba Morthens! Eyjamenn kenna at- burðastjórn  Et, drekk/8 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LANDSVIRKJUN mun á næstu 10–15 árum verja um hálfum millj- arði króna til uppgræðslu lands að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka- virkjunar. Hann segir Landsvirkjun munu setja um 200 milljónir í sjóð hjá Norður-Héraði. Sigurður segir að sjóðurinn sé notaður til að vinna gegn landeyðingu og að þessi vinna sé þegar hafin. „Þeir sjálfir fara með þennan sjóð og stjórna þessari vinnu. Til við- bótar þessu verða 45 milljónir sett- ar í samsvarandi sjóð hjá Fljóts- dalshreppi,“ segir Sigurður og bætir við að menn séu með þessu að reyna að græða upp aftur land, sem sé inni á öræfunum, t.d. Brúaröræf- um, sem sé nær byggð en virkjunin sjálf. Hann segir að sú uppgræðsla sé þegar hafin og nú þegar er sú vinna farin að bera árangur. „Það er byrjað og ég hef séð þá þegar um- talsverðan árangur þar sem menn hafa verið að prófa þetta.“ 200 milljónir í uppgræðslu við Hálslón Sigurður segir að auk þess að leggja peninga í sjóð hjá sveitar- félögunum hafi Landsvirkjun verið með unglinga í sumarvinnu víðsveg- ar um landið sem hafa unnið að upp- græðslu ásamt öðrum störfum. Um þrjár og hálf milljón króna séu lagð- ar árlega í þá vinnu sem geri um 52,5 milljónir á 15 ára tímbili, sem Landsvirkjun komi til með að verja í þá vinnu. „Í þriðja lagi þá munum við fara í styrkingu gróðurs meðfram Háls- lóni á Vesturöræfum, austan Háls- lóns, sem varnaraðgerð gegn foki úr lóninu.“ Býst Sigurður við að um 200 milljónir króna verði settar í það verkefni á næstu 15 árum. Sam- tals gerir þetta um hálfan milljarð króna sem nýttar verði til land- græðslu, en verkefnið hófst á síð- asta ári. Landsvirkjun með áætlun um landgræðslu til 10–15 ára Leggur um hálfan milljarð í uppgræðslu UM 1.450 knattspyrnustúlkur úr 3., 4., 5. og 6. flokki alls staðar af land- inu tóku þátt í Pæjumóti Þormóðs ramma – Sæbergs, sem lauk á Siglu- firði í gær. Líkt og á síðasta ári lék veðrið við Siglfirðinga og þær þús- undir gesta sem komu til bæjarins í tengslum við mótið. Stúlkurnar léku knattspyrnu í þrjá daga og tóku svo þátt í kvöldvökum á kvöldin. Mótið þótti takast vel og skipulag heima- manna til fyrirmyndar. Pæjumót Þormóðs ramma – Sæbergs Morgunblaðið/Kristján Veðrið lék við þátttakendur ÞEIM fjölgar stöðugt sem leggja stund á kajakróður, hvort sem það er á straumvatns- eða sjókajökum. Baldur Péturs- son, varafor- maður Kayak- klúbbsins, segir að virkir félagar í klúbbnum séu núna yfir 200. Hann segir að þeir sem stunda það að róa á straum- vatnskajak hafi orðið sífellt betri og bátarnir einnig. „Menn verða sífellt kaldari og betri og betri.“ Jón Heiðar Andrésson ferðast um landið og kannar ár og fossa segir þetta alls ekki hættulausa íþrótt. Oftar en ekki hafa þeir félagar kom- ist í hann krappan á ferðum sínum. „Samt er alltaf eitthvað sem dregur mann í að reyna krefjandi hluti; hærri fossa og erfiðari flúðir.“ „Menn verða sífellt kaldari“  Maður þarf/10 KOSTNAÐUR Landsvirkjunar við hækkun varnarstíflunnar við Kára- hnjúkavirkjun hleypur á nokkrum tugum milljóna króna. Vegna yfir- vofandi hættu á að hlýindi í vikunni auki vatnavextina í Jöklu var ákveðið á fundi sérfræðinga í gær að hækka stífluna enn meir, eða upp í 498 metra yfir sjó. Er það 19 metrum hærra en upphafleg hönnun stíflunn- ar gerði ráð fyrir. Þá verður aukinn kraftur settur í það næstu daga að hækka aðalstífluna upp í 500 metra hæð yfir sjó, en hún var í 494 metr- um í gær. Allt er þetta gert til að verða viðbúin hinu versta á næstu dögum, að sögn talsmanns Landsvirkjunar, eða mesta flóði í Jöklu í 500 ár. Áin hafði hægt um sig um helgina en veð- urspá gerir ráð fyrir samfelldum hlýindum og sólskini á hálendi Aust- urlands upp úr miðri vikunni. Hærri stífla kostar tugi milljóna  Landsvirkjun/4 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.