Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 22
© DARGAUD Bubbi og Billi HEFURÐU KOMIÐ HINGAÐ ÁÐUR? ÞETTA ER SVO ÓGNVEKJANDI AÐ ÞAÐ KEMUR ENGINN HINGAÐ LENGUR ER ÞÉR KALT? ÉG HEFÐI ÁTT AÐ TAKA MEÐ MÉR PEYSU. ÞAÐ ER PÍNU VINDUR HÉRNA ÞETTA MINNIR MIG Á VAMPÍRUSÖGU ÉG VIL EKKI HEYRA ÞESSA SÖGU! ÞAÐ VORU TVO FÓRNARLÖMB SEM VORU AÐ GANGA Í KIRKJGARÐI UM MIÐJA NÓTT EF ÞÚ ERT AÐ REYNA AÐ HRÆÐA MIG ÞÁ GETUR ÞÚ VERIÐ ÁNÆGÐUR, VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ TÓKST OG ALLT Í EINU HEYRÐIST HRÆÐILEGT HLJÓÐ HÆTTU! VISSIRÐU AÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA ERU GRAFIN Í ÞESSUM KIRKJUGARÐI? EN RÓMANTÍSKT! Grettir Smáfólk Smáfólk LENDIRÐU EINHVERN TÍMAN Í ÞVÍ AÐ VERÐA ÞREYTTUR SEINT UM EFTIRMIÐDAGINN? ÞAÐ GERI ÉG OG ÞESSI EFTIRMIÐDAGUR HEFUR ENST Í 25 ÁR YFIRHUNDURINN ER HORFINN!! HVAR ER HANN? HANN ER HORFINN!! ÉG ÞORI AÐ VEÐJ AÐ ÁLAGIÐ VAR OF MIKIÐ... EN HVERT HEFUR HANN FARIÐ? HALLÓ? Dagbók Í dag er mánudagur 9. ágúst, 222. dagur ársins 2004 Um daginn fórVíkverji akandi frá Reykjavík til Akureyrar. Það er svo sem ekki í ann- ála færandi. En svo vildi til, að bíll Vík- verja var drekkhlað- inn af fólki og far- angri og því varð bensíneyðslan meiri en ella og dugði tankurinn tæpast norður. Ákveðið var að taka bensín í Varmahlíð í Skaga- firði til að verða nú örugglega ekki strandaglópar á Moldhaugnahálsi eða einhverjum álíka vandræða- legum stað. Í Varmahlíð er bens- ínstöð Esso, tvær dælur, og hvor- ug merkt þjónustu eða sjálfsafgreiðslu, að Víkverji fékk séð. Útiafgreiðslumaðurinn (sem þegar Víkverji á sínum yngri ár- um gegndi þessu starfi hét „bens- íntittur“) var upptekinn við að af- greiða úr báðum slöngunum á annarri dælunni og Víkverjir brá sér því í sitt gamla hlutverk og dældi sjálfur – eins og hann gerir reyndar alltaf þegar hann kaupir bensín. Rak augun í að lítraverðið var 111 krónur, og reiknaði með að þar væri um að ræða verð á lítra með þjónustu, þar sem fyrr um daginn hafði lítrinn verið á 106 krónur í sjálfs- afgreiðslu á Esso- stöðinni sem Vík- verji verslar jafnan á í Reykjavík. Þeg- ar kom að því að greiða sopann spurði Víkjverji hvort hann fengi ekki lítrann á sjálfs- afgreiðsluverði, 106 krónur, þar sem hann hefði jú dælt sjálfur. Nei, kassa- maðurinn sá öll tormerki á að það gæti gengið. Eins og lesendur geta sjálfir ímyndað sér lauk þessu að sjálfsögðu með því að Víkverji greiddi 111 krónur fyrir lítrann. Þjónustuverð þótt hann hafi dælt sjálfur vegna þess að afgreiðslu- maðurinn var upptekinn við ann- að. Víkverji verður að segja að honum finnst þetta nú óþarflega nánasarlegt af Esso (heitir það ekki Olíufélag Íslands?), því Vík- verji hélt að verðið á bensíninu miðaðist við hvort kúnninn dælir því sjálfur eða afgreiðslumaður gerir það. En þarna virtist það einfaldlega miðað við hvað stóð á dælunni. Í það minnsta væri ráð hjá þeim í Esso í Varmahlíð að merkja báðar dælurnar þannig að kúnninn viti að hann mun borga þjónustuverð. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is             FJÖLDI fólks lagði leið sína á skáksýningu sem haldin var í Árbæjarsafni í gær en þar leiddu saman hesta sína fulltrúar hinna ólíku kynslóða í sýning- areinvígjum. Þar tefldu meðal annars saman feðgar og mæðgur, 83 ára fyrr- um Íslandsmeistari og bráðefnileg 11 ára stúlka. Húnvetningar settust einn- ig að tafli en þeir hafa löngum verið rómaðir fyrir mikla hæfileika við skákborðið. Með fram skáksýningunni var gestum og gangandi boðið að tefla og jafnvel spreyta sig gegn unglingalandsliðsmönnum Taflfélags Reykjavíkur og kom- ust færri að en vildu. Árbæjarsafn stóð að skáksýningunni í samstarfi við Taflfélag Reykjavíkur. Kynslóðirnar mættust í Árbæjarsafni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Gleð þú sál þjóns þíns, því að til þín, Drottinn, hef ég sál mína. (Sl.. 86, 4.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.