Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 16
Ný tækifæri innan heilbrigðisþjónustun Í slenska heilbrigðisþjónustan er reglubundið umræðuefni hér- lendis. Það kemur ekki á óvart þar sem þetta er þjónusta sem við þurfum öll að nota á einhverjum tímapunkti. Hún kostar líka mikið fé en um 40% af útgjöldum ríkisins er varið til verkefna á vegum heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins eða um 110 millj- örðum króna. Þar með talin eru reyndar líka útgjöld til almannatrygginga. Mikil aukning framlaga meiri aukning útgjalda Fréttaflutningur tengdur heilbrigð- isþjónustunni er því miður oft neikvæður og tengist gjarnan fjárhagserfiðleikum í rekstri. Þrátt fyrir mikla aukningu á fram- lögum til málaflokksins á undanförnum ár- um hefur gengið treglega að ná endum saman. Í fréttum er þá gjarnan talað um niðurskurð þó að vandamálið sé frekar á þá leið að útgjöldin vaxa hreinlega hraðar en framlög ríkisins. Þetta hefur leitt til þess að heilbrigðisþjónustan hefur fengið á sig nokkuð neikvæða ímynd sem hún á alls ekki skilið. Enginn efast um að gæði þjónustunnar eru með því besta sem ger- ist í heiminum. Starfsfólkið er vel menntað og sinnir störfum sínum af dugnaði og fag- mennsku. Breytt aldursskipt- ing þjóðarinnar Breytingar á aldursskiptingu þjóð- arinnar munu þó leggjast með auknum þunga á þjónustuna á komandi árum. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands mun fjöldi einstaklinga hérlendis á eftirlauna- aldri aukast verulega á næstu 10–15 árum. Til dæmis er gert ráð fyrir að fjöldi þeirra sem eru á aldrinum 70–90 ára aukist um þriðjung. Þessi aldurshópur er stærsti notendahópur heilbrigðisþjónustunnar. Þessi fjölgun væri kannski ekki vandamál í sjálfu sér ef ekki væri jafnframt svo að aldurshóparnir á aldrinum 30–50 ára standa nánast í stað á meðan. Þessi áð- urnefndi hópur eru hvað virkastur á vinnumarkaðnum og vinnur fyrir háum tekjum sem aftur þýðir að ríkið fær af honum miklar skatttekjur bæði af launum og neyslu, sem nýtast m.a. til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna. Við horfum því fram á það að notendafjöldi heilbrigð- isþjónustunnar mun aukast (og þar með kostnaðurinn), á meðan að fjöldi skatt- greiðendanna sem þarf að standa straum af kostnaðinum stendur í stað. Eitt kerfi fyrir auðuga og annað fyrir hina? Þetta mun auka rekstrarvanda heil- brigðisþjónustunnar á komandi árum og við því er nauðsynlegt að bregðast sem fyrst. Fæstir vilja örugglega að dregið verði úr þjónustunni. Þegar við sjálf eða einhver nákominn okkur veikist þá viljum við fá bestu fáanlegu þjónustu. Þrýstingur hefur farið vaxandi á undanförnum árum í þá veru að auka einkarekstur innan þjón- ustunnar. Það er er ekkert sem mælir gegn því að einkafyrirtæki og ein- staklingar taki í auknum mæli að sér að reka heilbrigðisþjónustu, svo lengi sem ekki verður til tvöfalt kerfi eftir efnahag. Mörg dæmi eru um einkarekstur í þessum geira hérlendis, en þjónustan er þar veitt á sömu forsendum og hið opinbera veitir hana. Þó að einkafyrirtæki reki þjón- ustuna þá verða notendurnir ekki varir við það því að þeir greiða sömu gjöld fyrir notkunina þar og þar sem hið opinbera rekur þjónustuna beint. Það eru held ég ekki margir sem hafa áhuga á því að hér verði tvöfalt ker heilbrigðisþjón arsvegar verði n usta en hinsveg aði sem greidd sé að gefa mér þ eitthvað betri e að þar yrði til an þeir gætu nýtt s hagslegt bolma grundvallarbre Hvað er þá ti hægt að hagræ heilbrigðisþjón því að gæta fyll sem annarsstað líka fyrir hendi. möguleikar á að ingatækni í rek Mikilvæg Þrátt fyrir að irleitt mjög fljó nýjungar þá er möguleikar eru ingu upplýsinga isþjónustunnar efnið sem þar li sjúkraskrá. Mið ing upplýsinga og heilbrigðisþj hendi. Gögn um Eftir Sigurð Eyþórsson ’Í Bandaverið áæt helmingu heilbrigð óþarfur v skorts á m inga.‘ Fjölgum löngum Í slendingar eiga fleiri almenna frí- daga en flestar aðrar þjóðir. Einn vinsælasti dagurinn er vafalaust nýliðinn frídagur verslunarmanna en um þá helgi eru tugþúsundir Íslendinga á faraldsfæti á meðan aðrir njóta þess að slaka á heima við. Frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur fyrir 110 árum og þá um miðjan september. Síðar var dag- urinn færður til og frá árinu 1931 hefur hann verið haldinn fyrsta mánudag í ágúst. Brátt náði þessi dagur svo mikl- um vinsældum að hann var orðinn al- mennur frídagur upp úr miðri síðustu öld. Vinsældir dagsins má auðvitað rekja til þess að hann leggst við helgina og úr verður þannig þriggja daga samfellt frí fyrir flesta, verslunarmannahelgin. Snjöll hugmynd sem verslunarmenn og kaupmenn fengu fyrir 110 árum hefur þróast í að verða vinsæl fríhelgi allra landsmanna. Stakir frídagar nýtast illa Frídagar eru flestum kærkomnir en það gegnir sama máli um þá og önnur takmörkuð gæði, þau þarf að nýta sem best. Stöku frídagarnir, sem hér eru gefnir á síðari hluta vetrar eða á vorin og ber upp á daga sem annars væru virkir, gætu nýst miklu betur. Hér á ég við sumardaginn fyrsta, uppstigning- ardag og 1. maí. Ljóst er að þessir frí- dagar yrðu mun kærkomnari, jafnt fyrir fjölskyldur sem atvinnurekendur, ef þeir færðust til og legðust við helgi þannig að úr yrði þriggja daga samfellt frí. Slíkur tilflutningur frídaga þekkist í sumum ná- grannalöndum okkar og í Bretlandi er það nánast orðin regla að slíkir frídagar í miðri viku flytjast fram að næstu helgi. Að frumkvæði Samtaka atvinnulífsins var það heimildarákvæði sett inn í ný- gerða kjarasamninga við nokkur laun- þegasamtök, að semja má um að samn- ingsbundin frí, sem lenda á fimmtudögum, þ.e. sumardagurinn fyrsti og uppstigningardagur, verði færð yfir á föstudag eða mánudag. Um þetta þarf að semja á hverjum vinnustað fyrir sig, m.a. með atkvæðagreiðslu meðal starfs- manna. Þetta frumkvæði SA er lofsvert enda um mikið hagsmunamál að ræða, ekki síður fyrir launafólk en atvinnurek- endur. Sumardagurinn fyrsti og uppstigning- ardagur eru á fimmtudögum og slíta þannig í sundur vinnuvikuna sem dregur úr framleiðni og afköstum í atvinnulíf- inu. Margir kvarta yfir því að síðari hluti vikunnar sé nánast ónýtur þar sem þeim verði lítið úr verki þennan staka vinnu- dag sem kemur á eftir stökum frídegi. Svipuðu máli gegnir um 1. maí sem ber oftast upp á virkan dag. Stundum ber hann upp á föstudag eða mánudag þann- ig að úr verður löng helgi en stundum ber hann upp á helgi þannig að launafólk fær ekkert aukafrí. Þannig fælist bein kjarabót í því fyrir launafólk ef um það semdist að færa 1. maí yfir á fastan viku- dag. Þriggja daga helgar vinsælar Það er góð hugmynd að flytja þessa frídaga að næstu helgi þannig að úr verði þriggja daga samfellt frí. Slíkur til- flutningur yrði flestum launþegum vafa- laust kærkominn og ljóst er að sú helgi sem úr yrði myndi nýtast fjölmörgum til ferðalaga og góðra samverustunda með fjölskyldu og vinum. Þessi tilflutningur þyrfti í sjálfu sér ekki að draga úr gildi eða brag viðkom- andi hátíðisdaga. Sumardagurinn fyrsti yrði auðvitað áfram á fimmtudegi en færa mætti hátíðarhöldin yfir á helgina og sama máli gegnir um verkalýðsdag- inn. Nú er það svo að þessir þrír stöku frí- dagar eru síðari hluta vetrar eða að vori þegar allra veðra er von. Færi vel á því að færa þessa daga, eða a.m.k. einhverja þeirra, yfir á hið stutta íslenska sumar og búa þannig til fleiri langar fríhelgar. Einn frídaginn mætti t.d. hafa fyrsta mánudag í júlí og annan fyrsta föstudag Eftir Kjartan Magnússon Greinarhöfund í júní. Jafnvel m dögum við fyrs þannig til fjögu helgi júlímánað ferðahelgi enda hlýrra en um v ’Okkur eað búa til helgar me flytja sta ir á suma 16 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRÁR Páll Þórhallsson, lögfræðingurhjá Evrópuráðinu, skrifaðigrein hér í Morgunblaðið í gær, þar sem hann setur fram gagnlegar ábendingar um hvernig standa eigi að endurskoðun stjórnarskrár og vísar þar til reynslu nokkurra ríkja, svo sem Dana, Finna, Austurríkismanna og Svisslendinga. Í grein sinni segir Páll: „Áður en farið er af stað þarf að liggja fyrir opinberlega hver séu markmið þau, sem að er stefnt, tíma- áætlun og vinnuferli. Æskilegt er að breið samstaða sé um umgjörð endur- skoðunarinnar, að starfað sé fyrir opnum tjöldum og að almenningi og félagasamtökum gefist nægilegt ráð- rúm til að hafa áhrif á útkomuna. Þannig aukast líkurnar á að sátt verði um niðurstöðuna, hver svo sem hún verður. Það virðist vert að leita leiða til að koma í veg fyrir, að stjórnar- skrárendurskoðun lendi í farvegi hefðbundinna pólitískra átaka.“ Um vinnubrögð Dana í þessum efn- um segir í grein Páls Þórhallssonar: „Danska þingið ákvað fyrir nokkr- um árum að efna til almennrar um- ræðu um þörfina á endurskoðun stjórnarskrárinnar. Umræðan stóð frá 2001–2003 ... Um fjórum milljónum danskra króna var veitt til að styrkja verkefni, fundarhöld og ráðstefnur um stjórnarskrána og mögulegar umbæt- ur. Ef marka má innlegg í umræðuna á Netinu var mestur áhugi á því að ræða stöðu þjóðkirkjunnar og þjóðhöfðingj- ans en hvað mannréttindi varðar eink- um réttinn til lífs.“ Þessar ábendingar Páls Þórhalls- sonar eru gagnlegar og eðlilegt að þeim verði fylgt eftir í einhverjum mæli. Sú endurskoðun íslenzku stjórnarskrárinnar sem framundan er, er mjög mikilvæg og þýðingarmik- ið að þjóðin öll komi að henni með ein- hverjum hætti. SKATTLAGNING LAUNATEKNA OG FJÁRMAGNSTEKNA Frá því að fjármagnstekjuskatturvar tekinn upp á Íslandi hefur mönnum verið ljóst, að að því hlyti að koma, að hinn almenni skattgreið- andi, sem borgar um og yfir 40% af launum sínum í skatta, spyrði þeirr- ar einföldu spurningar hvers vegna hann eigi að greiða margfalt hærri skatta af launatekjum sínum en fjár- magnseigendur greiða af þeim tekjum, sem þeir hafa af fjármagns- eign sinni. Nú er margt, sem bendir til þess að þessi spurning sé að verða mjög brýn. Ástæðan er áreiðanlega sú, að fjármagnstekjur hafa hækkað og þeim fjölgar, sem hafa tekjur sínar fyrst og fremst af vöxtum, arði eða söluhagnaði af hlutabréfum eða öðr- um sambærilegum eignum. Rökin fyrir því að ákvarða lága skattaprósentu af fjármagnstekjum í upphafi voru þau, að ella mundu fjármagnseigendur flytja fjármuni sína til annarra landa. Nú er það að vísu svo, að það gerðu þeir á vissu árabili með algerlega löglegum hætti án þess að borga eina krónu í skatt en svarið við þessari röksemd er auðvitað það, að fjármagnstekjur eru skattlagðar í öðrum löndum ekk- ert síður en hér og þess vegna losna menn ekki við að greiða skatt af slík- um tekjum nema koma peningunum fyrir í skattaparadísum á eyjum í Karíbahafinu. Engum dettur í hug að skattleggja fjármagnstekjur með 40% skatti en hins vegar hlýtur að koma til um- ræðu að tekjuskattur verði lækkaður mjög verulega eins og raunar stend- ur til á þessu kjörtímabili og fjár- magnstekjuskattur hækkaður eitt- hvað þannig að munurinn verði ekki jafn æpandi og hann er nú. Ríkisstjórnin á eftir að leggja fyr- ir Alþingi tillögur sínar um skatta- lækkanir. Æskilegt er að stjórnar- flokkarnir taki á þessu máli. Hér er um réttlætismál að ræða. AFSKIPTASEMI Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær-kvöldi var frá því skýrt að á fundi leiðtoga norrænna jafnaðarmanna, sem hér hefur staðið hafi verið sam- þykkt, að „Norðurlöndin öll skuli í framtíðinni vera hluti af Evrópusam- bandinu“. Hvað kemur öðrum Norðurlöndum við hvað við Íslendingar gerum í þessum efnum? Hvaðan kemur for- mönnum jafnaðarmannaflokka á öðr- um Norðurlöndum vald til þess að álykta um ákvarðanir Íslendinga varðandi ESB? Hvernig stendur á þessari afskiptasemi þeirra um ís- lenzk innanríkismál? Í öllum umræðum um hugsanlega aðild ríkja að Evrópusambandinu hefur alltaf verið lögð mikil áherzla á, að viðkomandi ríki taki þessar ákvarðanir upp á eigin spýtur og á eigin forsendum. Við Íslendingar höfum ekki haft fyrir því að gefa öðrum Norðurlanda- þjóðum góð ráð í þessum efnum. Hvað veldur því að leiðtogar jafnað- armannaflokka á öðrum Norðurlönd- um taka nú upp á því að gefa okkur góð ráð? Ráðleggingar þeirra eru afþakkað- ar. Við Íslendingar höfum alla burði til að taka ákvarðanir um framtíð okkar sjálfir og þurfum ekki á ráðgjöf að ekki sé talað um samþykktum frá frændum okkar á Norðurlöndunum að halda. Hér er á ferðinni óviðeigandi af- skiptasemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.