Morgunblaðið - 07.09.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sjáið þið hann ekki vel svona, elskurnar mínar?
Haldi loftslag áframað hlýna í svipuð-um mæli og verið
hefur undanfarin ár getur
svo farið að dýr sem fara í
felubúning að vetrarlagi,
þ.e. fá hvítan feld, geti átt
erfitt uppdráttar í kjölfar
þess að snjórinn sem þau
eru vön að fela sig í mun í
framtíðinni fara minnk-
andi. Um þetta var skrifað
í grein á Reuters í gær og
eins var þar fjallað um
þau áhrif sem loftslags-
breytingar gætu haft á
hvítabirni og dýr sem
skipta um lit eftir árstíma.
Loftslagslíkön spá því að
hlýnun á norðurskauts-
svæðinu verði tvöfalt
hraðari en annars staðar á jörð-
inni og að það muni haft marg-
vísleg áhrif á lífríkið á þessum
slóðum. Á vegum Norðurskauts-
ráðsins hefur hópur vísinda-
manna unnið að því undanfarin
fjögur ár að meta áhrif loftslags-
breytinga á vistkerfi og samfélög
á norðurhjara. Niðurstöður hóps-
ins verða kynntar á ráðherrafundi
sem haldinn verður á Íslandi í
nóvember.
Niðurstöðurnar benda til að
meðalhiti geti hækkað um 4–7
gráður á norðurhveli jarðar á
næstu hundrað árum og er það
meiri og hraðari hlýnun en áður
hafði verið spáð. Svo hraðar
breytingar geta haft víðtæk áhrif,
en eftir á að koma í ljós hvort
náttúran nái að aðlaga sig breyt-
ingum sem hlýnuninni fylgja.
Raunveruleg ógn
fyrir hvítabjörninn
Snorri Baldursson, aðstoðar-
forstjóri Náttúrufræðistofnunar,
er fulltrúi Íslandi í stýrinefnd
verkefnisins en hann segir grund-
vallarmun vera á aðstæðum hvíta-
bjarna og landdýra sem fara í
vetrarbúning, en þar má t.d.
nefna refi og rjúpur. Þau skipti
um lit eftir árstíma í þeim tilgangi
að fela sig fyrir rándýrum.
Snorri sagði ógn sem hvíta-
björnum stafi af hlýnandi loftslagi
raunverulega. „Það er fyrst og
fremst vegna þess að hafís á
Norðuríshafi mun dragast veru-
lega saman ef marka má spár.
Hvítabirnir eru algjörlega háð-
ir hafís um veiðar, lifa nær ein-
göngu á hringanóra, sem er selur
sem kæpir á hafísnum norður í
höfum. Ef hafísinn hverfur eða
minnkar tapast jafnframt bú-
svæði hringanórans og þar með
missir hvítabjörninn fæðu sína,“
sagði Snorri.
Í skýrslunni eru teknar saman
breytingar sem þegar hafa orðið á
veðurfari á norðurhjara, en það
hefur farið hlýnandi undanfarin
30 ár og jafnframt lagt mat á þær
breytingar sem búast má við í
framtíðinni.
Hafís á norðurslóðum hefur
þegar dregist saman um 10%. Að
sögn Snorra ganga spár sem
byggðar eru á meðaltali 5 þekktra
loftslagslíkana út á að um næstu
aldamót muni hafís í Norðuríshafi
hafa dregist saman um 50%, m.a.
er líklegt að Hudsonflói í Kanada
verði orðin íslaus um miðja þessa
öld og hvítabirnir horfnir af þeim
slóðum.
Vaðandi snjóþekju sagði Snorri
að hún hefði að meðaltali dregist
saman um 10% á undanförnum 30
árum. Snjó tekur upp fyrr á vorin
og festir síðar að hausti, þannig
að snjólausa tímabilið hefur
lengst að jafnaði. Þá er því spáð í
skýrslunni að snjóþekja dragist
saman um 20% til viðbótar á þess-
ari öld. „Hvort þetta muni hafa
veruleg áhrif á dýr sem skipta lit-
um er alls óvíst,“ sagði Snorri.
Á Íslandi lifa tvö dýr sem
skipta litum, rjúpa og refur. Ref-
urinn er svonefndur heimskauta-
refur sem finnst í tveimur af-
brigðum hér á landi, annarsvegar
afbrigði sem er mórautt árið um
kring og er það mest áberandi á
Vestfjörðum og með ströndum
landsins, en hitt afbrigðið sem
skiptir litum er algengara inn til
landsins og austanlands. „Ef
snjóalög hér á landi minnka um
20% svo sem spáð er má ímynda
sér að mórauða afbrigðið muni
sækja á,“ sagði Snorri.
Rjúpan gæti orðið
auðveld bráð
Hverfi snjór fyrr á vorin en nú
er sagði hann að rjúpan, sem enn
yrði í sínum hvíta búningi þegar
snjóa leysti, gæti orðið fálkanum
auðveldari bráð. „Hvort það muni
hafi áhrif á stofnstærðina til
lengri tíma litið efast ég um,“
sagði Snorri. Taldi hann líklegt að
þróunin yrði sú að litaskiptin
myndu smám saman aðlagast árs-
tíðaskiptum. Slíkt væri þekkt hjá
fjallrjúpu sunnar á hnettinum.
„Mér finnst ólíklegt að þessi
hugsanlegu áhrif af minnkandi
snjóalögum á rjúpu hafi í för með
sér veruleg vandamál hér.“
Í grein Reuters er þó nokkuð
gert úr þeirri hættu sem hvítum
dýrum stafar af loftslagsbreyting-
um, jafnvel látið að því liggja að
þau séu í útrýmingarhættu, en
Snorri telur nokkuð djúpt í árinni
tekið í þeim efnum. Vissulega
megi gera ráð fyrir að einhverjar
breytingar verði á stofnum slíkra
dýra vegna loftslagsbreytinga,
einkum á útbreiðslumörkum
þessara dýra sunnar í álfunni.
Fréttaskýring | Áhrif loftslagsbreytinga
Hafísinn mun
minnka um 50%
Meiri hlýnun á heimskautasvæðunum
en annars staðar á jörðinni
Hlýnun loftsins hefur áhrif á
afkomu hvítra dýra.
Hvítabjörnum stafar ógn
af hlýnandi loftslagi
Hitabreytingar eru meiri á
heimskautasvæðum en að jafnaði
annars staðar á jörðinni. Það á
sér veður- og eðlisfræðilegar
skýringar, m.a. verður hlýnunin
þar hraðari vegna þess að þegar
dökkblátt hafið á köldu svæð-
unum losnar við ísinn dregur það
í sig meiri hita en hvítur ís.
Ef sú þróun sem menn sjá fyrir á
næstu áratugum gengur eftir
verður um að ræða meiri hlýnun
og hraðari breytingar en menn
hafa áður séð á sögulegum tíma.
maggath@mbl.is
Alþjóðleg ferðaráðgjöf
Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi
sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni
samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn
„ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum,
flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu,
enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila
að starfsfólk hafi slíka menntun.
Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22
OPINBER heimsókn Karls 16.
Gústafs Svíakonungs, Silvíu drottn-
ingar hans og Viktoríu krónprins-
essu hefst í dag. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, tekur á
móti gestunum á Bessastöðum. Svía-
konungur sækir m.a. ráðstefnu um
loftslagsbreytingar í Öskju, náttúru-
fræðihúsi HÍ, þar sem sérfræðingar
um loftslagsbreytingar flytja erindi.
Þá munu konungshjónin heim-
sækja Barnaspítala Hringsins, Þjóð-
minjasafnið og taka á móti gestum í
Norræna húsinu. Þá afhendir Svía-
konungur Íslendingum 62 glerlista-
verk að gjöf eftir sænska listamenn í
Listasafni Íslands.
Á morgun skoða gestirnir kvik-
myndaver Latabæjar í Garðabæ,
Þingvelli og safn um Halldór Lax-
ness á Gljúfrasteini sem opnað var
um sl. helgi.
Að því búnu heldur konungsfjöl-
skyldan norður í land og heimsækir
m.a. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
og Háskólann á Akureyri.
Sænsku kon-
ungshjónin í
heimsókn
FJÓRMENNINGARNIR í kajakleiðangri Blindra-
félagsins niður með austurströnd Grænlands eru nú á
lokasprettinum og jafnframt erfiðasta hluta leiðarinnar.
Á sunnudag reru þeir 31 km og lentu í miklum ís, bæði
lagnaðarís og krapa. Var krapinn víða svo mikill að dag-
urinn fór að mestu í að „moka“ krapann þegar róið var,
að því er segir í dagbók leiðangursins. Um hádegið ætl-
uðu leiðangursmenn að ná landi, en lentu í brimi og
reyndu því árangurslaust að komast upp á ísjaka. Fikr-
uðu þeir sig þá aftur upp að landi, en þurftu að moka sig í
gegnum krapann, fet fyrir fet. Stundum sátu þeir kol-
fastir og þurftu að moka ís og krapahröngli frá bátunum.
Loks fundu þeir litla klettasnös, sem þeir komust upp á
með því að klifra upp 5–6 metra háa kletta og elduðu þar
hádegismat. Eftir hádegishlé reyndist mjög erfitt að
komast út úr víkinni eða snúa bátunum fyrir ís. Heldur
batnaði þó ástandið þegar á leið og tóku þeir sér bólfestu
í eyju einni og fundu sér þar náttstað.
Blindrafélagið hefur látið opna símanúmer sem hægt
er að hringja í og leggja sitt af mörkum til stuðnings leið-
angrinum. Númerið er 902-5100 og dragast þá 1.000 kr.
af símreikningi viðkomandi. Á heimasíðu leiðangursins
www.internet.is/leidangur er hægt að heita á leiðang-
urinn eða hringja í Blindrafélagið í síma 525 0000.
Kajakleiðangur Blindrafélagsins á Grænlandi
Mikill krapi
tefur kajak-
mennina
Morgunblaðið/Eggert
Kajakræðarar Blindrafélagsins áður en lagt var af stað.