Morgunblaðið - 07.09.2004, Page 10

Morgunblaðið - 07.09.2004, Page 10
Reuters Með staðfestri sambúð fást ýmiss konar réttindi, m.a. gefst pörum kostur á að telja saman fram til skatts og þeim verður heimilt að ættleiða íslensk börn. LAGT er til að samkynhneigð pör geti skráð sig í óvígða sambúð og þeim verði heimilt að ættleiða íslensk börn, í skýrslu nefndar forsætisráðu- neytisins um réttarstöðu samkyn- hneigðra, sem kynnt var í gær. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort leyfa ætti ættleið- ingar erlendra barna og tæknifrjóvg- anir lesbía. Þrír nefndarmanna töldu að leyfa ætti hvort tveggja en þrír voru á öndverðri skoðun. Forsætisráðherra skipaði nefndina í september í fyrra til að fara yfir þau íslensku lög og reglur þar sem sam- kynhneigðir njóta ekki sömu réttinda og gagnkynhneigðir. Var henni falið að kanna stöðu mála og koma með til- lögur um úrbætur. Skýrslan verður lögð fyrir Alþingi nú í haust. Auk áðurnefndra tillagna leggur nefndin til að búsetuskilyrði í lögum, þar sem þess er krafist að a.m.k. ann- ar maki búi á Íslandi til að fá stað- festa samvist, verði felld niður. Þá verði sett í lög sérstök verndar- ákvæði til að sporna gegn mismunun á vinnumarkaði auk þess sem fræðsla um samkynhneigð verði aukin, m.a. í skólum. Nefndin hvetur einnig þjóð- kirkjuna að breyta viðhorfi sínu til hjónabanda samkynhneigðra þannig að þeir geti fengið kirkjulega vígslu rétt eins og gagnkynhneigð pör. Kom fram þegar skýrslan var kynnt að hjá kirkjunni væri starfshópur að fara yf- ir málefni samkynhneigðra og vænta mætti niðurstaðna frá honum innan tíðar. Síðan árið 1996 hafa samkyn- hneigðir fengið að skrá sig í staðfesta samvist sem er ígildi hjúskapar með nokkrum undantekningum, en ekki getað fengið sambúð sína skráða hjá Hagstofu Íslands. Engin ástæða til að takmarka rétt til ættleiðinga Hingað til hafa samkynhneigðir í staðfestri samvist einungis mátt ætt- leiða stjúpbörn, þ.e. barn maka síns, en samkvæmt tillögunum fengju samkynhneigðir rétt til svokallaðra frumættleiðinga sem þýðir að hvor- ugur aðilinn í sambandinu þarf að vera foreldri barnsins. Björg Thor- arensen, prófessor við lagadeild Há- skóla Íslands og formaður nefndar- innar, segir að engin ástæða sé til að takmarka rétt samkynhneigðra til ættleiðinga hér á landi. „Bæði innlendar og erlendar rann- sóknir benda til þess að samkyn- hneigðir séu jafn góðir foreldrar og gagnkynhneigðir og á engan hátt hátt lakari uppalendur en gagnkyn- hneigðir,“ segir hún. Óttast að samvinna við erlend ríki spillist Nefndin klofnaði hins vegar í af- stöðu sinni til þess hvort leyfa skyldi ættleiðingar erlendis frá og skiluðu hóparnir mismunandi tillögum um það mál. Þeir sem mæla gegn því ótt- ast að það kunni að hafa neikvæð áhrif á samvinnu við þau ríki sem Ís- lendingar hafa einkum ættleitt börn frá, eins og Kína, Indland og Kól- umbíu, þ.e. fái samkynheigðir að ætt- leiða börn erlendis frá hér á landi, kunni það að minnka möguleika gagnkynhneigðra á að fá að ættleiða barn. Þá kemur fram í rökstuðningi þeirra að rannsóknir hafi sýnt að ætt- leiðing kjörbarna frá öðrum löndum hafi í för með sér sálrænt álag á þau og því að alast upp hjá samkyn- hneigðum foreldrum kunni líka að fylgja sárænt álag. „Vegna óvissu um sálræna líðan erlendra ættleiddra barna sem skera sig m.a. frá um- hverfi sínu vegna ólíks uppruna síns, auk mikilvægis þess að stefna ekki í hættu árangursríkri samvinnu sem komist hefur á við erlend stjórnvöld um ættleiðingar barna þaðan, telja nefndarmenn ekki rétt að svo stöddu að heimila ættleiðingar samkyn- hneigðra para á erlendum börnum,“ segir í úrskurði nefndarmannanna þriggja. Leggja þeir til að grannt verði fylgst með þróun mála hjá Sví- um en Svíþjóð er eina landið þar sem samkynheigðir mega ættleiða börn erlendis frá. Þeir sem leggja til að ættleiðingar erlendis frá verði heimilaðar vísa til þess að nú tveimur árum eftir að slík- ar ættleiðingar voru leyfðar í Svíþjóð hafi ekkert erlent ríki séð ástæðu til að útiloka samstarf um ættleiðingar gagnkynhneigðra þar í landi. Segja þeir að bannið stríði gegn jafnræð- issjónarmiðum og sama megi segja um bann við tæknifrjóvgunum. Björg segir þessa ákvörðun hafa verið ákaflega umdeilda í Svíþjóð þar sem naumur meirihluti í tuttugu manna nefnd hafi talið að leyfa bæri ættleiðingar erlendis frá. „Alþingi tekur auðvitað endanlega ákvörðun en með skýrslunni fáum við rök frá báðum hliðum sem ætti að vera góður grunnur fyrir framhaldið.“ Með því að fá leyfi til að skrá sig í sambúð fengju samkynheigðir sömu réttindi og gagnkynhneigðir á ýms- um sviðum, m.a. hvað varðar skatta- mál, réttindi á vinnumarkaði, al- mannatryggingar og félagslega aðstoð. T.d. verður þeim gert kleift að telja saman fram til skatts. „Nefndin telur engin rök fyrir því að samkyn- hneigðir séu í annarri stöðu hvað þessi réttindi varðar,“ segir Björg. Hún bendir á að til að tillögurnar nái fram að ganga verði annars vegar að gera breytingar á lögum um lögheim- ili og hins vegar á lagakvæðum í ýms- um sérlögum þar sem kveðið er á um réttindi sem fólk í sambúð hefur fram yfir þá sem eru ekki í sambúð. Samkynhneigðir fái að skrá sig í sambúð Hvetja kirkjuna til að leyfa sam- kynhneigðum að gifta sig í kirkju FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞORVALDUR Kristinsson, for- maður Samtak- anna 78 og einn nefndarmanna, segist afar ánægður með skýrsluna. Hún sé tímamótaverk þar sem fram komi víðtæk og mikilvæg þekk- ing á högum samkynhneigðra. Það séu honum þó vonbrigði að ekki hafi náðst samstaða um að mæla með því að ættleiðingar á börnum erlendis frá og tæknifrjóvganir hjá lesbískum pörum. „Ég er hryggur en líka glaður, því með þessum ágreiningi opnast málið. Hér eru skoðanaskipti á háu plani, þ.e. það er enginn að deila um hvort óhætt sé að leyfa samkyn- hneigðum að ættleiða börn.“ Hann er bjartsýnn og ekki í vafa um að árið 2008 verði samkyn- hneigðir búnir að fá öll lagaleg rétt- indi í fjölskyldumálum á við gagn- kynhneigða. Bann við ættleiðingum erlendis frá og tæknifrjóvgunum séu aðeins tímabundnar hindranir. Þorvaldur segir skýrsluna afar fróðlega þar sem hún gefi upplýs- ingar um hvert stefni í málum sam- kynhneigðra. Hins vegar sé dökki bletturinn á henni sá að í ljós hafi komið að mikið vanti upp á að al- menningur fái nóga fræðslu um samkynhneigð. Ekki hafi verið staðið við markmið þess efnis sem sett voru í sambærilegri skýrslu ár- ið 1994. „Í skýrslunni okkar kemur fram að fræðslu víðs vegar í þjóð- félaginu, til dæmis í skólum, sé mjög ábótavant. Það hryggir mig til dæmis að sjá að þegar aðal- námskrá grunn- og framhaldsskóla var endurskoðuð árið 1999 var sér- stakri fræðslu um samkynhneigð ekki bætt inn.“ „Aðeins tímabundnar hindranir“ Þorvaldur Kristjánsson „MÉR finnst sjálfsagt að taka tillögum nefndar- innar af opnum huga og efna til umræðna um þær, áður en tekin er afstaða til þess, hvernig á ein- stökum málum skuli tekið við lagasetningu,“ segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, um tillögur nefndarinnar. Hann segir nefndina hafa unnið gott starf og lagt mál fram á þann veg, að auðvelt sé að átta sig á rökum með og á móti. „Ég ætla, eins og ég vona að sem flestir geri, að kynna mér tillögur nefndarinnar, áður en ég tek af skarið um einstök álitamál.“ Vill efna til umræðna Björn Bjarnason Morgunblaðið/Sverrir Halldór Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna 78, og Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, kynna skýrsluna. ICELANDAIR sagði upp tíu fast- ráðnum flugmönnum um síðustu áramót. Munu þeir að óbreyttu hætta störfum hjá félaginu um mánaðamótin nóvember/desember en að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, eru ágætar líkur á að þeir haldi vinnu sinni. Um 200 flugmenn starfa nú hjá Icelandair. Er til uppsagna kom var útlit fyr- ir færri verkefni erlendis í leigu- flugi hjá Loftleiðum ehf. en stefndi í fyrr í sumar. Síðustu daga og vik- ur hefur þó rofað til að nýju í verk- efnastöðunni, að sögn Guðjóns. Hann segir leiguflugið vera þess eðlis að óvissa um verkefni sé meiri en í áætlunarfluginu. Umsvif leigu- flugsins hafi þó verið að aukast á heildina litið. Icelandair segir upp tíu flugmönnum BÍLL valt á Fróðárheiði um miðjan dag í gær. Fimm voru í bílnum, einn Íslendingur og fjórir Þjóðverjar, og sakaði þá ekki. Bíllinn er hins vegar gjörónýtur, að sögn lögreglunnar í Ólafsvík, og þykir ljóst að bílbelti hafi bjargað farþegunum frá meiðslum. Lögreglan segir bílinn hafa oltið í beygju á malarkafla á heiðinni, þekktri slysagildru, og undrast að ekki hafi verið lögð áhersla á að leggja bundið slitlag á þennan hluta heiðarinnar. Bílvelta á Fróðárheiði VINNUSLYS varð um borð í dýpk- unarpramma rétt fyrir utan Gróttu á laugardag og var lögreglu til- kynnt um slysið. Þar hafði maður fallið rúmlega 3 metra niður af skúrþaki. Hann var skorinn á höfði og höndum, fann til eymsla í baki og herðablaði og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, segir í frétt lögreglunnar. Féll niður af skúrþaki BROTIST var inn í veghefil í eigu Vegagerðarinnar á Patreksfirði um helgina, þar sem hann stóð mann- laus í Kerlingarfirði. Hafði þjóf- urinn á brott með sér forláta út- varpstæki eftir að hafa brotið rúðu á heflinum. Sími og talstöð freist- uðu þjófsins ekki, að sögn lögregl- unnar á Patreksfirði, sem fer með rannsókn málsins. Hvetur hún þá sem búa yfir upplýsingum um inn- brotið eða mannaferðir á þessum slóðum að hafa samband. Innbrot í veghefil ÆFING á Eskifirði hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar í gærkvöldi endaði óvænt með alvöru útkalli. Tilkynn- ing barst um eld í gamalli vöru- skemmu við höfnina á Reyðarfirði um níuleytið og Þorbergur Hauks- son slökkviliðsstjóri segir mann- skapinn því hafa sýnt óvenju skamman viðbragðstíma. Það hafi líka komið sér vel að þrír slökkvi- liðsmenn á Reyðarfirði hafi ekki komist á æfinguna til Eskifjarðar og þeir því fyrstir á staðinn með slökkvibíl. Engin starfsemi var í skemmunni en töluvert af timbri í eigu kirkj- unnar á Reyðarfirði. Gekk slökkvi- starf vel að sögn Þorbergs og lauk því á um klukkutíma. Eldsupptök eru ókunn en málið er í rannsókn lögreglunnar á Reyðarfirði. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Æfing breyttist í útkall

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.