Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 35
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 35
Sími miðasölu: 511 4200
Grimmdarleg saga, litríkar persónur
og leiftrandi húmor!
Frumsýning 8. október
Miðasala á Netinu
hefst í dag á www.opera.is
Rakarinn morðóði
Óperutryllir eftir Stephen Sondheim
Í kjölfar vaxtalækkana hefur sala eigna aukist verulega. Okkur vantar
eignir fyrir trausta og örugga kaupendur. Í mörgum tilfellum er boðið
upp á staðgreiðslu eða langan afhendingartíma:
• Einbýli/parhús/raðhús í vesturbæ Rvíkur og Seltjarnarnesi.
Kaupendur að eignum að verðbili 25-100 millj.
• Einbýli/parhús/raðhús í Hafnarfirði. Höfum kaupendur að bæði litlum
húsum í gamla bænum og glæsivillum í nýrri hverfum.
• Hæðum í Hlíðunum, Laugarneshverfi og Vesturborginni.
• 2ja, 3ja og 4ra herb. fyrir opinberan aðila. Langur afhendingartími
getur verið í boði.
• Einbýli/parhús/raðhús í Fossvogi og smáíbúðahverfi. Verðbil 20-60
millj.
• Einbýli/parhús/raðhús í Grafarvogi og Grafarholti. Verðbil 25-50 millj.
HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SKOÐUM SAMDÆGURS.
VERÐLEGGJUM EIGNIR YKKUR AÐ
KOSTNAÐARLAUSU.
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 Fax 552 1405
www.fold.is fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401
VANTAR EIGNIR
Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.Tónlistarskólinn í Garða-bæ fagnar fjörutíu árastarfsafmæli um þessarmundir, en skólinn tók
til starfa haustið 1964. Agnes
Löve hefur verið skólastjóri hans
undanfarin fjögur ár, en hún tók
við af Gísla Magnússyni sem
lengst hafði verið skólastjóri skól-
ans, frá árinu 1986. Forverar
hans við skólann voru Guð-
mundur Nordal og Alma Hansen.
Að sögn Agnesar hefur skólinn
stækkað mjög á þeim 40 árum
sem hann hefur starfað, en á upp-
hafsvetri hans voru nemendur við
skólann 33 og kennararnir þrír.
„Nú erum við þegar búin að inn-
rita 435 nemendur fyrir veturinn
og erum með 70 til viðbótar sem
við erum að reyna að koma að,
þannig að nemendafjöldinn verð-
ur væntanlega um 500, auk bið-
lista,“ segir hún.
Forskólanám hefst við sex ára
aldur og er tvö ár, en þeir nem-
endur sem það hafa stundað
hljóta forgang að tónlistarnámi
við skólann, sem er frá átta ára
aldri. „En síðan fáum við einnig
inn nemendur á öllum aldri, allt
upp í fullorðna einstaklinga.“
Píanóið vinsælast
Auk hliðargreina, tónfræði og
hljómfræði og margs konar sam-
spils, er í skólanum kennt á flest
þau hljóðfæri sem nemendur óska
eftir að læra á, en að sögn
Agnesar er píanóið alltaf vinsæl-
ast og flestir nemendur sem læra
á það. „Píanóið er það hljóðfæri
sem alltaf stendur eitt,“ segir hún
aðspurð um skýringar á vinsæld-
um hljóðfærisins. „Önnur hljóð-
færi eru oftast háð því að einhver
spili með, en píanóleikarar geta
verið alveg sjálfstæðir í sínum
tónlistarflutningi. Síðan eru mörg
skemmtileg störf sem píanóleik-
arar geta tekið sér fyrir hendur,
til dæmis að spila undir fjölda-
söng í boðum, sem maður gerir
kannski ekki ef maður spilar til
dæmis á flautu.“
Í seinni tíð hefur gítarinn líka
átt auknum vinsældum að fagna.
„Það er langmest aukning í gít-
arnámi. Ég á von á að það sé
vegna þess sem krakkarnir sjá,
til dæmis í sjónvarpi og mynd-
böndum, og þau sjá kannski lítið
af öðrum tónlistarmönnum. Popp-
ið er sterk fyrirmynd,“ segir
Agnes og bætir við að sú hug-
mynd hafi komið upp að vera
með lúftgítarnámskeið til að
mæta vaxandi aðsókn í námið.
„Þar myndu krakkarnir að
minnsta kosti læra stælana,“ seg-
ir hún og hlær.
Kennt er upp í 8. stig, til burt-
fararprófs, og hafa þó nokkrir
nemendur lokið slíku prófi frá
skólanum, margir í söng að sögn
Agnesar. „Við höfum alltaf haft
mjög marga söngnemendur við
skólann og þeir eru orðnir um
þrjátíu, söngnemendurnir sem við
höfum útskrifað héðan.“
Árið 1999 var nýtt húsnæði
skólans tekið í notkun, við
Kirkjulund 11 í Garðabænum.
Húsið var hannað og byggt sér-
staklega með þarfir skólans í
huga. „Meðal annars höfum við
tvo mjög fína sali og öll aðstaða
hér er virkilega góð. Ég held að
það hafi bara verið byggðir þrír
tónlistarskólar hér á Íslandi, í
Hafnarfirði, Kópavogi og hér.
Aðrir skólar hafa fengið inni í
húsum sem voru byggð til ann-
arra hluta,“ segir Agnes.
Önnum kafin börn
Ljóst er að allt umhverfi tón-
listarnáms hefur breyst mjög
mikið á undanförnum árum og
áratugum, til dæmis með bættri
kennsluaðstöðu og kennslu og
auknum fjölda nemenda. Agnes
segir það fyrst og fremst blasa
við sér hve hópurinn sem stundar
tónlistarnám hefur breikkað. „Nú
fá fleiri þessi tækifæri. Áður var
námið ekki niðurgreitt og því
dýrt, auk þess sem fólk átti ekki
hljóðfæri í sama mæli og í dag.
Það var kannski efnameira fólk
sem sendi börnin sín frekar í tón-
listarnám. Þetta hefur breyst,“
segir hún. „Nú er þetta nokkuð
sem fólk getur leyft sér, en það
getur líka leyft sér að senda
börnin í fleira en tónlistarnám.
Krakkar eru oft í íþróttum og
ballett og ýmsu fleiru, sem leiðir
kannski til þess að þau verða
tættari. Þau hafa þá ekki tæki-
færi til að einbeita sér að ein-
hverju einu, heldur eru að prófa
marga mismunandi hluti. Þá er
árangurinn stundum eftir því.“
Agnes bætir við að vinnudagar
barna sé oft á tíðum mjög langir,
skólinn sé jafnvel fram á eft-
irmiðdag og þá þegar sé vinnu-
dagurinn orðinn nokkuð langur.
„En þá eiga þau eftir að þeytast
kannski á hverjum einasta degi í
ýmsa aukatíma, jafnvel fleiri en
einn, og því fylgir mikið álag.
Maður furðar sig stundum á því
hvernig þau hreinlega klára sig á
þessu.“
Stigin lögð af
Nýtt áfangakerfi verður tekið í
notkun við skólann frá og með
haustinu, og munu þá hin hefð-
bundnu stig leggja upp laupana,
og grunn-, mið- og framhalds-
áfangar koma í staðinn. „Ef mað-
ur er djarfur og lætur sig dreyma
vildi maður gjarnan sjá níutíu
prósent nemenda sem koma í
skólann ljúka grunnáfanga, sem
samsvarar þriðja stigi,“ segir
Agnes. Hún segir það ekki endi-
lega markmið skólans að ala upp
verðandi tónlistarfólk. „Það hljóta
allir sömu grunnmenntunina, sem
getur komið fólki til góða óháð
því hvað það vill gera við hana.
En við erum ekkert markvisst að
ala hljóðfæraleikara eða hljóð-
færakennara.“
Agnes segist fullviss um að
tónlistarnám sé gott nám fyrir
alla. „Mjög svo. Þarna lærir fólk
einbeitingu og sjálfsaga, sem er
stór hluti af slíku námi. Síðan
þjálfast auðvitað markvisst sam-
hæfing hugar og handar. En ekki
síst tel ég að í öllum þessum erli
sem er orðinn í þjóðfélagi nú-
tímans sé voðalega gott að eiga
stundir með hljóðfærinu sínu,“
segir Agnes Löve, skólastjóri
Tónlistarskóla Garðabæjar, að
síðustu.
Morgunblaðið/Golli
Agnes Löve, skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar.
Tónlist | Tónlistarskóli Garðabæjar fagnar
fjörutíu ára starfsafmæli
Gott að eiga stundir
með hljóðfærinu sínu
ingamaria@mbl.is
UM HELGINA var
staða ballettmeistara Ís-
lenska dansflokksins
auglýst laus til umsókn-
ar í Morgun blaðinu.
Staðan felur í sér um-
sjón með þjálfun dans-
ara, en ennfremur að-
stoð við listrænan
stjórnanda.
„Ballettmeistari vinn-
ur einnig mjög náið með
danshöfundum, og því
afar mikilvægt að við-
komandi þekki vel það
ferli,“ segir Katrín Hall,
listrænn stjórnandi Ís-
lenska dansflokksins.
Lauren Hauser, fyrrum aðaldans-
ari New York City
Ballet, hefur gegnt
stöðunni á und-
anförnum áratug.
Hún snýr nú til ís-
lenskunáms við Há-
skóla Íslands og ball-
ettkennslu við
Listdansskóla Ís-
lands.
„Það verður erfitt
að finna einhvern til
að fylla hennar
skarð,“ segir Katrín.
Staðan hefur
ennfremur verið aug-
lýst erlendis og hafa
umsóknir þegar bor-
ist flokknum.
Leitað að ballettmeistara
Íslenska dansflokksins
Katrín Hall
Fréttasíminn 904 1100