Morgunblaðið - 07.09.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.09.2004, Qupperneq 37
Morgunblaðið/Arnaldur „Papar og Bubbi eiga hér vandræðalegt stefnumót og eru einfaldlega ekki á sömu bylgjulengd lungann af tímanum,“ segir meðal annars í dómnum. TVÆR síðustu plötur Papanna, Riggarobb og Þjóðsaga, eru ekki einasta bráðvel heppnaðar heldur hafa þær og verið söluhæstu ís- lensku plöturnar undanfarin ár. Paparnir, sem hafa gert út á mið írskrar þjóðlagatónlistar með stöku skottúrum í aðrar áttir, tóku þar fyrir kunn þjóðlög sem Jónas heitinn Árnason hafði samið glettna texta við og leystu það verkefni glæsilega. En öðru máli gegnir um þennan disk. Þetta er djörf hugmynd sem því miður gengur ekki upp, þrátt fyrir stöku spretti. Papar og Bubbi eiga hér vandræðalegt stefnumót og eru einfaldlega ekki á sömu bylgjulengd lungann af tímanum. Hljóðfæraleikur á plötunni er með ágætum og vinnsla öll til fyr- irmyndar en kapallinn bara geng- ur ekki upp. Matthías Matthíasson er t.a.m. frábær söngvari en rödd hans fellir sig ekki að efninu sem hér er að finna. Harmræn lög eins og „Rómeó og Júlía“, „Aldrei fór ég suður“ og „Skyttan“ verða hreint og beint einkennileg – og lítt áheyrileg – þegar Matthías syngur þau með sinni annars þekkilegu, tæru og voldugu rödd. Sú sára tilfinning sem umleikur snilldarlegar frumgerðirnar hverf- ur fyrir vönduðum og vel sungn- um flutningi sem á illa við þau. Flest lögin hérna fá mann reyndar til að minnast hinna upp- runalegu og það er ekki gott merki, ætli menn að gera vel heppnaða tökulagaplötu. Paparnir halda sig einatt fast við uppruna- legar útsetningar og melódíur en tekst ekki að ljá þeim nýtt líf eða spennandi. Þeir hljóma meira eins og einhver tökulagasveitin sé að renna sér í Bubbalag með fiðlu og banjói. Sólarglætan hér er sú að maður er minntur á að Bubbi er þegar best lætur einn besti lagasmiður sem þjóðin hefur átt („Skyttan“ og „Rómeó og Júlía“ eru hreint stór- kostleg lög). Það fer þó ekki allt í handaskol- um hér. Bubbi lét Papana hafa tvö ný lög fyrir plötuna, „Vorvísu“ og „20 rásir“. Þau eru svona í með- allagi en fella sig þó vel að hljóð- heimi Papanna, enda samin sér- staklega fyrir þessa plötu. Affarasælast hefði verið ef öll platan hefði verið unnin á þennan hátt. Opnunarlagið, „Öldueðli“ af Líf- ið er ljúft, er í raun best heppnaða lag plötunnar. Hér rennur orka og æði Papanna vel saman við lagið og írsku einkennin fá að njóta sín. Hið glaðværa „Söngurinn hennar Siggu“ (sem er reyndar eftir J.J. Cale) gengur líka upp og sömu- leiðis lög eins og „Strákarnir á Borginni“ og „Kona“. Ástæðan fyrir því er þó sú að öll þessi lög eru upprunalega á skjön við „venjuleg“ Bubbalög. „Strákarnir á Borginni“ t.a.m. í tangótakti. En „hefðbundnari“ lög eins og „Það er gott að elska“ (sem inniheldur væmnasta en um leið heilasta, ein- lægasta og rómantískasta texta sem ég hef heyrt um ævina) og „Leyndarmál frægðarinnar“ ein- faldlega gera sig ekki í útsetn- ingum Papanna. Ég myndi efalaust syngja hátt og snjallt með á balli hjá Pöp- unum, myndu þeir renna sér í eitthvert laganna hér. En platan Leyndarmál frægðarinnar gerir sig ekki, er í besta falli athygl- isverð hugmynd sem því miður gengur ekki upp. Bubbarobb Íslenskar plötur Papar – Leyndarmál frægðarinnar Á Leyndarmáli frægðarinnar klæða Pap- arnir lög Bubba Morthens í eigin búning. Papa skipa þeir Dan Cassidy (fiðla, mandólín, bakraddir), Eysteinn Eysteins- son (trommur, ásláttarhljóðfæri, bak- raddir), Georg Ólafsson (bassi, bakradd- ir), Matthías Matthíasson (kassagítar, söngur), Páll Eyjólfsson (hljómborð, harmónikka, harmóníum, bakraddir) og Vignir Ólafsson (rafgítar, banjó, bakradd- ir). Upptökumenn voru Matthías Matth- íasson og Sigurður Geirdal en Matthías stýrði upptökum. Matthías, Hrannar Ingi- marsson og Dan Cassidy hljóðblönduðu. Bjarni Bragi hljómjafnaði. Hið sameig- inlega írska útgáfufélag gefur út.  Arnar Eggert Thoroddsen MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 37 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.