Morgunblaðið - 13.09.2004, Side 15

Morgunblaðið - 13.09.2004, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 C 15 a sb yr g i@ a sb yr g i. is • w w w .a sb yr g i. is • w w w .h u s. is SAMTENGD SÖLUSKRÁ SEX FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali RAFN H. SKÚLASON, SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR GUNNAR HALLGRÍMSSON, SÖLUMAÐUR SÍMI 898 1486 Við erum í Félagi fasteignasala PARHÚS - FANNAFOLD Gott 149,1 fm parhús með 23,6 fm bílskúr við Fannafold. Húsið er allt í góðu standi, björt stofa með mikilli lofthæð, verönd út af stofu. Fjögur mjög góð svefnherbergi. Falleg eign. (tilv. 34288) Verð 22,9 millj. 84 HA LANDSSPILDA Í FLÓANUM Til sölu er mjög gott um 84 ha. land úr landi Galtastaða í Flóa. Landið skiptist í um 18,3 ha tún og um 65,7 ha. mjög gott beitiland. Mjög góð staðsetning um 75 km frá Reykjavík. Landið hentar sérstaklega vel fyrir hestamenn.(tilv.34782) GULLSMÁRI-ELDRI BORGARAR Glæsileg 2ja herb. 76 fm íbúð á 4. hæð í næsta nágrenni við þjónustu- miðstöðina í Gullsmára, heilsugæslu og Smáralind. Parket á gólfum. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Þvottahús og geymsla í íbúðinni. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni. Stórar suð-vestursvalir. Góður kostur fyrir eldri borgara. LAUS NÚ ÞEGAR. RAUÐHELLA - LAUS STRAX Nýtt 132,9 fm iðnaðar- eða lagerhús- næði sem selst í einingum í stærðum frá 109,2 til 394,7 fm. Mikil lofthæð. Stórar innkeyrsludyr. Stór malbikuð lóð framan við húsið. Gott útipláss fyrir aftan húsið. Sölumenn Ásbyrgis sýna húsið og veita allar nánari upp- lýsingar í síma 568-2444. (tilv 34700) SÓLHEIMAR - LÚXUSEIGN Vorum að fá í einkasölu 188 fm mjög vandaða efri sérhæð í nýlegu þríbýl- ishúsi. Allar innréttingar í sérflokki. viðarklædd loft með innfeldri lýsingu, arinn í stofu, tvennar svalir, þvotta- herb. innan íbúðar, baðherbergi og snyrting, mikil lofthæð. Innbyggður 33,8 fm bílskúr. LAUS STRAX. Verðtilboð. ATVINNUHÚSNÆÐI ELDSHÖFÐI - TIL LEIGU Til Leigu. Gott 110 fm iðnaðar-/þjónustu- húsnæði á jarðhæð með innkeyrsludyr, skiptist í 2 herb. + kaffistofu, snyrtingu og vinnusalur. Góðar innkeyrsludyr. LAUST STRAX HAMRABORG - JARÐHÆÐ Til sölu eða leigu mjög gott 219,0 fm versl- unar- eða þjóustuhúsnæði á jarðhæð. Húsnæðið er mjög vel staðsett og hefur mikið auglýsingagildi. Laust strax. Allar nánari upplysingar gefur Ingileifur Einars- son hjá Ásbyrgi fasteignasölu. 4RA - 5 HERB. FERJUBAKKI :::LAUS STRAX::::Mjög falleg 4ra-5 herb. 102,4 fm íbúð á 2. hæð með nýlegu plast- parketi á gólfi. Rúmgóð stofa, gengt á svalir, 3 svefnherbergi og auka tölvuher- bergi. Verð 12,0 millj. KLEPPSVEGUR - AUKA HERB. Góð 4-5 herb. 95,1 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli með auka herbergi í risi. Ákv. byggingasj. Eignin getur verið laus fljót- lega. (tilv. 34473) Verð 12,5 millj. 2 HERBERGJA NJÁLSGATA - EFRI HÆÐ Falleg mikið endurnýjuð 55 fm 2ja her- bergja íbúð á efri hæð með sérinngangi í litlu 2ja íbúða bakhúsi á besta stað við Njálsgötuna. (tilv. 34681) ELDRI BORGARAR GULLSMÁRI - ÞJÓNUSTUÍBÚÐ Vorum að fá í sölu 31 fm einstaklingsíbúð á jarðhæð húsi fyrir aldraða. Góðar innrétt- ingar, gengt út á góða verönd. Húsið er við þjónustumiðstöð fyrir aldraða. Laus strax. Verð 7,8 millj. STÆRRI EIGNIR DALSBYGGÐ GARÐABÆ. 2 ÍBÚÐIR Til sölu vandað 283 fm einbýlishús á tveim- ur hæðum með tilbúinni 2ja herb. íbúð á neðri hæð með sérinngangi og 70 fm tvö- földum bílskúr. Á aðalhæð er 142 fm mjög vönduð ibúð með stórum stofum, stóru eldhúsi, 2 baðherbergjum, þvottaherbergi og 3-4 svefnherbergjum. Innan gengt á milli hæða. Stutt er í skóa og gott útsýni. Verð 35,0 millj. HLÍÐARHJALLI - KÓPAVOGUR Mjög skemmtilegt og fallega innréttað 214 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 31,3 fm innbyggðum bílskúr. Frábær staðsetn- ing, frábært útsýni. (tilv. 33611) Óskað eft- ir tilboðum VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Nú vantar okkur allar gerðir eigna á skrá, höfum ákveðna kaupendur að eignum í Kópavogi og Árbæ. Við hjá Ásbyrgi komum og metum eignina þér að kostnaðarlausu ásamt því að finna eign sem hentar þér. Við erum með samtengdan gagnagrunn sex fasteignasala. Þú setur eignina þína í einkasölu hjá okkur en ferð inn á sameiginlegan grunn hjá HUS.IS. Kynntu þér kosti HUS.IS og vertu í sambandi við sölumenn okkar. Við vinnum vel fyrir þig. TIL LEIGU NÝBÝLAVEGUR - LAUST Til leigu mjög gott 100 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Húsnæðið er mjög bjart og með góðri lofthæð. Hentar sérstaklega vel fyrir heildverslun, teiknistofur eða léttan iðnað. Leiguverð 85 þús. á mán. Laust strax. LANDSBYGGÐIN SUMARHÚS Í LANDSSVEIT Til sölu mjög vel staðsettur 49 fm sumar- bústaður i landi Litla-Klofa í Landssveit. Húsið stendur á fallegri ræktaðri lóð og lækur rennur á lóðamörkum. Heitt vatn og rafmagn. Verð 5,8 millj. tilv.34786 Reykjavík – Fasteignasala Íslands er nú með í einkasölu parhús á tveimur hæðum við Flókagötu 49a. Haukur Geir Garðarsson hjá Fasteignasölu Íslands segir að um sé að ræða fallegt parhús sem er kjallari, hæð og ris á vinsælum stað í höfuðborginni. Húsið er byggt árið 1987 og er 271 fm auk 38,8 fm bílskúrs. Gengið er upp tröppur inn í anddyri á miðhæðina. Þar er gestasnyrting með glugga, hol og her- bergi með skápum. Eldhúsið er með beykiinnréttingu og borðkróki. Úr stofu og borðstofu er gengið út í flísalagðan, upphitaðan sólskála sem snýr í suður. Skálinn er með spegl- uðu gleri í þaki, en úr honum eru dyr niður á afgirta timb- urverönd og út í garð. Einnig er verönd fyrir framan inn- gang við austanvert húsið. Úr holinu liggur timburstigi upp á efri hæðina. Þar er komið í sjónvarpshol og yfir því eru skemmtilegir þakgluggar en loftin eru viðarklædd. Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni og eru skápar í tveimur þeirra. Baðherbergi er með baðkari og lagt er fyrir þvottavél og þurrkara. Á gólfi í anddyri og gestasnyrtingu eru flísar, gólfkross- viður á holi, stofum, eldhúsi og herbergjum, dúkur á baðher- bergi. Gengið er í kjallara gegnum bílskúrinn, en einnig er möguleiki að setja stiga úr holi miðhæðarinnar. Í kjall- aranum er gluggalaust herbergi þar sem gert er ráð fyrir þvottahúsi, hol og tvö herbergi sem eru án milliveggja. Ver- ið er að innrétta kjallarann, en þar er einnig gert ráð fyrir baðherbergi sem búið er að flísaleggja í hólf og gólf en án tækja. Einnig gluggalaust herbergi og geymsla þar inn af. Komnar eru nýjar flísar á holið og samliggjandi herbergin, ofnar eru komnir, eftir að draga í rafmagn og loft ófrágeng- in. Samliggjandi herbergin eru skráð sem ósamþykkkt rými en möguleiki er að innrétta aukaíbúð í kjallaranum. Bílskúrinn er ekki fullkláraður en er með rafmagni og hita. Afhending hússins er samkomulagsatriði en ásett verð er 48 milljónir. Flókagata 49a Flókagata 49a er 271 fm auk 38,8 fm bílskúrs, byggt árið 1987.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.