Morgunblaðið - 13.09.2004, Síða 18
18 C MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði
Sími 520 2600 - Fax 520 2601
Netfang as@as.is
Heimasíða http://www.as.is
Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali,
Jónas Hólmgeirsson, Eiríkur Svanur Sigfússon,
Birna Benediktsdóttir, Melkorka Guðmundsdóttir.
Eigendur fasteigna athugið:
Lífleg sala • Skoðum og verðmetum samdægurs
Opið virka daga kl. 9–18
Myndir í gluggum
MÓABARÐ - FALLEGT HÚS MEÐ ÚT-
SÝNI Fallegt TALSVERT ENDURNÝJAÐ 122
fm EINBÝLI á einni hæð, ásamt 26 fm BÍL-
SKÚR, samtals 148 fm LAUST STRAX. Húsið
hefur verið mikið endurnýjað að utan sem inn-
an. Arinn í stofu. Parket og flísar. GÓÐ EIGN
Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ. 2743
HAMARSBRAUT - ÚTSÝNISSTAÐUR
Virðulegt 170 fm EINBÝLI á þremur hæðum á
frábærum útsýnisstað á HAMRINUM. FAL-
LEGT ÚTSÝNI ER YFIR HÖFNINA. LAUST
STRAX. 2721
VÆTTABORGIR - GRAFARVOGUR Tvö
gullfalleg parhús sem hönnuð eru eftir arkitekt
bæði að innan og utan. Skilast allveg fullbúin
að innnan og utan. Innréttingar og hurðir eru
úr Hlyn, fallegt parket og steinflísar. Allt fyrsta
flokks, allt nýtt, engin hefur búið í húsinu. Fal-
legt útsýni að Esjunni og víðar. Stutt í alla
þjónustu, róleg staðsetning. Verðtilboð.
Uppl. hjá Eiríki Svani 2038
HAMRABERG - RAÐHÚS - 125 FM
Virkilega fallegt miðjuraðhús á tveimur hæð-
um á góðum og kósí stað. Húsið er almennt í
góðu ástandi bæði að innan og utan. Getur
losnað fljótlega. Fallegt og rólegt umhverfi.
Góð eign sem hægt er að mæla með, sjá nán-
ari lýsingu og myndir á heimasíðu Ás ehf,
www.as.is Topp eign. 2847
HRINGBRAUT - FALLEG OG BJÖRT
MIKIÐ ENDURNÝJUÐ 101 fm 4ja herb. íbúð á
MIÐHÆÐ í þríbýli. Þrjú svefnherb. Góðar inn-
réttingar og gólfefni. Sjónvarps- og símatengi
er í hverju herbergi. SUÐURSVALIR. Björt og
falleg eign sem vert er að skoða. Verð 14,9
millj. 2850
REYKJAVÍKURVEGUR - SÉRHÆÐ
BJÖRT OG FALLEG 107,1 fm 3ja herb. MIÐ-
HÆÐ í þríbýlishúsi. SÉRINNGANGUR. Parket.
SUÐ-AUSTURSVALIR. Þak endurnýjað. 2839
EYRARHOLT - EIN ALVEG EINSTÖK
Falleg og vel með farin 4ra herb. íbúð á 1.
hæð í þríbýli ásamt bílskúr, alls 140 fm. Sér-
smíðaðar innréttingar, góð gólfefni, svalir og
sérverönd út í suðurgarð úr eldhúsinu. Flott
eign. Verð 18,3 millj. 2865
HÁHOLT - ENDAÍBÚÐ FALLEG 114 fm
4ra herbergja ENDAÍBÚÐ á 1. hæð í góðu fjöl-
býli. Góðar innréttingar og gólfefni. STÓRAR
SUÐURSVALIR. Hús og sameign í góðu
ástandi. Verð 14,9 millj. 2869
ÁLFASKEIÐ - SÉRHÆÐ Falleg 93,4 fm
NEÐRI SÉRHÆÐ í góðu tvíbýli á góðum og
rólegum stað í hrauninu. SÉRINNGANGUR.
Hæðin er talsvert endurn. Verð 13,2 m. 2744
HÁAKINN - FALLEG RISÍBÚÐ Falleg
4ra herbergja RISÍBÚÐ í góðu þríbýli. Vel
skipulögð. Íbúðin er undir súð og nýtist hún
sérlega vel. Lóð er ræktuð. Góð og falleg eign
sem vert er að skoða. Verð 13,5 millj. 1637
STEKKJARBERG - FALLEG OG NÝLEG
4ra herbergja íbúð 92,3 fm í nýlegu fjölbýli.
Tvær íbúðir á stigapalli. Róleg og góð stað-
setning. Stutt í skóla, leikskóla og þjónustu.
RÚMGÓÐAR SUÐURSVALIR. Verð 14,2 millj.
1685
MÓABARÐ - GÓÐ STAÐSETNING Góð
73 fm 3ja herb. íbúð á neðri hæð í litlu fjölbýli
á grónum og fallegum stað á Holtinu í Hafnar-
firði. Nýleg innrétting og eldavél í eldhúsi.
Parket. Verð 11,3 millj. 2838
HÁHOLT 7 - SÉRINNGANGUR FAL-
LEG og sérlega vel skipulögð 108,7 fm 3ja
herb. íbúð á jarðhæð með SÉRINNGANGI.
Góð SUÐURVERÖND með skjólveggjum. NÝ-
LEG GÓLFEFNI O.FL. Íbúðin er alveg sér og
því engin þrif á sameign. Stutt í skóla, leik-
skóla, íþróttasvæði og þjónustu. Verð 14,8
millj. 2187
SLÉTTAHRAUN - LAUS STRAX Falleg
talsvert endurnýjuð 78,9 fm 3ja herbergja íbúð
á 2. hæð, ásamt sérgeymslu í kjallara sem
ekki er í fermetrum. Búið er að einangra og
klæða húsið að utan á þrjár hliðar. LAUS
STRAX. Verð 12,3 millj. 2543
GUÐRÚNARGATA - 105 REYKJAVÍK
FALLEG TALSVERT ENDURNÝJUÐ 3ja her-
bergja SÉRHÆÐ á jarðhæð í þríbýli á góðum
stað í NORÐURMÝRINNI. SÉRINNGANGUR.
Fallegar innréttingar. Verð 13,7 millj. 2515
ARNARHRAUN - GOTT ÚTSÝNI Falleg
talsvert endurnýjuð 62,9 fm 2ja herbergja íbúð
á 3. hæð í góðu nýlega klæddu og viðgerðu
fjölbýli. Baðherb. allt endurnýjað. SUÐUR-
SVALIR. Nýlegt gólfefni. Sameign í góðu
ástandi. Verð 10,2 millj. 2858
SMÁRABARÐ - SÉRINNGANGUR
BJÖRT OG FALLEG 92 fm 2ja herb. íbúð á 2.
hæð í litlu fjölbýli á góðum stað með SÉRINN-
GANGI. Parket og flísar, góðar innréttingar.
Tvennar svalir. Hús í góðu ástandi að utan.
RÚMGÓÐ OG SKEMMTILEG EIGN. Verð 12,0
millj. 2511
FORNUBÚÐIR 3 - HAFNARFIRÐI Vor-
um að fá 4100 fm atvinnuhúsnæði við höfnina
í Hafnarfirði Gott tækifæri fyrir margskonar
starfsemi, góð fjárfesting. Góðir leigjendur af
húsinu í dag. Allt í topp standi, góð lóð. Hæð
frá 4 m upp í 8 m. Möguleiki að skipta húsinu
í mörg bil. Uppl. hjá Eiríki sölumanni hjá ÁS
ehf. 2886
DAGGARVELLIR 4A OG 4B - NÝTT LYFTUHÚS
Fallegar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýju
lyftuhúsi á frábærum stað á VÖLLUNUM í
Hafnarfirði. Möguleiki á stæðum í BÍLA-
GEYMSLU. Húsið skilast fullbúið að utan, lóð
og bílastæði frágengin. Íbúðirnar afhendast
fullbúnar án gólfefna, nema baðherbergi og
þvottahús verða flísalögð. Vandaðar innrétt-
ingar og tæki. Góð staðsetning, stutt verður í
þjónustu, skóla, sund og íþróttaaðstöðu. 2602
AFHENDING Í JAN.- FEB. OG MAÍ - JÚNÍ 2005. Verð frá 11,6 millj.
BYGGINGARAÐILI: FEÐGAR EHF. 2602
N
okkuð er um að verið sé að
byggja við eða endur-
byggja gömul hús í eða
við miðbæinn. Miðbærinn
hefur töluvert aðdráttarafl fyrir
ákveðinn hóp og því eru nýjar íbúðir
á því svæði kærkomin viðbót við fast-
eignamarkaðinn.
Eitt slíkt hús, sem mun ganga í
endurnýjun lífdaga, er Skipholt 15
og 17a, en þar er Húsafell ehf. að
endurbæta, byggja við og ofan á hús-
ið sem fyrir er.
Þar var áður verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði en með þessum nýju
endurbótum breytist það í verslun-
ar- og íbúðarhúsnæði á sameinaðri
lóð undir einu númeri, Skipholt 15.
Það er byggingaverktakinn Húsa-
fell ehf. sem byggir húsið, en húsið er
hannað af teiknistofunni Arkinn ehf.
Um burðarþol og lagnir sá Strend-
ingur ehf. en Jaró sf. um raflagnir.
Lyfta á allar hæðir
Um er að ræða þriggja hæða hús
með inndreginni fjórðu hæð. „Þróun-
in er sú í þessu hverfi að það er
smám saman að breytast úr versl-
unar- og iðnaðarhverfi í verslunar-
og íbúðarhverfi,“ segir Jón Örn
Kristinsson hjá Fasteignasölunni
Höfða, sem er með húsið í sölu.
„Þörfin eftir íbúðum á svæðum við
miðbæinn er mikil og því hefur verið
nokkuð um það að húsum hafi verið
breytt í þessa veru til að koma á
móts við þessar þarfir. Í þessu nýja
húsi verða því fjórar verslunarein-
ingar á 1. hæð og átján íbúðir. Á 1.
hæð eru auk verslunarrýma tvær
tveggja herbergja íbúðir. Á 2. hæð
eru sjö tveggja herbergja íbúðir og
ein íbúð tveggja til þriggja her-
bergja. Á 3. hæð eru sjö þriggja her-
bergja íbúðir og ein fjögurra her-
bergja. Íbúðir á 3. hæð eru allar með
einu opnu rými á 4. hæð sem tengist
íbúðinni um hringstiga. Rými á
fjórðu hæð er þó hægt að skipta upp í
fleiri herbergi eftir hentugleikum, en
horníbúðirnar er hægt að innrétta
samkvæmt þörfum hreyfihamlaðra.
Stigahús og gangur með lyftu
verður fyrir miðju húsinu með teng-
ingu við svalaganga þar sem inn-
gangar í íbúðir verða. Lyfta er úr
bílakjallara upp á allar hæðirnar.“
Bílastæði verða í porti á bakvið
húsið, en einnig er gert ráð fyrir bíla-
stæðum í opnum bílakjallara sem
seld verða sérstaklega og að síðustu
þrír lokaðir bílskúrar í framhaldi af
opna bílakjallaranum, sem einnig
verða seldir sérstaklega.
Húsið verður allt klætt að utan
með áli sem og gluggar og er leitast
við að hafa húsið eins viðhaldsfrítt og
mögulegt er.
Í verslunarrýmunum á 1. hæð er
gert er ráð fyrir litlum sérvöruversl-
unum, en bilin eru frá 78 fm.
Húsið er þrjár hæðir með inndreg-
inni fjórðu hæð. Íbúðirnar er allar
stórar og rúmgóðar, tveggja her-
bergja íbúðirnar eru frá 87 fm, en
þriggja og fjögurra herbergja íbúðin
eru á tveimur hæðum og er stærsta
íbúðin 162 fm. Efstu hæðunum fylgja
stórar svalir og þaðan er stórkost-
legt útsýni allan fjallahringinn. Sér-
inngangur er af svölum í allar íbúð-
irnar.
Íbúðirnar verða búnar innrétting-
um, tækjum og skápum frá BYKO
og eru nokkrir valmöguleikar í boði,
komi kaupendur nógu snemma að
kaupunum. Baðherbergi og þvotta-
hús verða flísalögð og baðherbergin
með vönduðum hreinlætistækjum.
Íbúðirnar verða afhentar tilbúnar
en án gólfefna fyrir áramót.
Þetta eru stórar og rúmgóðar
íbúðir og sem dæmi má nefna að
sumar tveggja herbergja íbúðirnar
eru allt að 116 fermetrar. Verð íbúð-
anna er misjafnt eftir stærð, en
minnsta tveggja herbergja íbúðin er
87 fm og kostar 15,3 milljónir,
þriggja herbergja íbúðirnar eru frá
22,7 milljónum og fjögurra her-
bergja íbúðin kostar 29,9 milljónir,
en hún er 162 fm.
Þetta nýja hús er vel í sveit sett og
verður vafalítið fýsilegur kostur fyr-
ir þá sem vilja búa í göngufæri við
miðbæinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Óhindrað útsýni er úr efstu íbúðunum í hinu nýja húsi við Skipholt.
Nýtt íbúðarhúsnæði
við miðbæinn
Jón Örn Kristinsson frá Höfða fasteignasölu, Vignir Björnsson eigandi Húsa-
fells ehf. og Orri Snorrason byggingarstjóri á efstu hæð nýju byggingarinnar.
Tölvugerð mynd af Skipholti 15, eftir að húsin nr. 15 og 17a hafa verið sameinuð.
Húsafell ehf. er með í
endurbyggingu hús við
Skipholt í Reykjavík. Þar
verða átján nýjar íbúðir
og fjögur verslunarpláss.
Guðlaug Sigurðardóttir
fræddist um fram-
kvæmdirnar.