Morgunblaðið - 13.09.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 C 31
TRÖLLATEIGUR 18. 26 OG 28 MOS.
GLÆSILEGT ÚTSÝNI
Glæsilegar fullbúnar 3ja - 4ra herbergja íbúðir með sérinngangi og bílskýli og af-
hendast fullbúnar með parketi og flísum á gólfum, innfeldri lýsingu og full-
kominni ljósastýringu. Frábært útsýni úr öllum íbúðum. Verðlaunahönnun.
Glæsilegar íbúðir í fallegu umhverfi. Verð frá 18,0 m. 250
ÁLFKONUHVARF 63-67 - GLÆSILEGT ÚTSÝNI
Við Álfkonuhvarf í Kópavogi er í
byggingu 27 íbúða fjölbýlishús þar
sem allar íbúðir eru með sérinn-
gangi. Íbúðirnar eru 2ja og 4ra her-
bergja. Húsið er sérlega vel stað-
sett, gott útsýni er yfir Elliðavatn og
stóran hluta Reykjavíkur og víðar.
Allar íbúðirnar við Álfkonuhvarf 63,
65 og 67 eru með suður svölum
eða sérafnotarétti af lóð til suðurs.
330
Strandvegur 24-26 og Norðurbrú 4-6
SJÁLAND GARÐABÆ
Til afhendingar í september 2004. 3ja-4ra herbergja íbúðir. Skjólgóður
garður. Lyfta í öllum stigahúsum. Bílastæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum.
Aðeins fimm íbúðir eftir.
GLÆSILEGT LYFTUHÚS Í FALLEGU UMHVERFI
sums staðar orðinn verulegt vanda-
mál, einkum vegna þess hve erfitt
getur verið að útrýma honum.
Í sumum húsum hér á landi virð-
ist hann hafa fundið það góð lífs-
skilyrði, að hann getur magnast og
orðið til verulegs ama. Þessir maur-
ar eru taldir rándýr sem lifa eink-
um á öðrum smádýrum. Þeir
mynda bú með hundruðum eða þús-
undum einstaklinga, þar sem í eru
drottningar, vinnudýr og karldýr.
Maurar þessir eru um tveir til fjór-
ir mm á lengd, vinnudýrin minnst
og drottningarnar stærstar. Öll eru
dýrin vængjalaus nema ófrjóvgaðar
drottningar og það eru einmitt þær
sem fólk verður vart við. Þegar þær
yfirgefa búin streymir oft mikill
fjöldi þeirra fram í dagsbirtuna í
nokkra daga í senn. Þess á milli
verður lítið vart við maurana. Hér
landi virðast búin oftast vera í hol-
rúmum í kjöllurum eða
jarðhæðum húsa,
sennilegast oftast
undir gólfplötunni, í
holrúmi sem mynd-
ast þegar jarðvegur
sígur með tímanum í
grunninum. Mjög oft
hefur sannast að skolp-
lagnir í þessum grunnum
hafa verið laskaðar eða
jafnvel sundurmorkn-
ar. Á það sennilega
sinn þátt í að skapa
lífsskilyrði fyrir
maurana; raka og
hita og fjölskrúð-
ugt smádýralíf.
Oft reynist mjög
erfitt og kostnaðarsamt að
losna við maurana úr híbýlum. Búin
eru yfirleitt á óaðgengilegum stöð-
um og eitranir duga skammt því
þær ná sjaldnast inn í búið þar sem
drottningaframleiðslan á
sér stað. Oft verður ekki
komist fyrir ófögnuð
þennan, nema með því
að brjóta upp gólf og
koma skolplögnunum í
lag. Ekki er vitað með
vissu hvernig maurinn
dreifist á milli húsa hér á
landi. Sennilegt er þó að
hann berist um skólp-
lagnir og stofni bú þar
sem hann finnur veil-
ur í þeim. Hugsan-
lega getur hann einn-
ig borist um dreifikerfi
hitaveitu, með blómum
úr gróðurhúsum og á
ýmsa aðra vegu. Maur-
ar þessir eru fyrst og
fremst hvimleiðir.
Ekki er þó hægt að útloka að
þeir geti borið eitthvað úr
skólpi og í stöku tilfellum hefur
leikið grunur á að þeir hafi stungið
fólk.
Veggjatítlur (Anobium punctat-
um). Fullorðnar veggjatítlubjöllur
eru einlitar brúnar, staflaga, nokk-
uð breytilegar að stærð (hérlendis
2,8–4,8 mm). Lirfurnar eru ljósir,
linir, krepptir, fótstuttir ormar með
harða, dekkri höfuðskel, fullvaxnar
um 5–6 mm langar. Bjöllur klekjast
á sumrin úr púpum inni í viðnum.
Það gerist í mestum mæli í lok júní
og fyrri hluta júlí. Þær grafa sig út
á yfirborðið en við það myndast
borgöt á viðinn sem eru um 1–2
mm í þvermál. Þar skríða þær um
og fljúga jafnvel einhvern spöl í leit
að nýjum lendum að leggja undir
sig. Á flakkinu leita þær gjarnan í
birtu og safnast þá stundum fyrir í
gluggum. Bjöllurnar eru tiltölulega
skammlífar og lifa vart lengur en í
tvær vikur. Á þeim tíma ná þær að
makast og kvendýrin að verpa 20–
60 eggjum, sem þau koma fyrir í
götum eða sprungum í viðnum.
Bjöllurnar verpa þó eingöngu í við
sem hefur tiltölulega hátt rakastig.
Kjörhiti lirfa er 22–23°C en við hita
yfir 28°C þrífast þær ekki. Loftraki
hefur afgerandi þýðingu, en beint
samband er milli hans og vatns-
innihalds viðarins. Hagstæðust skil-
yrði skapast við 30% raka í viðnum,
sem samsvarar 100% loftraka.
Hnetumölur (Plodia interpuct-
ella) Eins og nafnið bendir til er
hnetumölurinn hrifinn af hnetum.
Hann hreiðrar um sig inni í hnetum
og sjá má merki um tilvist þans
þegar hnetur eru svartar að innan
með leifum af spunaþráðum. Hann
sækir líka í þurrkaða ávexti, mars-
ipan og súkkulaði. Hnetumölurinn
getur borist inn á heimilin með
ýmsum hætti, en þurrkaður dýra-
matur og fuglafóður eru meðal ann-
ars fyrirtaksfæða fyrir hnetumöl-
inn.
Þjófabjalla (Ptinus tectus)
þrífst ágætlega í hýbýlum manna.
Fullorðnu bjöllurnar eru þrír til
fjórir mm á lengd, hvelfdar, fremur
lappalangar, brúnar á lit og skjald-
vængirnir eru þaktir stuttum hár-
um. Kvendýrin geta orpið allt að
1.000 eggjum yfir ævina og þau
verpa í varning þann er lirfurnar
nærast á. Lirfurnar eru gulhvítar
með dökkan haus og verða allt að
fimm mm langar. Fæðuval þeirra
er mjög fjölbreytt. Þær leggjast á
flest þurrkuð matvæli úr jurtarík-
inu, en geta einnig lifað á dauðum
skordýrum, þornuðum dýrahræjum
o.fl. Lirfurnar spinna gjarna þræði
um sig og þegar þær eru full-
þroska, yfirgefa
þær fæðuna og
spinna um sig
hjúp á afviknum
stöðum, þar sem
þær púpa sig. Úr
púpunni kemur síðan
fullorðna bjallan og
við stofuhita tekur allur
lífsferillinn um þrjá til
fjóra mánuði.
Ryklýs (Psocoptera)
er ættbálkur lítilla
skordýra, sem ýmist
eru vængjalaus eða
vængjuð, um millí-
metri á lengd og
gul eða ljósbrún.
Nokkrar tegund-
ir ryklúsa eru algengar í húsum hér
á landi, en vegna þess hve smáar
þær eru og lítið áberandi, þá verður
fólk yfirleitt ekki vart við þær,
nema þegar þær ná að
fjölga sér í stórum stíl.
Lifnaðarhættir tegund-
anna eru svipaðir. Ryk-
lýsnar halda sig oftast
þar sem dimmt er og
rakt, einkum í kjöllurum
og við útveggi. Þar lifa
þær af örsmáum myglu-
sveppum, en einnig geta þær
sótt í sterkjurík matvæli.
Það er fyrst og fremst í
rökum eldri húsum, að
þær ná stundum að
magnast upp, en einnig
fjölga þær sér oft veru-
lega í nýbyggðum húsum
fyrstu tvö til þrjú árin,
meðan rakinn er enn í
steypunni. Síðan fækk-
ar þeim aftur. Fullorð-
in kvendýr verpa nokk-
ur hundruð eggjum yfir
ævina, og við bestu skilyrði
verður þroskunin í fullþroska ryk-
lús á einum mánuði. Þær geta því
aukið kyn sitt hratt um leið og
heppileg skilyrði bjóðast. Dýrin eru
hættulaus og tjón af þeirra völdum
oftast óverulegt, en þau geta verið
hvimleið ef mikið er um þau.
Fatamölur (Tineola bisselliella)
er fiðrildi sem áður fyrr var algengt
í húsum hér á landi, en er nú orðið
sjaldséðara. Fiðrildið (mölflugan)
er sex til átta mm langt með 10–16
mm vænghaf. Vængirnir eru
gulgljáandi. Kvenfiðrildin verpa
rúmlega 100 eggjum yfir ævina og
úr þeim klekjast örsmáar lirfur eft-
ir nokkra daga. Það eru lirfurnar
sem tjóni valda, því þær leggjast á
ullarvörur og skinn og naga hvort
tveggja sér til lífsviðurværis. Þær
geta oft valdið talsverðum
skemmdum. Lirfurnar spinna um
sig rör, fóðruð með saur, ullarhár-
um og öðru úr umhverfinu. Þegar
þær eru orðnar fullþroska, púpa
þær sig, og í púpunni verður mynd-
breytingin í fiðrildi. Tími sá er lífs-
ferillinn tekur er breytilegur eftir
aðstæðum, en sennilega geta
þroskast um fjórar kynslóðir á ári í
húsum hér á landi.
Ástæðan fyrir því hve lítið er nú
um fatamöl, miðað við það sem áð-
ur var, er fyrst og fremst hve hlut-
fallslega er lítið orðið um ullarefni í
fatnaði og húsgögnum. Lirfur
mölsins éta ekki baðmullar- eða
gerviefni. Það er helst að möl megi
finna þar sem fólk er með ull-
arteppi á gólfum, eða þegar ull-
arfatnaður er geymdur óhreyfður
langtímum saman. Ryksugun gólf-
teppa og þurrt loftslag í húsum
gerir einnig mölnum, eins og mörg-
um öðrum skordýrum, lífið leitt.