Morgunblaðið - 13.09.2004, Side 38

Morgunblaðið - 13.09.2004, Side 38
38 C MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í garði við Jófríðarstaðaveg 8b í Hafn- arfirði hefur átt sér stað lítið æv- intýri. Ævintýrið er garðurinn sjálf- ur, en frá götu er hægt að teygja sig yfir girðinguna og sjá hluta af sælu- reitnum. Sú sýn gefur þó aðeins for- smekkinn því allur er garðinum um 800 fermetrar. Það merkilegasta er kannski það að ekki eru nema tvö ár síðan þeir Guðbergur Garð- arsson og Inacio Pacas da Silva Filho hófust handa við umbyltinguna. Ófá handtök liggja að baki þessum skrúðgarði, sem lítur fremur út fyrir að vera suðrænn lystigarður en sprottinn úr íslenskum veruleika. Enda kem- ur í ljós, að þótt blómahafið vaxi úr íslenskri mold, þá hafa brasilísk áhrif Pacas sett sinn svip á garðinn. Fyrir röskum tveimur árum festu þeir Guð- bergur og Pacas kaup á Jófríðarstaðavegi 8b. Þá var lóðin í töluverðri órækt, hvönn hafði gerst allágeng og stórir runnar og hávaxnar aspir sáu til þess að lítið sólskin komst að. Þeir félagar hófust handa það sama vor við að fjarlægja illgresi og í leiðinni felldu þeir nokkrar stórar aspir til að hleypa birtu inn. Báðir með græna fingur „Það er oft þannig í samböndum að það er einungis annar aðilinn sem hefur áhuga á garðrækt, en hinn er að einhverju leyti óvirk- ur eða gerir hlutina einungis af skyldurækni. Við erum hins vegar svo heppnir að vera báð- ir með græna fingur og við höfum brennandi áhuga á garðrækt, sem er okkar aðaláhuga- mál. Þessi garður gaf ræktunarþörf okkar beggja sannarlega tækifæri til að njóta sín,“ segir Guðbergur, „við framkvæmum flest jafnóðum og okkur dettur það í hug. Þess vegna er garðurinn endalaust í mótun.“ Guðbergur segir að Pacas hafi dregið með sér suðræn áhrif, sem glögglega megi sjá í garðinum. Lítill gosbrunnur, styttur, ljós og ótal smámunir bera þessum brasilísku áhrif- um vitni. „Móðir mín hafði yndi af rósarækt og ég var mikið að snudda í kringum hana við þá iðju þegar ég var lítill strákur heima í Bras- ilíu,“ segir Pacas, þar sem hann rólar sér makindalega í hengirúmi sem strengt er yfir í stóra ösp. „Hún var alltaf að biðja mig að rétta sér hjálparhönd og ég dundaði mér við að planta rósum með henni. Svo ég hef lík- lega fengið þessa bakteríu þegar sem smá- strákur,“ segir hann. Bekkjum og stólum er komið fyrir víðs- vegar um garðinn, þannig að sá sem fer um hann þarf ekki að verða göngumóður. „Það er smáleikrit í kringum þennan engill hér,“ segir Guðbergur og bendir á lítinn „ást- arengil“ sem situr á blómasúlu upp við einn garðbekkinn. „Hann er tekinn inn á haustin og er inni allan veturinn. Svo fyrst á vorin fær hann bara að vera úti til klukkan átta, en þegar er orðið albjart fær hann stundum að vera úti alla nóttina.“ Óstýrilátar íslenskar plöntur Pacas er heillaður af íslenskri náttúru og gróðri og vill fá að planta rammíslenskum plöntum í bland við skrautjurtirnar. Guð- bergur hefur reynt að hafa hemil á þessari tilraunastarfsemi Pacas því íslensku plönt- urnar hafa sumar hverjar reynst svolítið óstýrilátar og viljað dreifa sér á yfir svæði sem þeim var ekki ætlað, en meðal annarra plantna má m.a. sjá gleym-mér-ei, hundasúru og skarfakál. Hið síðastnefnda fundu þeir niðri í fjöru, en þeir félagar hafa mikið yndi af því að ganga út í náttúrunni og hirða þá upp ýmislegt, bæði plöntur og steina, sem þeir færa heim í garðinn. Því til staðfestingar bendir Pacas á stóran maðksmoginn rekavið- ardrumb, sem gegnir nú hlutverki blómasúlu, en drumbinn bar Guðbergur á bakinu úr fjör- unni og heim í garð. Álagasteinn Yst í lóðinni skagar stór steinn upp úr grasinu og ofan á honum liggur partur af bát, sem að sjálfsögðu hefur verið fylltur með blómum. „Þetta er álagasteinn,“ segir Guð- bergur. „Hans er getið í bókum um Hafn- arfjörð. Hann kom í ljós þegar við vorum að hreinsa til í garðinum og við ákváðum að grafa hann upp. Við lögðum samt engan trún- að á það að þetta væri álagasteinn. Það var ekki fyrr en allt fór að nötra í kringum okk- ur, ég steypist út í útbrotum og ýmis skakka- föll áttu sér stað innandyra að við tókum steininn í sátt og viðurkenndum mátt hans. Þá datt allt í dúnalogn aftur.“ Pacas tekur undir þetta og segir að sér hafi ekki staðið á sama þegar álög steinsins dundu á þeim. En hvað sem öllum álögum líður þá á hver einasti steinn og hvert einasta blóm í garð- inum sína sögu. „Samkvæmt okkar upplifun býr kraftur eldsins í hraungrýtinu og tilfinn- ingar í sjávargrjótinu,“ segir Guðbergur. „Við viljum reyna að virkja þessa orku.“ Sælureitur fjölskyldunnar Þeir félagar segjast leggja mikið upp úr því að garðurinn sé ekki bara fallegur, held- ur einnig fjölskylduvænn. „Við erum miklir fjölskyldumenn, krakkarnir mínir búa hérna hjá mér og svo á ég eitt afabarn,“ segir Guð- bergur. „Við höfum því reynt að skipuleggja garðinn þannig að það sé notalegt að vera hér fyrir alla aldurshópa. Við viljum hafa þetta eins og tíðkast erlendis, að íbúarnir noti garðinn samhliða íbúðarhúsnæðinu. Þegar börnin eru alin upp við þessa „garðmenn- ingu“ læra þau í leiðinni að bera virðingu fyr- ir gróðri og náttúrunni. Við erum t.d. með lít- ið garðhús, ungbarnarólu og uppblásna sundlaug fyrir krakkana. Um daginn héldum við upp á afmæli dóttur minnar hér úti í garði og það komu 30 krakkar hingað og þau skemmtu sér öll prýðilega.“ „Gamlir staurar verða grænir aftur“ Allt pláss í garðinum er gjörnýtt. Tvö hengirúm, borð, stólar og sófi eru á timb- urveröndinni sem er byggð út frá íbúðinni, en þar sem garðurinn er í slakka er töluverður hæðarmunur við pallinn. Það vandamál leystu þeir með því að byggja einskonar stauragirðinu, sem ytri hluti verandarinnar hvílir á, en staurarnir eru niðursagaðir asp- arbútar úr garðinum, sem hafa neitað að lúta í lægra haldi fyrir sláttumanninum slynga og eru byrjaðir að laufgast aftur. Undir pall- inum er síðan vel falin geymsla fyrir dót sem á ekki annan samastað. „Núna erum við að hanna baðaðstöðu hér úti í garði,“ segir Guðbergur og bendir á eld- gamalt, en glæsilegt baðker sem bíður þess að verða gert upp. „Síðan erum við að útbúa útgengi úr kjallaranum út í garð, en sonur minn býr í kjallaranum og við viljum að hann geti haft sérinngang fyrir sig.“ Víst er að garðurinn er glæsilegur og gróð- urinn fjölbreyttur, en Guðbergur skýtur á að um eitt þúsund plöntur séu í garðinum. „Mest af þessum blómum höfum við fengið gefins, bæði frá vinum okkar og nágrönnum, en við erum líka mjög duglegir við að sníkja blóm. Ef við sjáum falleg blóm einhvers staðar þá bönkum við hreinlega uppá og spyrjum hvort sé hægt að fá afleggjara.“ Það sem kemur fólki mest á óvart – fyrir utan blómadýrðina – er það að ræktunin hef- ur ekki staðið yfir nema tvö ár. Þegar Guð- bergur er spurður að því hvernig þeir hafi farið að því að fá garðinn svo gróskumikinn á svo stuttum tíma stendur ekki á svarinu. „Við erum sannfærðir um að það sé vegna þess hvað við leggjum mikla ást í garðinn.“ Hann bætir því einnig við að ekki spilli fyrir hve Pacas sé natinn við umhirðuna, hann talar við blómin á hverjum degi og svo skýlir hann öll- um viðkvæmari plöntum fyrir veturinn. „Það liggur við að hann pakki þeim inn í bómull,“ segir Guðbergur. Þeir Guðbergur og Pacas eru vel að við- urkenningunni komnir, því garðurinn þeirra er einstakt augnayndi og sérstaklega fjöl- skylduvænn. Suðræn sveifla í íslenskum lystigarði Það verður að setja ástríðu og ást í vinnuna sína, segja Guð- bergur Garðarsson og Inacio Pacas da Silva Filho, sem í sum- ar fengu viðurkenningu frá Hafn- arfjarðarbæ fyrir „glæsilegan og fjölskylduvænan garð með fjöl- breyttum gróðri“. Morgunblaðið/Árni Torfason Veröndin er fullbúin húsgögnum og er í raun framlenging á stofunni. Pacas og Guðbergur með „ástarengilinn“ á milli sín. Morgunblaðið/Árni Torfason Það eru mörg handtök sem liggja að baki þessum skrúðgarði. Morgunblaðið/Árni Torfason Hin brasilísku áhrif leyna sér ekki. gudlaug@mbl.is Morgunblaðið/G. Sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.