Morgunblaðið - 13.09.2004, Side 46
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
óska eftir að koma eftirfarandi á
framfæri:
„Ástæða er til að leiðrétta það sem
kemur fram í tilkynningu frá Neyt-
endasamtökunum um að aðeins selj-
endur fasteigna þurfi að greiða fast-
eignasölum fyrir þjónustu þeirra, en
kaupendum sé í sjálfsvald sett hvaða
verkefni þeir fela fasteignasölum og
þurfi aðeins að greiða í samræmi við
það. Samkvæmt þessari túlkun ættu
seljendur einir að greiða fasteigna-
sölum fyrir alla þá þjónustu sem
fasteignasalar láta í té og nýtist bæði
kaupendum og seljendum.
Fasteignasalar skulu samkvæmt
lögum gæta jafnt hagsmuna kaup-
enda og seljenda fasteigna og hlut-
verk þeirra er að veita báðum aðilum
ráðgjöf og þjónustu. Dæmi eru um
að fasteignasalar hafi þurft að greiða
háar fjárhæðir vegna bótakrafna
kaupenda ekki síður en seljenda. Það
er því ómaklegt af Neytendasamtök-
unum að telja kaupendum fasteigna
trú um að þeir þurfi ekki að greiða
fyrir þá þjónustu sem fasteignasalar
veita þeim.
Við gerð kauptilboðs á fasteign
kemur skýrt fram skipting kostnað-
ar kaupanda, þ.m.t. umsýslu- og
þjónustugjald fasteignasala. Mis-
jafnt er í hverju tilviki hversu hátt
gjaldið er og fer eftir umfangi þeirr-
ar þjónustu sem veitt er í hverju til-
viki. Þannig eru sumir fasteignasal-
ar með 2–3 stig af umsýslu- og
þjónustugjaldi sem fer m.a. eftir
hagsmunum sem höndlað er með,
ferðum og fyrirhöfn vegna lántöku,
yfirtöku á gömlum lánum, þinglýs-
ingum o.fl.
Neytendasamtökin hafa einkum
bent á að kaupendur þurfi ekki að
greiða fasteignasölum fyrir að ann-
ast þinglýsingu. Kaupendur geti
sparað sér þá þóknun með því að
annast hana sjálfir. Þessu mótmæla
fasteignasalar sem eru aðilar að SVÞ
og benda á að þeir geti ekki heimilað
kaupendum að fara sjálfum með
kaupsamning og Íbúðalánasjóðsveð-
bréf í þinglýsingu því þá væru þeir
að bregðast skyldum sínum gagn-
vart seljenda. Ef kaupandi sem fengi
að annast þinglýsinguna týndi veð-
bréfi Íbúðalánasjóðs eða þinglýsti
t.d. aðeins kaupsamningnum en ekki
veðbréfi, þá væri fasteignasalinn að
öllum líkindum bótaskyldur vegna
mistaka og tjóns sem seljandinn yrði
fyrir. Ábyrgir fasteignasalar gera
því þá sjálfsögðu kröfu að þeir annist
sjálfir þinglýsingu og meðferð allra
skjala, þannig er best tryggð hags-
munagæsla beggja aðila eins og lög
gera ráð fyrir.
Mikilvægt er að átta sig á að fast-
eignasalar veita kaupendum aðgang
að verðmætri sérþekkingu sinni á
lánamarkaðnum, viðskiptavenjum
og öðru er varðar fasteignakaup sem
getur oft sparað kaupandanum veru-
legar fjárhæðir. Fasteignasalar
sinna flestir einnig verkefnum fyrir
kaupanda þegar kemur að allskyns
upplýsingagjöf varðandi afhending-
arástand eigna og skil (m.a. vegna
hugsanlegra galla), án þess að taka
þá sérstakt gjald fyrir þá þjónustu
sem þannig er veitt kaupanda.
Það er ósanngjörn krafa Neyt-
endasamtakanna að kaupendur þurfi
ekki að greiða fyrir þessa þjónustu.
Mikið er í húfi fyrir fjárhag einstak-
linga og fjölskyldna þegar kemur að
fasteignaviðskiptum og mikilvægt að
þau séu stunduð af fagaðilum sem
hafa til þess löggilta starfsmenntun
og beri ábyrgð á að rétt sé staðið að
öllum málum. Það er ábyrgðarhlutur
af Neytendasamtökunum að hvetja
íbúðarkaupendur til að taka þessi
mál í eigin hendur.“
Ábyrgð fasteignasala gagnvart seljendum og kaupendum
Mikilvægt er að fasteignaviðskipti séu stunduð af fagaðilum sem hafa til þess
löggilta starfsmenntun og beri ábyrgð á að rétt sé staðið að öllum málum, segir
í athugasemd frá fasteignasölum sem eru aðilar að SVÞ.
Morgunblaðið/Kristinn
Steingrímur Árnason með nýja AirPort Ex-
press-tækið sem er sendir fyrir þráðlaust net-
samband, móttakari fyrir þráðlaust hljóð-
samband og miðlari fyrir þráðlausa prentun.
S
enn líður að því að draumurinn um
þráðlaust heimili verði að veruleika.
Nú þegar er fólk almennt með þráð-
lausa síma og jafnvel einnig þráð-
lausa tölvutengingu. Almenningur bíður enn í
eftirvæntingu eftir fleiri þráðlausum lausnum.
Við erum enn bundin af rafmagnssnúrum og
staðsetning sjónvarps ræðst að einhverju leyti
af því hvar loftnetsinntakið er.
Draumurinn um snúrulaust heimili gæti þó
verið rétt handan við hornið því sífellt er verið
að þróa þessa tækni.
Margir kannast við það ferli þegar gólflistar
og hurðakarmar eru rifnir upp og reynt að
troða leiðslunum þar inní svo þær séu ekki á
flakki um gólfið. Þegar húsið er á bygging-
arstigi er hægt, með dálítilli fyrirhyggju og
ráðleggum fagfólks, að fækka snúrum og
leiðslum umtalsvert.
Í síðustu viku kynnti Apple til sögunnar nýj-
ustu útgáfu iMac-tölvunnar, G5. Tölvan er með
flötum skjá og er örgjörvinn og aðrir vélar-
hlutar innbyggðir í skjáinn. Diskadrif eru á
hliðum skjásins, sem er 2 tommu þykkur. Í
nýju línunni er 17 eða 20 tommu breið-
tjaldsflatskjár og 1,6 eða 1,8GHz 64-bita G5
örgjörvi. Þannig má segja að tölvukassi og
tölvuskjár séu orðin eitt og sama tækið og
snúrum hefur því fækkað um a.m.k. helming.
Þá hefur Apple og Og Vodafone kynnt til
sögunnar AirPort Express, sem er sendir bæði
fyrir þráðlaust netsamband sem og móttakari
fyrir þráðlaust hljóðsamband og miðlari fyrir
þráðlausa prentun. Notendur AirPort Express
geta stungið tækinu í samband við nánast
hvaða hljómtæki sem er og spilað tónlist af
Netinu hvar sem er innan veggja heimilisins –
allt þráðlaust!
Í hinni nýju iMac-tölvu eru öll tengi í snyrti-
legri röð aftaná og er möguleiki á innbyggðu
AirPort Extreme-netkorti fyrir þráðlaust net-
samband og blátannarbúnað vilji menn fækka
snúrunum enn frekar og nota þráðlaust lykla-
borð og mús. Einnig geta notendur fengið sér
AirPort Express aukalega fyrir ADSL-sam-
bandið og hljómtækjasamstæðuna til að losna
endanlega við allt nema rafmagnssnúruna.
„Þetta nýja tæki, AirPort Express, lítur ekki
ósvipað út og spennubreytir,“ segir Steingrím-
ur Árnason hjá hugbúnaðarþjónustu Apple,
þegar hann var inntur eftir því hvort þetta nýja
tæki væri liður í því að koma leiðslum fyrir
kattarnef. „Það eru að bætast við möguleikar í
þessum efnum í tengslum við þráðlausa int-
ernetið. Það er hægt að flytja gögn með staf-
rænum hætti yfir þetta sama net í öðrum til-
gangi en að fara eingöngu á internetið. Þessi
nýi kubbur, AirPort Express, getur sem sagt
flutt stafræn hljóðgögn með stafrænum hætti á
milli tækja án þess að tapa gæðum. Einnig er
hægt að koma prentara heimilisins fyrir neðst í
hillu og allir meðlimir fjölskyldunnar geta sam-
nýtt hann og sparað þannig enn meira pláss.
AirPort Express er með rafmagnstengi, int-
ernet-tengi inn fyrir ADSL-snúruna, og tengi
fyrir hljóðið út úr tækinu. Þú tengir AirPort
Express við magnarann þinn og spilar síðan
þráðlaust úr tölvunni yfir í það tæki sem þú
velur, hvort sem það eru græjurnar í stofunni
eða á baðherberginu. Það er einnig möguleiki
að tengja sjónvarpskort við tölvuna og horfa á
sjónvarpsdagskrána í tölvunni eða jafnvel spila
DVD-mynd þar beint. Því miður er engin raun-
hæf lausn á snúrulausu sjónvarpi í boði ennþá,
og enn sem komið verður sjónvarpið að komast
í loftnetskapal og rafmagn,“ segir Steingrímur,
en bendir á að það sé styttra í það en margan
gruni að sjónvarpið noti sömu tækni og int-
ernetið, þ.e. símalínur. Þá yrðu loftnetin á hús-
þökunum óþörf og loftnetssnúran heyrði sög-
unni til. „En ef þú vilt hafa fyrirferðarlítið
„sjónvarp“ í eldhúsinu hjá þér núna væri t.d.
möguleiki að setja upp fartölvu eða t.d. nýju
G5-tölvuna á góðan stað og hafa síðan þennan
þunna skjá og þráðlaust lyklaborð og mús á
borðinu.“
Það er ýmislegt sem stendur t.d. húsbyggj-
endum til boða þegar kemur að því að hanna
rafrænt umhverfi heimilisins.
Burt með snúrurnar
46 C MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
F
ólk fer ýmsar leiðir í leit
að lausnum til að losna
við snúrur.
Gísli Kristjánsson hef-
ur leyst snúruvandamálið þannig
að fela snúrurnar inni í veggjunum
og draga þær út þar sem tækin eru
staðsett.
„Snúrur eru leiðinlegar og alltaf
til trafala, en við vildum samt sem
áður ekki fara út í þráðlausar
lausnir að svo stöddu,“ segir Gísli.
„Ég er með eina stóra móðurtölvu
niðri í geymslu og allar tölvur
heimilisins eru tengdar við hana.
Mörgum tölvum fylgir mikið af
snúrum og því fórum við þá leið að
leggja allar snúrur inn í veggina.
Það var ekkert vandamál með net-
kaplana því þeir voru dregnir í með
símasnúrunum. Tengingar fyrir
skjána voru hins vegar aðeins
meira mál. Það þurfti að brjóta upp
nokkra veggi í eldhúsi og stofu og
snúrurnar voru settar inn í veggina
og múrað fyrir. Þar með vorum við
að einhverju leyti orðin bundin af
staðsetningu tækjanna, en til að
minnka snúrufarganið enn frekar
settum við tölvu ofan í sökkulinn í
eldhúsborðinu og því sést hún ekki.
Hún er tengd við netkapal sem
kemur upp úr borðinu. Þessi litla
tölva, sem virkar í raun eins og
framlenging af móðurtölvunni í
geymslunni, þjónar lyklaborðinu í
eldhúsinu, hljóðkorti og mús.
Þannig hef ég samtvinnað lykla-
borð, mús og hljóð í lítilli einingu
sem tengist gegnum netkapal yfir í
tölvuna sem er í geymslunni.
Skjárinn í eldhúsinu, þ.e. eldhús-
tölvan, er mest notaða tölva heim-
ilisins.“
Allar tölvur heimilisins eru
tengdar þráðlaust yfir á móður-
tölvuna í geymslunni og öll sameig-
inleg gögn eru geymd á þeirri vél,
svo sem persónuleg gögn, ljós-
myndir og tónlist. Hver tölva í hús-
inu hefur aðgang að þessu sameig-
inlega geymslusvæði. Stofutölvan
er á stærð við meðalstóra bók, en
snertiskjárinn sem hangir á vegg í
stofunni er tengdur í græjurnar og
virkar því í raun eins og geislaspil-
ari þar sem allir geta valið tónlist
af sínu geymslusvæði.
Töluverð vinna var að útbúa
þessa aðstöðu heima hjá Gísla þar
sem þetta var gert eftir á.
En á meðan hús eru í byggingu
má hins vegar gera ráð fyrir svona
möguleikum og þá er eftirleikurinn
auðveldari.
Snúrurnar inni í
veggjunum
Morgunblaðið/Kristinn
Snertiskjárinn í stofunni er tengdur við græjurnar og þjónar því hlutverki geislaspilara.
Morgunblaðið/Kristinn
Gísli við skjáinn í eldhúsinu, sem hann segir að sé mest notaða tölvan á heimilinu.