Morgunblaðið - 13.09.2004, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 C 55
MOSFELLSBÆRLandið
Réttarheiði - Hveragerði Höfum feng-
ið í sölu fallegt 123,4 fm raðhús auk 23 fm
bílskúrs. Húsið afhendist tilbúið að utan
með grófjafnaðri lóð og einangruðum út-
veggjum, tilbúið til sandspörslunar að inn-
an. Falleg garðstofa sem tengist stofu. Til
afhendingar á ýmsum byggingarstigum.
2227
Borgarnes Vandað 209 fm einbýlishús
auk 38 fm bílskúrs í afar fallegri götu í
Borgarnesi. Stór og björt stofa með park-
eti. Fallegur arinn. 5 herbergi. Falleg lóð í
góðri rækt. Hagstæð áhvílandi lán. Hag-
stætt verð. 5255
Raðhús
Dalsel - Seljahverfið Vorum að fá í
sölu skemmtilegt 2ja hæða 175 fm enda-
raðhús með góðum garði og sólpalli. 26
fm bílskýli með góðri geymslu þar inn af.
Fjögur svefnherbergi. Rúmgóð stofa.
Tvennar svalir í vestur. Tvær snyrtingar.
Húsið er steni-klætt að utan. Þetta er afar
falleg eign í góðu umhverfi. V. 22,8 m.
5464
Sími 588 5530 Grétar J. Stephensen
sölufulltrúi
Pétur Pétursson
lögg. fasteignasali
Sigrún Stella Einarsdóttir
lögg. fasteignasali
Netfang: berg@berg.is •Heimasíða: berg.is
Opið virka daga
frá kl. 9-18
3ja herbergja
Hjallavegur - sérhæð. Nýkomin í sölu
mjög falleg neðri sérhæð í þessu vinsæla
hverfi. 2 svefnherbergi, björt stofa, stór
og fallegur garður í góðri rækt. Nýtt grind-
verk. Nýlegir gluggar og rafmagn. Einstök
eign. Áhv Byggingasjóður 4,2 m. 5470
Laufásvegur - lúxusíbúð Einstök 101
fm glæsieign í einu vinsælasta hverfi í 101
Reykjavík. Íburður í innréttingum. Enda-
parket og granítflísar á gólfum. Glæsileg-
ur arinn. Vönduð eldhústæki. Háfur,
tvöfaldur ísskápur og uppþvottavél fylgja.
Marmari og granítflísar á baðherbergi.
Hornbaðkar, sólskáli, og stór setlaug í
baðhúsi í garði. Eign í algjörum sérflokki.
V. 15,2 m. 5353
Atvinnuhúsnæði
Trönuhraun Iðnaðarhúsnæði á einni
hæð ásamt góðri innkeyrsluhurð sem er
3x3 m, sérgönguhurð. Góð lofthæð er í
húsinu eða frá 3 metrum og upp í 6
metra. Milliloft er að hluta, þar er kaffistofa
og lager. Þessi eign hentar vel undir ýmiss
konar iðnað. V. 15,8 m. 5172
Skemmuvegur - Kóp. Erum með til sölu
eða leigu mjög gott iðnaðarhúsnæði á
jarðhæð með góðum aðkeyrsludyrum. Í
dag er húsnæðið tvískipt. Hvert bil er 100
fm og 140 fm með léttum vegg á milli.
Salerni og kaffiaðstaða báðu megin.
Mjög hentugt húsnæði fyrir ýmsa starf-
semi. V.16,8 m. 2287
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58, www.berg.is
Nýkomin í sölu mjög fallegur, glænýr
45 fm sumarbústaður í Giljareitunum á
Laugarvatni. Bústaðurinn er fullfrá-
genginn. Rafmagn og heitt og kalt vatn.
Sólpallur. 0,6 hektara eignarland. Búið
að teikna lóð og skipuleggja. Laus
strax. V. 7,9 m. 5310
SUMARHÚS - LAUGARVATNI
Brekkuland Sjarmerandi 123 fm efri
sérhæð við Álafosskvos í Mosó. Sér-
inngangur. Fjögur svefnherb. Stór stofa
og sjónvarpshol. Eldhús er stórt og
bjart með góðri innréttingu, góðum
tækjum og fallegum flísum. Gott pláss
fyrir stóra fjölskyldu. Hagstætt verð. V.
16,4 m. 5448
Tröllateigur - Mosfellsbæ Vorum
að fá í sölu fallegt 5 íbúða vel skipulagt
raðhús á tveimur hæðum með inn-
byggðum bílskúr. Hver íbúð er ca 160
fm og skilast þær fullbúnar að utan
sem innan í lok árs 2004. Upplýsingar
á skrifstofu Berg. Verð frá 24,8 m.
5420
Flugumýri Nýkomin í sölu 2 iðnaðarbil
í nýju atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ.
Hentar vel iðnfyrirtækjum. Bilin eru 110
til 150 fm Umhverfi til fyrirmyndar.Fal-
legt útsýni. 5359
Viðarás - Kjalarnesi Til sölu nýlegt
200 fm einbýlishús með stórum bílskúr.
Húsið stendur á 1,3 hektara eignarlóð.
Mjög rúmgóðar stofur og sjónvarpshol.
Afar stórt og fallegt eldhús með eikar-
innréttingu. Stórt baðherbergi með inn-
réttingu úr kirsuberjaviði. 4 góð svefn-
herbergi. Lóðin er vel gróin og liggur að
sjó, með stórkostlegu útsýni. Frábært
tækifæri fyrir náttúruunnendur. Óskað er
eftir tilboði í eignina. 5286
Esjumelar Höfum til sölu 110 fm at-
vinnuhúsnæði. Mikil lofthæð, stórar inn-
keyrsluhurðir, 4,0 br. og 4,2 m hæð. Vél-
slípuð gólf. Endapláss. 3000 fm lóð get-
ur fylgt. Hægt að innrétta skrif-
stofu/kaffistofu á efri hæð. V. 9,0 m.
1781
Ungt par leitar að 3-4ra. herb. íbúð
með sérinngangi
auk bílskúrs í Mosfellsbæ eða Grafarvogi.
Góðar greiðslur fyrir rétta eign.
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.
☎ 564 1500
25 ára
EIGNABORG
FASTEIGNASALA
ATVINNUHÚSNÆÐI.
Hlíðarsmári 60 fm verslunarhúsnæði
sem búið er að innrétta sem tveggja her-
bergja íbúð. Laus fljótlega.
Hamraborg 11 215 fm verslunar-
húsnæði til leigu eða sölu, til afhendingar
strax. Skammtímaleiga kemur til greina
t.d. fyrir útsölumarkað o.fl.
Smiðjuvegur 3 1,423 fm verslunar-
og iðnaðarhúsnæði laust fljótlega.
Skemmuvegur 320 fm efri hæð,
tvær stórar innkeyrsluhurðir, hellulagt bíl-
aplan með hitalögn, hægstæð lang-tíma-
lán, laust fljótlega.
SÉRBÝLI
Lækjarsmári glæsileg 127 fm efri
sérhæð á tveimur hæðum, 5 svefnherb.,
glæsilegar innréttingar, gegnheil rauðeik á
gólfum, suðursvalir, stæði í bílahúsi.
Sogavegur 135 fm sérhæð á 1. hæð
í fjórbýli, 4 svefnherb., rúmgóðar stofur,
23 fm bílskúr.
3JA OG 4RA HERB. ÍBÚÐIR
Hörpugata 4ra herb. sjarmerandi
íbúð í nýuppgerðu húsi. Þrjú svefnherb.,
parket á tveimur herb., furugólfborð á einu
herb. Gólfefni á stofu og eldhúsi er furu-
gólfborð. Barnvænt hverfi í Litla-Skerj-
afirði.
Ásvallagata Glæsileg 67 fm íbúð
með sér inngangi í kjallara. Tvö svefnherb.
með parketi, baðherbergi nýlega endur-
nýj- að, ljósar innréttingar í eldhúsi, suður
lóð. Einkasala.
Engihjalli 97 fm á 3. hæð í lyftuhúsi,
góðar innréttingar.
2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR
Snorrabraut 48 fm 2ja herb íbúð á
2. hæð, í eldhúsi er ljós viðarinnrétting,
rúmgott svefnherb. með skápum, flísalagt
baðherbergi með sturtu. V 8,7 m.
Asparfell 60 fm á 1. hæð, rúmgott
svefnherb. með stórum skáp, plastparket
á gólfum, flísalagt baðherbergi, laus fljót-
lega.
NÝBYGGINGAR
Álfkonuhvarf-Kópavogur Í
byggingu 170 fm parhús á tveimur hæð-
um, með 38 fm innbyggðum bílskúr, sam-
tals 208 fm. Húsið verður afhent tilbúið að
utan, fokhelt að innan. Einnig er hægt að
fá húsið tilbúið til innréttinga. Verð frá
19,3 m.
Kálfhólar-Selfoss Í byggingu 158
fm raðhús á einni hæð með bílskúr, afhent
tilbúið að utan með gleri og útihurðum
(maghoní), hiti í gólfum, lóð grófjöfnuð. V
11,9 m.
MARGA tímalausa snilld í hönnun og
listum má rekja til Bauhaus-skólans
sem Walter Gropius stofnaði í
Weimar í Þýskalandi árið 1919. Auk
Gropiusar sinntu þar kennslu ekki
minni menn en Paul Klee, Ludwig
Mies Van Der Rohe, Wassily Kand-
insky og Marcel Breuer; goðsagnir
allir sem einn. Það eru einmitt hinir
tveir síðastnefndu sem hafa með grip-
inn að gera sem nú er tekinn til um-
fjöllunar. Um er að ræða stól, hann-
aðan af Breuer – sérstaklega fyrir
Kandinsky.
Marcel Lajos Breuer fæddist í
Pécs í Ungverjalandi árið 1902 og átti
fyrir honum að liggja að verða í hópi
áhrifamestu arkitekta og húsgagna-
hönnuða tuttugustu aldarinnar. Ör-
lögin höguðu því þannig að hann hlaut
ungur að árum styrk til að nema mál-
ara- og höggmyndalist við Listaaka-
demíuna í Vínarborg en þótti vistin í
skólanum daufleg. Frekar en að halda
náminu áfram réði hann sig að nokkr-
um vikum liðnum á arkitektastofu og
fann sig strax betur á þeim vettvangi.
En þegar hann fékk svo veður af Bau-
haus-skólanum og þeirri hugmynda-
fræði sem þar var við lýði, einsetti
hann sér að hljóta þar inngöngu. Það
gekk eftir og sumarið 1921 hlaut hann
skólavist í húsgagnahönnunardeild
ásamt fimm öðrum lærlingum. Hönn-
un hans skóp honum fljótt orð sem
einn eftirtektarverðasti nýliðinn á
svæðinu enda þótti sjónarhorn hans í
meira lagi nýstárlegt. Innblásturs
leitaði hann helst hjá Gerrit Rietveld
og De Stijl-hreyfingunni hollensku.
En aftur að stólnum. Svo sem Bau-
haus bauð var Breuer endalaust að
hugsa upp nýjar lausnir í húsgagna-
hönnun; hann gerði stöðugar tilraunir
með ný form útfærð í nýstárlegum
efnivið. Í kjölfar þess að Kandinsky,
samkennari og góðvinur, bað hann að
hanna stól fyrir hýbýli sín í Bauhaus
settist hann niður og beið eftir inn-
blæstri. Skyndilega tók hann að dást
að hrútsstýrinu á reiðhjólinu sem
hann átti. Stýrið var úr sveigðu stál-
röri, vel að merkja. Og hann tók að
sveigja löng stálrör í stólform, fyrst í
huganum og svo í reynd. Fljótt varð
Breuer algerlega hugfanginn af hin-
um nýja efnivið og teiknaði brátt heila
línu af húsgögnum sem öll byggjast á
sömu hugsun. Sveigt rörastál var ekki
bara glæsilegt heldur uppfyllti það
líka allar óskráðar Bauhaus-skyldur:
einfalt í framleiðslu, hreinlegt, ódýrt
og því á allra færi (alltént í þá daga)
og svo telst stóllinn til „minimax“-
lausna; hún felur í sér lágmarks
þyngd og efnismassa en um leið há-
marks styrk og burðarþol. Notandinn
situr lágt í stólnum miðað við armhvíl-
urnar og líður því eins og í djúpum og
miklum hægindastól, og einnig
er hallinn á sætinu þó nokkur,
15° m/v láréttu. Hönnun stólsins
er þó einstaklega nett, næstum
gagnsæ reyndar. Leðurstrekkj-
urnar í sæti og baki mynda svo
snilldarlegt mótvægi við glamp-
andi stálið (sem var nikkelhúðað
til að byrja með, síðar krómað)
og ljá þessu sígilda sæti lúx-
usblæ. Stálið og leðrið búa yfir
nægilegum sveigjanleika svo
gormar eru alls óþarfir.
Árið 1935 sá Breuer sig knú-
inn til þess að flýja Evrópu. Nas-
istum óx ásmegin og hann var af
gyðingaættum svo ekki voru
aðrir kostir í stöðunni en að fara
vestur um haf. Eftir stutt stopp í
London hitti hann fyrir aldavin sinn
og lærimeistara, Walter Gropius, í
Bandaríkjunum. Þeir kenndu um
tíma saman í Harvard og settu enn-
fremur á laggirnar arkitektastofu.
Þegar hér var komið sögu hafði Breu-
er að mestu helgað sig hönnun húsa.
Meðal frægustu bygginga sem eftir
hann liggja (ýmist einan eða með öðr-
um) eru bygging UNESCO í París,
Whitney-safnið í New York, Bijen-
korff-stórverslunin í Rotterdam auk
íbúðarhúss Gropiusar sjálfs. Eins og
frumherja er venja nutu húsgögn
Marcels Breuer ekki almennrar hylli
fyrr en degi hans var tekið að halla,
nánar tiltekið á áttunda áratug síð-
ustu aldar – hálfri öld eftir að Wass-
ily-stóllinn leit fyrst dagsins ljós. Þá
varð alger sprenging í vinsældum á
hönnun Marcels Breuer og auðmenn
biðu í röðum eftir að láta hann teikna
fyrir sig íbúðarhús. Hann sinnti þeim
verkefnum sem hann komst yfir, uns
hann lést í New York árið 1981.
Sígild hönnun
Stálrör verður að stól
jonagnar@mbl.is
Wassily-stóllinn
(Club Chair Model B3)
Hönnuður: Marcel Breuer
1925