Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
BESTA VERÐIÐ?
Zeus - hei ldvers lun
Austurströnd 4
sími: 561 - 0100
Linda Lundström fæddist í Kanada.Faðir hennar er ættaður frá Lapp-landi en móðir hennar er íslensk.Hún segir að vitrunin sem hún fékk
tengist þessum norræna uppruna og umhverf-
inu sem hún ólst upp í Ontario. „Ég sá sömu
myndina aftur og aftur að morgni til þegar ég
var milli svefns og vöku. Hún sýndi prófíl
konu og hún hafði hettu á höfðinu. Hettan
var oddmjó og á henni var skinn. Um-
hverfis konuna var landslag þar sem voru
engin tré og himinninn var bleikur, blár
og fjólublár, segir Linda. „Þessi fatnaður
minnti á yfirhafnir inúíta, parka.“
Linda ólst upp í Red Lake í Ontario í
Kanada en flutti með fjölskyldunni til
Winnipeg þegar hún var 17 ára. Hún
fór aðeins 19 ára gömul til Oakville í
Ontario þar sem hún lagði stund á
nám í fatahönnun. Fyrir 30 árum
stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og
vann hörðum höndum. Hún segir að
um árin hafi hún þurft að berjast til
að halda fyrirtækinu gangandi og
það hafi oft verið erfitt.
Ber virðingu fyrir
konum með línur
„Þegar ég hafði séð þessa sýn
aftur og aftur vissi ég að ég þyrfti að
breyta til. Ég vissi líka að það þýddi
ekki að koma í bankann og segja þeim
að ég hefði séð sýnir í draumi og þyrfti
að fá meira fjármagn til að kaupa öðru
vísi saumavélar og tæki til að láta
drauminn rætast. Ég ákvað því
að prófa mig áfram, eiginlega í
velvildar hjá indíánunum. Þeir kenndu þeim að
veiða dýr og fisk í gegnum ís og lifa af kanad-
íska veturinn og indíánakonurnar hjálpuðu
gjarnan íslensku konunum þegar þær fæddu
börn.“
Afi Lindu kom sem barn frá Íslandi til Kan-
ada með föðurbróður sínum.
Hann eignaðist 13 börn og er
Ólafía Aðalsteinsdóttir, móðir
Lindu, ein þeirra. „Mamma
lærði ekki ensku fyrr en hún var
orðin 9 ára. Hún er mikill Ís-
lendingur í sér og hefur alltaf
verið. Ég ólst til dæmis upp við
að alltaf var til harðfiskur á heimilinu. Mamma
herti alltaf fiskinn sjálf.“ Vestur-Íslendingar
halda mikið saman að sögn Lindu. Hún var
fengin til að stýra fundi um hvernig best væri
að styrkja tengsl Íslendinga og Vestur-
Íslendinga og segist hún hafa komið þeirri
skoðun sinni á framfæri að best væri að efla slík
tengsl í gegnum viðskiptasambönd. Þeim fylgi
gjarnan félagsleg og menningarleg tengsl. Á
fundinum sagðist Linda hafa áhuga á að selja
vörur sínar á Íslandi. Þá rétti Kristján nokkur
Jakobsson, sem þar var staddur, upp hendi og
benti á að systir sín ræki verslun í Reykjavík
sem seldi pelsa.
„Ég hafði strax samband við Guðrúnu Jak-
obsdóttur og bauð henni að koma og skoða vör-
urnar mínar,“ segir Linda. „Og Guðrún er ekki
ein af þeim sem bara talar um hlutina. Hún
framkvæmir þá. Þetta gerðist fyrir örfáum
mánuðum og nú eru yfirhafnirnar mínar þegar
til sölu hjá Jakobs-pelsum.“ Yf-
irhafnirnar segir Linda vera
hannaðar með það í huga að
konur geti litið vel út þótt þær
þurfi að klæða sig vel vegna
kulda. „Það er vel hægt að vera
falleg og vera hlýtt þótt úti sé
kalt,“ segir hún. Linda hannar
ýmsar aðrar fatalínur auk yfirhafnanna en þær
eru enn ekki fáanlegar á Íslandi. „Fötin eiga að
styðja þig, ekki dæma. Ég hanna fyrir konur
sem sætta sig við hvernig þær líta út og eru
ánægðar með það. Ég vil ekki að konur séu
dæmdar eftir líkama sínum heldur fyrir það
sem þær gera og gefa af sér. Við erum af ýms-
um stærðum, með alls konar lögun og alla vega
á litinn.“
TÍSKA|Kona af íslenskum ættum hannar fatnað í Kanada
Vill hanna föt á ekta konur
Morgunblaðið/Kristinn
Mátun: Linda ráðleggur viðskiptavini sem mátar yfirhöfn.
laumi, en varð samt að kaupa vélar til að geta
gert þetta.“ En það var ekki bara sjálf hönnunin
sem skipti máli fyrir Lindu heldur hugarfarið á
bak við hana. „Ég var búin að lifa og hrærast í
tískuheiminum í mörg ár. Þar sá ég hvernig
tískan braut konur niður,“ segir hún. „Bæði
vegna þess að það eru óraunverulegar konur
sem sýna fötin og auk þess eru þau dýr. Mörg-
um konum finnst þær vera of feitar í hvert sinn
sem þær sjá föt á tískusýningum og þegar þær
máta þau í búðum. Fötin eru líka oft svo dýr að
þeim finnst þær aldrei vera nógu ríkar til að
geta leyft sér að vera vel til fara. Ég vil hanna
föt á ekta konur. Konur sem eru með maga
vegna þess að þær hafa alið börn og brjóst sem
sýna að þær hafa nært þau líka. Ég ber virðingu
fyrir konum sem eru með línur og mér finnst
þær fallegar. Sýningarstúlkurnar sem sýna föt-
in mín eru líka ekta konur.“
Jakobs-pelsar á Skólavörðustíg eru nú með
yfirhafnir frá Lindu Lundström til sölu. Yfir-
hafnirnar eru margar byggðar á sýn hennar og
tilheyra línunni LAPARKA. Þar eru líka jakkar
og kápur úr gervirúskinni, flísefnum og fleiri
efnum, hattar, kragar og ýmsir fylgi-
hlutir. Flíkurnar eru í raun margar flík-
ur í einni. Innst er kápa úr ull með
ísaumuðu munstri sem unnið er eftir
listaverkum indíána. Utan yfir er
vatns- og vindheld þunn kápa. Þess-
ar kápur er bæði hægt að nota sam-
an og sitt í hvoru lagi. Innan í
ermunum og á hettunni er síð-
an loðskinn sem fest er með
frönskum rennilás og er
hægt að velja um gervi eða
ekta skinn. Ef valið er ekta
skinn notar hún bjórskinn
vegna þess að indíánar í
Kanada veiða mikið af
honum.
Alltaf til
harðfiskur heima
Linda hugsar mikið um
umhverfisþætti þegar hún
hannar flíkurnar og margt
minnir á hefðir indíána,
frumbyggja Kanada. „Ég
ber mikla virðingu fyrir
indíánum,“ segir hún.
„Móðir mín sagði mér að Íslend-
ingarnir sem settust að í
Kanada hafi notið mikillar
„Ég vil ekki að konur
séu dæmdar eftir
líkama sínum heldur
fyrir það sem þær
gera og gefa af sér.“
Eftir að Linda Lundström hafði
unnið árum saman hörðum
höndum við fatahönnun og bar-
ist við að halda fyrirtæki sínu
gangandi fékk hún vitrun sem
breytti öllu til betri vegar.
Ásdís Haraldsdóttir hitti hana
og skoðaði yfirhafnir sem hann-
aðar eru með þessa sýn í huga.
Fróðleik um Lindu og hönnun hennar er að
finna á vefsíðunni: www.lindalundstrom.com
Linda Lundström: Fatahönnuður
í Kanada sem á íslenska móður.
Hönnun: Kápa hönnuð af Lindu.
asdish@mbl.is