Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Garðabær | Sjálandsskóli, nýr grunnskóli sem
taka á í notkun haustið 2005, er nú óðum að
spretta upp, og hefur Helgi Grímsson verið
ráðinn skólastjóri hins nýja skóla. Hann seg-
ist hlakka mikið til að taka þetta verkefni að
sér, enda sé það eflaust óskadraumur hvers
skólastjóra að byggja upp nýjan skóla alveg
frá grunni.
„Þá getur maður sett fram hugmyndir sem
maður er búinn að melta með sér í gegnum
tíðina í þessu nýja samhengi, í samstarfi við
foreldra og þá starfsmenn sem koma þar til
starfa,“ segir Helgi. Hann starfar í dag sem
skólastjóri Laugarnesskóla í Reykjavík en
tekur við stöðu skólastjóra Sjálandsskóla frá
og með næstu áramótum.
„Við þetta verkefni hafa menn borið gæfu
til að vanda mjög til ferlisins í kringum hönn-
un á skólanum sem tekur mið af hug-
myndafræði um einstaklingsmiðað nám. Í
Sjálandsskóla ætti því að vera auðveldara um
vik en í öðru húsi með að sjá til þess að hver
og einn nemandi fái verkefni við hæfi,“ segir
Helgi.
60–70 nemendur í hóp
Í Sjálandsskóla verður nemendum skipt
niður í fjölbreyttari námshópa en tíðkast í
hefðbundnum skólastofum. Þannig munu 60–
70 nemendur í tveim árgöngum eiga sameig-
inlegt heimasvæði, en á hverju svæði starfa
þrír til fjórir 15-20 nemenda hópar með um-
sjónarkennara. Lungan úr deginum starfa
nemendur hins vegar að verkefnum einir sér
eða í hópum sem taka mið af styrkleika,
áhuga og þörfum nemenda. Í slíkri vinnu
blandast saman nemendur af öllu heimasvæð-
inu. Á hverju vinnusvæði munu starfa þrír til
fjórir kennarar og tveir til þrír aðrir starfs-
menn.
Helgi segir að það sé vissulega annað að
stýra skóla þar sem kennt er eftir þessari
hugmyndafræði. „Maður fer svolítið í annan
gír í skipulagningunni, það hefur verið þann-
ig í hefðbundnum skólum að taflan er reikn-
uð út frá 40 mínútum eða 80 mínútum, en
þarna eru öll tímamörk miklu sveigjanlegri.“
Rík áhersla er lögð á að samþætta náms-
greinar og gera námið þannig heildstæðara.
Ef nemendur eru t.d. að læra um sólkerfið þá
fléttast saman eðlisfræði, efnafræði, stærð-
fræði, sagnfræði, líffræði, íslenska, mynd-
mennt, hönnun og smíði, ásamt upplýsinga-
og tölvutækni. Það segir Helgi bjóða upp á
möguleika fyrir nemendur að njóta sín á
þeim sviðum sem þeir eru sterkir.
Ráðning lykilstarfsmanna stendur nú fyrir
dyrum, og segist Helgi verða var við mikinn
áhuga á því að starfa við Sjálandsskóla, enda
vilji fólk taka þátt í að skapa nýja framtíð.
Hann vonar að góður hópur kennara komi að
einhverju leyti að undirbúningi með honum
strax á nýju ári.
Foreldrar með frá upphafi
„Ég legg mikið upp úr því að fá fólk í
þankahríðina með mér, bæði starfsfólk og
foreldra. Það er gríðarlega mikilvægt að for-
eldrar séu með frá upphafi og viti að hverju
sé stefnt. Foreldrar vilja búa börnum sínum
öruggar og þroskavænlegar aðstæður og
auðvitað vakna spurningar ef skipulag og
námsfyrirkomulag er öðru vísi en foreldrar
þekkja úr eigin skólagöngu. Þess vegna
skiptir gott samráð og öflugt upplýsingaflæði
höfuðmáli. Í Garðabæ eru afburðagóðir
grunnskólar og Sjálandsskóli er mikilvæg
viðbót í þá góðu flóru.“
Óskadraumur
hvers skólastjóra
Morgunblaðið/Sverrir
Í byggingu Helgi Gíslason, nýráðinn skólastjóri Sjálandsskóla, við byggingarreit skólans.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
GARÐABÆR hefur samið við Eignarhalds-
félagið Fasteign hf. um byggingu og rekstur
húsnæðis Sjálandsskóla sem tekur til starfa
haustið 2005. Frá þessu er greint á heimasíðu
Garðabæjar. Samkvæmt samningnum mun
Fasteign hf. sjá um framkvæmdir við skólann
og eiga og reka bygginguna.
Bygging skólans hófst í sumar og hefur
Fasteign hf. annast og fjármagnað byrj-
unarframkvæmdirnar samkvæmt samstarfs-
samningi við Garðabæ. Garðabær getur síðar
keypt fasteignina telji bæjarstjórn það þjóna
hagsmunum bæjarins.
Undirbúningur skólans hefur gengið vel, að
sögn bæjaryfirvalda. en framkvæmdir hófust
að undangengnu útboði. Fyrsti áfanginn er
3.800 fermetrar og er áætlaður bygging-
arkostnaður um 670 milljónir króna.
Samið um
Sjálandsskóla
AKUREYRI
Nýtt námskeið | Spænska: Tungu-
mál – Menning – Tapas er heiti á
nýju námskeiði sem Símennt-
unarmiðstöð Eyjafjarðar, Símey,
býður upp á, en á því er gerð tilraun
til að blanda saman tungumála-,
menningar- og matreiðslukennslu.
Samnefnarinn í öllu saman er
Spánn. Auk þess að kenna undir-
stöðuatriði spænskrar tungu er
einnig fjallað um spænska menningu
og matarhefðir. Markmiðið er að
þátttakendur nái tökum á und-
irstöðuatriðum í málfræði og fram-
burði, fái innsýn í spænska menn-
ingu og sögu og læri að útbúa
spænska smárétti, tapas.
Kennt verður á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum í október, fyrst
7. október næstkomandi frá kl. 19.30
til 21 auk mánudagsins 1. nóvember.
Kennari er Hafdís Björg Hjálm-
arsdóttir.
Flytja í Sunnuhlíð | Skákfélag Ak-
ureyrar hefur flutt starfsemi sína í
KEA-salinn í Sunnuhlíð og er gengið
inn að sunnan.
Næsta mót verður haldið þar 7.
október kl 20 en það mun vera 7
mínútna mót og eru allir velkomnir.
FIMM hross brugðu undir sig betri fætinum og
skruppu í bæjarferð í gærmorgun. Þau sáust víða í
Glerárhverfi, hlupu þar um stræti og torg og virtust
una frelsinu vel, en ekki var laust við að bæjarbúar
hafi rekið upp stór augu. Eftir nokkurra stunda frelsi
voru hrossin handsömuð og þeim komið til eiganda
síns.
Hér er hópurinn á ferð í Lönguhlíð.
Morgunblaðið/Kristján
Hestar í bæjarferð
ásýnd bæjarins að taka almennt úti-
vistarsvæði við Þórunnarstræti und-
ir íbúðir. Þessi staður er einn af lyk-
ilstöðum í bænum og það væri meiri
háttar skipulagsslys að taka það
undir 12 hæða fjölbýlishús,“ segir í
bókun Jóns Inga. Hann lagði til að
afgreiðslu yrði frestað og ráðið
kannaði hug bæjarbúa til hugmynd-
anna með almennri skoðanakönnun.
„Það er skoðun mín að þessi hug-
mynd sé svo umdeild að það sé ekki
unnið með hagsmuni heildarinnar að
leiðarljósi, samþykki umhverfisráð
þá tillögu sem hér liggur fyrir um
breytingu á aðalskipulagi.“
UMHVERFISRÁÐ hefur lagt til við
bæjarstjórn að tillaga að breytingu á
aðalskipulagi svæðisins umhverfis
Baldurshaga og Brekkugötu verði
send Skipulagsstofnun til athugunar
og hún síðan auglýst. Ráðið fjallaði
um málið á síðasta fundi sínum. Til-
lagan, sem unnin er af Árna Ólafs-
syni arkitekt, gerir ráð fyrir að
breyta óbyggðu svæði og almennu
útivistarsvæði í íbúðarsvæði.
Fulltrúi Samfylkingarinnar í um-
hverfisráði, Jón Ingi Cæsarsson,
bókaði að hann lýsti fullkominni and-
stöðu sinni við tillöguna.
„Það er mikið skemmdarverk á
Send til Skipu-
lagsstofnunar
Tillaga að breyttu skipulagi
við Baldurshaga
TÆPLEGA 1.700 manns skrifuðu
nafn sitt á undirskriftarlista þar
sem skorað er á bæjaryfirvöld að
falla frá hugmyndum um byggingu
12 hæða fjölbýlishúss á lóð Bald-
urshaga við Þórunnarstræti.
Þrír íbúar á Akureyri, Elín Hall-
grímsdóttir, Guðrún Antonsdóttir
og Jón Hjaltason, stóðu fyrir söfn-
un undirskriftanna og afhentu
listana bæjarstjóranum á Akur-
eyri, Kristjáni Þór Júlíussyni.
Hann sagði gott að fá listana í
hendur, greinilegt væri að vakning
væri meðal fólks varðandi skipu-
lagsmál, það vildi hafa áhrif á
skipulag nánasta umhverfis síns.
Bæjarstjóri kvaðst munu leggja
listana fyrir fund bæjarráðs, en
engar ákvarðanir hefðu verið tekn-
ar varðandi bygginguna enn. Til-
laga væri til umfjöllunar í lögform-
legu ferli.
Morgunblaðið/Kristján
Undirskriftalistar Elín Margrét Hallgrímsdóttir afhenti Kristjáni Þór Júl-
íussyni bæjarstjóra undirskriftalistana þar sem byggingu háhýsis við Bald-
urshaga er mótmælt. Hjá þeim standa Guðrún Antonsdóttir og Jón Hjaltason.
Fallið verði frá hugmyndum um fjölbýli á Baldurshagalóð
Undir-
skriftir
afhentar
SKRIFAÐ hefur verið undir samning
milli Sjálfsbjargar á Akureyri og
Tryggingastofnunar um að koma á
fót göngudeildarþjónustu iðjuþjálfa á
Bjargi. Anna María Malmquist iðju-
þjálfi hefur verið ráðin til að sinna
þjónustunni.
„Þetta er tímamótasamningur,“
sagði Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra. „Þetta er í fyrsta sinn sem
þjónusta af þessu tagi stendur til boða
á Akureyri og ég er mjög ánægður
með að hún skuli nú vera að komast
á.“ Ráðherra sagði samninginn til
þriggja ára, en að þeim tíma liðnum
yrði árangur metinn í samvinnu við
heilbrigðisdeild Háskólans á Akur-
eyri. „Þetta mun verða mikilvægur
þáttur í heilbrigðisþjónustu á Akur-
eyri og ég geri ráð fyrir að horft
verði til þessa samnings víðar að.“
Jón sagði iðjuþjálfun vaxandi þátt inn
heilbrigðiskerfisins. Það mætti mikið
til vinna að koma fólki að nýju til
fullrar starfsorku, þannig að það gæti
stundað atvinnu við hæfi.
Göngudeildar-
þjónusta iðju-
þjálfa á Bjargi