Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 41
MINNINGAR
Rauð og gul standa þau,
meðan kuldinn eykst,
trén, sem í sumar voru svo græn.
Laufin fjúka um göturnar
fyrir svölum haustvindinum
meðan við kveikjum rafmagnsljósin
og búum okkur undir vetrarhretin.
(Elísabet Þorgeirsdóttir.)
Einn slíkan haustmorgun lauk
elskuleg móðursystir mín, Helga
Kristjánsdóttir ævi sinni. Lífi hennar,
sem hófst að vori fyrir rúmum 80 ár-
um í Króksbænum á Ísafirði, lauk að
hausti á sjúkrahúsinu þar í bæ,
skammt frá þeim stað er hún sleit
barnsskónum forðum. Þegar við
gengum út í morguninn að henni lát-
inni, leit ég yfir Ísafjörð, bæinn sem
henni hafði þótt svo vænt um. Ég
fann að mér var hann líka kær. Tún-
gatan með sín fallegu hús, gamla
sjúkrahúsið, sléttur pollurinn. En á
sama tíma gerði ég mér grein fyrir
hvernig myndin af Ísafirði var sam-
tengd minningunni um Helgu.
Helga var fjórða í röðinni af 7 börn-
um móðurforeldra minna en móðir
mín yngst. Fjögur systkinanna höfðu
flutt frá Ísafirði ung að árum og ein
móðursystir mín lést aðeins tæplega
tvítug að aldri. Samband þeirra
Helgu sem bjó á Ísafirði og móður
minnar sem settist að í Bolungarvík
var þeim báðum gefandi og mikil-
vægt. Mikill samgangur var á milli
heimilanna, stuðningur á báða bóga
og djúp og einlæg vinátta. Eða eins
og móðir mín sagði eitt sinn við mig.
Helga hefur verið mér sem móðir,
systir og vinkona alla tíð.
Leiftrandi minningar fara um hug-
ann enda eru minningarnar um
Helgu frænku meðal þeirra allra
fyrstu sem hugurinn geymir og ná nú
brátt yfir fimmtíu ár. Bjartar minn-
ingar og ljúfar.
Helga, maður hennar Muggur og
börn þeirra, Kristján Rafn, Albert og
Jónína bjuggu á Grænagarði, rétt
innan við Ísafjarðarbæ. Heimilið á
Grænagarði stóð nánast við fjöru-
borðið og uppáhaldsleikvangur okkar
var fjaran, með sínar bláskeljar,
steina og marglyttur.
Á stundum fengum við systkinin að
dvelja nokkra daga eitt eða tvö í senn
á heimili Helgu og Muggs. Það voru
dýrðardagar. Það var ró yfir heim-
ilinu, enda börnin orðin eldri en við og
okkur fannst við því meðhöndluð eins
og einkabörn. Helga kenndi okkur að
hafa ofan af fyrir okkur sjálf, því
heimilið var töluvert utan við bæinn
og langt í jafnaldra. Kaplar, spil og
lestur, heimsókn á netagerðarverk-
stæðið og spjall við samstarfsfólk
Helgu og Muggs var vinsælt hjá okk-
ur. Að komast á skíði á Ísafirði var
líka mjög eftirsóknarvert. Best af öllu
var þó að geta rennt sér beint af
Seljalandsdal niður á Grænagarð og
komast í heimabakað brauð og kakó
hjá Helgu.
Á menntaskólaárunum á Ísafirði
heimsótti ég Helgu og Mugg reglu-
lega. Þar var mér tekið sem fullorð-
inni manneskju, hellt var upp á kaffi,
borið fram bakkesli og spjallað um líf-
ið og tilveruna. Dætrum okkar Guð-
mundar og barnabörnum hefur hún
jafnframt sýnt umhyggju og hlýju.
Hún hefur komið frá Ísafirði til að
vera við fermingar þeirra, sent þeim
gjafir og ekki má gleyma fallega
prjónuðum vettlingum og hosum sem
hún sendi þeim af rausn.
Það er mikil gjöf og ekki sjálfsögð
að fá að alast upp í fjölskyldu þar sem
ástúð og vinátta ríkir. Samheldni og
gagnkvæm virðing hafa alla tíð ein-
kennt börn Kristjáns afa og Sölu
ömmu. Þótt oft hafi verið langt á milli
systkinanna er trygglyndi þeirra
hvers við annað eftirbreytni vert.
Samskipti þeirra hafa verið okkur
börnum þeirra og barnabörnum góð
og dýrmæt fyrirmynd.
Helga var góðum gáfum gædd, hún
var afar flink við alla handavinnu og
saumaskap, og vann alla hluti af alúð.
Hún saumaði föt og breytti, prjónaði,
heklaði og saumaði út. Allt hennar
handverk var unnið af vandvirkni.
Áferð og frágangur hnökralaus. Hún
hafði gaman af tónlist og fór gjarnan
á tónleika, einkum hin síðari ár.
Helga gerði ekki miklar kröfur til
veraldlegra gæða. Hún fór vel með
það sem hún átti enda dugðu hlutirnir
lengi og vel.
Hún unni börnum sínum, barna-
börnum og barnabarnabörnum og
hafði mikla ánægju af að gleðja þau.
Það var unun að fylgjast með þegar
hún var að velja handa þeim gjafir á
stórhátíðum og við hin ýmsu tæki-
færi.
Heiðarleiki, góðvild og einstakt
æðruleysi einkenndu Helgu frænku
mína. Frá því við systkinin komum í
þennan heim hefur hún fylgt okkur
með sínu látlausa fasi, hlýju og vænt-
umþykju í gegnum hversdaginn, ver-
ið virkur þátttakandi í öllum okkar
gleðistundum, sýnt alúð og skilning í
sorg. Í huga okkar var hún sem klett-
ur í hafinu.
Við systkinin og fjölskyldur okkar
kveðjum Helgu frænku okkar með
söknuði og einlægu þakklæti fyrir
samfylgdina. Um leið minnumst við
alls þess sem hún var okkur öllum.
Undir snjónum ætlar rótin að lifa
til að bera blómin sín í vor.
Langan vetur ætlum við að starfa
og bera okkar blóm;
blóm sem eiga sér rætur
djúpt handan við haustvind og snjóbyl
í heiðríkju tryggðar og hlýju.
(Elísabet Þorgeirsdóttir.)
Guð blessi minningu Helgu Krist-
jánsdóttur.
Ester Jónatansdóttir.
Fallin er frá kær vinkona mín,
Helga Kristjánsdóttir frá Ísafirði.
Elsku Helga mín.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að kynnast þér. Hlýjan og umhyggj-
an fyrir öllum í kringum þig var engu
lík. Og aldrei kvartaðir þú. Þú sagðir
alltaf að þú hefðir það ljómandi gott,
þú gætir ekki kvartað, þú værir orðin
svo gömul. Ég veit að það var ekki al-
veg rétt hjá þér, og sennilega voru
það einu orðin sem þú sagðir, sem
ekki voru sönn, því heiðarlegri mann-
eskju er vart hægt að finna. Leiðir
okkar lágu fyrst saman þegar ég var
17 ára að læra netagerð hjá Gumma
Sveins netagerðarmanni í Netagerð
Vestfjarða á Ísafirði. Þar unnum við
saman ásamt manninum þínum, hon-
um Muggi netagerðarmanni og
mörgum fleirum. Vinátta okkar hófst
strax á fyrsta degi og hefur haldist í
þau 30 ár sem liðin eru síðan. Það
voru ekki margar konur sem lærðu
netagerð á undan mér, en þú hvattir
mig til að halda áfram og ég veit að þú
varst stolt af mér þegar ég fékk
meistarabréfið nokkrum árum
seinna. Þótt langt hafi verið á milli
okkar eftir að ég fluttist suður, þá
hittumst við oft þegar ég kom vestur,
oftar seinni árin eftir að þú fluttist á
Hlíf. Það voru alltaf fagnaðarfundir
og ræddum við allt milli himins og
jarðar.
Ljúfmennska og tryggð er það sem
kemur upp í hugann, og fallega brosið
þitt á eftir að ylja mér í minningunni
um þig um ókomin á.
Guð veri með þér kæra vinkona og
þakka þér fyrir allt það góða sem vin-
átta okkar hefur gefið mér. Aðstand-
endum Helgu sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Elfa Dís Arnórsdóttir
netagerðarmeistari.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
GAUKUR JÖRUNDSSON,
Kaldaðarnesi,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánu-
daginn 4. október kl. 13.30.
Ingibjörg Eyþórsdóttir,
Guðrún Gauksdóttir,
Jörundur Gauksson
og barnabörn.
Elskuleg móðir mín, amma, tengdaamma og
langamma,
ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudag-
inn 4. október kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja
minnast hennar, er bent á dvalarheimilið
Höfða, Akranesi.
Björgvin Hjaltason,
Björgvin Björgvinsson, Kristbjörg Traustadóttir,
Þórir Björgvinsson, Þórey Ingvarsdóttir,
Friðrik Björgvinsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir,
Heimir Björgvinsson, Guðlaug Sigríksdóttir,
Helgi Björgvinsson, Hrefna Björnsdóttir
og langömmubörn.
Innilegt þakklæti fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför
STEFANÍU STEFÁNSDÓTTUR.
Sigríður Alexander,
Kristinn Guðjónsson,
Stefanía Guðjónsdóttir,
Katrín Guðjónsdóttir,
Rúnar og Guðbjörg.
Okkar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖLDU RANNVEIGAR ÞORSTEINSDÓTTUR.
Einnig hjartans þakkir til starfsfólks á B-deild á
dvalarheimilinu Hlíð og öldrunardeild Kristnesi.
Guð blessi ykkur öll.
Vignir Kárason, Sóley Hansen,
Þórveig Bryndís Káradóttir, Hreinn Tómasson,
Sigríður Kristín Káradóttir, Sveinn Bernódusson
og fjölskyldur.
Kæru vinir og ættingjar.
Okkar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát elskaðrar eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
SIGURBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR
(Stellu),
Álfhólsvegi 129,
Kópavogi.
Árni Guðjónsson,
Kristján Jóhann Jónsson,
Dagný Kristjánsdóttir,
Snorri Hergill Kristjánsson,
Árni Kristjánsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BENJAMÍN MAGNÚS SIGURÐSSON
frá Eyjum, Strandasýslu,
Engihjalla 11,
Kópavogi,
lést á Hrafnistu fimmtudaginn 30. september.
Lára Loftsdóttir,
Pálfríður Benjamínsdóttir, Hákon Örn Halldórsson,
Sóley B. Frederiksen,
Jörgen Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minningarathöfn um ástkæran eiginmann
minn, föður okkar, son, bróður og tengdason,
SVEIN KJARTANSSON
pípulagningameistara,
Logafold 165,
Reykjavík,
fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
6. október kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélagið Lands-
björgu eða aðrar björgunarsveitir.
Halldóra Lydía Þórðardóttir,
Þuríður Ósk Sveinsdóttir,
Kjaran Sveinsson,
Benedikt Sveinsson,
Kristín Árnadóttir,
Þórdís Vilhjálmsdóttir,
Þórarinn Kjartansson, Ingibjörg Tómasdóttir,
Þórður Guðmundsson,Ruth Erla Ármannsdóttir.
HJÁLMAR SVEINSSON
fyrrum bóndi á Syðra-Vatni,
Efribyggð, Skagafirði,
síðast til heimilis á Norðurgötu 60,
Akureyri,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli að morgni
þriðjudagsins 28. september.
Soffía Sigurbjörg Jóhannsdóttir
og börn.