Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MEÐ ÞVÍ að hafna Dalamönnum um leyfi til slátrunar í sláturhúsinu í Búðardal hefur Framsóknarflokk- urinn endanlega yfirgefið þær hug- sjónir sem hann var í upphafi stofn- aður um, en það var að standa vörð um hinar dreifðu byggðir landsins. Vestfjarðakjálkinn er ekki aðeins besta og áhugaverðasta sauð- fjárræktarsvæði landsins, hann hefur einnig verið talinn höfuðvígi Fram- sóknarflokksins í gegnum tíðina. Það verður því að teljast fjarri öll- um veruleika ef fólk kýs aftur yfir sig slíka framgöngu sem landbún- aðarráðuneytið undir forystu Fram- sóknarflokks hefur sýnt í þessu máli. Það er ekki síst í því ljósi að áður hefur heyrst og haft á orði í þessu ráðuneyti að auka þyrfti frelsi í af- urðasölumálum bænda til að mæta aukinni samkeppni og efla vöruþróun vegna sívaxandi komu ferðamanna til landsins. Á því leikur enginn vafi að aukinn ferðamannastraumur á sl. ári hefur átt sinn þátt í aukinni sölu á lamba- kjöti, en þá aukningu hefði mátt tvö- falda ef ekki þrefalda með öflugri vöruþróun. Á þessu svæði öllu er aðeins eitt sláturhús starfandi og það af minni gerðinni, en það er Sláturhúsið á Króksfjarðarnesi. Vestfjarðakjálkinn skilar einhverjum bestu kjötgæðum sem völ er á og þyngdarflokkar þeir hentugustu til staðlaðrar vöruþróun- ar. Með slíkt hráefni í höndum hefði vel mátt hugsa sér að sláturhúsið í Búðardal yrði öflug miðstöð vöruþró- unar og þá ekki síst fyrir hótel, veit- ingahús og stóreldhús, en einmitt á því sviði liggja mestu möguleikar á aukinni neyslu og sölu lambakjöts. Sameining og fækkun sláturhúsa hefur engu skilað og mun engu skila til bænda nema vandræðagangi. Það er sjálfsagt fyrir okkur að eiga í rekstri tvö öflug sláturhús sem upp- fylla öll skilyrði til útflutnings á kjöti, en það er fyrst og fremst innanlands- markaðurinn sem skiptir höfuðmáli, þar liggja mestu möguleikar á auk- inni sölu. Það sem vekur upp spurningar um hin ströngu skilyrði sem dýralækn- isembættið setur Dalamönnum er að það veitir með heldur veikum skil- yrðum leyfi fyrir tilgangslausum flutningi sláturfénaðar landshorna á milli sem hefur og á eftir að koma fram á gæðum kjötsins. Það er greinilegt að Framsókn- arflokkurinn styður sig nú við fúinn staur fyrri hugsjóna. Hættan er sú að fáir og útvaldir einstaklingar sem hafa það eitt að markmiði að berjast um völd og eigin frama fylli þennan hugsjónasnauða flokk. GUNNAR PÁLL INGÓLFSSON Smáragata 3, 101 Reykjavík. Banabiti Fram- sóknarflokksins Frá Gunnari Páli Ingólfssyni kjöt- iðnaðarmeistara: ER EKKI lausnin fólgin í lækkun tekjuskatts en hækkun útsvars? Setj- um á skólaútsvar. Flestir eru því sammála að meira fé þurfi til skóla- mála. Þeir sem málin þekkja eru sam- mála um að of lítið fé hafi komið með skólunum frá ríkisvaldinu til sveitar- félaganna. Lausn kennaraverkfalls- ins gæti falist í kosningaloforðum stjórnarflokkanna og mikilli þenslu efnahagslífsins. Stjórnarflokkarnir lofuðu lækkun tekjuskatts. Við það vilja þeir standa. Allflestir efnahags- sérfræðingar telja lækkun skatta hið mesta óráð í svona þensluástandi. Hvernig væri þá að heimila sveit- arfélögunum að hækka útsvarið. Þá færi tekjuskattslækkunin ekki út í að skapa aukna þenslu í efnahagslífinu. Það mætti hengja heimild til útsvars- hækkunar við tekjuskattstillögur rík- isstjórnarinnar. Þá er ekki eins og ríkið sé að viðurkenna mistök eða sveitarfélögin að láta undan kenn- urum. Almenningur fyndi þá að kenn- arar tækju líka þátt í eflingu skóla- starfsins og væru ekki bara að heimta stórar launahækkanir. Peningarnir yrðu teknir til baka af sveitafélög- unum og notaðir til skólamála. Skóla- útsvar. Peningarnir yrðu þá sýnilegir í bættu skólastarfi með ánægðari úr- valskennurum. Mér hefur sýnst að foreldrar séu tilbúnir að borga meira til skólanna. Geta þá ekki allir aðilar haldið haus? Að lokum vildi ég koma því á framfæri að samninganefnd kennara láti ekki teyma sig áfram í umræðunni um kostnaðarauka sveit- arfélaga. Við erum ekki að semja um það. Við erum að fara fram á launa- hækkanir í prósentum, beinar og óbeinar í sérkjarasamningum. Talið mál sem fólkið skilur. Flestir halda að þessar kostnaðaraukaprósentur séu sú launaprósenta sem við förum fram á. En því fer víðs fjarri. Kröfur kenn- ara eiga enga möguleika á að setja ís- lenskt þjóðfélag í efnahagskollsteypu. JÓN GRÖNDAL, Dalseli 8, 109 Reykjavík. Grunnskólabörnin eru peð í deilunni Frá Jóni Gröndal kennara: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum…“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmæt- um fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstillögu bæjaryfir- valda…“ Gunnar Finnsson: „Hins veg- ar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf…“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með því- líkum vinnubrögðum er auðvit- að lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar MUNUM við eftir því sem gerðist í Norður-Ossetíu í Rússlandi ný- lega? Sum okkar erum búin að gleyma því, en samt tók þetta á okk- ur öll. Gíslatakan í skólanum var hræðileg og um 155 börn létust. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki gleyma, en við vitum samt að við munum gleyma þessu. Það er svo mikið áreiti alls staðar að maður bara gleymir svona vondum fréttum. Hvað eru margir að hugsa um það sem er að ger- ast í Írak? Maður vaknar ekki á hverjum degi og hugsar: Hvað ætli margir deyi í Írak í dag? Nei, þá yrði maður bara þunglynd- ur. Samt er okkur hollt að hugsa stundum um það sem er að gerast í heiminum, ekkert svo langt frá okk- ar litla Íslandi. Börn eru misnotuð alls staðar í heiminum hvort sem það er á stríðstímum eða ekki, en samt sem áður er ástandið enn verra á stríðstímum. Börn eru tekin í her og notuð sem lifandi skildir fyrir þá eldri, þeim er misþyrmt og þau eru tekin í þrældóm. Mörg börn þurfa einnig að flýja heimaland sitt, og það er ekki nóg með að þau þurfi oft að skilja allt sitt eftir, fara frá öllu því sem þau þekkja, heldur missa mörg börn foreldra sína og eru því ein og yfirgefin á flóttanum. Sum þessara barna sem eru búin að vera lengi á flótta vita ekki hvað foreldrar þeirra heita, og eru jafnvel óviss um eigið nafn. Dagana 2.–6. september hélt Ung- mennahreyfing Rauða kross Íslands alþjóðlegar sumarbúðir að Snorra- stöðum á Vesturlandi. Umræðuefnið var að- stæður barna í stríði. Við völdum þetta um- ræðuefni til þess að vekja athygli þátttak- enda og eins almenn- ings um stöðu barna á stríðstímum. Um 30 ungir sjálf- boðaliðar frá átta lönd- um tóku þátt í sum- arbúðunum, fólk frá Suður-Afríku, Banda- ríkjunum, Noregi, Serbíu Svartfjallalandi, Slóveníu, Sviss og Þýskalandi. Á fyrsta degi sumarbúð- anna vorum við minnt á alvarleika málsins svo um munaði. Skólabörn voru tekin í gíslingu í Beslan í Rússlandi með hrikalegum afleiðingum. Þessi hræðilegi atburð- ur sýnir okkur að þetta umræðuefni er þarft og má ekki gleymast þó svo hætt sé að skrifa um það í blöðunum. Á síðastliðnum 10 árum hafa tvær milljónir barna látist af völdum stríðs. Núna þegar þú lest þetta er líklegt að barn sé að deyja af völdum stríðsátaka. Í sumarbúðunum var unnið í þremur mismunandi hópum, sem ræddu um barnahermenn, börn sem flóttamenn og börn sem hefur verið misþyrmt. Helsta niðurstaðan úr öll- um hópunum var sú að börn þurfi að vera upplýstari. Meiri þekking og upplýsing getur komið í veg fyrir að börn séu tekin í hernað og að þeim sé misþyrmt. Við hvetjum okkar ríkisstjórnir til að huga betur að börnum, og meðal annars upplýsa börn um réttindi þeirra. Flóttamenn og hælisleit- endur hafa líka sinn rétt og þurfa að þekkja hann. Eitt má ekki gleymast í þessari umræðu um börn í stríði og það er að börn þurfa meira en bara mat og skjól, þau verða að fá umhyggju og þau verða að fá að leika, leyfum þeim að leika sér. Leyfum þeim að vera börn. Hjálpum börnum í stríði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fjallar um landssöfnun RKÍ ’Samt er okkur hollt aðhugsa stundum um það sem er að gerast í heim- inum, ekkert svo langt frá okkar litla Íslandi. ‘ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Höfundur er formaður Ungmenna- hreyfingar Rauða kross Íslands. NÚ HEFUR Morgunblaðið end- urtekið birt leiðara til að verja hagsmuni Jóns Steinars Gunn- laugssonar, bæði fyrir og eftir skipan hans í emb- ætti. Það verður að teljast hæpið að upp- hefja slíkt persónulof um einn umsækj- anda. Fjöldi að- sendra greina lýsti reyndar einnig mannkostum hans. Okkur er sagt frá húmor umsækjand- ans, ásamt dálæti á íslensku lambalæri með brúnuðum kart- öflum og baunum. Leiðarar Morg- unblaðsins og marg- ar hinna aðsendu greina fjalla ekkert um meginmálið sem er að umræddum umsækjanda er van- treyst sem hæsta- réttardómara af því að hann hefur verið í fremstu víglínu sem dráttarklár flokks- legra hagsmuna um áratuga skeið. Leiðarar Morg- unblaðs og settur dómsmálaráðherra gagnrýna að Hæsti- réttur geti raðað um- sækjendum eftir hæfni, þó hann hafi slíkt lögskipað hlutverk. Í framhaldi vaknar sú spurning hvort sé betra fyrirkomulag að hópur dómara fari yfir þá þætti sem taldir eru koma réttinum best eða að einn ráðherra geti valið þann umsækjanda, sem hefur sínt mesta þjónustulund við Flokkinn? Það virðist því vera vilji þessara aðila að hin þrönga klíka valdhafa fái algjört sjálfdæmi í að velja frændur og vini í réttinn. Óháð því hversu stórkostlega persónu er verið að fjalla um, þá er allt of “guðföðurslegur bragur á þessum vinnubrögðum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur sótt að embætti forseta Ís- lands síðustu misseri og framkvæmdavaldið hefur reynt að breyta eðli Alþingis sem af- greiðslustofnun, frekar en að vera umræðu- vettvangur. Með tveimur seinustu skip- unum í hæstarétt hef- ur verið vegið enn frekar að þrískiptingu valdsins og sjálfstæði hæstaréttar. Skyn- samlegum rökstuðn- ingi er vikið til hliðar fyrir persónulofi og eftirá skrifuðum for- sendum dóms- málaráðherra. Und- irritaður áskrifandi að Morgunblaðinu hefur iðulega orðið fyrir vonbrigðum með flokkslega hags- munagæslu blaðsins. Einhliða umfjöllun eða afstaða hlítur að fæla frá áskrifendur. Blaðið skortir víðsýni og sanngirni í þessu máli. Að geta skilið viðhorf þeirra sem gagnrýna að hugsanlegt sé að frændsemi og vinsemd vegi meira við ráðningar í æðstu stöður, held- ur en hlutlaust og faglega samsett mat á hæfnisþáttum. Flokksins drátt- arklár verður yfir- dómari með aðstoð Morgunblaðsins Gunnlaugur B. Ólafsson gagn- rýnir Morgunblaðið fyrir flokksleg hagsmunagæsluskrif Gunnlaugur B. Ólafsson ’Undirritaðuráskrifandi að Morgunblaðinu hefur iðulega orðið fyrir von- brigðum með flokksleg hags- munagæsluskrif blaðsins. ‘ Höfundur er framhaldsskólakennari. KENNARAFÉLAG Flensborg- arskóla samþykkti hinn 24. sept- ember 2004 eftirfarandi stuðnings- yfirlýsingu: Kennarar Flensborgarskóla lýsa yfir fullum stuðningi við grunn- skólakennara í kjarabaráttu þeirra. Kennarastarfið er ábyrgðarfullt og krefjandi starf og verður svo um allan fyrirsjáanlegan tíma. Framtíð íslensks samfélags og jafnframt af- koma barnanna okkar byggist á því að það sé unnið af menntuðu og hæfu fólki. Því er nauðsynlegt að þjóðfélagið stuðli að því að þetta grundvallarstarf sé mannað vel- menntuðu fólki sem fái laun í sam- ræmi við ábyrgðina sem starfi þeirra fylgir. Það vekur furðu að fulltrúar sveitarfélaga virðast ekki sjá þetta eða skilja þýðingu grunn- skólans í eflingu sveitarfélaganna. Barátta grunnskólakennara snýst ekki aðeins um nauðsynlegar launabætur heldur ekki síður um skýrari skilgreiningu á vinnutíma, eflingu samstarfs foreldra og skóla, öflugri fagmenntun og annað sem nútímasamfélag krefst af þegnum sínum. JÓHANN GUÐJÓNSSON, Nönnustíg 8, 220 Hafnarfjörður. . Stuðningur við grunnskólakennara Frá Jóhanni Guðjónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.