Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 31 þarf að finna ákveðna hlutfallstölu fyrir vinnuþátttöku læknis annars vegar á göngudeildum og hins vegar á öðrum deildum.“ Aðspurð segjast Axel og Sól- veig sjá fyrir sér að skýrslan geti verið fyrsta skrefið í þá átt að skoða heilbrigð- iskerfið í víðara samhengi. Þau rifja upp að í haustskýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2003, þar sem fjallað var um fjár- mögnun og rekstur heilbrigðisþjónustu, hafi ein af tillögum þeirra verið að safna þurfi saman upplýsingum um íslenska heilbrigðiskerfið í þeim tilgangi að auka gagnsæi, skilvirkni og framleiðni og skoða hvata þeirra sem nota heilbrigð- isþjónustuna og bera saman kostnað og árangur í kerfinu. „Við teljum að með skýrslunni um kostnaðargreiningu á heil- brigðisþjónustunni sé verið að stíga fyrsta skrefið í þá átt að skoða slíkan kostnað. Eðlilega má búast við því að um leið og menn byrja að skoða verkefnið þá gera menn sér grein fyrir hvað það er í eðli sínu flókið. Við eigum alveg eins von á því að menn muni hnjóta um einstaka þætti og einstaka tölur skýrslunnar og muni í kjölfarið vilja skoða einhverja hluti enn frekar. Í framhaldinu mætti hugsan- lega gera frekari úttekt til þess að hægt væri að bera saman bæði kostnaðinn og þjónustuna, því þá eru menn farnir að skoða kostnað og árangur. En slíkt við- vangsefni er í eðli sínu ekki bara hag- fræðilegt, heldur er það líka læknisfræði- legt og að slíkri úttekt þurfa fleiri aðilar að koma.“ fið í skoðun á heil- u í víðara samhengi Morgunblaðið/Golli ll og Sólveigar Jóhannsdóttur, sérfræðinga á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sem unnu skýrsluna fyrir er allur samanburður á hinum ólíku þáttum heilbrigðiskerfisins sérlega vandmeðfarinn sökum þess að það i hvað verið er að bera saman og á hvaða forsendum. silja@mbl.is Morgunblaðið/Golli „HVATINN að gerð skýrslunnar var í raun sá að heilbrigðisráðherra skipaði nefnd undir forystu Jónínu Bjartmarz til þess að gera til- lögur um verkaskiptingu milli Landspítala – háskólasjúkrahúss og einkarekinna lækna- stöðva,“ segir Steinn Jóns- son, formaður Delfí, félags einkarekinna læknastöðva í Reykjavík. „Við ákváðum því að fela óháðum sér- fræðingum, sem eru í hæsta gæðaflokki á Íslandi, að skoða alla þættina, þ.e. læknisþjónustu utan sjúkrahúsa hjá heilsugæsl- unni, á einkareknum læknastöðvum og göngudeildum LSH, til þess að fá samanburð á þessari samskonar þjónustu. En aðalfókus- inn var á samanburð á einkareknu stofnunum og LSH.“ Að sögn Steins kemur í raun ekki á óvart að heilsugæslan skuli vera ódýrust, enda það í raun ofureðlilegt. „Hins vegar er ánægjulegt að skýrslan skuli staðfesta það, sem við töld- um okkur raunar vita fyrirfram, að sér- fræðiþjónustan er mjög ódýr. Þannig kemur í ljós að meðalkostnaður á komum með öllum rannsóknum og aðgerðum sérfræðilækna á einkareknum stöðvum er 6.495 kr. Þarna fáum við staðfestingu á því, sem lækna- samtökin hafa raunar haldið fram í áranna rás, að sérfræðiþjónustan er bæði mjög ódýr og góð.“ Steinn rifjar upp að í nýlegri skýrslu Rík- isendurskoðunar hafi því verið haldið fram að spara megi stórfé með því að flytja þjón- ustuna sem í dag er veitt á einkareknum læknastöðvum í stórum stíl inn í gögnudeildir sjúkrahúsanna. „Ef maður lítur hins vegar á tölurnar í skýrslunni og ber saman kostn- aðinn við komu til læknis á einkarekinni læknastofu annars vegar og á göngudeild LSH hins vegar þá kemur í ljós að það er allt upp undir þrefaldur munur á því hvað göngu- deildir spítalans eru dýrari. Við getum sem dæmi tekið að hver koma til sérfræðings í efnaskiptasjúkdómum á stofu kostar 4.545 kr. en 12.323 kr. á göngudeild sykursjúkra á spít- alanum. Ef við skoðum kostnaðinn af hverrri komu til krabbameinslæknis á einkarekinni stofu þá er hann 5.835 kr., en 14.508 á göngu- deild LSH. Hver koma hjá lungnalækni kostar á einkarekinni stofu 5.648 kr. en 8.001 á göngudeild LSH. Samkvæmt skýrslunni kostar hver koma hjá bæklunarlækni á stofu 9.432 en 4.583 á göngudeild. Hér er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur eru ekki sambæri- legar sökum þess að mikill munur er á kostn- aði vegna fyrstu komu annars vegar og end- urkomu hins vegar. Þannig eru endurkomur miklum mun ódýrari, en göngudeild bækl- unarlækninga sinnir aðeins endurkomum á meðan bæklunarlæknar á stofum sinna að stórum hluta líka fyrstu komu og dýrum og flóknum aðgerðum. Þannig að hér er alls ekki um sambærilega hluti að ræða.“ Ekki hagkvæmara að veita þjónustuna á göngudeildum Steinn segir ljóst að samanburðurinn á einkareknum stofum og göngudeildum LSH er einkareknu stofunum mjög í hag. „Það er hins vegar ósköp eðlilegt vegna þess að á einkareknu læknastofunum er miklu minni stjórnunarkostnaður og annar kostnaður. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma neitt á óvart að spítalinn er heldur dýrari og það er alveg eðlilegt vegna þess að þar er verið að stunda vísindarannsóknir og kennslu. Ríkisend- urskoðun hefur hins vegar látið að því liggja að það sé hagkvæmara að veita þessa þjón- ustu inni á göngudeildum LSH en á stofum sérfræðinga. Í því liggur auðvitað sú tillaga að þetta eigi að vera hagkvæmara fyrir rík- issjóð að reka þessa starfssemi þar. Okkur finnst hins vegar að þessar niðurstöður í þess- ari skýrslu bendi til þess að því sé alveg þver- öfugt farið.“ Að mati Steins er skýrsla Hagfræðistofn- unar afar mikilvæg fyrir heilbrigðisyfirvöld til þess að hjálpa til við að stýra hvernig þjón- ustan er veitt og hvert fjármagnið á að fara. „Ég tel að þessi skýrsla geti verið leiðbein- andi fyrir heilbrigðisyfirvöld og Trygg- ingastofnun ríkisins í þeirra vinnu og hjálpa mönnum til að finna hagkvæmustu leiðirnar fyrir þjónustuna þannig að fjármagnið nýtist sem best,“ segir Steinn og tekur fram að fljótlega verði heilbrigðisáðherra og fjár- málaráðherra kynnt skýrslan. „Að auki mun- um við að sjálfsögðu kynna þessar nið- urstöður fyrir samninganefnd TR, en þar eru samningar framundan milli sérfræðilækna og TR. Við teljum að þetta geti orðið gott inn- legg í þær umræður.“ Sérfræðiþjón- ustan er bæði ódýr og góð Steinn Jónsson a – háskólasjúkra- slunnar því bók- er ekki nægilega framhaldinu af þess- an vilja sjá þróunina þeir sem fara með með góðu móti áttað utirnir í raun og nvöld hljóta í ljósi að átta sig á því að við LSH þurfa að nig að hægt sé að að unnt sé að kostn- ki betur en að það sé u að kalla eftir og ýmsar athugasemd- þátt sjálfstætt starf- . „Kostnaður við ár samkvæmt skýrsl- kki hefðbundið stofu- urðaðgerð að ræða. m en fyrsta koma til mfram endurkomur, r fyrst og fremst í gi fyrir „Ég er afar ánægður með skýrsluna. Við þekkjum vinnu- brögðin á Hagfræðistofnun, en þar vinnur fólk vandaða vinnu og stundar akademísk vinnubrögð,“ segir Sig- urbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, en auk LÍ standa Læknafélag Reykjavíkur og Delfí, félag einkarekinna læknastöðva í Reykjavík, að gerð skýrsl- unnar. „Ég held að skýrslan sé þýðingarmikil fyrir alla sem vilja taka þátt í umræðunni um veitingu heilbrigð- isþjónustunnar og kostnað við hana, hvað snýr að lækn- isþættinum, og að það verði þægilegra að halda uppi vit- rænni umræðu um þetta og jafnvel móta stefnu sem studd er traustari rökum heldur en verið hefur.“ Sigurbjörn bendir á að fram til þessa hafi allar kostn- aðartölur í sambandi við heilbrigðisþjónustuna verið mjög á reiki. „Þannig má nefna að kostnaður fyrir viðtal við heimilislækna hefur hlaupið á bilinu frá því að vera 2.000 kr. allt upp í 16.000 kr. Eins hefur oft verið slegið fram hinum ýmsu tölum í umræðum um fjárlög, samn- inga sérfræðinga og rekstrarform heilsugæslunnar. Við höfum vissulega haft okkar efasemdir um réttmæti þeirra talna en fundist við vera öryggislaus í umræðunni þar sem við höfum ekki haft nægileg gögn í höndunum til þess að hrekja fullyrðingar manna, þar til nú.“ Sigurbjörn segir skýrsluna leiða í ljós að ekki sé um- talsverður munur á kostnaði einstakra læknahópa við sambærileg verk. „Einnig sýnir skýrslan okkur að það er enginn sérstakur munur t.d. á kostnaði við þjónustu sér- greinalækna og þjónustu heim- ilislækna. Í samanburði á þjónustunni má vera ljóst að þjónusta lækna við ut- anspítalasjúklinga er ódýr og ábyggi- lega mun ódýrari en menn bjuggust við,“ segir Sigurbjörn og veltir í fram- haldinu upp þeirri spurningu hvort þjónusta sérgreinalækna sé hreinlega óþægilega ódýr. „Að mínu mati er kostnaður samfélagsins fyrir hvert við- tal sérgreinalækna óþægilega lágur og ég hef vissar áhyggjur af því að það geti beinlínis haft faglega neikvæðar afleiðingar fyrir stéttina, þar sem hætta er á ákveðinni útþynningu á þjón- ustu sem á að vera sértæk og sérhæfð. Ég held að stjórn- völd þurfi að íhuga þetta vandlega og athuga hvort ekki sé rétt að láta af þessum sífellda hernaði gegn sér- greinalæknum og því áróðursstríði gegn þeim sem í gangi hefur verið.“ Hvað hlut göngudeilda LSH varðar segir Sigurbjörn ljóst að þar verði menn að fara að velta hlutunum fyrir sér og reyna að gera sér grein fyrir kostnaðarbreyt- unum. „Það er greinilegt að menn verða að hugsa hlutina upp á nýtt og athuga hvaða breytur ráða mestu um kostnaðinn og hvernig hafa megi áhrif á þær. Í þeirri vinnu tel ég að menn verði að vera opnir fyrir öllum möguleikum.“ Stjórnvöld láti af áróðursstríðinu Sigurbjörn Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.