Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 25 DAGLEGT LÍF iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Ný sending frá EKKI er víst að íslenskar konur líti á kransæðasjúkdóm sem líklegan skaðvald í lífi sínu en þó veldur hann dauða 18–19% kvenna á ári hverju. Kransæðasjúkdómur þróast á löngum tíma og þegar kransæðar, sem bera súrefnisríkt blóð til hjart- ans, þrengjast gefur sjúkdómurinn einkenni. Hefðbundin einkenni kransæðasjúkdóms eru:  Þyngsl eða verkur fyrir brjósti sem leiðir út í vinstri handlegg og/eða upp í háls sem kemur við áreynslu og hverfur í hvíld. Önnur einkenni:  Þyngsl eða verkir annars stað- ar í efri hluta líkamans, hægri handlegg, hálsi, kjálka eða aftur í bak  Andþyngsli  Ógleði eða velgja  Kaldur sviti  Svimatilfinning Einkenni kransæðastíflu  Sömu einkenni standa lengur og sjúklingur er meðtekinn af veikindum sínum. Fyrsta grein- ing á kransæðasjúkdómi styðst við lýsingu á einkennum, hjarta- línurit í hvíld, e.t.v. áreynslupróf og fleiri inngrip. Kynjamunur Kransæðasjúkdómur er einn þeirra sjúkdóma sem hafa verið í forgrunni þegar rætt er um kynja- mun í heilsu út frá líffræðilegum og félagslegum þáttum. Frá líffræðinni séð er mynstur í sjúkdómatíðni eft- ir aldri ólíkt milli kynja. Greining- araðferðir sem hingað til hafa verið mest notaðar eru áreiðanlegri fyrir karlmenn og eldri konur en þær yngri. Nýrri rannsóknir benda til að hjá yngri konum geti þurft að greina á milli brjóstverkja sem or- sakast af hefðbundnum krans- æðasjúkdómi, sjúkdómi í smærri æðum hjartans eða af samdrætti í slagæðum. Horfur kvenna sem hafa einkenni án þess að vera með hefð- bundinn kransæðasjúkdóm hafa reynst nokkuð góðar en bættar greiningaraðferðir munu styðja rannsóknir á þessu sviði enn frekar. Við þróun lyfja og meðferð- arúrræða er þátttaka kvenna nú æ oftar tryggð en áður og er það vel því að næmi aðferða, verkunarmáti og hæfilegar skammtastærðir lyfja hafa reynst breytilegar eftir kyni. Þá eru hjörtu kvenna minni og æð- arnar sömuleiðis, sem gerir krans- æðamyndatökur og inngrip erfiðari í framkvæmd. Félagslegt hlutverk kvenna og áherslur í forvörnum hafa einnig áhrif. Til dæmis fræddu Banda- ríkjamenn almenning markvisst um forvarnir og einkenni krans- æðasjúkdóms hjá karlmönnum á ár- unum 1970–1990 og það varð til þess að konur tóku fræðsluna ekki til sín. Þær leituðu seint til læknis ef þær fengu sjálfar brjóstverki og átti þetta beinan þátt í að horfur þeirra voru verri. Nú er lögð áhersla þar í landi á að fræða konur um kransæðasjúkdóm og hvetja þær til að gæta að eigin lífsstíl. Endurskoðun hjartalækninga með hliðsjón af kynjamun var mjög brýn og hafði National Institutes of Health í Bandaríkjunum þar ákveð- ið frumkvæði og gerði þátttöku kvenna í rannsóknum að skilyrði við styrkveitingar nema sérstök rök mætti færa fyrir öðru. Nú er því gróska í rannsóknum á þessu sviði og mun það skila sér í bættri heilsu kvenna. Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Frá Landlæknisembættinu Kransæðasjúkdómar hrjá líka konur Morgunblaðið/Sverrir Fróðlegir vefir: www.hjarta.is sem hefur tengla á er- lenda vefi, t.d. http://www.americanheart.org/ undir yfirskriftinni “Go red for women“. www.hjerteforeningen.dk http://ww2.heartandstroke.ca Algengt er að vefirnir hafi sér- stakar síður sem fjalla um hjarta- sjúkdóma kvenna ENGIN ein orsök er fyrir kransæðasjúkdómi, þar koma alltaf til margir samverkandi þættir, svokallaðir áhættuþættir. Hver og ein kona getur minnkað líkurnar á kransæðasjúkdómi og bætt heilsu sína á markvissan hátt með því að:  Reykja ekki og dvelja í reyklausu umhverfi.  Láta mæla blóðþrýsting reglulega.  Borða heilsusamlegt og fjölbreytt fæði.  Halda kjörþyngd.  Stunda reglulega hreyfingu. Þetta getur þú gert ÞAÐ ER jákvætt að börn og ung- lingar eigi farsíma og eiginlega nauðsynlegt, samkvæmt danskri rannsókn. Fram kemur að börn og unglingar í nútímasamfélagi þarfnist farsíma til að halda sambandi við foreldra og vini. Tem Frank And- ersen, vísindamaður við Álaborg- arháskóla, hefur kynnt niðurstöður rannsókna sinna þessa efnis en hann hefur rannsakað tölvu- og far- símanotkun barna og unglinga um árabil. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli í Danmörku og skólasálfræð- ingar hafa tekið undir þær, að því er m.a. kemur fram í Göteborgs Post- en. Farsíminn eykur á frelsi notand- ans og einnig má líta á hann sem stjórntæki, að mati Andersen. For- eldrar geta verið öruggari um börn- in sín og börnin upplifað sig frjálsari. En foreldrarnir geta einnig náð betri stjórn á aðstæðum þar sem þeir geta alltaf náð í barnið til að at- huga hvar það er. Að mati Andersen á ekki að banna farsíma í skólum því börn geti lært ýmislegt af að eiga farsíma, t.d. að hugsa um marga hluti samtímis, sem er nauðsynlegt að æfa í nútímasamfélagi. Jákvætt að börn eigi farsíma  UPPELDI MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.