Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
GANGA fjölmiðlar erinda hryðju-
verkamanna þegar þeir birta mynd-
ir af gíslum þeirra og fórnarlömbum
líkt og af Bretanum Kenneth Bigley
í vikunni þar sem hann sást grát-
biðja Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, um að bjarga sér? Ættu
fjölmiðlar að hætta að birta myndir
sem framleiddar eru og fram-
reiddar af mannræningjum eins og
þeim sem halda Bigley og tóku tvo
bandaríska félaga hans af lífi og
gerðu myndband af aftökunum svo
opinbert?
Þessum spurningum hafa margir
tekið að velta fyrir sér í kjölfar tíðra
gíslatökumála í Írak undanfarnar
vikur og voru þær t.a.m. til umfjöll-
unar hjá Peter Preston, fyrrverandi
ritstjóra The Guardian, á fréttasíðu
BBC í vikunni. Bendir Preston þar
m.a. á að athyglin er einmitt það
sem mannræningjarnir vilji, hvort
sem þeir eru að senda frá sér mynd-
bönd þar sem menn biðja sér griða
eða þar sem sjá má hvar gíslar eru
teknir af lífi á grimmdarlegan hátt.
Auðvelt sé og eðlilegt að fólk
hvarvetna finni til með gíslunum og
um leið myndist þrýstingur á
stjórnvöld um að gera eitthvað,
jafnvel koma til móts við kröfur
mannræningjanna.
Í tilfelli mannræningjanna sem
halda Bigley nú í gíslingu, sveitar
manna sem taldir eru lúta forystu
Jórdanans Abu Mussabs al-
Zarqawis, er að vísu ekki talið að
þeir kæri sig í reynd um að orðið sé
við kröfum þeirra (þeir hafa farið
fram á að konum í fangelsum í Írak
verði sleppt úr haldi); þeirra mark-
mið sé fyrst og fremst að valda ótta,
halda ógninni á loftinni, terrorisera
fólk sem mest þeir mega.
Ný tegund spunameistara
Peter Preston bendir á að til þess
að ná þessum markmiðum sínum
þurfi mannræningjarnir að koma
verkum sínum á framfæri; dreifa
þeim á Netinu, koma myndum á
forsíður dagblaða og í sjónvarps-
fréttatíma hvarvetna. Nái þeir ár-
angri að þessu leyti telji þeir að
áhrif þeirra og völd í Arabaheim-
inum aukist verulega – og enginn
þurfi að velkjast í vafa um að mynd-
ir þessar valdi titringi á Vest-
urlöndum.
Hafa ber í huga að annars konar
hópar hafa einnig staðið fyrir mann-
ránum í Írak, hópar sem einkum
líta á mannrán sem gróðaleið. Þeir
senda síður frá sér myndbönd af
gíslum sínum, kjósa að semja um
lausn gíslanna á bakvið tjöldin gegn
greiðslu. Spurningin sem hér er lagt
upp með víkur því fyrst og fremst
að hópi Zarqawis og öðrum sem
skilgreina má sem hryðjuverka-
menn.
Sérfræðingar sjá ýmis merki um
að Zarqawi og menn hans hafi bætt
tækjakost sinn og vandi sig meira
en áður í allri tæknivinnu að því er
varðar framleiðslu myndbandanna.
Níu mínútna langt myndbandið af
því þegar Eugene Armstrong, ann-
ar Bandaríkjamannanna sem rænt
var með Bigley, var tekinn af lífi
þykir til að mynda tæknilega betra
en fyrri slík myndbönd, að því er
fram kemur í frétt Associated
Press. Hryðjuverkamennirnir séu
semsé smám saman að ná tökum á
tækninni en þeir gerist æ betri
spunameistarar líka, ef svo megi að
orði komast. Þeir virðist kunna að
greina hið pólitíska andrúmsloft,
átti sig til að mynda á því hversu
sterk áhrif það myndi hafa að senda
út nýtt myndband með Bigley, þar
sem hann sást biðja sér griða í fyrra
skiptið, daginn eftir að sá seinni af
félögum hans var tekinn af lífi,
fremur en drepa hann umsvifalaust
eins og þeir höfðu hótað.
Og athygli vakti að áður en aftak-
an á Eugene Armstrong fór fram
birtist fyrst titilsíða á myndbandi
ódæðismannanna þar sem sagði á
arabísku: „fjölmiðladeild Tawhid og
Jíhad-hópsins kynnir drápið á
fyrsta gíslinum“ – rétt eins og um
Hollywood-framleiðslu væri að
ræða.
Eiga fjölmiðlar að ákveða sjálf-
ir að sleppa myndbirtingu?
Breska blaðið Sunday Telegraph
svarar spurningunni sem hér var
lagt upp með fyrir sitt leyti nýverið
í leiðara en þar er því haldið fram
að ef markmið al-Zarqawis sé að
sýna fram á að Vesturlönd séu veik
og úrkynjuð þá hafi hann haft
ástæðu til að fagna undanfarið. Í
umfjöllun sinni um hörmuleg mál
Bigleys hafi breskir fjölmiðlar – og
þá séu engir undanskildir, gæða-
blöðin hafi fallið í sömu gryfju og
slúðurpressan – óafvitandi hjálpað
hryðjuverkamönnunum að ná mark-
miði sínu, sem sé að stjórna at-
burðarásinni, skapa þá ímynd að
Vesturlönd séu ófær um að gera
nokkurn skapaðan hlut og um leið
gefa þeirri röngu hugmynd byr
undir báða vængi að þjáningar Big-
leys séu einhvern veginn afleiðing
ákvarðana sem Bush Bandaríkja-
forseti, og raunar í þessu tilfelli
Tony Blair, hafi tekið. (Sú hugmynd
sé röng því auðvitað séu hryðju-
verkamennirnir, sem myrða fólk á
grimmdarlegan hátt, þeir sem beri
alla ábyrgð á þessum ódæðum.)
„Ef við fjölmiðlafólk værum ekki
svona viljug til að láta hryðjuverka-
mennina spila með okkur þá gætum
við lagt mikið af mörkum í stríðinu
gegn þeim,“ segir sömuleiðis Helle
Dale í bandaríska íhaldsblaðinu The
Washington Times á fimmtudag.
„Við vitum öll að ljósmyndir eru
þúsunda orða virði, jafnvel þó að
þeir sem unna hinu ritaða orði eigi
erfitt með að viðurkenna það, og við
gætum því til að mynda kosið að
banna birtingu mynda af mannræn-
ingjum og gíslum þeirra. Með þeim
hætti yrði jafnframt tryggt að nið-
urlæging gíslanna, sem sannarlega
mega upplifa hörmungar, er ekki
aukin frekar, þannig yrði mannlegri
reisn gíslanna sýnd virðing og
sömuleiðis þjáningum fjölskyldna
þeirra. Fréttaflutningi af gíslatöku-
málum þurfa ekki að fylgja allra
grafískustu myndirnar og það þarf
ekki heldur að slá þessum fréttum
upp efst á forsíðu.
Ef okkur er raunverulega alvara
um að við séum í stríði þá þurfa fjöl-
miðlar að skoða hug sinn varðandi
hlutverk sitt í því stríði,“ segir Dale.
Má segja að hér sé tekin upp
stefnan sem Margaret Thatcher,
fyrrv. forsætisráðherra Bretlands,
hafði gagnvart Írska lýðveld-
ishernum (IRA) á sínum tíma og
sem Peter Preston rifjar upp í grein
sinni en hún fordæmdi jafnan fjöl-
miðla sem veittu talsmönnum lýð-
veldissinna „súrefni opinberrar um-
fjöllunar“.
Þurfum að lifa í ljósinu
En ekkert er einhlítt í þessum
efnum og önnur sjónarmið hljóta að
koma til skoðunar einnig. Preston
bendir til dæmis á að neytendur
fjölmiðla eru ekki viljalaus verk-
færi, sem hægt sé að upplýsa en
sem líka er hægt að neita um upp-
lýsingar. Fréttir séu ekki heldur
uppspretta sem hægt sé að kveikja
og slökkva á með handafli.
„Í frjálsu samfélagi,“ segir Pres-
ton, „tel ég að borgarar sem lenda í
því ofboðslega óláni að verða teknir
gíslar eigi meira skilið en vera látn-
ir deyja drottni sínum í kyrrþey,
hverfa af sjónarsviðinu sporlaust.“
Segir Preston að eina leiðin sé sú
að blaðamenn og ritstjórar, sem og
fjölmiðlaneytendurnir sjálfir, hugsi
málin til hlítar í hvert skipti og móti
afstöðu sína þannig. Þetta feli í sér
að menn reyni að átta sig á og út-
skýra, frá degi til dags, eðli þess
spuna sem hryðjuverkamennirnir
séu að reyna að halda að fólki.
„Verkefnið er, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, að segja alla söguna, all-
an sannleikann. Og ef hluti þeirrar
frásagnar felur í sér sjúklegan
spuna [af hálfu hryðjuverkamanna]
þá verðum við að tryggja að allir
átti sig á því líka. Gíslarnir þurfa að
lifa, viti sínu fjær af ótta, í myrkr-
inu. Við þurfum hins vegar að lifa í
ljósinu.“
Reuters
Örlög Kenneths Bigleys eru mörgum hugleikin þessa dagana.
’Verkefnið er, þegaröllu er á botninn hvolft,
að segja alla söguna, all-
an sannleikann.‘
Eru fjölmiðlar verk-
færi mannræningja?
RÍKISSTJÓRN Spánar samþykkti í
gær frumvarp til laga þess efnis að
samkynhneigðum verði heimilað að
ganga í hjónaband.
Frumvarpið verður nú lagt fyrir
Spánarþing. Verði það samþykkt
verður samkynhneigðum pörum
heimilt að ganga í hjónaband á
næsta ári. Kveður það og á um að
samkynhneigðum verði heimilað að
ættleiða börn. Þetta mun þó ein-
göngu gilda um börn fædd á Spáni.
Talskona ríkisstjórnarinnar,
María Teresea Fernandez de la
Vega, sagði daginn í gær „mik-
ilvægan“. Lýsti hún yfir því að með
þessu móti kæmust Spánverjar í
hóp forystuþjóða í Evrópu og raun-
ar um heim allan í baráttu þeirri
sem fram færi í því augnamiði að
binda enda á mismunun gagnvart
samkynhneigðum.
Tvö önnur Evrópuríki, Belgía og
Holland, hafa breytt lögum á þann
veg að þar geta samkynhneigðir nú
gengið í hjónaband. Hollendingar
leyfa hins vegar einir samkyn-
hneigðum að ættleiða börn.
Talsmenn katólsku kirkjunnar á
Spáni hafa andmælt fyrirhugaðri
lagabreytingu. Nýtur stjórn José
Luis Rodríguez Zapatero forsætis-
ráðherra ekki meirihluta á þingi en
getur treyst á stuðning tveggja
vinstri flokka hið minnsta. Því er
líklegt, að lögin verði samþykkt.
Hjónabönd
samkynhneigðra
Spánarstjórn
samþykkir
lagabreytingu
Madríd. AFP.
UNGIR Palestínumenn virða fyrir sér brak úr skóla, sem
Sameinuðu þjóðirnar reka á Gaza, en Ísraelar réðust á
hann í gær með skothríð frá skriðdrekum. Ísraelsstjórn
samþykkti í gær umfangsmiklar hernaðaraðgerðir á
Gaza-svæðinu og ganga þær undir nafninu „Dagar iðr-
unar og yfirbóta“. Eftir átökin á Gaza síðustu tvo daga
liggja 34 Palestínumenn í valnum og þrír Ísraelar.
Hundruð manna eru sár.
AP
Tugir manna liggja í valnum
SVO virðist sem vítamín dragi
ekkert úr líkum á krabba-
meini. Er það niðurstaða
rannsóknar evrópskra vís-
indamanna en frá henni var
skýrt í læknablaðinu Lancet
að sögn BBC, breska rík-
isútvarpsins.
Um var að ræða 14 sjálf-
stæðar rannsóknir, sem tóku
til meira en 170.000 manns.
Var einkum athugað hvort vít-
amín, til dæmis E-vítamín,
veittu einhverja vörn gegn
krabbameini.
Á það er lögð áhersla, að um
sé að ræða bráðabirgðanið-
urstöður en þær gefa samt til
kynna, að vítamín, einkanlega
þau, sem eru sögð vinna gegn
svokölluðum sindurefnum,
breyti engu um það hvort fólk
sýkist af krabbameini.
Virðast stytta lífið
Niðurstöður úr helmingi til-
raunanna gáfu raunar þvert á
móti til kynna, að vítamín-
neysla stytti líftíma viðkom-
andi. Sem dæmi má nefna, að
samband beta-karótíns og A-
eða E-vítamíns jók hættu á
ótímabærum dauða um 30%
og 10%. Sumir hafa orðið til að
gagnrýna þessa niðurstöðu og
benda á, að í tilraunahópnum
hafi verið margir reyk-
ingamenn.
Vítamínin
eru næsta
áhrifalaus