Morgunblaðið - 02.10.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.10.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 25 DAGLEGT LÍF iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Ný sending frá EKKI er víst að íslenskar konur líti á kransæðasjúkdóm sem líklegan skaðvald í lífi sínu en þó veldur hann dauða 18–19% kvenna á ári hverju. Kransæðasjúkdómur þróast á löngum tíma og þegar kransæðar, sem bera súrefnisríkt blóð til hjart- ans, þrengjast gefur sjúkdómurinn einkenni. Hefðbundin einkenni kransæðasjúkdóms eru:  Þyngsl eða verkur fyrir brjósti sem leiðir út í vinstri handlegg og/eða upp í háls sem kemur við áreynslu og hverfur í hvíld. Önnur einkenni:  Þyngsl eða verkir annars stað- ar í efri hluta líkamans, hægri handlegg, hálsi, kjálka eða aftur í bak  Andþyngsli  Ógleði eða velgja  Kaldur sviti  Svimatilfinning Einkenni kransæðastíflu  Sömu einkenni standa lengur og sjúklingur er meðtekinn af veikindum sínum. Fyrsta grein- ing á kransæðasjúkdómi styðst við lýsingu á einkennum, hjarta- línurit í hvíld, e.t.v. áreynslupróf og fleiri inngrip. Kynjamunur Kransæðasjúkdómur er einn þeirra sjúkdóma sem hafa verið í forgrunni þegar rætt er um kynja- mun í heilsu út frá líffræðilegum og félagslegum þáttum. Frá líffræðinni séð er mynstur í sjúkdómatíðni eft- ir aldri ólíkt milli kynja. Greining- araðferðir sem hingað til hafa verið mest notaðar eru áreiðanlegri fyrir karlmenn og eldri konur en þær yngri. Nýrri rannsóknir benda til að hjá yngri konum geti þurft að greina á milli brjóstverkja sem or- sakast af hefðbundnum krans- æðasjúkdómi, sjúkdómi í smærri æðum hjartans eða af samdrætti í slagæðum. Horfur kvenna sem hafa einkenni án þess að vera með hefð- bundinn kransæðasjúkdóm hafa reynst nokkuð góðar en bættar greiningaraðferðir munu styðja rannsóknir á þessu sviði enn frekar. Við þróun lyfja og meðferð- arúrræða er þátttaka kvenna nú æ oftar tryggð en áður og er það vel því að næmi aðferða, verkunarmáti og hæfilegar skammtastærðir lyfja hafa reynst breytilegar eftir kyni. Þá eru hjörtu kvenna minni og æð- arnar sömuleiðis, sem gerir krans- æðamyndatökur og inngrip erfiðari í framkvæmd. Félagslegt hlutverk kvenna og áherslur í forvörnum hafa einnig áhrif. Til dæmis fræddu Banda- ríkjamenn almenning markvisst um forvarnir og einkenni krans- æðasjúkdóms hjá karlmönnum á ár- unum 1970–1990 og það varð til þess að konur tóku fræðsluna ekki til sín. Þær leituðu seint til læknis ef þær fengu sjálfar brjóstverki og átti þetta beinan þátt í að horfur þeirra voru verri. Nú er lögð áhersla þar í landi á að fræða konur um kransæðasjúkdóm og hvetja þær til að gæta að eigin lífsstíl. Endurskoðun hjartalækninga með hliðsjón af kynjamun var mjög brýn og hafði National Institutes of Health í Bandaríkjunum þar ákveð- ið frumkvæði og gerði þátttöku kvenna í rannsóknum að skilyrði við styrkveitingar nema sérstök rök mætti færa fyrir öðru. Nú er því gróska í rannsóknum á þessu sviði og mun það skila sér í bættri heilsu kvenna. Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Frá Landlæknisembættinu Kransæðasjúkdómar hrjá líka konur Morgunblaðið/Sverrir Fróðlegir vefir: www.hjarta.is sem hefur tengla á er- lenda vefi, t.d. http://www.americanheart.org/ undir yfirskriftinni “Go red for women“. www.hjerteforeningen.dk http://ww2.heartandstroke.ca Algengt er að vefirnir hafi sér- stakar síður sem fjalla um hjarta- sjúkdóma kvenna ENGIN ein orsök er fyrir kransæðasjúkdómi, þar koma alltaf til margir samverkandi þættir, svokallaðir áhættuþættir. Hver og ein kona getur minnkað líkurnar á kransæðasjúkdómi og bætt heilsu sína á markvissan hátt með því að:  Reykja ekki og dvelja í reyklausu umhverfi.  Láta mæla blóðþrýsting reglulega.  Borða heilsusamlegt og fjölbreytt fæði.  Halda kjörþyngd.  Stunda reglulega hreyfingu. Þetta getur þú gert ÞAÐ ER jákvætt að börn og ung- lingar eigi farsíma og eiginlega nauðsynlegt, samkvæmt danskri rannsókn. Fram kemur að börn og unglingar í nútímasamfélagi þarfnist farsíma til að halda sambandi við foreldra og vini. Tem Frank And- ersen, vísindamaður við Álaborg- arháskóla, hefur kynnt niðurstöður rannsókna sinna þessa efnis en hann hefur rannsakað tölvu- og far- símanotkun barna og unglinga um árabil. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli í Danmörku og skólasálfræð- ingar hafa tekið undir þær, að því er m.a. kemur fram í Göteborgs Post- en. Farsíminn eykur á frelsi notand- ans og einnig má líta á hann sem stjórntæki, að mati Andersen. For- eldrar geta verið öruggari um börn- in sín og börnin upplifað sig frjálsari. En foreldrarnir geta einnig náð betri stjórn á aðstæðum þar sem þeir geta alltaf náð í barnið til að at- huga hvar það er. Að mati Andersen á ekki að banna farsíma í skólum því börn geti lært ýmislegt af að eiga farsíma, t.d. að hugsa um marga hluti samtímis, sem er nauðsynlegt að æfa í nútímasamfélagi. Jákvætt að börn eigi farsíma  UPPELDI MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.