Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Kraká er fyrrum höfuðborg Póllands og því höfðu konungar þar aðsetur sitt og ber borgin þess ennþá merki enda ótrúlega margar minjar frá þeim tímum. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Kraká og spennandi kynnisferðir með far- arstjórum Heimsferða. Munið Mastercard ferðaávísunina Kraká 1. nóvember í 3 nætur frá kr. 19.990 Verð kr. 19.990 Flugsæti til Kraká, 1. nóvember með sköttum. Netverð. Símabókunargjald er kr. 1.500. á mann. Verð kr. 2.800 Hótel per mann per nótt. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Netverð. Símabókunargjald er kr. 1.500. á mann. ÞRETTÁN kennarar við Digranesskóla snúa til starfa í dag til að kenna átta einhverfum börnum, í kjölfar þess að undanþága fékkst frá verkfalli grunnskólakennara vegna barnanna. Kópavogsbær greiðir kennurunum sömu laun og þeir höfðu fyrir verkfall, þrátt fyrir að sumir kenni einungis nokkrar stundir á dag, og fékk undanþágu fyrir alla kennara sem koma á einhvern hátt að veru þessara barna í skólanum á venjulegum degi. Þetta er í sam- ræmi við kröfur Kennarasambands Íslands um und- anþágubeiðnir og laun kennara sem fá undanþágu frá verkfalli. „Þetta er gert af mannúðarástæðum, við viljum endi- lega að þessi einhverfu börn fái kennslu og umönnun eins og vera ber,“ segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Spurður hvort bærinn sé ekki með þessu að gefa ákveðið fordæmi segir Gunnar: „Hvers vegna ekki, verðum við ekki að hugsa um okkar minnstu bræður og systur í þessu samfélagi líka?“ Gunnar sagði að Kópavogsbær væri að skoða fleiri tilfelli þar sem til greina kæmi að sækja um und- anþágu, en vildi ekki gefa upp að svo komnu máli hvaða skóla hann ætti við. Óttast ekki að setja fordæmi Kópavogsbær samdi vegna einhverfra barna í Digranesskóla FORSETI borgarstjórnar Reykjavíkur segir eðlilegt að kennurum sem snúa til starfa úr verkfalli séu greidd full laun, og reiknar hann með að málið verði rætt á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. „Við höfum nú ekki rætt þetta mál neitt sérstaklega, en það kom mér satt að segja á óvart að það væri einhver ágreiningur um þetta mál,“ segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar. Kennsla fyrir átta einhverfa nem- endur hefst í Digranesskóla í dag í kjölfar þess að sótt var um undanþágu fyrir alla kennara sem að kennslu barnanna koma og þeim greidd full laun, en það hefur verið krafa kennara vegna undanþágubeiðna. Árni segir ekki ólíklegt að Reykjavíkurborg fari sömu leið: „Að mínu mati er það bara eðlilegt að þegar kenn- arar eru kallaðir til starfa vegna undanþágna fái þeir sín laun. […] Mér finnst þetta liggja í augum uppi og menn séu kannski svolítið að þvæla málið fyrir sér með því að gera það ekki.“ Árni setur þó fyrirvara við að allir kennarar sem á ein- hvern hátt koma að degi þess barns sem sótt er um und- anþágu fyrir séu kallaðir til starfa, og segir að það þurfi að meta það í hverju tilviki fyrir sig hverjir þurfi að snúa aftur til starfa. Eðlilegt að greiða full laun SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA verður ekki niðurgreidd á næstunni þótt Alþingi hafi breytt lögum á þann veg að slíkt sé heimilt. Þetta kom fram í máli Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við utandag- skrárumræðu um geðheilbrigðismál í seinustu viku. Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður segir í pistli á vefsíðu sinni að þetta séu slæmar fréttir. „Nú stendur fólki með geðræn vandamál, svo sem þunglyndi, kvíða eða aðra geðræna kvilla, aðeins til boða niðurgreidd þjónusta geðlæknis. Ég minni á að viðtalsmeðferð er oft árangursríkari en lyfja- meðferð. Slík meðferð á að vera sambærilegur val- kostur. Nú kostar tími hjá sálfræðingi sjúklinginn um eða yfir 5.000 krónur og er ljóst að margan sjúk- linginn munar um þá fjárhæð. Hér er því verið að beina fólki frekar til geðlæknis og jafnvel í lyfja- meðferð, með niðurgreiðslu fyrir læknisþjónustu einvörðungu. Þetta kallar á aukin útgjöld ríkisins og er til verulegs óhagræðis fyrir sjúklinga. Alvar- leg staðreynd er, að bið eftir tíma hjá geðlækni er nú 3–5 mánuðir,“ segir hún. Útgjaldarammi ráðuneytis leyfir ekki samninga Jón Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblað- ið að útgjaldarammi ráðuneytisins leyfði ekki að samið yrði við sálfræðingana um endurgreiðslur Tryggingastofnunar á þjónustu þeirra. Hann sagði alveg óvíst hversu mikill kostnaðurinn yrði en ljóst væri að hann myndi hlaupa á hundruðum milljóna. Jón benti á að unnið hefði verið að því að efla sál- fræðiþjónustu við heilsugæsluna, þar sem væru bæði félagsráðgjafar og sálfræðingar að störfum, og menn hefðu viljað þreifa sig áfram til að auka þessa þjónustu með viðbótarfjárveitingum. Heil- brigðisráðherra sagði sálfræðinga mjög hafa þrýst á um að samið yrði um endurgreiðslu á þjónustu þeirra en eins og staðan væri í dag væri ekki unnt að verða við því. Spurður hvort ekki væri um mismunun að ræða þegar viðtöl við geðlækna væru greidd niður en ekki viðtöl við sálfræðinga sagði Jón að það mætti til sanns vegar færa. „Auðvitað vildum við gjarnan gera þetta en staðan leyfir það ekki núna,“ sagði hann. Ekki útlit fyrir að TR nið- urgreiði sálfræðiviðtöl FEÐGAR sem höfðu gengið á Þver- fellshorn á Esju villtust af leið í svartaþoku á laugardag og óskuðu eftir aðstoð. Svo heppilega vildi til að fjórir björgunarsveitarmenn voru við æfingar í Blikadal, norð- vestan undir Esjunni, og voru þeir fljótir á staðinn. Föðurnum og sex ára syni hans var orðið örlítið kalt en annars amaði ekkert að þeim. Alls komu tæplega 30 menn frá Landsbjörg að aðgerðinni. Villtust af leið á Esjunni ÁTJÁN ungmenni voru handtekin með fíkniefni á sér við Laugardals- höll á föstudagskvöld þegar hljóm- sveitin Prodigy hélt þar tónleika. Flest voru um eða undir tvítugu en sá yngsti er fæddur árið 1988. Fíkni- efnin voru af öllu tagi, kannabisefni, kókaín, amfetamín og e-pillur. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var þefvís hundur frá tollgæslunni í Reykjavík fenginn til að aðstoða við fíkniefnaleitina auk lögregluhunds. Einn hinna handteknu var með sex hassskammta en hinir voru allir með neysluskammta. Tollhundurinn fann fíkniefnalykt af fleirum, sem getur bent til þess að þeir hafi ný- lega neytt fíkniefna sjálfir eða hand- fjatlað. Ekki fundust þó efni á fleir- um. Nokkur ölvun var við Höllina og m.a. varð að færa 13 ára ofurölvi stúlku á lögreglustöð. Varðstjóri lögreglu segir afar lík- legt að fíkniefnaeftirlit svipað því og var við Laugardalshöll á föstudag verði framvegis við aðra stórtón- leika í borginni. Tónleikagestir með fíkniefni FJÓRUM mönnum lenti saman inni á skemmtistaðnum Nellys við Þing- holtsstræti í fyrrinótt og lauk átök- unum með því að einn þeirra var skorinn hættulegum skurði á hálsi með brotnu glasi. Við árásina hlaut hann marga skurði í andliti og sást m.a. inn í kjálkabein. Einn var handtekinn, þó ekki sá sem veitti manninum áverkann. Vitað er hver árásarmaðurinn er og í gær stóð til að handtaka hann. Skorinn á háls með glasi „ÉG lenti í smástuði,“ segir Sól- veig Arnarsdóttir leikona, en það óhapp varð rétt fyrir hlé á sýningu á Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöld að Sólveig fékk raflost út frá ljósaseríu. Sem kunnugt er þurfti að rýma leikhúsið meðan á sýningu á Edith Piaf stóð á föstudagskvöld vegna elds í feitipotti í Þjóðleikhúskjall- aranum, og var þetta því önnur sýningin á verkinu í röð sem eitt- hvað óvænt gerðist. „Rétt fyrir hlé er atriði þar sem við erum að dansa, og erum eitt- hvað að sveifla okkur upp við súl- ur. Utan um súluna er sería sem sett er saman en hafði losnað í sundur. Ég sá það ekki heldur greip þarna í og fékk raflost. Ég kastaðist aftur á bak en lenti mjög heppilega í stól sem ég var nýbúin að setja þarna fyrir aftan mig,“ segir Sólveig. „Svo reyndi ég bara að hanga á þessum stól á meðan Brynhildur kláraði sitt atriði, það voru kannski 30 sekúndur. Svo þegar tjaldið var dregið fyrir hneig ég saman. Eftir á held ég að ég hafi fengið smásnert af losti, mér brá náttúrlega svakalega.“ Sólveig segir starfsfólk Þjóðleik- hússins hafa brugðist við af fag- mennsku, kallað hafi verið eftir sjúkrabíl og lækni. Komið hafi í ljós einhverjar hjartsláttartrufl- anir og því þótt rétt að hún færi á slysadeild. Þess vegna hefði þurft að klára sýninguna án hennar. Sólveig leikur í leikritinu Böndin á milli okkar, sem var frumsýnt í gær, og var rafstuð laugardagsins því ekki til að minnka stressið hjá Sólveigu þetta kvöldið. Morgunblaðið/Kristinn Sólveig Arnarsdóttir lét raflostið ekki á sig fá og bjó sig undir frumsýningu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Fékk rafstuð á sviðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.