Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 15 DAGLEGT LÍF FÓLK sem fætt er á árunum 1945– 1954 er fjölmenn kynslóð víða, t.d. í Svíþjóð. Þar er því nú haldið fram að þessi kynslóð verði hress- ustu eldri borgararnir nokkru sinni. Þeir komi til með að haga sér eins og unglingar, eins og það er orðað í Dagens Nyheter. Sam- kvæmt könnun Kairos Future, sem m.a. var gerð í samvinnu við Stokkhólmsborg, lítur þessi kyn- slóð björtum augum á framtíðina og hlakkar til að fara á eftirlaun. Hún sér eftirlaunaaldurinn sem frítíma þar sem hægt verður að njóta lífsins í annað skipti á lífs- leiðinni en fyrri frítíminn var tímabilið eftir að flutt var úr for- eldrahúsum og áður en börnin komu til sögunnar. Þessi kynslóð sér fyrir sér lang- an frítíma þar sem hægt verður að einbeita sér að áhugamálunum, ferðast og láta drauma verða að veruleika. En þetta fólk á erfitt með að sjá sjálft sig sem aldrað og hefur ekki hugsað sér að lifa neinu kyrrsetulífi sem eldri borgarar. Fjórðungur aðspurðra sér fyrir sér að flytja til heitari landa þar sem ellilífeyririnn dugir lengur en flytjast aftur heim þegar ellin fer að segja til sín. Þetta ætti að valda sænskum stjórnmálamönnum áhyggjum, að mati Magnus Kempe sem stýrði könnuninni. „Þetta verður fjársterkur neytendahópur og því er nauðsynlegt að reyna að halda þeim í landinu svo að pen- ingarnir þeirra fari ekki úr landi. Ef fólkið kemur til baka fyrst þeg- ar það þarfnast umönnunar er það bara kostnaður fyrir ríkið,“ segir hann. Munu haga sér eins og unglingar  ELLI Morgunblaðið/Golli BÖRN allt niður í þriggja ára geta sent og tekið á móti tölvupósti með nýju forriti sem þróað hefur verið í Noregi og greint er frá á vef Aften- posten. Með því að smella á myndir geta börnin sjálf fundið þann sem þau vilja senda tölvupóst, t.d. afa. Þar sem yngstu börnin kunna ekki að lesa og skrifa er einnig inn- byggt í forritið að það greinir rödd, svokallað voicemail, að sögn Lars Jølstad hjá Easybits sem hefur þró- að forritið í samvinnu við Telenor. Forritið á að vera algjörlega varið fyrir ruslpósti og vírusum og for- eldrar þurfa að samþykkja öll net- föng sem senda barninu tölvupóst. Forritið heitir Magic Mail en fyr- irtækið hefur einnig sett á markað stýrikerfið Magic Desktop sem ætl- að er fyrir börn og hefur m.a. inn- byggðar netsíur. Magic Mail getur verið liður í því að kenna börnum að þekkja tölvupóst sem einn sam- skiptamáta, eins og talsmaður Easy- bits bendir á. Það má spyrja sig að því af hverju þriggja-fjögurra ára börn þurfa að senda tölvupóst, en talsmaðurinn telur að það sé skemmtileg áskorun fyrir börn á þessum aldri að læra á tölvu og til þess séu forrit sem höfða til barna mikilvæg. Kannanir hafi sýnt að því fyrr sem börn byrja tölvunotkun, því betur gengur þeim með hana síðar meir.  TÖLVUR Þriggja ára börn geta sent tölvupóst Morgunblaðið/Sverrir Einfalt: Börnin smella á myndir af þeim sem þau vilja senda tölvupóst eins og t.d. ömmu eða afa. Ídansskólum er boðið upp áhina fjölbreyttustu dans-kennslu fyrir alla aldurshópa.Svo virðist sem við Frónbúar sækjum helst í suðræna og ástríðu- fulla salsasveiflu, fjörugan línudans- inn eða vinsæla „kvikmyndadansa“. Samkvæmisdansarnir fara þó aldrei úr tísku en hjá unga fólkinu er það helst freestyle, hip hop og djass- dans sem heilla. Á hverjum vetri koma þó fram nýjungar í dans- kennslu og í ár má rekja marga dansa til frægra söngleikja, kvik- mynda eða sjónvarpsþátta. Krakkagleði í Hálsaskógi Í Danssmiðjunni eru kenndir fjöl- breyttir dansar fyrir alla aldurshópa og eiga salsa, swing og línudansinn vinninginn í vinsældum að sögn Jó- hanns Arnar Ólafssonar danskenn- ara. Í vetur er Danssmiðjan að fara af stað með nýjung fyrir börn á aldr- inum fjögurra til tíu ára. Námskeiðið nefnist Krakkagleði en þar er lögð jöfn áhersla á söng- og dansþjálfun. „Í námskeiðinu er gert út á bæði söng- og dansgleði barnanna og þau þjálfuð í að samhæfa þetta tvennt í takt við skemmtilega söngleikja- tónlist. Hér eru Dýrin í Hálsaskógi ofarlega á blaði, en einnig lög úr Lion King svo dæmi séu nefnd, en þar er gengið út frá sérstöku dýra- þema,“ segir Jóhann. Þrír kenna á námskeiðinu, þ.e. Jóhann, sem er með sérþekkingu í dansi, Hrafnhild- ur Ólafsdóttir sem kennir sönginn og Theodóra Sæmundsdóttir sem annast förðun og gervi sem eru stór hluti af Krakkagleðinni. Fame-dansar vinsælir Kara Arngrímsdóttir hjá Dans- skóla Jóns Péturs og Köru segir suð- rænu sveifluna ávallt vinsælasta. Hún segir námskeiðsúrvalið hjá skólanum nokkuð sígilt, en á hverj- um vetri er þó bryddað upp á ein- hverju nýju í free-style-dansinum sem unglingarnir sækja í, og í ár verða kenndir dansar eftir tónlist- inni í söngleiknum Fame. Vinsældir Fame-dansanna má vit- anlega rekja til söngleiksins Fame sem sýndur hefur verið að und- anförnu, en í Dansskóla Birnu Björnsdóttur geta nemendur lært Fame-dansana undir handleiðslu sjálfra danshöfunda söngleiksins, þeirra Birnu og Guðfinnu systur hennar. Í Dansskóla Birnu er boðið upp á samfellt dansnám fyrir fólk á öllum aldri, sem lærir að byggja markvisst upp danshæfni og tækni. Hún segist því eiga von á því að sum- ir nemendanna eigi jafnvel eftir að reyna sig við „spíkatstökkin“ flottu sem voru ómissandi þáttur í döns- unum í Fame-þáttunum. Dansar úr frægum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum eru víðar kenndir, en Sport- húsið hefur verið með Flashdans- tíma og bryddar nú upp á þeirri nýj- ung að kenna hinn svokallaða Dirty Dancing úr samnefndri kvikmynd frá níunda áratugnum. Bollywood næsta æðið? Í Kramhúsinu er nú hægt að læra dans- og leikstíl hinnar svonefndu Bollywood-kvikmyndahefðar, þ.e. dans- og söngvamynda sem njóta gríðarlegra vinsælda á Indlandi. Það er enginn annar en Evrópumeist- arinn í magadansi, Anna Barner, sem kennir á Bollywood-námskeið- inu sem er vinsælt meðal ungra stúlkna, að sögn Hafdísar í Kram- húsinu. Dansinn sem um ræðir sæk- ir til hins austræna magadansstíls, en inn í hann tvinnast leikræn tján- ing sem sterk hefð hefur skapast fyrir í indversku dans- og söngva- myndunum. „Það er mikil nákvæmni fólgin í tjáningu Bollywood-dansins, en þar hefur allt frá smæstu augn- hreyfingum ákveðna merkingu,“ segir Hafdís. Hver veit nema Bol- lywood-dansinn verði næsta æðið á Íslandi? „Kannski hjá konunum, en karlarnir eru tregir til að leggja í svona ævintýri,“ segir Hafdís og brosir. „Þeir eru þó duglegir að sækja tangóinn og suðrænu sam- kvæmisdansana.“  TÓMSTUNDIR | Ýmsir dansar sem sóttir eru til kvikmynda og söngleikja eru vinsælir í vetur Suðrænar og ástríðu- fullar salsasveiflur og fjörugur línudans á upp á pallborðið þetta haustið. Morgunblaðið/Sverrir Fame-dansinn: Krakkarnir í Dansskóla Birnu eiga ekki í vandræðum með splitt- og spíkatstökkin. Morgunblaðið/Golli Bollywood: Í Kramhúsinu kennir Anna Barner danstækni indverskra dans- og söngvamynda. Morgunblaðið/Kristinn Krakkagleði: Í Danssmiðjunni fara krakkarnir í gervi dýranna í Hálsa- skógi, með tilheyrandi söng, dansi og andlitsmálningu. Í fótspor stjarnanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.