Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 9 FRÉTTIR ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Nýkomin sending af flottum vörum Str. 42-60 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Málstofa um olíurétt og nýtingu olíuauðlinda í Norðaustur-Atlantshafi Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, mánudaginn 18. október 2004 kl. 11.00-14.00 Dagskrá: 11.00 Setning: Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Íslands. 11.05 Ernst Nordtveit, prófessor í olíurétti við Háskólann í Björgvin. 11.35 Rory Boyd, aðstoðarskrifstofustjóri olíumálaskrifstofu samgöngu- og auðlindaráðuneytis Írlands. 12.00 Hádegissnarl í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 12.30 Sigurð í Jakupsstovu, yfirmaður Olíustofnunar Færeyja. 12.50 Hans Kristian Schönvandt, yfirmaður auðlindaskrifstofu heimastjórnar Grænlands. 13.10 Sveinbjörn Björnsson, sérfræðingur á Orkustofnun. 13.30 Umræður. 14.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. STUÐNINGSMENN og félagar í Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein, stóðu fyrir skrúðgöngu á laugardag sem end- aði á Ingólfstorgi þar sem þúsund blöðrum var sleppt að viðstöddu fjölmenni. Félagið stóð fyrir þessum at- burði til að fagna fimm ára afmæli félagsins. Á myndinni má sjá hvar skrúðgangan fer í áttina að Ing- ólfstorgi með blöðrurnar, sem voru einkar litríkar. Samstarfs- samningur Krafts og IMG Del- oitte, um endurhæfingarstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, var undirritaður í Ráðhúsinu að göngu lokinni. Morgunblaðið/Kristinn Þúsund blöðrum sleppt á Ingólfstorgi Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 FYLGJAST þarf með áhrifum fram- kvæmdanna við Kárahnjúkavirkjun á hreindýrastofninn, að mati Sigmars B. Haukssonar, formanns Skotveiði- félags Íslands. Þetta kemur fram í pistli hans á heimasíðu samtakanna, skotvis.is. Tilefnið er fréttir af tveimur hrein- dýrstörfum sem sáust á dögunum ná- lægt Þórisvatni. Sigmar segir margar spurningar vakna í þessu sambandi. Hvort fleiri hreindýr en tarfarnir tveir hafi flæmst inn á miðhálendið. Hvort nauðsynlegt sé að drepa þau dýr sem fara af svæðinu. Hvort riðu- smit hafi fundist í íslenska hrein- dýrastofninum. Hvað verði gert ef stór hluti hreindýranna á Fljótsdals- heiði fer af varnarsvæðinu. Á þá að aflífa mestan hluta hreindýrastofns- ins vegna hættu á búfjársjúkdómum? Sigmar segir að hreindýra- veiðimenn hafi orðið þess varir að hreindýrin hafi hegðað sér öðruvísi á liðnu sumri en undanfarin ár. Telur hann ljóst að framkvæmdirnar við Kárahnjúka séu þar meginorsökin. „Það sem er alvarlegt í þessum efn- um er að stjórnvöld virðast ekkert hafa gert til þess að fylgjast með hegðun dýranna á meðan á fram- kvæmdum stendur,“ skrifar Sigmar. Guðrún Á. Jónsdóttir, forstöðu- maður Náttúrustofu Austurlands, sagði að ekki hafi sérstaklega verið fylgst með áhrifum virkjanafram- kvæmdanna á hreindýrastofninn. „Við höfum gert tillögu um það, en samkvæmt úrskurði umhverf- isráðherra um virkjanaleyfi Kára- hnjúkavirkjunar segir að það skuli vera vöktun á starfstíma virkjunar- innar. Menn skilja það svo að það sé eftir að virkjunin verður gangsett.“ Óformlegar viðræður Náttúrustofu Austurlands og Landsvirkjunar um vöktun á áhrifum framkvæmdanna á hreindýrin hófust á liðnu vori, en var síðan frestað og hafa ekki hafist aftur. Sagðist Guðrún vona að þær við- ræður verði teknar upp aftur í haust. Varðandi tarfana við Þórisvatn taldi Guðrún ólíklegt að mikil brögð væru að því að hreindýr væru á óvenjulegum slóðum á hálendinu. Ef svo væri myndi fljótlega fréttast af því. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir það hafa verið varúðarráðstöfun að reyna að lóga hreintörfunum við Þórisvatn. „Kindum sem fara milli varnarsvæða, svokölluðum línu- brjótum, er lógað. Það hefði verið gert við kindur austan af landi sem hefðu verið komnar á svæðið sem tarfarnir voru á,“ sagði Halldór. Hann sagði að Rangárvallasýsla teld- ist í sjálfu sér vera riðulaust svæði og tarfarnir hafi verið á afrétti hennar. „Það gildir sama um hreindýr og kindur. Hvort tveggja eru jórturdýr og klaufdýr. Þótt aldrei hafi greinst riða í hreindýri hér á landi leikur grunur á að þau geti borið riðu. Í Norður-Ameríku er sjúkdómur skyldur riðu í hjartardýrum sem eru af sama flokki og hreindýr.“ Telur framkvæmdir trufla hreindýr Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins SAMKVÆMT ákvæðum sem finna má í nýsamþykktum tilmælum Evr- ópuráðsins, ber aðildarríkjunum 46 að standa að nauðungarinnlögnum á geðdeildir með ákveðnum hætti. Til- mælunum er ætlað að vernda mann- réttindi og virðingu fólks með geð- raskanir. Þau eru ekki bindandi þó ætlast sé til þess að eftir þeim sé farið. Þau byggjast m.a. á áliti nefndar Evrópu- ráðsins um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi með- ferð eða refsingu, en Pétur Hauks- son geðlæknir var í forsvari fyrir læknahóp þeirrar nefndar. „Það er nauðsynlegt og mikilvægt að rétt sé staðið að nauðungarinn- lögnum og nauðungarmeðferð,“ sagði Pétur í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir að mestu leyti far- ið eftir tilmælunum hér á landi en þó ekki öllu. Nefnir hann sérstaklega eftirlit með nauðungarinnlögnum og kærumöguleika en hér þarf fólk að leita til dómstóla til að áfrýja. „Það getur verið þung ganga að fara í mál við sína nánustu,“ segir Pétur. „Ég hefði viljað sjá fljótvirk- ari og auðveldari áfrýjunarleiðir eins og tíðkast á öðrum Norðurlöndum.“ Tekur hann sem dæmi að í Noregi sé sérstök eftirlitsnefnd sem tengist hverju geðsjúkrahúsi. Í tilmælunum er tekið fram að öll mismunun vegna geðraskana er bönnuð og aðildarríkin eru skyldug til að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíka mismunun, en Pétur bendir á að algengara sé að verða að geðsjúkir missi vinnu vegna síns sjúkdóms í harðnandi samkeppni á vinnumarkaði. Þessi mismunun hef- ur að sögn Péturs stuðlað að fjölgun öryrkja, sem hefur verið til umræðu undanfarið. Í tilmælunum er sérstaklega kveð- ið á um hvernig standa beri að nauð- ungarinnlögnum og haga beri eftir- liti með þeim. Mælt er með því að dómstólar hafi eftirlit og taki ákvarðanir um nauðungarinnlagnir, líkt og gert er hér á landi þegar um varanlegar sjálfræðissviptingar er að ræða. Einnig er bent á að ríki geti með lögum ákveðið að aðrir en dóm- stólar sjái um þessi mál. Marktæk hætta sé fyrir hendi Leggja má mann inn gegn hans vilja sé hann með geðsjúkdóm, en ekki er nóg að grunur um geðsjúk- dóm liggi fyrir, segir m.a. í þeim kafla tilmælanna sem lúta að nauð- ungarinnlögnum. Þá verður að vera fyrir hendi marktæk hætta á að hann skaði sig eða aðra. Innlögnin verður að hafa meðferðarlegan tilgang, þ.e. möguleiki á læknismeðferð og hóf- samlegri aðferðir ekki fyrir hendi. Taka verður tillit til afstöðu við- komandi aðila og hafa verður að- standendur með í ráðum og upplýsa þá um þróun mála. „Nauðungarinn- lögn á að vera neyðarúrræði,“ segir Pétur. Samkvæmt tilmælunum er í undantekningartilvikum hægt að leggja mann inn gegn vilja hans, til þess að skera úr um hvort hann hafi geðsjúkdóm, ef atferli hans bendir sérstaklega til að svo sé og hætta er á ferðum. Tekið er fram að dómstóll eða annar aðili sem hefur til þess vald skeri úr um nauðsyn innlagnar, að fengnu áliti læknis sem hefur sér- kunnáttu í geðlækningum. „Tilmælin eru ekki bindandi eins og lög. En þetta eru mjög sterk til- mæli til landanna og talsverð rétt- arbót fyrir geðsjúka,“ segir Pétur. Hann segir kveðið fastar á um ýmsa hluti er snúa að réttindum geð- sjúkra í tilmælunum en áður hefur verið gert. Löggjöf um málefni geð- sjúkra er mjög mismunandi milli að- ildarríkja Evrópuráðsins. Að sögn Péturs eru engin slík lög hér á landi en skiptar skoðanir eru um slíka lagasetningu. „Það hefur vissan kost að hafa ekki sérlög um þennan stóra hóp landsmanna og dregur það eflaust úr stimplun og mismunun.“ Pétur segir að aðalvandamálið hér á landi varð- andi málefni geðsjúkra sé takmörk- uð fjárframlög. „Þetta hefur ýmis- legt í för með sér, t.d. það að núna finnst mönnum að búa verði til sér- staka lokaða öryggisgeðdeild. Það er spurning hvort slík skerðing á þjón- ustu brjóti í bága við þessi tilmæli.“ Mismunun fólks vegna geðraskana er bönnuð Tilmæli Evrópuráðsins um verndun mannréttinda og virðingar fólks sem glímir við geðsjúkdóma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.