Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 40
Beið björgunar í tvær klukkustundir í nístingskulda og svartaþoku „MÉR leið eiginlega hálfbölv- anlega. Ég hélt að ég ætti ekki langt eftir,“ segir Sveinn Auðunn Sveinsson sem í nístingskulda og svartaþoku beið björgunar í tvær klukkustundir á Sandvíkurheiði, milli Vopnafjarðar og Bakka- fjarðar, aðfaranótt laugardags. „Það hafa sennilega verið einhver æðri máttarvöld sem hjálpuðu mér þarna á heiðinni.“ Jeppi hans fór út af veginum, endastakkst tvisvar og rann svo á hliðinni, samtals um 14 metra. Jeppinn fór út af skammt frá veðurstöðinni á Sandvíkurheiði en þar eru margar varasamar S- beygjur á veginum. Var verulega ringlaður Við slysið hlaut Sveinn m.a. þungt höfuðhögg og höfuðleður hans flettist af að hluta. Hann hef- ur örugglega rotast við höggið því hann man hvorki eftir aðdraganda slyssins né hvernig hann komst út úr bílnum. Hann man aðeins eftir því að hafa rankað við sér fyrir ut- an bílinn og var þá verulega ringl- aður. „Mér leið nú bara afskaplega vel. Ég hélt fyrst að ég hefði dott- ið fram úr rúminu mínu,“ segir Sveinn. Hann segist muna óljóst eftir því sem gerðist næst en er þó fullviss um að hafa séð bíl aka fram hjá slysstaðnum. „Ég man að ég varð ægilega reiður að ná honum ekki en það þýddi ekkert að fást um það,“ segir hann. Aðeins var um tveggja stiga hiti á heiðinni og kuldi sótti fljótlega allverulega að honum. Sæng og kuldagalli, sem köstuðust út úr bílnum, komu í góðar þarfir, sænginni vafði hann um fætur sér og gallanum um höfuðið. Þannig lá hann næstum magnþrota í veg- kantinum þegar bifreið fjögurra ungmenna, sem voru á leið til Bakkafjarðar, bar að nokkru fyrir klukkan 2. Til þess að vekja at- hygli á sér kastaði Sveinn sæng- inni í veg fyrir bílinn og varð ekki lítið feginn þegar hann stöðvaðist. Stefnir Elíasson, einn þeirra sem voru í bílnum, sagði að þau hefðu séð brak úr jeppanum á veginum og ökumaðurinn hefði þegar verið búinn að hægja á bíln- um til að kanna málið þegar þau sáu til Sveins. Aðeins hefði sést grilla í bílinn þegar rýnt var út í þokuna. Þegar þau tóku Svein upp í bílinn hefði hann hríðskolfið og vart komið upp orði. Þau sneru við og óku honum til Vopnafjarðar. Þar var ákveðið að flytja hann með sjúkraflugi til Ak- ureyrar og var hann lagður inn á Fjórðungssjúkrahúsið. Sveini leið í gær ágætlega mið- að við aðstæður og óskaði hann sérstaklega eftir því að koma þökkum til ungmennanna sem tóku hann upp í. „Man að ég varð ægilega reiður“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sveinn Auðunn Sveinsson hlaut slæman höfuðáverka og ýmsar skrokkskjóður en er þó óbrotinn og leið í gær sæmilega. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 GUÐBJARTUR SH 45 frá Ólafsvík, 15 tonna Vik- ing-bátur, stórskemmdist við að keyra á fullri ferð á frystitogarann Arnar í höfninni á Skagaströnd á laugardag. Brotnaði báturinn mikið að framan- verðu og innréttingar fóru úr lagi. Engar skemmd- ir urðu neðan sjólínu við áreksturinn. Tildrög óhappsins voru þau að verið var að ljúka löndun úr Guðbjarti, sem rær með línu frá Skaga- strönd. Enginn var um borð í bátnum því skipverji var að sækja smúlinn upp á bryggju. Henti hann slöngunni um borð og skrúfaði svo fullt frá. Svo mikill kraftur var á vatninu að slönguendinn slóst til og í olíugjöf bátsins á dekkinu. Við það fékk vélin fullt afl – um 700 hestöfl – og skipti engum togum að báturinn sleit böndin sem hann var bund- inn með. Fyrst lenti mastur Guðbjarts á landfesti togar- ans og brotnaði mastrið af. Síðan keyrði báturinn á fullri ferð framan á Arnar sem lá við bryggjuna framan við hann. Ekki voru nema um það bil tvær bátslengdir milli bátsins og togarans. Eins og áður segir skemmdist Guðbjartur all- mikið við óhappið og var hann tekinn á land og sett- ur inn í hús þar sem viðgerð mun væntanlega fara fram. Að sögn þeirra sem til þekkja þarf líklega að taka stýrishúsið af Guðbjarti til að komast að því að gera við skemmdirnar á honum. Það er því ljóst að hann verður frá veiðum um nokkurn tíma. Engar skemmdir urðu á Arnari við áreksturinn. Stefni og bakborðskinnungur Guðbjarts sprungu mikið og brotnuðu við áreksturinn. Keyrði á togara á fullri ferð og stórskemmdist FREGNIN um að féð væri riðusmitað kom Ei- ríki Jónssyni, bónda í Gýgjarhólskoti, ekki al- gjörlega í opna skjöldu enda vitað mál að riða herjaði í Biskupstungum. Þetta hefðu engu að síður verið ónotalegar fréttir og áfall sem setti margt úr skorðum. Þetta sagði Eiríkur í samtali við Morgunblaðið í gær. Alls þarf að skera niður um 900 fjár; kind- ur, lömb og hrúta. Eiríkur sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvernig riðan hefði borist í féð. Enn hefði smit einungis greinst í einni kind en sú hefði ekki verið á afrétti í sumar eins og megnið af fénu. Auk sauðfjárbúskapar eru um 40 mjólk- andi kýr á bænum. Aðspurður sagði Eiríkur að stefnt væri að því að hefja sauðfjárrækt á nýjan leik þegar þess yrði kostur. Fyrir höndum væri mikið hreinsunarstarf og ekki ólíklegt að rífa þyrfti einhver hús sem ekki væri hægt að þrífa með góðu móti. Áfall sem setur margt úr skorðum UMGENGNI ferðamanna um neyðarskýlin á Hornströndum og Jökulfjörðum hefur aldrei verið eins góð og í sumar, segir Magnús Ólafs Hansson í björg- unarsveitinni Erni í Bolung- arvík. Hann fór nýlega ásamt fleirum í árlega eftirlitsferð í skýlin með aðstoð áhafnar varð- skipsins Ægis undir stjórn Hall- dórs Nellett skipherra. Með Magnúsi í för voru Jósef H. Vernharðsson, björg- unarsveitinni Tindum í Hnífs- dal, og Ólafur Hallgrímsson, fulltrúi hjá embætti sýslumanns- ins á Ísafirði. Fóru þeir um borð í Ægi á Hólmavík og á rúmum sólarhring náðist að skoða átta skýli. Vegna sjólags komst hóp- urinn ekki í Barðsvík og á Sléttu í Jökulfjörðum. Magnús og Jósef hafa á hverju ári farið í eftirlitsferðir í skýlin frá árinu 1983. „Umgengni ferðamanna var skelfileg hér á árum áður en síð- ustu misserin hefur hún farið batnandi með hverju árinu. Það ber að þakka sérstaklega“ segir Magnús en hvetur ferðamenn- ina jafnframt til að prófa tal- stöðvarnar í skýlunum til að at- huga hvort þær séu í lagi. Umgengnin hefur aldrei verið eins góð Ljósmynd/Jósef H. Vernharðsson Eftirlitsmenn fyrir utan neyðarskýlið í Hlöðuvík. F.v. Ólafur Hall- grímsson, Magnús Ólafs Hansson, Jóhann Örn Sigurjónsson, háseti á Ægi, og Guðmundur Emil Sigurðsson, stýrimaður á Ægi. Árleg eftirlitsferð í neyðarskýlin á Hornströndum og Jökulfjörðum STAÐFEST hefur verið að riða er komin upp í sauðfé í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og verður að fella og urða allt fé á bænum. Þá er hugsanlegt að skera verði allt fé í Eystri- Tungu en þar hafa verið um 2.000 vetrarfóðr- aðar kindur. Þetta er í fjórða skipti sem riða greinist á bæ í Biskupstungum á einu ári. Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir segir að riðan hafi verið staðfest í liðinni viku með norskri rannsókn á heilasýnum úr slát- urfé frá bænum. Sýnin hafi verið úr fyrsta hópnum sem fór til slátrunar. Hún tekur skýrt fram að kjöt af riðusmituðu fé sé al- gjörlega hættulaust fólki, sauðfjárriða leggist einvörðungu á sauðfé og geitur. Katrín segir að í Gýgjarhólskoti hafi verið um 400 vetrarfóðraðar kindur, „af þaulrækt- uðum og góðum stofni“. Í fyrra kom upp riða á bæjunum Vega- tungu, Hrosshaga og Vatnsleysu og var öllu fé þar þá fargað. Einnig var skorið niður í ör- yggisskyni fé á fimm nágrannabæjum, alls um 550 fjár. Þá er nú verið að skera niður fé í miðsveit Biskupstungna í öryggisskyni, en þar hafa verið um 700 vetrarfóðraðar kindur. Í dag verður fundað með bændum í Eystri- Tungu, þar sem Gýgjarhólskot er, og rædd viðbrögð við þessum tíðindum. Á þessu svæði eru um 2.000 vetrarfóðraðar kindur, þar af tæplega 800 í Bræðratungu. „Þetta er gífurlegt áfall fyrir bændur sem lenda í þessu. Þeir horfa á eftir fjárstofni sem í mörgum tilfellum er búið að rækta í áratugi. Fólk fer í raun inn í sorgarferli þegar svona gerist,“ segir Katrín. Eftir að féð er skorið verða að líða tvö ár þar til sauðfjárbúskapur má hefjast á sama stað á nýjan leik. Tímann þarf að nota til að hreinsa fjárhús og nágrenni þeirra. „Þetta er nánast eins og skurðstofuhreinsun, smitefnið er mjög þolið og því mikið verk að hreinsa,“ segir hún. Fjórða riðutilfellið í Bisk- upstungum á einu ári Héraðslisti og sjálfstæðismenn í samstarf Egilsstöðum. Morgunblaðið. HÉRAÐSLISTI Félagshyggjufólks á Fljótsdals- héraði hlaut flest atkvæði í kosningu til sveitar- stjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Austur- Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps á laug- ardag. Sjálfstæðismenn fengu næstflest atkvæði. Í gærkvöldi hélt L-listinn fund þar sem ákveðið var að æskja viðræðna um meirihlutasamstarf við sjálfstæðismenn. Viðræður um meirihlutamyndun hefjast í kvöld og segir Skúli Björnsson, oddviti L- listans, brýnt að leggja drög að starfhæfri sveit- arstjórn hið fyrsta, enda tekur hún við um næstu mánaðamót.  Félagshyggjufólk/11 ♦♦♦ ♦♦♦ BRESKA hljómsveitin The Strangl- ers er á leiðinni til Íslands og heldur tónleika hér á landi 4. desember í Smáranum í Kópavogi. Hljómsveitin hefur verið starfandi í um þrjátíu ár og er þetta í annað skipti sem hún kemur hingað til lands en sveitin hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll árið 1978. Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, flytur hljómsveitina inn og spila Fræbbblarnir með The Stranglers á tónleikunum. Litlar breytingar hafa orðið á sveitinni síðan þá en fjórir af fimm liðsmönnum hennar í dag spiluðu á tónleikunum í Höllinni forðum. Stranglers til Íslands  The Stranglers/36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.