Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 31 DAGBÓK Sjálfstæðismenn í Árbæjarhverfum! Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Aðlfundur Félags sjálfstæðismanna í Árbæ,Selási og Ártúnsholti verður haldinn miðvikudaginn 20. okt. kl. 20:00 í félagsheimilinu í Hraunbæ 102B (við hliðina á Skalla) Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Gestur á fundinum verður Guðlaugur Þór Þórðarson alþm. og borgarfltr. Tímamót urðu í sögu tóbaksvarna meðstofnun Lýðheilsustöðvar en í lögum,sem gildi tóku í júlí 2003, segir m.a. umhlutverk stöðvarinnar, að hún eigi „að annast áfengis- og vímuvarnir, manneldi, slysa- varnir, tóbaksvarnir og önnur forvarna- og heilsu- eflingarverkefni á vegum ríkisins“. Við stofnun Lýðheilsustöðvar var Tóbaksvarnanefnd lögð nið- ur, en nú starfar innan Lýðheilsustöðvar tóbaks- varnaráð, sem gegnir ráðgjafarhlutverki við Lýð- heilsustöð. Pétur Heimisson læknir er nýráðinn formaður tóbaksvarnaráðs og segir hann sögu tóbaksvarna langa en mikinn árangur hafa náðst undanfarin ár. „Um 1960 birtust fyrstu sannanir um heilsuskaðleg áhrif reykinga,“ segir Pétur. „Einstakir læknar hófu tóbaksvarnir fyrr, t.d. Jónas Kristjánsson sem stofnaði tóbaksbindind- isfélag 1929. Krabbameinsfélag Íslands, stofnað 1951, er æ síðan ötult. Fleiri ruddu braut og Al- þingi tók fljótt við sér, fyrsti vísir tóbaks- varnalaga kom 1969. Þau hafa oft breyst og skerpst, hvað mest 1984, en sú breyting markaði tímamót. Lögin tryggja fé til tóbaksvarna og tób- aksvarnanefnd ráðstafaði því í samráði við ráð- herra. Árangur starfsins er t.d.; 1980 reyktu tæp 40% fullorðinna, en nú minna en 25%, reykingar ungmenna hafa minnkað mikið, reykingar að mestu horfnar af vinnustöðum, opinberum stöðum og úr almenningsfarartækjum, þeir sem reykja eru almennt tillitssamir og Íslendingar gnæfa á toppi þjóða sem best standa sig í tóbaksvörnum í Evrópu að mati Alþjóðabankans.“ Hverjar eru þínar áherslur í embættinu? „Fyrsta verk tóbaksvarnaráðs verður þátttaka í að móta Lýðheilsustöð og að finna tóbaksvörnum farveg innan hennar. Ráðið kom fyrst saman 15. október og mótuð stefna af hálfu þess og Lýð- heilsustöðvar er ekki tilbúin. Kappkostað verður að varðveita og bæta það góða bú sem við er tekið. Ég vil efla þann þátt tóbaksvarna að aðstoða fólk við að hætta tóbaksnotkun. Stærsta einstaka verkefni næstu mánaða liggur fyrir, því Jón Krist- jánsson ráðherra hefur kynnt þann vilja sinn að leggja í vetur fram lagafrumvarp til að draga úr óbeinum reykingum, með því að banna reykingar á kaffi- og veitingahúsum og hliðstæðu þjón- usturými. Rök hans eru hin sömu og t.d. Norð- menn, Írar og Svíar byggja slík lög sín á, vinnu- og heilsuvernd starfsfólks. Tóbaksvarnaráð og Lýðheilsustöð munu vinna með ráðherra að þessu þarfa máli, sem og margir aðrir. Í starfi Lækna gegn tóbaki, hef ég víða mætt skilningi og já- kvæðni gagnvart þessu skrefi, t.d. bæði innan stéttarfélaga og samtaka rekstraraðila sem það snertir. Vonandi njóta tóbaksvarnir áfram áhuga fjölmiðla, sem eiga sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur, enda aðkoma þeirra oftar en ekki í senn gagnrýnin og jákvæð. “ Tóbaksvarnir | Nýr formaður tóbaksvarnarráðs tekur til starfa Mikill árangur undanfarin ár  Pétur Heimisson er fæddur í Reykjavík 1954. Hann lauk kandí- datsprófi frá Lækna- deild HÍ 1980 og lauk sérnámi í heimilislækn- ingum í Svíþjóð 1983. Pétur hefur starfað á Heilbrigðisstofnuninni á Egilsstöðum síðan 1988. Pétur er einn af stofn- endum félagsins Læknar gegn tóbaki og for- maður þess frá byrjun. Hann er kvæntur Ólöfu S. Ragnarsdóttur leikskólakennara og eiga þau fjögur börn. Kemur blóðið úr blóðbergi? ÉG fór í blóðbankann á Akureyri um daginn til að gefa blóð eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég er í hópi þeirra Íslendinga sem eru í þeim sér- staka blóðflokki er kallast O og er svo kallað neyðarblóð sem hægt er að gefa öllum, sama í hvaða blóðflokki þeir eru. Þetta er blóðið sem mikið slösuðum sjúklingum er gefið strax og þeir koma á neyðarmóttöku eftir slys, á meðan þeirra eigin blóð- flokkur er greindur. Því get ég reitt mig á að strax og ég er tilbúin að gefa blóð aftur hringir blóðbankinn. Ég fór því að velta fyrir mér hvort ekki væri nóg af blóðgjöfum. Þegar ég grennslaðist fyrir um það komst ég að því að blóðbankinn hefur mikla þörf fyrir fleiri blóðgjafa því oft eru þeir að taka úr fólki sem ekki hefur mikið umfram (eins og mér). Verst er þó hvað lítið er af ungu fólki sem gef- ur blóð. Ég fór því að velta fyrir mér hvernig á því gæti staðið að Íslend- ingar væru svo tregir við að gefa blóð. Ekki gat það verið að sú göfuga þjóð væri svo blóðlítil. Svo á meðan ég horfði á blóðið renna í pokann átt- aði ég mig skyndilega á því að Íslend- ingar halda örugglega að blóðið í pokunum á sjúkrahúsunum komi ekki úr fólki. Líklega komi það úr blóðbergi eins og vín kemur úr vín- berjum. Að blóðið sé unnið úr blóð- berginu á sérstökum vísindastofum, safnað í poka og sent til sjúkrahús- anna. Það hlaut að vera ástæðan því auðvitað gætu Íslendingar ekki verið svo uppteknir í lífsgæðakapphlaup- inu að þeir gætu ekki gefið sér tíma til að gefa blóð sem gæti bjargað mannslífi. Ég vil því leiðrétta þennan mis- skilning. Blóðið kemur úr fólki í gegnum nál í handleggnum og flæðir í þar til gerðan poka. Þannig að næst þegar þú heimsækir einhvern á sjúkrahús og sérð blóðpoka á slá fyr- ir ofan rúmið mundu þá að það var einhver sem gaf sér tíma til að gefa þetta blóð. Ég hvet fólk eindregið að fara í blóðbankann, láta kanna hvaða blóð- flokki það tilheyrir og athuga hvort það geti orðið blóðgjafi. Ég get lofað því að verður tekið vel á móti blóð- gjöfum. Það er líka mikið öryggis- atriði að gefa blóð, því bankinn skim- ar blóðið fyrir sjúkdómum og lætur fólk vita ef eitthvað er að. Hér gildir svo sannarlega máltækið „sælla er að gefa, en þiggja“. Þú getur bjargað lífi. Allar upplýsingar um blóðbankann er hægt að fá á www.blodbankinn.is Eydís Ólafsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinnNÚ UM helgina lýkur sýningunni PÓLÍS, sem er samsýning fimm íslenskra myndlistarmanna í borginni Wroclaw, sem þekkist einnig sem Breslau, í Póllandi. Það eru myndlistarmennirnir Borghildur Óskarsdóttir, Eygló Harðardóttir, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir og Valgerður Guðlaugsdóttir sem sýna þar sam- an, en PÓLÍS er hluti verkefn- isins Í Austurveg. Sýningin mun síðan ferðast áfram um Austur-Evrópu og er ætlunin að setja hana upp í Reykjavík árið 2006. Íslenskir listamenn í Austur-Evrópu BÓKAFORLAGIÐ Bjartur hefur gefið út kennslubókina Correcto: Spænsk málfræði, eftir Guðrúnu H. Tul- inius spænsku- kennara. Bókin er ætluð byrjendum í spænsku, en þar er fjallað um grundvallaratriði spænskunnar, stafrófið, fram- burð og áherslur og sýnt hvernig byggja má upp setningar. Bókin hent- ar jafnt þeim sem stunda spænsku- nám í frístundum og þeim sem læra hana í framhaldsskólum. Tungumál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.