Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 23 MINNINGAR hafði greiða leið að endasendast yf- ir götuna á fullri ferð og endaði inn í runna þar sem ég flaug af hjólinu, lenti á grenitré og kastaðist þaðan með hausinn á undan ofaní næsta snjóskafl svo ekkert stóð uppúr nema lappirnar. Þegar ég loks næ að komast úr snjóskaflinum og er að brölta yfir runnann þá kemur gamall maður að og segir, „Þú verður nú að fara passa þig betur vinur minn“ og svo rölti hann í hægðum sínum áfram niður göt- una. Þessi atburður varð okkur Jóa mjög minnisstæður og rifjuðum við hann oft upp okkur til skemmtunar. Alltaf höfðum við Jói eitthvað fyrir stafni og sjaldan var það að okkur leiddist. Oft létum við hug- ann reika þar sem við planlögðum framtíðina. Sjaldan varð nú samt eitthvað úr þessum áformum okk- ar. Eitt þeirra var þó enn í háveg- um haft. Það var að stofna til innan- hús hjólastólaralls þegar búið væri að leggja okkur inn á elliheimili. Því miður verður nú víst lítið úr þessari annars ágætu hugmynd okkar félaganna. Kannski sem bet- ur fer fyrir mig, því Jói hefði verið búinn að tjúnna sinn stól og græja hann allan til svo að ég hefði bara setið eftir á ráslínunni. Jói var yndisleg persóna sem gaf mikið af sér. Hann var svo jákvæð- ur og skemmtilegur og það var sama hvað bjátaði á, þá var alltaf stutt í húmorinn. Hann fylgdist vel með því sem fram fór í kringum sig og oft þurfti hann að upplýsa mig um hvað var að gerast. Jói hafði alltaf eitthvert markmið að leiðar- ljósi og lét ekkert aftra sér að ná því. Jói lét því mikil veikindi og erf- iðleika ekki halda aftur af sér og hélt sínum yndislega persónuleika allt til loka. Jói gaf mikið af sér og ég lærði mikið af honum. Hann reyndist mér afar góður vinur. Þau æskuár sem ég átti með Jóa og fjölskyldu hans eru mér því ómetanleg. Þau voru mín önnur fjölskylda þar sem mér var ávallt tekið með opnum örmum og mikl- um hlýhug. Kann ég þeim öllum bestu þakkir fyrir það. Pétur Bergmann. Okkar fyrstu minningar um Jóa leiða okkur alveg til þess þegar við vorum smápollar að leik. Þar er Jói staddur með Bulls-derhúfuna á kollinum og körfuboltann undir hendinni. Við brölluðum ýmislegt saman, hvort sem það sneri að skól- anum eða áhugamálum. Áttum við fjölmörg sameiginleg áhugamál en þó var badmintonið ávallt fremst í flokki. Á þeim árum myndaðist ein- staklega samrýmdur vinahópur sem náði vel saman að miklu leyti fyrir tilstuðlan Jóa og verður hon- um seint fyllilega þakkað fyrir það. Þegar Jói stálpaðist óx með hon- um ólæknandi bíla- og græjudella. Það fóru töluvert margar klukku- stundir hjá okkur í umræður og vangaveltur tengdar bílum og græjum. Bílaeign hans tók stöðug- um framförum sem byrjaði í Dæjara og endaði í glæsilegum Lexus. Saman áttum við vinirnir svo margar góðar stundir við að koma allskonar aukahlutum fyrir í bílana. Þannig sást hvernig Jói hélt áfram að lifa lífinu þótt hann ætti við erfiðleika að stríða. Strax þegar við vorum ungir að aldri mynduðust sterk vinabönd enda var Jói afskaplega góður vin- ur. Vorum við sjaldan athafnalausir þegar Jói var með í för enda var hann einstaklega hugmyndaríkur. Honum datt ýmislegt í hug sem varð að skrautlegum ævintýrum sem við getum hlegið að í dag. Þótt Jói sé ógleymanlegur er erf- itt að lýsa honum í fáum orðum. Persónuleiki hans var svo einstak- lega litríkur. Það sem strax kemur upp í hugann er sú jákvæðni og gleði sem hann bjó yfir. Grínið var aldrei langt undan og munum við nánast ekki eftir honum öðruvísi en með prakkaraglottið. Oftar en ekki tókst honum að draga fram hlátur okkar vinanna með svibrigðunum sem við vorum farnir að þekkja. Þótt það hafi verið stutt í grínið hjá honum gat hann verið afskaplega ákveðinn. Þegar hann setti sér markmið kom ekkert annað til greina hjá honum en að ná þeim. Jói gafst aldrei upp. Árin sem við áttum saman með honum munu ávallt verða okkur eftirminnileg og verður hans sárt saknað. Brynjar, Egill, Jón Hilmar og Pétur. Sæll kæri vinur. Þá er þessari erfiðu en hetjulegu baráttu lokið hjá þér. Það eru margir sem gætu tekið þig til fyr- irmyndar og sýnt þá lífsgleði og já- kvæðni sem þú sýndir, þó svo að mótvindur væri oft á tíðum mikill. Ég er viss um að þetta hugarfar hefur hjálpað þér mikið. Þegar ég hugsa til baka, þá minnist ég sér- staklega þeirra góðu stunda og ferða sem við áttum með badmin- tonfélaginu. Áhugi þinn á bílum og græjum var ekki í minni kantinum, og gátum við alltaf fundið eitthvað til að ræða um þar, þegar við hitt- umst. Þín er sárt saknað. Ég sendi unnustu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Kristján Pétur Hilmarsson. Þegar ég frétti að nú væri Jói numinn burt af þessari jarðvist, kominn til æðri máttarvalda, þá var hugur minn hljóður eitt augna- blik. Bróðir minn hefur misst traustan og góðan vin að eilífu. Af hverju að nema burt svo góðan dreng á svo ungum aldri, er mér of mikil þraut að skilja, hugurinn spyr af hverju, en engin skýr svör eru fáanleg. En sú er raunin og því langar mig að minnast hans ör- stutt. Jói, þú varst besti vinur bróður míns, milli ykkar ríkti mikil vinátta og sú vinátta risti djúpt. Það var yndislegt að fá að kynnast þér gegnum bróður minn. Þó svo minn- ingarnar séu ekki margar þá eru þær mjög ljúfar þegar þeim skýtur upp og þær hreiðra um sig í koll- inum á mér. Þegar þú komst í heimsókn, þá byrjaði bróðir minn grínið yfirleitt, eða stundum ég í seinni tíð, kannski einhver venja hjá mér að halda í grínið sem fylgdi því að hitta ykkur tvo saman. Ein allra besta minningin er sú þegar þið, elskulegu drengir, voruð niðri í hjólageymslu að ræða eitthvað ykkar á milli. – Ég tek fram að þið voruð nýbyrjaðir á unglingsskeið- inu. – Ég kem þjótandi niður og Pétur byrjar að glotta til mín. For- vitni mín bar mig ofurliði og ég spyr, hvað er að ykkur, strákar? Af minni alkunnu snilld þá náði ég loksins upp úr ykkur hvaða stríðn- isglampi var í augunum á ykkur. Pétur bróðir sagði mér þá að hann hefði orðið vitni að ýmislegu þegar ég var með mínum fyrrver- andi 2–3 árum áður. Ég og bróðir minn áttum þá sitt herbergið hvort hlið við hlið. Þið, pottormanir ykk- ar – ég man að ég blóðroðnaði al- veg niður í tær. Þið hlóguð og skríktuð eins og ykkur var lagið. Þið voruð yndislegir. Ég mun aldr- ei gleyma þessu og ef til vill mun ég hjúfra mig í ruggustólnum mínum við arineldinn á elliheimilinu með þessa minningu í huga. Ein er sú minning sem mér dett- ur í hug er þegar ég hitti þig Jói og foreldra þína þegar þú varst að byrja í þjálfun á Grensás. Því miður hitti ég ykkur ekki oftar þar, því ég var að hætta störfum þar. Þá gerði ég mér enn meiri grein fyrir hve mikill baráttuvilji þinn var. Ég fór allavega heim full af lífskrafti eftir að hafa hitt þig og foreldra þína. Þá fann ég virki- lega fyrir þeirri tilfinningu hversu mikil hetja þú varst, að berjast við þennan banvæna sjúkdóm. Ég var svo jákvæð í þinn garð og sagði við sjálfa mig – já, honum tekst þetta. Minningarnar eru miklu fleiri um þig, minn elskulegi drengur, þær hrannast svo upp í huga mér að erfitt er að henda reiður á þeim. En til þess að gera langa sögu stutta, þá frétti ég næst af þér þegar þú varst kominn á líkn- ardeildina – hvernig þú hélst ótrauður áfram. Hvílík seigla, hetjuskapur og kraftur sem ein- kennir þig, „Súpermann“. Ok, bróðir minn á súpermann-vin. Einnig fann ég, sem ég reyndar vissi, hve djúpur kærleikur og gíf- urlega sterk vináttubönd ríktu milli ykkar. Enda engin furða, tveir heiðurspersónuleikar á ferð. En við sem eftir lifum varðveit- um minningarnar, hvort sem þær eru fáar eða margar og allt þar á milli, geymum minningarnar ætíð í hjörtum okkar. Munum líka að þó svo þú sért farinn til æðri mátt- arvalda, þá lifir andinn um sann- kalla súperstjörnu og sveimar yfir fjölskyldu þinni, ættingjum og vin- um þínum. Þótt við séum fjarri finnst þér við svo nærri því sterk eru böndin og hlý er höndin. Ég sendi hér með innilegar sam- úðarkveðjur til fjölskyldu þinnar, vina og ættingja, megi góður guð umvefja þig og vernda. Hlý kveðja, stóra systir Péturs, Hugrún Árnadóttir. Þegar æskuvinur minn Daddi eignaðist lítinn bróður vorum við strax með stór áform. Jói, við ætl- uðum að gera þig að atvinnuknatt- spyrnumanni. Sennilega hafa þjálf- urunum eitthvað verið mislagðir fætur, því áformin fóru fyrir lítið þar sem þú sýndir aldrei neinn áhuga á fótbolta. Þú ákvaðst að feta í fótspor stóra bróður og hófst að æfa badminton og gerðir um árabil. Því miður settu veikindin strik í reikninginn. Mér er það samt minnisstætt er ég hitti þig nýkom- inn með gervifót hvað þú varst kappsamur og sagðir að ekki yrði langt í að þú myndir sigra Dadda í badminton. Þetta keppnisskap ein- kenndi baráttu þína við krabba- meinið. Það var sama þótt á móti blési, alltaf varst þú bjartsýnastur allra. Þú leist á veikindi þín sem hvert annað verkefni sem þyrfti að leysa og stefndir á hönnun í fram- tíðinni. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Það er sárt að kveðja góðan mann. Ég er stoltur af að hafa þekkt þig kæri vinur. Daddi, ég votta þér og ykkur öll- um mína dýpstu samúð. Björn Björnsson. sem Árni hafði oft yfir en hún er svona: Ég vaknaði í morgun veikur og vesæll sem hvert annað sprek. En nú er lífið leikur på Det lille Apotek. Árni kynntist konu sinni, Ástu Ólafsdóttur, ungur að árum. Þau eignuðust einn son, Ólaf, sem verið hefur stoð og stytta föður síns hin síðari ár. Þau bjuggu í Álftamýri í Reykjavík þegar ég kynntist þeim fyrst en síðan í bankastjórabústaðn- um á Neskaupstað. Ásta lést árið 1986. Þegar við Elísabet vorum ný- gift heimsóttum við þau Árna á Nes- kaupstað og gistum hjá þeim tvær nætur. Fórum við öll saman í skemmtilega ferð í Borgarfjörð eystra og komum við á helstu sögu- stöðum og náttúruperlum á leiðinni. Þannig var Árni hinn mesti höfðingi heim að sækja og gestgjafi með af- brigðum. Árni bar fötlun sína svo vel að maður varð aldrei var við að hún háði honum andlega eða líkamlega og hann var virkur í starfi Sjálfsbjarg- ar, félags fatlaðra og í stjórn félags- ins í 12 ár. Var hann góð fyrirmynd þeirra sem ekki voru eins kjarkmikl- ir og þrekmiklir því aldrei fann neinn að hann léti fötlunina smækka sig heldur má ef til vill segja að hún hafi gefið honum meiri víðsýni og mann- skilning en ella hefði verið. Á þessum vettvangi batt hann líka vináttu við ýmsa af sínum bestu vinum eins og Ola Bisgaard, sem fyrr er nefndur, og mun það hafa verið á vettvangi norrænna samskipta fatlaðra. Fyrir nokkrum dögum hringdi Árni í mig og sagði mér að hann hefði þá á dögunum ort vísu. „Ég var á heimleið frá Sigmari gullsmið,“ sagði hann. „Þá datt mér þessi vísa í hug: Allur úr mér þróttur þver, þrýtur merg í beini. Æ mér sækist ver og ver vörn gegn krabbameini.“ Sýnir þessi vísa hvað Árni hélt andlegu þreki til dauðadags. Við El- ísabet sendum Ólafi syni hans og öörum aðstandendum bestu samúð- arkveðjur. Páll Skúlason. Látinn er vinur og lífsspekingur, Árni Sveinsson. Þar var bannsettur krabbinn að verki og Árni orti: Allur í mér þróttur þverr/ þrýtur merg í beini./ Æ, mér gengur verr og verr/ að verjast krabbameini. Æðrulaus og brosandi sagði hann: Þetta þyng- ist heldur. Við Árni kynntumst í Menntaskól- anum á Laugarvatni 1952. Árni var nokkru eldri en við hin bekkjar- systkinin og lífsreyndari. Hann hafði verið í Lundúnum til meðferðar vegna hörmulegs slyss sem henti hann þegar hann vann í Síldarverk- smiðju og missti annan fótlegginn. Í London hafði hann að sið Englend- inga setið á pöbbum og drukkið gör- óttar veigar. Þetta þótti okkur, hin- um nýfermdu, kúl. Og Árni grét ekki örlög sín. Hann var glaðværðin sjálf með gott skopskyn og skarpa greind og örvaði menn til umhugsunar um víddir heimsins og hverfult líf á jörð. Við yngri táningarnir vorum á for- vitnu varðbergi gagnvart sterkri og þægilegri nærveru þessa myndar- lega pilts. En Árni klippti sundur all- ar umgengnisgirðingar og tók for- málalaust við forystu í jazzi, vísnakveðskap, söng og ýmsum öðr- um menningarmálum. Á Laugar- vatni kynntist Árni konu sinni, Ástu. Árni var frábær söngmaður og í uppáhaldi hjá kórstjóra okkar á Laugarvatni, og í mörg ár söng Árni með Karlakórnum Fóstbræðrum. Árni hóf störf í Landsbankanum eft- ir stúdentspróf og starfaði þar síðan, síðustu áratugina sem útibússtjóri nokkurra útibúa bankans. Þar hefur notið sín vel félagslyndi hans og víð- sýni, svo og sterk tilfinning hans fyr- ir því að hafa reglu á hlutunum. Hann var þó enginn regluþræll og vissi af hinni hliðinni á klerkinum Lúther, Wer nicht liebt wein . . . Árni hafði yndi af stangveiðum enda mikill listamaður í fluguköst- um. Síðastliðið vor á björtum degi fór hann með okkur, nokkra félaga sína, að fallegri laxveiðiá og kynnti fyrir okkur leyndardóma þá sem fljót og fiskar búa yfir. Það var ánægjuleg kennslustund. Ég kveð nú minn góða vin og fé- laga og þakka samfylgdina. Ólafi syni hans og barnabörnum votta ég hluttekningu mína. Matthías Kjeld. Ævidagar vorir ... þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt. (Sálmarnir 90:10) Í minningunni um Árna Sveinsson ríkir heiðríkjan ein. Skátinn, eins og við félagarnir kölluðum hann, var einstakur maður. Myndarlegur á velli var hann, vel mæltur, með fagra söngrödd og góðar gáfur. Hann var vinsæll og vel liðinn hvar sem hann fór. Öllum þótti vænt um Árna Sveins. Ungur lenti hann í hörmulegu slysi og missti annan fótinn. Þetta háði honum alla tíð og seinkaði fram- haldsnámi. Hann var því ögn eldri og þroskaðri en við félagarnir er við settumst saman á skólabekk fyrir margt löngu. Við urðum stúdentar frá Laugar- vatni 1956 og eigum því aðeins tvö ár í fimmtíu ára afmælið sem við hlökk- uðum allir mikið til. Það er mikill skaði að Skátinn skuli ekki vera með okkur þá. Skátanafnið kom til vegna þess að Árni hafði verið ötull í skáta- hreyfingunni á Akureyri fyrir slysið á Raufarhöfn. Góð kynni og vinátta sem skapast á skólaárum helst gjarnan alla ævi og svo var um okkur þremenn- ingana. Undangengna mánuði hitt- umst við í hádeginu öðru hvoru. Þar var Skátinn hrókur alls fagnaðar þótt krabbameinið væri farið að leika hann grátt. Árni talaði um sjúkdóm sinn sem hvert annað mál og lét sér í engu bregða. Hann tók örlögum sín- um af mikilli skynsemi. Svo flaug hann burt í skyndi og of fljótt. Nú brast gott hjarta, Hvíl vært, kæri prins engla-sveimur syngi þig til náða. (W. S. – Þýð. H. Hálfd.) Aðstandendum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Erling Aspelund, Hilmar Sigurðsson. Kveðja frá Fóstbræðrum „Fátt er betur fallið til að vekja kærleika í brjósti manns til félaga sinna en meðvitundin um að þeir vilja, ásamt þér, leggja sig alla fram og styðja hver annan og styrkja í óeigingjörnu starfi í þágu þess félags sem þeim og okkur öllum er kærast og sem við berum mesta umhyggju fyrir og hlýhug til – Karlakórsins Fóstbræðra.“ Þannig komst Þorsteinn R. Helga- son að orði er hann lét af formennsku í stjórn Fóstbræðra árið 1968. Orðin voru töluð til meðstjórnarmanna hans sem unnið höfðu með honum í stjórn kórsins og þakkaði hann þeim sérstaklega fyrir vel unnin störf. Einn þeirra manna var Árni Sveinsson sem nú er kvaddur hinstu kveðju. Árni, sem gekk í kórinn árið 1959, söng 1. bassa. Fyrstu árin hans í kórnum voru viðburðarík, en strax árið eftir inngöngu hans hélt hann með kórnum í frækilega söngför til Noregs þar sem kórinn söng undir stjórn Ragnars Björnssonar. Árni sýndi og sannaði strax í þeirri ferð að þar fór sannur Fóstbróðir. Í ferð þessari kom kórinn víða við í Noregi þar sem honum var fádæma vel tek- ið. Ekki leið á löngu þar til önnur ferð var farin, en þá hélt kórinn til Sovétríkjanna árið 1961. Fór Árni einnig í þá ferð, en í þeirri ferð var ferðast víða um Sovétríkin, m.a. til Leningrad, Moskvu og Eystrasalts- landanna. Söngstarf átti hug Árna allan á þessum árum og vann hann ötullega að félagi sínu, bæði í söng og eins gegndi hann trúnaðarstörfum, m.a. í stjórn félagsins, en á þessum árum voru mörkuð tímamót í sögu félagsins er það fékk í árslok 1965 út- hlutað lóð undir félagsheimili sitt, en undirbúningur að byggingu þess hófst þá þegar. Árið 1966 var því annasamt fyrir Fóstbræður, bæði vegna umfangsmikils undirbúnings byggingarinnar og ekki síður vegna þess að það ár var haldið upp á 50 ára afmæli kórsins með íburðarmiklum hætti. Eftir rúmlega áratugar starf í kórnum var Árni kallaður til annarra verka, en hann gegndi um árabil stöðu útibússtjóra fyrir Landsbanka Íslands. Starfsins vegna þurfti hann að flytjast búferlum út á land og varð hann því að hætta reglulegu starfi með Fóstbræðrum. Hugur hans stóð þó alltaf til kórsins og var hann alltaf mættur á hátíðarstundum. Þá lét hann sig aldrei vanta á Menning- arhátíð Fóstbræðra á þorra, en svo kalla Fóstbræður þorrablót sitt. Fóstbræður minnast þessa fallna félaga með hlýhug. Fóstbræður muna hann ljúfan og skemmtilegan félaga, hinn þægilegasta í öllu við- móti. Með þessum fátæklegu orðum eru honum þökkuð störf hans í þágu fé- lagsins. Án þeirra sem svo ötullega hafa starfað fyrir Fóstbræður í gegnum tíðina væri vart um svo sterkt félag að ræða sem raun ber vitni. Blessuð sé minning Árna Sveins- sonar. Eyþór Eðvarðsson, formaður Fóstbræðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.