Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 13 ERLENT Antwerpen 124 km Brussels 100 km Liege Lille 224 km Paris 387 km London 420 km Düsseldorf 135 km Eindhoven 128 km Dortmund 232 km Hannover Bremen Köln 123 km Bonn 123 km Frankfurt 320 km Luxembourg 142 km Strassbourg 406 km Stuttgart Rotterdam 224 km Amsterdam 250 km Eins og skot Liège -beint fraktflug 11 sinnum í viku Frá 15. október eykur Icelandair Cargo vikulegt fraktflug til og frá Liége úr 6 ferðum í 9 á viku. Við bætum svo um betur frá 1. nóvember og fljúgum 11 sinnum í viku á þessari leið. Icelandair Cargo í Liege er í innan við 400 km fjarlægð frá öllum stærstu borgum Evrópu. Á skyggða svæðinu hér að ofan á 75% af allri flugfrakt frá Evrópu sér uppruna. Icelandair Cargo býður þér landflutninganet hvaðan sem er í Evrópu. Nýttu þér hraðvirkasta flutningsmátann innan Evrópumarkaðar. Hafðu strax samband við Icelandair Cargo við Flugvallarveg í Reykjavík. Sími 5050 400, fax 5050 630, veffang icelandaircargo.is. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I FR 2 57 01 09 /2 00 4 Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. BESTA VERÐIÐ? NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR HLYNUR SF alhliða byggingastarfsemi Pétur J. Hjartarson húsasmíðameistari SÍMI 865 2300 HÚS & HEIMILI FULLTRÚAR ísraelskra landnema á Gaza-svæðinu sögðu í gær að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, væri á góðri leið með að valda klofn- ingi í röðum gyðinga sem jafnvel gæti leitt af sér borgarastríð. Sharon átti fund með leiðtogum landnema í gær og hafnaði hann þar með öllum kröfum þeirra um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áætlanir forsætisráðherrans um að loka öllum landtökubyggðum gyðinga á Gaza. „Þessi fundur […] var hneyksli,“ sagði Yehoshua Mor-Yosef, talsmað- ur landnema. „Við hittum fyrir afar þrjóskan forsætisráðherra. Hann svaraði engum spurningum okkar. Hann er staðráðinn í að leiða þjóð sína til órjúfanlegs klofnings.“ Annar leiðtogi landtökumanna, Pinhas Wallerstein, sagði að Sharon virtist ákveðinn í að valda klofningi, sem leitt gæti til borgarastríðs. Auki öryggi Ísraelsríkis Sharon hyggst loka öllum land- tökubyggðum á Gaza og fjórum á Vesturbakkanum. Hafa þessar áætl- anir vakið mikla reiði meðal gyðinga á þessum svæðum en Sharon segir að þessar áætlanir muni auka öryggi Ísraelsríkis. Fyrir fundinn í gær höfðu land- nemar lýst því yfir að þeir vonuðust til þess að þeir gætu fengið Sharon til að samþykkja að þjóðaratkvæða- greiðsla yrði haldin. Höfðu þeir heit- ið því fyrirfram að þeir myndu fyrir sína hönd lofa því að virða niður- stöðu slíkrar atkvæðagreiðslu. Segja Sharon valda klofningi Jerúsalem. AP, AFP. PIERRE Salinger, sem var blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta 1961–1964, lést í Frakklandi á laug- ardag. Hann var 79 ára gamall. Salinger hlaut frægð fyrir störf sín fyrir John F. Kennedy Bandaríkjaforseta en það var í blaðafull- trúatíð hans sem farið var að sjónvarpa beint frá frétta- mannafundum í Hvíta húsinu. Hann hafði áður verið blaðamaður fyrir San Francisco Chronicle en gekk síðan til liðs við Kennedy og var blaðafulltrúi hans í Hvíta húsinu og gegndi starfinu einnig fyrir Lyndon B. Johnson um hríð, en Johnson varð forseti við andlát Kennedys 1963. Salinger var valinn öld- ungadeildarþingmaður fyrir Kali- forníu til bráðabirgða árið 1964, þegar sitjandi þingmaður féll frá, en tapaði í kosningum um haustið. Hann vann líka fyrir Robert Kennedy í forsetaframboði hans 1968 en Kennedy var hins vegar myrtur það sumar, rétt eins og bróðir hans fimm árum áður. Salinger bjó eftir þetta lengi í Frakklandi og vann þá fyrir útibú ABC-sjónvarps- stöðvarinnar í París og hjá franska fréttaritinu L’Ex- press. Hann bjó aftur í Banda- ríkjunum 1987–1993 en flutt- ist síðan til Frakklands alfarinn árið 2000 eftir að George W. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Salinger olli nokkrum úlfaþyt fyrir sjö árum þegar hann hélt því fram að bandaríski flotinn hefði grandað flugvél TWA-flugfélagsins, sem fórst við austurströnd Banda- ríkjanna 17. júlí 1996 með alla 230 farþegana innanborðs, með flug- skeyti. Síðar kom í ljós að Salinger byggði fullyrðingar sínar á gögnum af Netinu sem ekki reyndust áreið- anleg. Pierre Salinger látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.