Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Tónlist Múli Grímsey | Hörður Torfa kynnir Lofts- sögu kl. 21. Fyrirlestrar Kennaraháskóli Íslands | Miðvikud. 22. okt. kl. 16.15–18 verður málþing um H.C. Andersen og þýðingar á verkum hans. Kristján J. Jónss. fjallar um ævi H.C. And- ersen og störf. Jónína Óskarsd. fjallar um mismunandi þýðingar á verkum hans. Þórarinn Eldjárn fjallar um nýja þýðingu á Ævintýrum og sögum. rannsokn.khi.is. Listaháskóli Íslands | Þorlákur Einarsson sagnfræðingur flytur í dag kl. 12.30 fyr- irlestur í Laugarnesi, sem hann nefnir Er til íslensk listasaga fyrir árið 1900? Þor- lákur skoðar þar grunnsýningu Þjóðminja- safns Íslands í nýju ljósi með þennan titil í huga. Fundir Lionsklúbburinn Eik Garðabæ | Fundur þriðjudaginn 19. okt. kl. 19, í Garðabergi, Kirkjulundi 4, Garðabæ. Allar konur vel- komnar til að kynna sér starf hreyfing- arinnar. Þetta er matarfundur og er mat- arverð kr 1.500. Þátttaka tilk. í síma hjá Lilju: 5657634, 8620574 eða Guðrúnu: 5651711, 8988797. Lögmannafélag Íslands | Lögmannafélag Íslands heldur morgunverðarfund um sjálfstæði dómstólanna, þriðjudaginn 19. október kl. 8.15 í Háteigi, Grand hóteli. Frummælendur verða: Magnús Thorodd- sen hrl., og Ragnar Aðlsteinsson hrl. Þátttaka tilk. fyrir kl. 12, mánudaginn 18. okt. í síma 5685620 eða á gudny@lmfi.is. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9. Boccia kl. 10. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16.45 brids, kl. 15–15.45 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi, | Skrif- stofan í Gullsmára 9 er opin í dag kl. 10 til 11.30. Félagsvist spiluð í Gullsmára í kvöld kl 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30, línu- danskennsla byrjendur kl. 18. Samkvæm- isdans framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Gull- smárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gull- smárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Aðgangseyrir kr. 200. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Skrán- ing stendur yfir í ferð í Borgarleikhúsið að sjá Belgíska Kongó sunnudagskvöldið 31. okt. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvenna- leikfimi kl. 9.15, 10.05 og kl. 11, bókband kl. 10, pílukast og spilað bridge í Garða- bergi kl. 13, spænska kl. 14, ullarþæfing upp úr kl. 13. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, keramik, perlusaumur, kortagerð, kl. 10 fótaaðgerð, bænastund, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58, | Opin vinnustofa kl. 9– 16, jóga kl. 9– 11, frjáls spilamennska kl. 13– 16. Fótaaðgerðir og böðun virka daga fyrir hádegi. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun þriðju- dag sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9 fótaaðgerðir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl 9.15– 15.30 handavinna, kl 9– 10 boccia, kl. 9.30– 11.30 skrautskrift, kl 11–12 leikfimi, kl 11.45– 12.45, hádeg- isverður, kl 13–16 kóræfing, kl. 14.30– 15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband og myndlist kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, boccia kl. 10, opin handavinnustofa kl. 13, glerbræðsla kl. 13, frjálst spil kl. 13. Munið haustfagnaðinn. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Barnakór Breiðholts- kirkju æfir alla mánudaga kl. 15:30, 7–9 ára, og kl. 16:30, 10 ára og eldri. Breiðholtskirkja | Barnakórinn æfir alla mánudaga, kl. 15:30 yngri hópurinn, og 16:30 eldri hópurinn. Grafarvogskirkja | KFUK fyrir stúlkur 9– 12 ára 17:30–18:30. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur verður í Hjallakirkju þriðjudaginn 19. október kl. 9.15–11 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyj- ólfssonar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 og unglinga Alfa í kvöld kl. 19. Langholtskirkja | Starf fyrir krakka, 7– 9 ára kl. 15.30–16.30. Athugið breyttan tíma. Umsjon hafa Ólafur Jóhann og Guð- mundur Örn. Allir krakkar velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 18 er opinn 12 sporafundur í safnaðarheimilinu. Vinir í bata. Kl. 20, 12 sporahópar koma saman. Umsjón hafa Guðlaugur Ólafsson og Haf- dís M. Einarsdóttir. Neskirkja | 6 ára starf kl. 13:40. Sögur, leikir og föndur. Uppl. í 511 1560. Umsjón Guðmunda og Elsa. TTT-starf fyrir 10 til 12 ára. Leikir, spil, föndur og margt fleira. Guðmunda og Auður. 12 sporin – andlegt ferðalag kl. 20. Njarðvíkurprestakall | Ytri-Njarðvík- urkirkja. Kór kirkjunnar æfir á þriðjudög- um kl. 20. Nýjar raddir velkomnar. Alfa námskeið miðvikudag kl. 19. Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju: Fundir á mánudög- um kl. 20.30. Nýjar konur velkomnar. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Hlutavelta | Þær Kristín Gerður Óla- dóttir og Hrefna Björk Aronsdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær 3.885 kr. Morgunblaðið/Sverrir  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 gangverk í klukku, 8 sárið, 9 storm- sveipur, 10 grjótskriður, 11 blettir, 13 hagnaður, 15 höfuðfats, 18 kuldi, 21 verkfæri, 22 slátra, 23 hakan, 24 djöfullinn. Lóðrétt | 2 ljúf, 3 alda, 4 skipta máli, 5 stormurinn, 6 hönd, 7 vex, 12 rödd, 14 stilltur, 15 ráma, 16 súg, 17 vitra, 18 falskt, 19 fár- viðri, 20 lesa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1hnoss, 4 kelda, 7 lýkur, 8 liðug, 9 gól, 11 iðnu, 13 firn, 14 leiði, 15 kukl, 17 skær, 20 enn, 22 penni, 23 ílöng, 24 rausa, 25 keppa. Lóðrétt | 1 halli, 2 orkan, 3 sorg, 4 kall, 5 liðni, 6 augun, 10 Óðinn, 12 ull, 13 fis, 15 kopar, 16 kunnu, 18 klöpp, 19 ragna, 2o eira, 21 nísk. Evrópubikarinn. Norður ♠Á832 ♥Á762 ♦Á2 ♣K82 Vestur Austur ♠K107 ♠DG965 ♥DG953 ♥4 ♦96 ♦G73 ♣DG4 ♣7653 Suður ♠4 ♥K108 ♦KD10854 ♣Á109 Lorenzo Lauria og Alfredo Versace stóðu sig langbest allra í keppninni um Evópubikarinn í Barcelona, en árang- ur einstakra para var reiknaður út sér- staklega. Þeir félagar voru með spil NS hér að ofan í úrslitaleiknum gegn Pólverjum og renndu sér snarlega upp í sex tígla, sem Versace spilaði í suður. Cezary Balicki var í vestur og kom út með spaða. Versace drap og tromp- aði spaða. Tók svo þrjá efstu í tígli og Balicki henti spaða. Síðan kom hjarta- átta – nían frá Balicki, sem fékk að eiga slaginn. Balicki sá fram á þvingun í framhaldinu og reyndi að grugga vatn- ið með laufgosa. Versace tók slaginn í borði með kóng, stakk spaða og spilaði síðasta trompinu. Balicki varð að valda hjartað og henti lauffjarka, en Versace lét ekki blekkjast og lagði niður lauf- ásinn. Tólf slagir og jafn margir IMP- ar, því Pólverjarnir á hinu borðinu spiluðu þrjú grönd í NS. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 e6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 b5 8. Rxc6 Dxc6 9. f3 Bb7 10. O-O-O Re7 11. h4 h5 12. Bd3 O-O-O 13. Kb1 Kb8 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Cesme í Tyrklandi. Arkadij Naiditsch (2611) hafði hvítt gegn gamla brýninu Guyla Sax (2560). 14. Rxb5! Rc8 Ekki hefði gengið upp að þiggja mannsfórn- ina þar sem eftir 14... axb5 15. Da5 stendur hvítur með pálmann í hönd- unum. Eftir textaleikinn er staða svarts einnig gjörtöpuð. 15. Rd4 Dc7 16. De2 e5 17. Rb3 a5 18. Ba6 Bc6 19. Bb5 Bb7 20. Bd2 Bb4 21. c3 Be7 22. c4 Bb4 23. Bxb4 axb4 24. Dd2 og svartur gafst upp. Til marks um misheppnað gengi Garry Kasparovs í keppninni þá gerði hann tíðindalítið jafntefli við Sax í síðustu umferð hennar. Það er langt síðan sem Garry fékk einungis helm- ingsvinningshlutfall í skákkeppni en þessi árangur hans verður sennilega þess valdandi að hann fari undir 2800 skákstig á næsta skákstigalista FIDE. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt náðugan dag í vinnunni. Búðu þig samt undir manneklu og örlitlar tafir. Ekki bjóða þig fram til verka nema að vel athuguðu máli. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér er talsvert í mun að koma miklu í verk núna. Markið sem þú setur fyrir þig og aðra er hátt, en mundu gildi þol- inmæði og umburðarlyndis. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn í dag gæti vel nýst til skap- andi verka. Allt sem tengist listum og hannyrðum mun blessast. Gættu þess að eyða ekki um efni fram. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Krabbinn hefur mikið á sinni könnu en þarf að gæta þess að gefa sér tíma til slök- unar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú verslar mikið þessa dagana og stendur í alls kyns braski. Gættu var- kárni í samningaviðræðum. Árangur er líklegri snemma dags en eftir hádegi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ástarplánetan Venus er í meyjunni og gæðir hana meiri persónutöfrum og háttvísi en ella. Ef hik kemur á þig vegna fjárútláta áttu að bíða til morg- uns. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Miklar annir og kraftur einkenna líf vogarinnar núna. Reyndu að fá meiri útrás í líkamsrækt og leikfimi. Þú þarft að fá útrás fyrir vaxandi spennu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er best að þú vinnir í hljóði og bakvið tjöldin. Einvera við skyldustörf veitir þér tækifæri til þess að fást við það sem þig lystir og nauðsynlega hug- arró. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vinsældir þínar eru með mesta móti þessa dagana. Þiggðu boð sem þér ber- ast og sýndu krefjandi vini eilitla þol- inmæði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Aðstæður batna þegar líður á daginn og þú verður í algeru þrumustuði í kvöld. Fólk er svo sannarlega til í að hlusta á þig um þessar mundir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Blekkingameistarinn Neptúnus er og verður í vatnsbera um nokkurt skeið. Þú ruglar aðra hreinlega í ríminu, reyndar óviljandi. Enginn skilur þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er ekki hægt að segja annað en að þú sért áberandi í dag. Sama hvað þú reynir að falla í fjöldann. Gættu að því hverju þú klæðist. Stjörnuspá Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Gegna mikilvægu hlutverki í lífi ann- arra. Áhugamál og tómstundir þeirra eru af margvíslegum toga og oftar en ekki eru afmælisbörn dagsins leiðtogar. Þau hvetja fólk til dáða og eru öðrum fyr- irmynd. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HÖRÐUR Torfason mun í kvöld heimsækja Gríms- eyinga og munda gígju sína í félagsheimilinu Múla. Hörður er nú á ferð um landið, eins og hann hefur verið undanfarna áratugi, en í fótspor Harðar hafa einnig fetað ekki ómerkari kappar en Kristján Krist- jánsson (KK) og nú síðast Jón Ólafsson, en þeir hafa einnig lagt sig fram um það að hafa ekki eyjarskeggja út undan þótt fáir séu og langt í land. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21 og mun Hörður þar kynna nýjustu plötu sína, Loftssögu, en hún er um leið tuttugasta plata þessa sívinsæla söngvaskálds. Þá mun hann leika gömul og ný lög í bland, enda hefur Hörður komið sér upp nokkuð viðamiklu söngva- safni. „Ég tek bát út í Grímsey og svo flýg ég til baka á þriðjudag ef veður leyfir, en maður þarf alltaf að vera tilbúinn að bíða þegar mað- ur er að ferðast svona um landið,“ segir Hörður, sem hefur heimsótt Grímsey tvisvar áður. Spurður hvort það sé ekki dýrt að fara til Grímseyjar segir Hörður að hann vilji gera sér far um að heimsækja sem flesta staði á landinu og því sé kostnaðurinn ekki alltaf aðalatriðið. „Það er mikill kostnaður við að fara svona út um landið, en það jafnar sig, ég lít á þetta ferðalag sem eina heild.“ Morgunblaðið/Jim Smart Loftssagan sögð í Grímsey ÞESS misskilnings hefur gætt vegna fréttar í Mbl. mánudag fyrir viku um giftingu, skírn og ferm- ingu í sömu athöfn, að sr. Vigfús Þór Árnason hafi sagt að þar hafi verið um þrjú sakramenti að ræða. Það skal áréttað að mistalning sakramentanna skrifast alfarið á blaðamann Mbl. og tengist hún á engan hátt samtalinu við sr. Vig- fús. Árétting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.