Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 11 MINNSTAÐUR Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og þægilegt loftslag. Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina, gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2005 Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Brottför 4. febrúar: Verð kr. 142.300 á mann í tvíbýli. Brottför 18. mars: Verð kr. 151.800 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. UPPSELT Vesturland | Allt bendir til þess að langþráður draumur borgfirskra hestamanna rætist á næsta ári því þá er fyrirhugað að reisa reiðhöll á félagssvæði Hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi. Kristján Gíslason, formaður Skugga, sagði að bygging reiðhall- ar hefði verið í umræðunni í mörg ár. Fyrir rúmu ári hefði málið tek- ið nýja stefnu þegar settur var á fót vinnuhópur með fulltrúum Skugga og Borgarbyggðar. Nið- urstaða vinnuhópsins var sú að stefnt verður að því að byggja reiðhöll, 27x 55 metra að stærð, með hesthúsi í öðrum endanum. Auk Hestamannafélagsins Skugga og Borgarbyggðar hafa Hrossaræktarsamtök Vesturlands og Hestamannafélagið Faxi sýnt áhuga á að taka þátt í byggingu reiðhallarinnar, en þessi tvö hesta- mannafélög hafa á síðustu árum sameinast um ýmislegt, svo sem mótahald og fleira. Á eftir að draga að fleira hestafólk „Þótt megináhersla verði lögð á aðstöðu fyrir hestamenn í húsinu mun það einnig nýtast til íþrótta- iðkunar og fyrir sýningahald og uppákomur,“ sagði Kristján. „En þessi aðstaða mun skipta sköpum fyrir hestamennskuna í Borgarfirði. Með henni verður hægt að hefja markvisst starf með börnum og unglingum, meðal ann- ars með reglubundinni kennslu all- an veturinn. Þá verður aðstaða fyr- ir tamningar og hestasýningar. Ég á einnig von á að reiðhöll muni draga að fólk sem vill vinna með hesta hérna en hefur ekki gert það vegna þess að ekki hefur veirð nógu góð aðstaða í boði. Það þrengist um hestamenn á höf- uðborgarsvæðinu og við erum í ná- grenninu. Ég er ánægður með hversu sveitarfélagið hefur unnið vel með okkur og sýnt málinu mik- inn áhuga. Með þessari byggingu mun fagmennskan í hestamennsk- unni aukast og reiðmennskan batna.“ Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að bæta reiðleið- ir í kringum Vindás, hesthúsa- hverfi Skugga. „Við erum að byrja, en mikið verk er enn eftir. Mestu skiptir að koma reiðveginum frá þjóðveginum,“ sagði Kristján. Mikil samstaða í bæjarstjórninni Páll Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagði að jafnframt því að taka þátt í vinnuhópi um byggingu reiðhallar hefði bæj- arverkfræðingur unnið að deili- skipulagi á félagssvæði Skugga. „Mikil samstaða hefur náðst í bæjarstjórninni um byggingu þessa húss, enda mun hún efla hestamennskuna á svæðinu auk þess að nýtast til fótbolta- og frjálsíþróttaiðkunar. Þá mun hún nýtast vel fyrir ýmsa viðburði. Ég sé fyrir mér að Sauðamessan verði haldin þar í framtíðinni,“ sagði Páll. „Nú þarf sveitarstjórnin að ákveða með hvaða hætti Borg- arbyggð kemur að fjármögnun verkefnisins.“ Kristján og Páll sögðust báðir trúa því að reiðhöllin myndi rísa innan árs. Páll telur að fram- kvæmdir ættu að geta hafist fljót- lega á næsta ári. Þegar búið væri að grafa fyrir húsinu ætti ekki að taka langan tíma að reisa það. Ekki er frágengið hvernig hús verður byggt, en það verður ein- angrað, annaðhvort stálgrindar- eða límtréshús. Reiðhöll skiptir sköpum fyrir hestamennskuna Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Hesthúsahverfi Skugga Ný reiðhöll á svæðinu mun verða lyftistöng fyrir hestamennsku í Borgarfirði. asdish@mbl.is VESTURLAND AUSTURLAND HÉRAÐSLISTI Félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði hlaut flest at- kvæði í kosningu til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Aust- ur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fella- hrepps á laugardag. Sjálfstæðis- menn fengu næstflest atkvæði og er reiknað með að þessir tveir flokkar myndi meirihluta í sveitarstjórn. Skúli Björnsson, oddviti Héraðs- listans, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær ánægður með úrslitin og þau væru eins og hann hefði sagt fyrir um. „Við höldum fund í kvöld og munum þar taka ákvörðun um hverja við viljum fá í meirihlutasam- starf við okkur, en bæði sjálfstæð- ismenn og framsóknarmenn hafa lýst áhuga á meirihlutasamstarfi.“ Soffía Lárusdóttir, oddviti sjálf- stæðismanna, segir niðurstöðuna jafnvel betri en hún hafi átt von á. „Nokkrir af okkar félögum voru á Á- listanum og því um tvo lista að ræða fyrir suma af okkar fylgismönnum. Ég er sæmilega sátt við úrslitin en ekki við kosningaþátttöku. Annars vegar gæti valdið að fólk varð ekki mikið vart við kosningabaráttuna, því þetta er eini staðurinn á landinu þar sem var verið að kjósa. Hins veg- ar gæti verið áhugaleysi um að kenna.“ Soffía segist hafa lýst yfir vilja til samstarfs við L-listann. „Samstarf þessara aðila hefur gengið vel á Austur-Héraði, þessi tvö öfl hafa komið mörgu í verk og við eigum mörgu ólokið sem við erum þegar byrjuð á og væri gott að fá að halda áfram að vinna það saman.“ Bæjarstjóri A-Héraðs starfi fyrir sameinað sveitarfélag Héraðslistinn, L-listi, hlaut 417 at- kvæði og fjóra menn kjörna, D-listi sjálfstæðismanna 393 atkvæði og þrjá menn inn, B-listi Framsóknar- flokks 358 atkvæði og þrjá menn kjörna og Á-listi samtaka áhugafólks um sveitarstjórnarmál á Fljótsdals- héraði fékk einn mann og 163 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 79. 2.124 voru á kjörskrá og var kjörsókn vel yfir sjötíu prósent á Norður- Héraði og í Fella- hreppi, en tæp 64% á Austur-Héraði. Vilji virðist vera fyr- ir því að núverandi bæjarstjóri Austur- Héraðs, Eiríkur Bj. Björgvinsson, taki við starfi sveitar-, héraðs- eða bæjarstjóra (nafn- ið hefur ekki verið ákveðið) en ekkert er þó ákveðið þar um. Skúli Björnsson segir bæði L- og D-lista hafa lýst þeim vilja að ráða Eirík áfram út kjörtímabilið. L-listi hlaut flest atkvæði í kosningu til nýrrar sveitarstjórnar á Fljótsdalshéraði Félagshyggjufólk og sjálfstæðismenn líklega í samstarf Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kjósendur á kjörstað Kosið á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag. Soffía Lárusdóttir, odd- viti sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði. Skúli Björnsson, oddviti L-listans á Fljótsdals- héraði. Egilsstöðum. Morgunblaðið. KÖNNUN samhliða kosningum á Fljótsdalshéraði á nafni á hið nýja sveitarfélag leiddi í ljós að nafnið Fljótsdalshérað nýtur mests fylgis meðal kjósenda og fékk 689 at- kvæði. Nafnið Sveitarfélagið Hér- að hlaut 263 atkvæði og Egils- staðabyggð 149 atkvæði. Kjósendur gátu einnig komið með tillögur að nafni og mátti m.a. finna í þeim nöfnin Kraka- lækjarþing, Múlaþing, Eiða- þinghá, Lagarbyggð, Jökuldalur og Fellabyggð. Ný sveitarstjórn tekur við völdum um n.k. mán- aðamót og mun hún ákveða end- anlega hvert nafn sveitarfélagið hlýtur. Krakalækjarþing ein af nafnatillögum kjósenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.