Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Jói, það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur þar sem við áttum eftir að gera svo margt saman. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Kristjana, Guðbjörn, Elín, JÓHANN OTTÓ GUÐBJÖRNSSON ✝ Jóhann Ottó Guð-björnsson fæddist á Akureyri 17. júní 1983. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 10. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Guðbjörn Þor- steinsson, f. 1943 og Elín Anna Kröyer, f. 1945. Systkini Jó- hanns eru Margrét, f. 1967, sambýlismaður Magnús Gehringer og Þorsteinn, f. 1969, sambýliskona Ragn- heiður Guðmundsdóttir. Unnusta Jóhanns er Kristjana Árnadóttir, f. 1985. Útför Jóhanns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Margrét og Þorsteinn, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur á þessum sorgarstund- um og blessa allar góðu minningarnar um góðan vin. Árni, Helena, Hlynur og Karen. Að vera ungur er með ýmsu móti. Oftast er leiðin löng. En stundum er tíminn svo skammur að hann dugir hvergi. Hvorki til að ljúka því sem ætla mætti né deila lífsleiðinni með ættingjum, vinum og öðrum sem á veginum kunna að verða. Biðin er þung þegar leiðin vísast stutt og endastöðin er öðru hvoru í sjónmáli í gegnum skin og skúri lífsins. Spurningar svífa stöðugt að um hvort dagur nái að kvöldi og hvort nýr dagur ljúkist upp með líf- ið fullt af nýjum krafti. Það krefst æðruleysis af ungum að lifa við þá spurningu og styrks af nánum að fylgja sporum hans frá einni von til annarrar. Gefa við hvert fótmál en njóta einnig til fulls á svo skömmum tíma þess sem öðr- um er ætlað að eiga til lengri leiðar. Þannig var líf Jóhanns Ottós Guðbjörnssonar og aðstandenda hans eftir að erfiður sjúkdómur sló hrammi um hann á unga aldri. Sí- felld spurning um tíma. Öðru hvoru birti til. Forynjur sjúkleikans viku og nýjar vonir tóku að vakna. Hafði sigurinn unnist og svo virtist um tíma en baráttan var tvísýn. Nú hefur kvöldað í síðasta sinn. Slökkt hefur verið á lömpum en úti við sjóndeildarhringinn heldur morgunsólin áfram að brjóta sér leið í gegnum storma lífsins. Bestu samúðarkveðjur. Sigríður Axelsdóttir og fjölskylda. Elsku frændi okkar er fallinn frá einungis 21 árs að aldri. Hann háði margra ára baráttu við erfiðan sjúkdóm. Jói var langyngstur barnabarna afa og ömmu í Norður- götunni en hann bar það ekki alltaf með sér því oft á tíðum var eins og hann væri bæði eldri og vitrari en við hin. Hann kom því eins og sól- argeisli inn í frændsystkinahópinn, hjartahlýr með bjartan og yfirveg- aðan svip. Og Það kom ekki á óvart að börn og dýr löðuðust að honum. Þetta fann líka hjúkrunarfólkið sem annaðist hann og með þeim varð oft góður vinskapur. Það hjálpaði líka mikið hversu jákvæður og gaman- samur Jói var og eins smitaði hann okkur öll með sínum sterka bar- áttuvilja. Hann áttaði sig líka á því að hann átti góða að sem sáu til þess að hann gæti notið daganna þrátt fyrir veikindin. Foreldra sína mat hann mikils og þau héldu utan um drenginn sinn af mikilli ósér- hlífni. Þá átti Jói margar af bestu stundum lífs síns eftir að hann greindist með krabbamein. Þar má nefna Noregsferð sem hann fór með Kristjönu kærustu sinni í fyrrasumar. Honum var mikið niðri fyrir að segja frá þegar heim kom og skein gleðin úr augum þeirra beggja. Fyrir Jóa var það ómetan- legt að hafa Kristjönu sér við hlið á góðum dögum jafnt sem slæmum og dáðumst við að því hvernig hún stóð með honum allt til dauðadags. Elsku Kristjana, Gubbi, Nanna, Magga, Daddi og Dagný Björk við samhryggjumst ykkur vegna frá- falls Jóa sem fór svo ungur frá okk- ur. Við hin sem fáum að vera hér lengur, okkur ber að fara vel með þann tíma og njóta alls þess sem hver dagur býður upp á. Við geymum minninguna um ljúf- an dreng. Sigríður og Drífa. Elsku Jói. Orð Tómasar Guðmundssonar komu í huga minn er mér var til- kynnt andlát þitt. Svo yndislega æskan úr augum þínum skein. Svo saklaus var þinn svipur og sál þín björt og hrein. Það var þannig sem þú birtist mér í september 2001 er þú gekkst inn á heimili mitt og „húsið“ fylltist af hlýju og birtu. En þannig varst þú einmitt, svo bjartur, hlýr og mikið drengur góður og gekkst allt- af heill. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að ganga veginn með þér, þótt stutt væri. Það kenndi mér mikið, þitt æðruleysi og dugnaður í veikindum þínum sem var löng og kvalafull barátta. Ég kveð þig með orðum Jóhanns Jónssonar Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Kæra fjölskylda og vinir, miss- irinn er mikill, en þegar fram líða stundir þá munu ljúfar minningar koma í stað sársaukans. Með þess- um orðum sendi ég ykkur innilega samúðarkveðju. Megi minning um bjartan og góðan dreng alltaf lifa. Áslaug Kristjánsdóttir. Elsku Jói, það er svo margt að segja frá en orðin bara koma ekki! Tárin renna niður kinnarnar og það eina sem við fáum hugsað er af hverju? Sennilega fáum við því aldrei svarað, en einhver hlýtur þó tilgangurinn að vera. Nú skiljum við loksins máltækið, þeir sem guð- irnir elska mest deyja ungir, þú ert greinilega einn af þeim, því þú varst svo ljúfur, hress og yndisleg- ur í alla staði. Þú varst ávallt trygg- ur vinum þínum og betri vin var ekki hægt að hugsa sér. Við viljum kveðja þig með þessu ljóði, sem okkur fannst lýsa per- sónuleika þínu vel. … Ég er ekki gefin fyrir uppgjöf. Ég berst þar til ég fell. Þetta er styrkur sem mér er í blóð borinn… Það sem máli skiptir er að trúa á meðan þú getur dregið andann eigirðu von. (Cicely Tyson.) Það að eiga ekki eftir að hitta þig aftur, hlæja með þér eða skreppa með þér á rúntinn er svo óraun- verulegt, því það er svo mikið sem við áttum eftir ógert saman, en það gerum við seinna þegar okkar tími kemur. Engillinn okkar, þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Það var sárt að horfa upp á þig svona veik- an, sérstaklega seinustu klukku- stundirnar, en nú vitum við að þér líður vel og að þú ert á betri stað núna, laus við alla verki og vanlíð- an. Við hittumst seinna kæri vinur, vaktu yfir okkur, þín er sárt sakn- að. Elsku Kristjana, Elín Anna, Guð- björn, Margrét, Þorsteinn og fjöl- skylda, okkar innilegustu samúðar- kveðjur, megi algóður guð styrkja ykkur og vernda á þessum erfiðu tímum. Þínir vinir Brynjar og Helga. Frá því ég man eftir mér hefur Jói verið hluti af mínu lífi. Alveg frá upphafi var mjög sterk vinátta milli okkar. Við vorum mikið saman og lentum oft í ýmsum uppákomum. Langar mig að nefna eitt af þeim fjölmörgu ævintýrum sem við fé- lagarnir lentum í. Það var einn vetrardag þegar við vorum litlir að við ákváðum að fara niður í bæ. Ekki voru neinar sjálf- rennireiðar til umráða en okkur fannst lítið mál að hjóla. Við settum ekki fyrir okkur að fara niður bröttustu brekkuna í bænum þó ég væri á bremsulausu hjóli. Þegar ég er hálfnaður niður brekkuna ætla ég setja niður fæturnar til að minnka hraðann. Gekk það frekar erfiðlega þar sem mikil snjór var á götunni. Sem betur fer var Jói á undan mér og náði að stoppa um- ferðina á næstu gatnamótum svo ég ✝ Árni Sveinsson,fyrrverandi úti- bússtjóri Lands- banka Íslands, fæddist á Akureyri 19. desember 1933. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut laugardaginn 9. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Björg Vigfús- dóttir húsmóðir, f. 16.2. 1897 á Gríms- stöðum í Þistilfirði í N-Þingeyjarsýslu, d. 19.5. 1972, og Sveinn Bjarna- son, framfærslufulltrúi Akureyr- arbæjar, f. 17.5. 1885 á Illuga- stöðum í Laxárdal í A-Húnavatnssýslu, d. 15.6. 1960. f. 27.4. 1983, Árni, f. 5.4. 1985, og Íris Elísabet, f. 7.2. 1991. Barnabarnabörn: Elvar Örn, f. 17.4. 1995, Erla Rós, f. 2.8. 2000, og Þórarinn Ólafur, f. 31.1. 2002. Árni starfaði í endurskoðunar- deild Landsbanka Íslands 1956 til 1965. Hann var fulltrúi í bók- haldi útibúa bankans 1965 til 1967, deildarstjóri endurskoðun- ardeildar 1967 til 1980, útibús- stjóri í Neskaupstað 1980 til 1987, útibússtjóri á Húsavík 1988 til 1997 og útibússtjóri á Hvols- velli 1997 til 1999. Árni sat í stjórn Sjálfsbjargar 1965 til 1977, var varaformaður Karlakórsins Fóstbræðra 1963 til 1970, formaður Félags starfs- manna Landsbanka Íslands 1971 til 1973, formaður Sambands ís- lenskra bankamanna 1971 til 1973 og í stjórn Norræna banka- mannasambandsins 1971 til 1973. Útför Árna verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Systkini Árna eru Sólveig Ingibjörg verslunarmaður, f. 19.10. 1926, d. 27.3. 1999, og Bjarni, múr- arameistari og kaup- maður, f. 27.6. 1929. Eiginkona Árna var Ásta Ólafsdóttir skrifstofumaður, f. 9.9. 1935, d. 13.1. 1986. Foreldrar hennar voru Ingileif Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 5.6. 1909, d. 5.12. 1993, og Ólafur Einarsson, bóndi og oddviti, f. 30.6. 1902, d. 25.6. 1962. Sonur Ástu og Árna er Ólafur, f. 11.12. 1954. Barna- börn: Ingi Þór, f. 24.3. 1972, Ásta, f. 16.5. 1979, Victor Pétur, Elsku afi, við söknum þín mikið. Maturinn þinn var æðislegur, t.d. beikon og egg á morgnana og alls kyns kræsingar alltaf, þú varst al- gjör snillingur í eldamennskunni og hafðir svo gaman af því að elda fyrir okkur barnabörnin þín. Ef maður kom í heimsókn til þín í hádeginu fékk maður ekki að fara fyrr en þú varst búinn að elda handa okkur kvöldmat. Það fór sko enginn svang- ur frá afa. Það er mjög skrýtið að hafa þig ekki lengur hjá okkur, en við erum búin að vita allt þetta ár að þú værir að fara. Í minningu okkar situr þú alltaf í sama stólnum með dagblöðin vinstra megin á stólarminum í réttri röð. Við munum sakna þín alveg rosalega mikið, þú varst svo stór hluti af lífi okkar allra. Guð geymi þig elsku afi. Ástarkveðjur frá okkur barna- börnunum, Ingi Þór, Ásta, Victor Pétur, Árni og Iris Elísabet. Nú er Árni frændi, elskulegur föð- urbróðir oá vit forfeðranna og sann- arlega margs að minnast og þakka á kveðjustund. Við sem eftir lifum er- um þess fullviss að ástvinirnir taki á móti honum og nú lifi hann í Ljósinu milda og bjarta og safni kröftum fyr- ir næstu ferð; sæll. Alltaf munum við hve sæll hann var í sinni og brosið fallegt og kankvíst heima í Brekku- götunni. Árni ólst upp í föðurhúsum hjá foreldrum sínum, þeim Sveini Bjarnasyni, framfærslufulltrúa á Akureyri, og Björgu Vigfúsdóttur kjólameistara, á miklu menningar- heimili þeirra að Brekkugötu 3. Hann var góður félagsmaður og lagði ýmsum merkum málum lið, starfaði m.a. mikið fyrir Sjálfsbjörgu og Landssamband bankamanna. Við minnumst Árna frænda líka fyrir einstaka fagmennsku hans og trúnað sem starfsmanns Lands- banka Íslands og fyrir þá miklu alúð sem hann lagði í samstarf sitt við starfsfólk sitt og við hinn almenna viðskiptavin bankans. Þetta hugar- far hans kemur vel fram í blaðavið- tali við hann frá því hann var útibús- stjóri Landsbankans á Húsavík en þar talar hann um að hann kjósi frekar að taka atvinnurekendur í við- töl og á fundi eftir hádegið á daginn svo að þeir taki ekki tímann frá al- menningi. Árni átti við fötlun að stríða allt frá unga aldri og sú fötlun hafði heil- mikil áhrif á okkur systkinin. Lífstrú hans hélst ætíð ósködduð þrátt fyrir ýmis áföllin á lífsleiðinni og koma orð Henry David Thoreau upp í hugann: Haltu för þinni áfram með þeirri sannfæringu sem draumar þínir hafa gefið þér og lifðu lífinu eins og það háleitasta í sjálfum þér hefur kennt þér. Árni var búinn að eiga við van- heilsu að stríða um árabil en bar sig alltaf vel. Líf hans var samofið starf- inu, fjölskyldu, syni, barnabörnum og vinum og þannig kvaddi hann mannheim, trúr því sem honum var trúað fyrir. Söknuður okkar er mikill en hitt er þó sterkara, það sem hann kenndi okkur og gaf. Far í friði Guðs og manna. Sæll ævinlega, elsku besti frændi. Ingibjörg og Björg Bjarna- dætur (Stúlla og Didda). Þegar Árni Sveinsson er kvaddur hinstu kveðju er margs að minnast. Ekki vorum við þó æskufélagar en við hittumst fyrst á stúdentsárum mínum milli 1960 og 1970 og síðan alltaf af og til bæði hérlendis og í Danmörku. Árni varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni vorið 1956 en hann var Akureyring- ur að ætt og uppruna að því að ég best veit. Hann varð fyrir því áfalli að missa annan fótinn þegar hann var unglingur og hefur það vafalaust orðið til að breyta mörgu í skóla- göngu hans og lífi. Hann mun hafa átt létt með nám en að stúdentsprófi loknu fór hann að vinna í Lands- banka Íslands og starfaði við þá stofnun allan sinn starfsaldur. Það var í félagsskap eldri Laug- arvatnsstúdenta sem leiðir okkar lágu saman. Við Matthías Kjeld bekkjarbróðir hans deildum íbúð saman í nokkur ár og var Árni þar tíður gestur ásamt nokkrum öðrum sem of langt yrði upp að telja. Var Árni mikill aufúsugestur því hann var skemmtilegur, söngmaður ágæt- ur, glæsimenni hið mesta þótt fatl- aður væri og var gæddur fleiri góð- um góðum eiginleikum. Á einum þessara vinafunda man ég að ung kona sagði við mig: „Páll, líttu á hann Árna Sveinsson núna. Getur maður hugsað sér að drottinn hafi nokkurn tíma skapað fallegri mann?“ Það var satt að Árni bar glæsileikann í bak og fyrir meðan margur maðurinn með báða fætur heila afskræmdi vöxt sinn með klunnalegu göngulagi en Árni gekk hnarreistur og djarf- mannlegur hvar sem hann var. Og málrómur hans var tiginn og falleg- ur. Þess er áður getið að Árni starfaði við Landsbankann og var í endur- skoðunardeild þegar ég man fyrst eftir. Það mun hafa verið stjórn bankans eða Lúðvík Jósefsson sem var um hríð í bankastjórninni sem átti þá hugmynd að Árni myndi vera heppilegur útibússtjóri og varð Árni útibússtjóri á Neskaupstað 1980, síð- an á Húsavík og síðast á Hvolsvelli uns hann lét af störfum. Störf banka- stjóra eru vandasöm en Árni mun hafa leyst þau vel af hendi. Skal til dæmis um það nefna að einu sinni átti ég erindi við kaupfélagsstjórann á Húsavík og spurði ég hann í leið- inni hvort hann þekkti ekki Árna. Hann hélt það nú og sagði þessi orð sem mér urðu minnisstæð: „Það var mikil gæfa fyrir okkur þegar hann kom í þetta byggðarlag.“ Í bankanum var hann líka kosinn í stjórn starfsmannafélagsins og einu sinni var hann formaður Sambands íslenskra bankamanna svo að hann naut trausts sem bankamaður bæði innávið og útávið. Í Kaupmannahöfn var hann eitt ár við starfsþjálfun í banka og eignaðist hann þar góða vini. Einn af þeim var Ole Bisgaard sem starfaði við Det Berlingske Hus sem gefur út Berlingske Tidende og fleiri blöð. Vorum við einu sinni boðnir heim til Ole þegar ég var í Kaupmannahöfn og var það allgóður fagnaður. Það mun hafa verið um þetta leyti sem ég orti þessa vísu ÁRNI SVEINSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.