Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fljót, fljót, pillurnar mínar, nei, nei, ekki Magnylið, þær bláu, manneskja. Hvað geta Íslend-ingar lært af ný-sköpun í ferða- þjónustu í Lofoten í Noregi eða í hátækniiðn- aði í Austurbotni í Finn- landi? Þessar spurningar verða ásamt fleirum til umræðu á samnorrænni ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri á föstu- dag, en hún er á vegum Rannsóknastofnunar Há- skólans á Akureyri, Byggðarannsóknastofn- unar Íslands og Impru, nýsköpunarmiðstöðvar. Þar verða kynntar niður- stöður rannsókna á at- vinnuþróun og nýsköpunarstarfi í landsbyggðarhéruðum á Norður- löndum og sagðar reynslusögur af þróunarverkefnum og stefnumót- un á þessu sviði. Rannsóknastofn- un Háskólans á Akureyri stýrir norrænu verkefni sem snýst um upplýsingaöflun og greiningu á nýsköpunarumhverfi ákveðinna atvinnugreina á landsbyggðar- svæðum á Norðurlöndum, „Ný- sköpunarkerfi á landsbyggðar- svæðum“ nefnist það og er stærsta verkefni á þessu sviði sem starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að á árinu. Ráðstefnan er haldin í tengslum við það verkefni. Nýsköpun, ekki síst í tengslum við umræðu um stöðu lands- byggðarhéraða, hefur fengið nokkra athygli undanfarin misseri og hefur ekki hvað síst birst í efl- ingu og endurskipulagningu í þjónustu við frumkvöðla og at- vinnulíf. Nú þykir mönnum eðli- legt að skoða hvað gert hefur ver- ið í löndunum í kringum okkur, draga lærdóm af reynslu ná- grannalandanna. Á ráðstefnunni gefst fólki nú tækifæri til að heyra um hvað gert hefur verið til að efla atvinnulíf í landsbyggðarhéruðum granna okkar á Norðurlöndum. „Við höfum kynnst því í gegn- um samstarfsaðila okkar á öðrum Norðurlöndum að þegar horft er til byggða- og atvinnuþróunar standa þau frammi fyrir svipuðum vandamálum og við,“ sagði Björn Gíslason, verkefnastjóri hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð. „Far- ið hefur verið í mismunandi að- gerðir á Norðurlöndunum til að sporna við þróun síðustu ára og ég tel það mjög áhugavert fyrir okk- ur að kynnast reynslu hinna land- anna og bera saman við okkar eig- in. Niðurstöður rannsókna á nýsköpun á landsbyggðarsvæðum þar er að mínu mati kærkomið innlegg í umræðuna hér.“ Elín Aradóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, tekur í sama streng, segir nágrannalöndin standa frammi fyrir áþekkum úrlausnar- efnum og við þegar litið sé til byggða- og atvinnuþróunar. Þar hafi ekki síður en hér á landi orðið fækkun íbúa í landbúnaðarhéruð- um. Störfum hafi fækkað í land- búnaði og sjávarútvegi og vaxandi hluti vinnuafls starfi í ýmsum þjónustugreinum. Stuðlað að fjölbreyttari bú- setu og öflugra atvinnulífi „Atvinnulíf á þeim svæðum sem hafa verið hvað háðust frum- vinnslugreinunum hefur því tekið miklum breytingum. Nágrannar okkar hafa líkt og við leitað leiða til að takast á við þessar breyt- ingar, m.a. með aðgerðum sem ætlað er að efla nýsköpun í at- vinnulífi á landsbyggðinni,“ sagði Elín. Því væri forvitnilegt að kynna sér hugmyndafræði og reynslu þeirra sem starfa að þess- um málum ytra með það að mark- miði að afla þekkingar sem nýst getur í þróunarstarfi hér heima. Björn nefndi að á liðnum árum hafi menn gjarnan tengt byggða- þróun og nýsköpun sterkt saman. „Með því að ýta undir nýsköpun á landsbyggðinni er verið að stuðla að fjölbreyttari búsetu og öflugra atvinnulífi á landsbyggðinni en öflugt atvinnulíf er ein af megin- forsendum búsetu,“ sagði hann. Unnið hefur verið að ýmsum verkefnum á undanförnum árum hér á landi til að ýta undir nýsköp- un á landsbyggðinni og hefur Impra rekið fjölmörg stuðnings- verkefni fyrir frumkvöðla og fyr- irtæki á landsbyggðinni með það að markmiði að auka nýsköpun og bæta rekstur fyrirtækja. Sem dæmi um útkomuna nefndi hann að stofnað hefði verið til nýrra fyr- irtækja, nýjar vörur komið fram í kjölfar vöruþróunar, rekstur end- urskipulagður og þá hafi verið teknar upp nýjar eða breyttar framleiðsluaðferðir. „Fjölmörg fyrirtæki á lands- byggðinni eru virk í nýsköpunar- starfi, bæði stór og smá og í öllum atvinnugreinum,“ sagði Elín. Hún nefndi eflingu kornræktar í land- búnaði sem dæmi, nýtingu beina- garða og afskurðar til þróunar á nýjum vörum í fiskiðnaði sem og þróun í ferðaþjónustu bæði hvað varðar afþreyingu og menningar- tengda ferðaþjónustu. Þetta væru dæmi um svið sem fyrirtæki á landsbyggðinni hefðu beint sjón- um að hvað nýsköpun varðar. Elín nefndi að samkvæmt nýrri könnun RHA á tveimur völdum landsbyggðarsvæðum hefði eitt af fjórum fyrirtækjum á svæðunum tekið þátt í nýsköpunarstarfi á undanförnum tveimur árum. Margt benti þó til að fá þyrfti fleiri, einkum smærri fyrirtæki til aukinnar þátttöku í slíku starfi. Fréttaskýring | Nýsköpun á landsbyggðarsvæðum Svipaður vandi á Norðurlöndum Fjölmörg fyrirtæki á landsbyggðinni eru virk í nýsköpunarstarfi Kornskurður á Þorvaldseyri í Rangárþingi. Virkja þarf fleiri smærri fyrirtæki til þátttöku  Aukin kornrækt í landbúnaði, nýting beinagarða og annars af- skurðar til að þróa nýjar vörur í fiskiðnaði, sem og þróun ýmiss konar afþreyingar- og menning- artengdrar ferðaþjónustu eru dæmi um nýsköpun í hefð- bundnum atvinnugreinum á landsbyggðinni sem vel hefur tekist til með. Fjöldi fyrirtækja á landsbyggðinni tekur þátt í ný- sköpunarstarfi, en helst þyrfti að virkja smærri fyrirtæki til þátt- töku. maggath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.