Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 4
Vilhjálmur keLsarl, fjugurra ára famall i matrósafötum mikla athyj, a málsókn gæti hæglega, jafl.-ei þótt hún bæri árangur, vakið slíka athygli, að það kæmi keisaranum illa. „Hvað eigum við að gera?” — spurði Novak. „Það verður að gera eitthvað.” Ég stakk up'p á því, að keisarinn skrifaði skýring- ar á sambandi Eiínu. við móðurina, og .þessar skýringar yrðu birtar í . Englandi og Þýzkalandi. Nowak leizt vel á þessa hugmynd, — og hann gekk cnn lengra. „Við gæt- um gefið bréfin út á þýzku,” — sagði hann, — „og keisarinn gæti skrifað formála að þeirri útgáfu.” Ég hélt aftur til Englands og Nowak slóst í för með mér. Við hittum að máli Sir Frederick Mac- miljan, útgefanda bréfanna. Hann Viidi allt fyrir okkur gera, og 24. nóvember fór ég með Nowak til Doorn. Keisarinn féllst á tillögu Nowaks og áður en sextán dagar voru liðnir frá þvf að ég hafði snætt með Kiihlmann hafði erf- itt og viðkvæmt mál verið leitt til lykta á farsælan hátt. Við þetta tækifæri talaði ég ekki vlð keisarann, því að hann hafði svarið þess eið að taka ekki á móti neinum brezkum þegni, með- an brezkur her væri kyrr á þýzkri grund. Mér var hins vegar sýnd fyllsta gestrisni, og ég fékk að sjá keisarann nokkrum sinnum, nánast eins og leikara á sviði. Vf- irskeggið fræga var nú orðið grátt og ekki lengur stinnt. Auk þess hafði grátt hökuskegg bætzt við. Herforinginn frá árinu 1905 var orðinn góðlátlegur gamall maðiu-. Ég hvarf ánægður heim aftur, þótt ég fengi ekki að tala við hann, því að ég hafði fengið einkaleyfi til að birta enska þýðingu á for- mála keisarans í blaði mínu, og auk þess hafði mér verið lofað, að strax og brezki herinn væri farinn úr Rínarlöndum, skyldi ég fá fyrsta viðtalið við keisarann, sem hann veitti frá valdaafsali sínu. Formálann fékk ég snemma árs 1929, og hann birtist í Evening Standard í febrúar það ár. Eg leiddi hugann lítið að viðtalinu, sem hafði verið lofað. Blaða- menn allra landa töldu, að neit- un keisarans um blaðaviðtöl væri óhagganleg, og almennt var talið, að ekkert yrði úr viðtali minu. 588 SXJNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Síðustu brezku hersveitirnar héldu frá Þýzkalandi 12. desem- ber 1929. 14. desember var ég lagður af stað til Doorn í boði keisarans. í heimboðinu sagði, að keisarinn vildi þakka mér per- sónulega fyrir þá aðstoð, sem ég hefði veitt í sambandi við for- mála keisarans að bréfum Frið- rikku keisaraynju, hinnar elskuðu móður hans. Doorn er um það bil 20 km. suðaustur af Utrecht og staðurinn er á dæmigerðu hollenzku flat- lendi. Hús keisarans var áður biskupssetur og stendur í litlum garði. Skúraveður var, þegar ég lagði af stað frá Utrecht, en þeg- ar ég kom til Doorn hafði stytt upp. Ég hitti keisarann úti í garð- inum. Hann bar linan hatt á höfði og var klæddur í reiðbuxur og með síða og víða skykkju á herðum. Hann var þá sjötugur að aldri, en leit út fyrir að vera tíu árum yngri. Hann tók mig undir arminn og fór að spyrja mig um skyldmenni sín í Eng- landi. Hann sagði mér, að Bea- trice prinsessa hefði verið sú eina úr brezku konungsfjölskyld- unni, sem hefði skrifað honum samúðarbréf við fráfall keisara- frúarinnar. Við gengum inn í skrifstofu hans á efri hæðinni í turninum, og þar hafði allt verið búið und- ir að taka á roóti brezkum gestí. Á borði skammt frá skrifborðí hans voru myndir af keisaranum í bernsku 1 Englandi: á einnl mjmdinni var hann klæddur í skotapils, á annarri í matrósaföt. En sú myndin, sem hann mat mest, var af honum í kjól, tveggja ára gömlum. Viktorfa drottning hafðí málað þá mynd. Það kom mér ekki á óvart, þegar hann sagöist háfa verið uppáhalds barnabarn- ið. Hann talaði ágæta ensku. Hann talaði hratt og af tilfinningu, og ándlit hans Ijómaði af hrifningu, þegar hann fór að tala sig volg- an. t vissu tilliti var hann erki- þýzkur. Heimili hans var stjórn- að með þýzkri reglusemi. Eigið líf hans var einnig þrautskipu- lagt að þýzkum sið. Hann vaknaði klukkan sjö, var kominn á fœt- ur klukkan átta og fór í langa

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.