Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Qupperneq 8
Sitt af
hverju
um
dýra-
garða
PÝRAGARÐAR hafa aldrei verið til á íslandi, en
engu að síður munu allir hafa heyrt þeirra getið, og
þeir eru margir, sem hafa komið í einhvern dýra-
garð erlendis. Dýragarðar eru hvarvetna í stórborg-
um og þykja þar orðið ómissandi stofnanir. Þeir eru
taldir hafa mikið uppeldislegt gildi, auk annars
gUdis, enda eru vinsældir þeirra alls staðar miklar.
Dýragarðar eru ævaforn fyrirbrigði. Fornegyptar
áttu sér dýragarða, sömuleiðis Rómverjar, og þeir
voru til í hinu forna Kínaveldi. En þessir gömlu
öýragarðar voru ekki vísindastofnanir eins og dýra-
garðar nútímans, heldur munaður auðmanna, og al-
mehningur hafði ekki af þeim nein kynni. Það er
ekki fyrr en á 17. og 18. öld, að áhugi vaknar á dýra-
fræðirannsóknum, og þá fyrst er farið að hugsa dýra-
garða sem þátt í vísindastarfinu. Elzti vísindalegi
dvragarðurinn, sem enn er við lýði, er dýragarður-
inn í London. Hann er stofnaður af Dýrafræðifélagi
Londonar, en tilgangur þess félags var samkvæmt
stofnskránni að efla rannsóknir í dýrafræði og dýra-
sálfræði og kynna nýjar og óvenjulegar tegundir úr
d.ýraríkinu. Félagið skyldi styrkja vísindarannsókn-
ir, gefa út fræðirit um dýrafræði og efna til ráð*>.
stefna og umræðna um þau efni. Hitt var nánast
592 sunnÚdagsblað - alþýðublaðíð
aukaatriði að hafa lifandi dýr til sýnis fyrir almenn-
ing.
Dýragarðar hafa hvarvetna orðið mjög vinsæli’’-
Þejr hafa sprottið upp í stórborgum um allan heim-
Ekkert land mun þó búa eins vel hvað fjölda dýra-
gaiða srtertir og Þýzkaland, en þar eru dýragarðar
til í flestum stórborgum, og venjulega stoít borgar-
búa. Dýragarðsforstjórinn er þar eiginlega engu
þýðingarminni maður í borgarlífinu en sjálfur borg-
arstjórinn. En dýragörðum hefur líka verið komið
á fót í löndum, þar sem í fljótu bragði mætiti ætla að
þeirra væri sízt þörf, t. d. í Afríku og Asíulöndum.
En þar eru það eins og annars staðar borgarbúar,
sem sækja þá, menn, sem ekki hafa mjög mikil
tengsl við náttúruna og dýr í eðlilegu umhverfi-
Dýragarðar eru nefnilega borgafyrirbrigði, enda
hefur því stundum verið haldið fram, að þeir séu
borgarbúum nauðsynlegir Dr. Bernhard Grzimek,
foistjóri dýragarðsins í Fránkfurt í Þýzkalandi er
t. d. þeirrar skoðunar, að borgarbúar verði að fara
í dýragarða til að viðhalda eðlilegum tengslum Vfð
náijúrupa, en gerviumhverfi stórborganna vilj.a _
rjufa þau tengsír1