Sunnudagsblaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Qupperneq 9

Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Qupperneq 9
DESMOND MORRIS deildarstjöri við dýragarðinn i London hefur gert tilraun til að komast að því, hvaða dýr séu vinsælust meðal áhorfenda og hver £éu óvinsælust Hann hefur reynt að fá sem áreiðan- iegastar upplýsingar iim þeitta með skoðanakönnun- um í sjónvarpi og blöðum, fsem hafa náð til mjög niargra, einkum þó barna. Langvinsælustu dýrin rtyndust vera sjimpansar og apakettir, en reyndar var þeim oft ruglað saman í svörunum. Þetta er talið stafa af því, að aþar líkjast mönnum mest af öllum dýrum. í þrlðja sæti kom alþekkt húsdýr, hesturinn, sem reyndar er ekki til nema i fáum dýragörðum. Lernúrapi kemur svo í fjórða sæti, oig panda- björn og brunbjörn í fimmta og sjötta sæti. Vinsæld- ir bjjarnanna stafa eflaust af því, hvc lengi leik- íangabangsar hafa verið framleiddir, cn af þeim sökum líta börn gjarnan á birni sem hálfgerð leik- öýr, þrátt fyrir stærð þeirra. Hvað óvinsældirnar snerti var snákurinn í sér- Hokki. Allt að því þriðja hverjum svaranda var verst við snákinn af öllum dýrum. Dr. Morris telur, a3 óbeit manna á snákum standi mjög djúpum rótum °8 komi snemma fram. Svarendurnir gefa þó upp hinar margvíslegustu ástæður: r— Þeir eru slím- bgir _ þeir eru ógeðslegir — mér býður við þeim hvenær sem ég sé eða heyri minnzt á snák, finnst Jnér hann vera að skríða upp eftir fótleggnura á mér. Dr. Morris telur að snákar séu í augum fólks oft tongdir saur og óhreinindum, og skiptir þá engu bJáii þótt í reynd séu þeir hvorki slímugir né óhrein- jr, heldur þurrir og þrifnir. Ástæður þessarar óbeit- kr manna á snákum telur hann einkum þrjár: upp- c'!disáhrif, trúarbragðalærdómur (höggormurinn í Eden) og vöxtur borgarlífsins, sem á þátt í þvi að %ið eriað lita á snákínn sem tákn hins ókunna og hraeðiiéga. Ðg siðan varpar dr. Morris iram þeirri spiBBiogB, bvort fjór.Öa ástéöwiöi ,getí eMd ejoais verið til að dreifa, hvort ótti manna við snáka getl ekki verið meðfæddur og eðlislægur, alveg eins og hjá öpum. Hann bendir í þessu sambandi á köngul- ærnar, sem koma næst snákunum, á óvinsældalist- arum, en öpum er einnig meðfædd óbeit á þeim. Á hinn bóginn skýrir hann ekki ástæður þess, að óbeit stúlkna á snákum er svipuð á öllum aldri, en óbeitin á köngulóm vex til mikilla muna hjá þeim, þegar þær komast á gelgjuskeiðsaldur. ÁHQRFENDUR sækja auðvitað ekkert síður að bur- um hinna óvinsælustu dýra en hinna vinsælustu. Að- sóknin að þeim, sem éru mitt á milli, er tlltölulega minnst. Fólk fer í dýragarða til að skemmta sér og upplifa spennu af einhverju tagi. Þess vegna eru lika dýr, sem hafa eitthvað fyrir stafni, alltaf vin- sælust, og af sömu ástæðu er alltaf mikil þröng um- hverfis búrin á matmálstímum. Sérstaklega virðist vinsælt að horfa á mörgæsir taka til matar síns („þær eru alveg eins og litlir karlar”, segja margir) og rándýr, en í dýragarðinum í London er einnig mikið fylgzt með ránfuglunum. Sú athygli er þó ný- tilkomin. Snemma þessa árs slapp örn úr búri sínu i dýragarðinum, og síðan hann fannst aftur hafa á- horfendur haft hann í miklum metum og keppast við að vera viðstaddir, þegar honum er gefið æti. En áhorfendur láta sér það oft ekki nægja að liorfa á dýrin éta á matmálstímum. Þeir hafa oft meðferðis ýmiss konar æti, sem þeir gæða dýrun- um á. Þetta hefur valdið svo miklum erfiðleikum, að i mörgum dýragörðum hafa allar slikar matargjafir verið stranglega bannaðar. Dýrin hafa oft drepizt af völdum rangrar fæðu eða sýkzt alvarlega, enda kennir margra grasa í því sem áhorfendur gefa dýr- unum eða þau ná í frá þeim. Sem dæmi má nefna það, sem indverskum fil í dýragarðinum í Rotter- dam var gefjð á eipum sumardegi fyrir fáeinum árum. Sá listi er á þessa leið: ALrf&UBLfBÍTB - eUNNUBACSþfcAÐ 533

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.