Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Side 17

Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Side 17
veggina í strætisvagnabiðskýlum, svo að þau freisti ekki eins skemmdarvarga. Borgarráðsmaðurinn Harry Bill segir: „Það verður að gera eitthvað til að koma í veg fyrir skemmdarverk á þessum bið- skýlum. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé eina leiðin.” En það eru fleiri en opinberir aðilar, sem halda st.undum fast við kynlega stefnu. í lesendabréfi Sun stendur t. d. þetta: „Síðast liðið hálft ár, hef ég velt um kol) ekki færri en fjórum hjólreiðamönn- um. í hvert skipti var það hjólreiðamanninum ein- um að kenna. Framvegis ætla ég að láta þá taka ai'leiðingunum af eigin þjösnaskap og ekki að gera neitt til að víkja undan þeim.” Dýravinir eru margir í Englandi, og að sjálfsögðu leggja þeir talsvert af mörkum til bókarinnar: — „Einu sinni þegar hann þurfti að fara til Ameríku liringdi hann þrisvar sinnum heim til hundsins og borgaði þrjú pund fyrir hvert þriggja mínútna símtal. Hann gaf frá sér „hundahljóð“ í símann, og þegar Daisy þekkti rödd húsbónda síns, sleikti hún símtólið.” cpgir í frá'-övn í DaV-y Mir"or. — Það kemur víðar fram, að hundar eru merkilegar skepn- ur. Og þeir eru siðsamari en sumar manneskjur. Því heldur að minnsta kosti lesandinn fram, sem •skrifaði Daily Mirror ó þessa leið: „Þegar hundur- úin minn sá unga stúlku í topplausum kjól boygði hann höfuð sitt í blygðun." Yfirleitt bera hundar mikið af mönnum. „Hvers vegna er bannað að hafa hunda í húsum, sem leigð eru jneð styrk frá hinu opinbera?” skrifaði maður einn í Reveille. „Hvernig væri að þanna í staðinn þessa sóðalegu leigjendur með lcrakka- hjörð, sem við höldum lífi í með styrkjum? Það er liægt að temja dýr, en ekki þessa krakkafjanda. Börn, sem verða bitin af hundum, eiga það fullkom- lega skilið. Þau spttu að passa á sér puttana iog sjá um sig sjálf. Þau eru ekki ánægð fyrr en þau hafa eyðilagt eitthvað. Þetta allt er ekki hægt að stöðva nema með því að koma vendinum aftur í tízku.” í bréfi í Bedfordshire Times & Standard kemur einnig fram, að hundar eru betri en menn, Jrak, betri en útlendingar. Þar segir: „Fyrst fólk talar svo mikið um það að banna hunda í matvöru- búðum, hvers vegna ér útlendingum þá leyft að sherta matvæli og meira að segja að lykta af þeim, áður tn þeir kaupa vörurnar? Það er þó langtum sóða- legra heldur en að leyfa vel snyrtum hundi að ganga um búðina.” — Yfirleitt kemur það fram í lesanda- bréfum, að útlendingar standa langt að baki inn- freddum Englendingum. t einu slíku bréfi er t. d. afhjúpuð blekkingin um matargerðarlist Frakka. f'ar segir: „Ástæða þess, að Frakkar búa gjarnan lú ýmis konar kássur, er sú, að þeir geta ekki fengið eins gott kjöt og fæst í Englandi — enda vissu þoir ekki heldur, hvernig ætti að matreiða Það.” — Það fer yfirleitt ekki á milli mála, hvaða hjóð er merkilegust í þessum heimi. Sa'mkvæmTT' „Þegar hund- urinu minn sú unga stúlku í topplausum kjól beygði hann höfuð sitt í blygðun.“ VTestern Mercury & Somersetshire Herald svaraði J. Simpson, majór, formaður flokksfélags í íhalds- flokknum spurningu blaðsins á þessa leið: „Svar mitt skal vera stutt. Við erum ágætasta þjóð í heimi og höfum alltaf verið það. Við erum hin útvalda þjóð. Um það er ég sannfærður." Trúmál koma nokkuð við sögu í bókinni. — í Manchester Evening News segir t. d.: „Auðvitað trúum við Englendingar á Guð. Það höfum við allt af gert, en hitt skiptir meira máli, að hann trúir á okkur. Hvernig hefðum við annars getað byggt' upp voldugt heimsveldi?” — Generalmajór D. M. Wimberley er meðal þeirra Englendinga, sem trúa á Guð, en samband hans Við himnaföðurinn hefur þó verið með nokkuð sérstökum hætti. Hann segir: „Þegar ég var með iherfylkinu í orrustunni, bað ég' til Iguðs á kvöldin og fól herfylkið á hendur honum. Þegar ég vaknaði um morguninn tók ég síðan aftur' við því.” Það væri endalaust liægt að taka upp klausur úr þessari bók, en að endingu er rétt að nefna tvær, sem eiginlega eru rr^eira átakanlegar en skemmti- legar. Sú fyrri er tekin úr Daily Mirror: „Douglas Fairbairn, sem er 21 árs igamall, helti sjóðand ivatni' yfir höfuð móður sinnar, áf því að hann hélt að móðirin hefði vanrækt að senda eftir manni til að gera við sjonvarpstækið.” — Og hin tilvitnunin er úr Daily Herald: „Lítill drengur með stór, starandi augu togaði í kápu móður sinnar og spurði: „Af hverju erum við hérna, mamma?” Þau stóðu mæðginin og biðu fyrir utan Wandsworth fahgelsið eftir því, að Victor Terry yrði hengdur. Þetta var í ánnáð skiþti, sem Leslie litli Hargraves, fjögurra ára, hafði staðið meðal þeirra, sem biðu eftir af- töku.' „Hann gleýmir þessu áldrei,” sagði móðir hán's'." „Háiin ér álltaf' áð spyrjá. Og' þégar hánn sfækkáf,' véf'ðuf 'hönúm ljos gféinármúhúr góðs og* iITkr’~ .- • '•i' ' - ' •' • • ••-'-' ALÞÝBTJBLAÐIÐ - SUNNXJDÁGSBLAÐ gQl

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.