Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 20
sem er sjaldgæf meðal Engilsaxa.
Hann lét ekki aðeins í té sælgæti
og lesefnij heldur einnig franska
fyndni, svo að frönskumælandi
mennirnir veltust um af hlátri.
Þegar liann kom að sæti Kens,
talaði hann ensku, en ungi mað-
urinn hristi höfuðið.
Hann var á leið að fara út úr
vagninum yi'ir í næsta vagn, þeg-
ar unga nunnan sagði eitthvað
við Kann á frönsku. Hann nam
staðar og rótaði í blaðabunka á
vagninum. Hann rétti nunnunni
eitt blaðið, nefndi verðið og hún
fékk honum smápeninga úr lít-
illi svartri buddu, sem hún dró
fram úr búningi sínum.
Þegar blaðasalinn var farinn
átti Ken erfitt með að stilla sig
um að líta yfir ganginn til að
sjá, hvaða blað nunnan væri að
lesa. Hánn reyndi að gizka á það
með' 'sjáifum sér, en haínaði cinu
af öðru af vinsælustu tímaritum
í Kanada og Bandaríkjunum, því
að honum fannst ekki neitt þeirra
vera þannig, að nunnu gæti lang-
að til að lesa það.
Þegar lestin ihægði ál sér við
næstu smástöð hallaði hann sér
lit yíir sætið og þóttist vera að
Korfa eftir ganginum aftur í
vagninn. Um leið og hann rétti
úr sér aftur, gægðist hann utan
á blaðið, sem nunnan var að
lesa. Það var bandarískt útivist-
arblað: Óbyggðir og ár.
í fyrstu fannst honum þetta
val hénnar á lesefni vera kyn-
legt, en þegar hann fór að hugsa
um það, datt honum í hug, að
þetta væri cinmitt blað af því
tagi, sem hún læsi. Það væri
tryggt, að það setti hana ekki úr
jafnvægi eða særði tilfinningar
liennár.
Þegar lestin fór aftur af stað,
opnuðust dyrnar svo að hann sá
hana -ekki. Unglingur í vinnu-
skyrtu, gailabuxum og háum lcð-
urstígvélum og með gítar í hend-
inni kom inn í vagninn og stefndi
að auðu sæli í hinum enda vagns-
ins. Ken þakkaði forsjóninni fyr-
ir að hafa látið nunnurnar setjast
í sætið gegnt sér, en ekki gít-
arleikarann.
Úti fyrir, þeim megin sem
nunnurnar sátu, tóku víðáttu-
mikljr akrar við af skógarhæðun-
um, og handan þéirra sást djúpur
blámi hafsins. Sums staðar gat
hann séð segl fiskibáta úti við
sjóndeildarhringinn. Þar sem
strandlengjan sveigði inn í land-
ið í átt að lestinni, komu nokk-
ur timburhús í ljós. Á strönd-
inni gkammt frá þeim sáust hjall-
ar, þar sem þorskflök hengu til
þessir í sólinni.
Hann spurði McGuire: Hvað er
þetta þarna? Er það St. Lavv-
renceflóinn?
— Nei, Chaleurflói, svaraði Mc
Guire og leit í þá átt sem Ken
benti. Síðan sneri hann sér aftur
við og lét höfuðið hvíla á sætis-
bakinu.
Ken horfði lengi á ungu nunn-
una. Þótt andlit hennar sæist
ekki, vissi hann, að hún varð
þess vör, að hann starði á hana.
Hann brosti að því að sjá, að hún
hafði nú fæturna dregna inn und-
ir sætið. Hin nunnan/ sem svaf
með andlitið frá glugganum, var
gömul kona á sjötugs aldri.
Gítarleikarinn sló nokkra
strengi á hljóðfærið og síðan fór
hann að syngja á frönsku. Rödd
hans var hvell og nefkveðin. Unga
nunnan leit aðeins upp úr blað-
inu og brosti til Kens um leið
og hún hélt lestrinum áfram.
— Eg er fcginn að hann skuli
vera í hinum endanum á vagnin-
um, sagði hann.
Hún leit á eldri nunnuna áður
en hún svaraði: — Fellur yður
ekki gítarspil? spurði hún. Hún
talaði með áberandi frönskum
hrcim.
— Ekki eins og það cr hjá hon-
um vini okkar þarna, sagði hann.
— Hann gerir sitt bezta, svaraði
hún og brosti. — Gítar er að verða
vinsælasta hljóðfærið í Quebcc.
Einu sinni var það fiðlan, en ungu
kynslóðinni þykir liklega auðvcld-
ara að leika á gitar.
— Það hugsa ég, sagði hann og
horfði á fagurmótaða höku henn-
ar. Á efri vörinni vottaði aðeins
fyrir hýjung, sem sást einungis
af því að hún notaði engin feg-
urðarlyf.
Hún ætlaði að halda áfram að
lesa, en hann sagði: — Segið mér,
systir, — hvers vegna lesið þér
karlmannablað?
Hún hélt blaðinu upp og fletti
því. — Mér þykir gaman að lesa
um útilíf.
— Það er fullgild ástæða, sagði
hann. — Eg hélt að þér hefðuð
valið það af því að það væri
meinlaust og ekki líklegt til að
angra samvizkuna.
— Guð hjálpi mér, nei, hálf-
hrópaði hún og hló lítils háttar.
— Annars er ég talsvert fyrir
veiðar.
— Þér, sagði hann undrandi og
gat ekki fundið neitt samband
milil köllunar hennar og veiði-
mennsku.
— Já, finnst yður það skrýtið?
Hann samsinnti því: — Ég er
hræddur um að ég viti ekki mik-
ið um klaustralíf, svaraði hann
síðan.
— í St. Sulpice, þorpinu þar
sem við komum í lestina — þar
vciddi ég oft. Það rann lækur
um Iandareign klaustursins og í
þessum læk var mikið af sil-
ungr.
— Þér talið eins. og þér séuð
íarin þaðan?
Hún leit aftur á eldri nunn-
pna. — Já, ég hef vei-ið send til
klausturs í New Brunswick til að
kenna í skóla, sem regla mín rek-
ur þar. Það er á stað, sem cr
kallaður St. Gregorie.
— Það vei-ða viðbrigði, er ekki
svo?
— Jú, og ekki í alla staði til
hins betra. Mér féll mjög vel í
St. Sulpice.
— Saknið þér veiðanna?
— Já, og annarra hluta.
. — Mér þykir undai-legt, að þcr
skulið hafa valið svona líf: að
gangast af fúsum vilja inn á að
fara hvert sem þér eruð send,
að lifa eins og yður er fyrir-
skipáð að lifa.
— Það er mitt að ákveða, hvað
er bezt íyrir mig.
— En finnst yður líí yðar ckki
vera — forheimskandi? Hann gat
fundið McGuire kippa í hand-
legginn á sér með vanþóknun, en
hann sinnti honum ckki.
Nunnan hló afur léttum, mild-
um hláiri. — Nei, alls ekki. Þetta
er köllun mín. Eg er mjög ánægð
með hlutskipti mitt.
— Þetta svarar því cflaust,
sagði hann.
Hvort scm þaö stafaði af því.
604 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLADID