Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að er ekki hægt að saka fjöl- miðla um að vera að ganga er- inda hryðjuverkamanna í Írak og annars staðar þegar þeir birta myndir af gíslum þeirra og fórnarlömbum. Fjölmiðlar verða hins vegar að sýna mikla nærgætni í umfjöllun um gísla og örlög þeirra. Þetta er skoðun Niks Gowings, fréttalesara hjá BBC World-sjónvarpsfréttastöðinni, en hann var í heimsókn á Íslandi nýverið. Málefni gísla í Írak hafa undanfarna mánuði verið mjög til umræðu en sumir hópar mannræningja hafa tekið upp þann sið að senda frá sér myndbönd þar sem fórnarlömb þeirra sjást grátbiðja sér griða. Hafa mannræningjarnir síðan einnig sent frá sér hroðaleg myndbönd þar sem sjá má hvar þeir taka gísla sína af lífi. Þessar myndir hafa skiljanlega vakið sterk viðbrögð og m.a. kallað á umræður um hlutverk fjölmiðla í þessu sambandi. Sú spurning vaknar hvort fjölmiðlar séu að rétta hryðjuverkamönnum hjálparhönd er þeir birta myndir sem þessar; markmið mannræningjanna sé jú m.a. það að vekja hroll meðal fólks á Vesturlöndum. Nik Gowing, sem er einn af þekktari fréttaþulum BBC World sem berst til um 270 milljóna manna í 200 löndum, sagði í samtali við Morgunblaðið að BBC hefði mótað þá stefnu að birta aðeins eina ljós- mynd af gíslum en ekki heil myndskeið þar sem greina má angist þeirra. „Við tókum þá ákvörðun að suma hluti væri betra að sýna ekki. Sumt er bara of hroðalegt til að hægt sé að sýna það,“ segir hann. Eftir sem áður sé um fréttir að ræða sem fjalla þurfi um. Áhersla sé lögð á það hjá BBC að gera það á sem smekklegastan hátt, fórnarlömbin verði að fá að njóta mannlegrar reisnar. Segir Gowing að það ríki um það gagnkvæmur skilningur milli breskra sjónvarpsstöðva að ekki sé hægt að láta lögmál samkeppninnar ráða í tengslum við birtingu mynda sem þessara. „Við verðum að gæta velsæmis, bæði gagn- vart áhorfendum en þó einkum gagnvart fórnarlambinu,“ segir hann og bætir því við að myndböndin séu fyrst og fremst staðfesting á því að hræðilegur atburður hafi átt sér stað. Vekur Gowing sérstaka athygli á því að margar af arabísku sjónvarpsstöðvunum gæti einnig æ meiri varkárni í þessum efn- um. Fjölmiðill er „dyravörður“ „En stefna okkar hjá BBC er líka sú að vera sífellt að endurskoða stefnu okkar,“ segir Gowing síðan. „Það er nýr veruleiki runninn upp og við erum öll að reyna að fóta okkur við breyttar aðstæður.“ Það eru einmitt hinar breyttu aðstæður í fjölmiðlun sem hafa verið Gowing ofarlega í huga undanfarin ár og hann var staddur hér á Íslandi nýverið í þeim tilgangi að ávarpa fund Alþjóða Rauða krossins um þessi efni. Gowing segir að eðli fjölmiðlunar hafi tekið stakkaskiptum á síðustu árum. „Allt snýst þetta um hversu áreiðanlegar upp- lýsingar eru,“ segir Gowing. Spurningin sé sú hvernig fjölmiðillinn sannreynir upplýs- ingar, áður en hann birtir þær, það sé nefnilega á hans ábyrgð að gera allt sem í myndavél, h inga og þátt að þetta val um eiginleg fyrir ákveðn ig við förum berast, hver um að upplý anlegar? Hv þær fljótt o koma þeim hans valdi stendur til að áhorfandinn fái réttar upplýsingar. Gowing segir að þetta sé hins vegar ekki alltaf auðleyst verkefni. Notar Gowing hugtakið „dyravörður“ [e. gatekeeping] um hlutverk fjölmiðlamanna í dag. „Þetta er ekki eitthvað sem fólk hugsar markvisst um en staðreyndin er sú að fjöl- miðlafólki hefur fjölgað margfalt með nýrri tækni, við erum í raun öll fjölmiðlafólk í dag. Maður sem ber farsíma eða stafræna „Við erum í raun öll fjölmiðla- fólk í dag“ Stafrænar myndavélar og farsímar hafa valdið straumhvörfum í miðlun upplýsinga. Breski sjón- varpsfréttamaðurinn Nik Gowing segir í samtali við Davíð Loga Sigurðsson að nýr veruleiki geri auknar kröfur til blaða- og fréttamanna. HRYÐJUVERKAMENN hafa áttað sig á því að ein mynd svo áhrifarík að kalt vatn renni milli skinns og hörunds á er statt í veröldinni. Þessi áhrif – efnis sem auðvelt er nú færi, m.a. á Netinu – færa hryðjuverkamönnum öflugt ný Þetta segir Michael Ignatieff, framkvæmdastjóri Carr við Harvard-háskóla, í grein í New York Times Magazin menn nútímans eru líka leikstjórar,“ segir Ignatieff en g mannræningja í Írak hafa lýst því hversu mikla áherslu m sviðsetja upptökur með gíslinum þannig að myndirnar yr „Það er erfitt að hugsa um þessa hluti,“ segir Ignatieff einhverri hringiðu en skiljum ekki eðli hennar. Það eina erum að hluta til samsek. Sjónvarpsfréttastjórar sleppa þ allra versta en þróunin undanfarin 25 ár er sú að hlífa ok sjáum við raunverulegar manneskjur grátbiðja sér griða hryðjuverka og virkar líka sem klám: vekur fyrst forvitn þess að þeir geti nokkuð að því gert, á eftir fylgir skömm artilfinning; að síðustu eru menn þó kannski hættir að ki ir.“ Ignatieff segir spurninguna siðferðislegs eðlis en veku myndanna er líka áróður af hálfu hryðjuverkamannanna laða til sín aðra róttæklinga sem telji sig eiga Vesturland Draga aðra niður á sitt pl Ignatieff segir íslamska hryðjuverkamenn ekki eina u myndirnar sem bandarískir hermenn tóku af föngum í A að sýna föngunum hvað í vændum væri ef þeir ekki reyn ræðisríki geta verið alveg jafnvægðarlaus og harðstjórn menn hafa ekki hagað sér sem englar í stríðinu gegn hry Markmið hryðjuverkamanna eins og Abu Mussabs al-Z okkur hin niður á sama plan og hann sé á, þar sem ölllum hversu viðurstyggileg þau eru; enda muni það jafngilda Klámvæðing hryðju „Sumt er bara of hroða það,“ segir BBC-maðu SAMIÐ VIÐ HVERT SVEITARFÉLAG? Hreyfing virtist í gærkvöldi kominá viðræður KennarasambandsÍslands og launanefndar sveitar- félaganna, með undirritun viljayfirlýs- ingar um að ljúka samningum fyrir 20. nóvember, áður en ákvæði nýsettra laga um gerðardóm verða virk. Jafnframt fá kennarar 130.000 kr. eingreiðslu á næstu dögum. Óskandi er að samningar, sem báðir geta unað við, náist á næstu dögum. Tak- ist það ekki, er ástæða til þess fyrir sveit- arfélögin að íhuga tilboð Kennarasam- bandsins, sem fram kom um helgina, að það væri reiðubúið að semja við einstök sveitarfélög um kjör kennara. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagðist líta svo á að umboð launanefndar sveitarfélaganna væri úr gildi fallið eftir að lög voru sett um gerðardóm vegna kjaradeilunnar og það væri ekki lengur krafa KÍ að samið væri fyrir alla kennara í heild. Eiríkur benti á að einstakir sveitarstjórnarmenn, t.d. Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, og Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs í Reykjavík, hefðu komið fram með nýjar hugmyndir til að leysa deiluna og nú gæti þeim gefizt tækifæri til að ræða þær við kennara. Viðbrögð sveitarstjórnarmanna við þessu hafa verið misjöfn. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, sagði hugmyndina frá- leita og að hún lýsti uppgjöf Kennara- sambandsins við að ljúka því verkefni sem því væri ætlað. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga, lét hins vegar hafa eftir sér að samningar við einstök sveit- arfélög kæmu til greina, að því gefnu að af hálfu kennara væri samningaviðræð- um þá ekki heldur miðstýrt frá Reykja- vík. Vilhjálmur kallar það reyndar fram- tíðarmúsík og telur það ekki koma til greina í þessari kjaradeilu. Eins og rakið var í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í gær, eru sterk rök fyr- ir því að núverandi miðstýring sé ein helzta undirrót þess að gersamlega ómögulegt hefur reynzt að ná samning- um milli sveitarfélaganna og kennara. Útspil Kennarasambandsins – sem ber vott um afstöðubreytingu af þess hálfu – var því engin uppgjöf, heldur fullkom- lega heiðarleg tilraun til að leysa kenn- aradeiluna með samningum. Það er hins vegar ekki óeðlilegt að sveitarfélögin telji það forsendu fyrir því að fallast á þessa tillögu, að viðræðunum verði ekki heldur miðstýrt af hálfu Kenn- arasambandsins. Eins og bent var á í Reykjavíkurbréfi í gær, verður að gera ráð fyrir að semji sveitarfélögin hvert fyrir sig við sína kennara, séu t.d. ákvæði um vinnutíma og vinnufyrirkomulag ekki þau sömu alls staðar. Aðstæður eru mis- munandi eftir stöðum og sveitarfélögin hljóta því að sjá sér hag í slíku. Það er mikið til vinnandi að reyna að ná friði um skólastarf í landinu, ekki að- eins í þessari kjaradeilu, heldur til fram- búðar. Núverandi kjaradeila sýnir að miðstýrðar samningaviðræður hafa gengið sér til húðar. Sveitarstjórnarmenn bera ábyrgð gagnvart íbúum sveitarfélaganna; ekki sameiginlega heldur hver sveitarstjórn gagnvart fólkinu sem kaus hana til valda. Með því að hvert sveitarfélag axli ábyrgð á samningum við kennara fær sú spurn- ing jafnframt meira vægi hvort íbúar sveitarfélagsins telji æskilegra; að spara í framlögum til grunnskólans eða leggja meira af mörkum til þess að geta haldið í hæfa kennara og laðað nýtt og hæfileika- ríkt fólk til liðs við skólana. Sveitar- stjórnarmenn verða að geta horfzt í augu við kjósendur sína og axlað sjálfir ábyrgð á því að tryggja sem bezta menntun í sinni heimabyggð. Það dugir ekki að vísa ábyrgðinni frá sér til fjarlægrar launa- nefndar. ORRUSTAN UM FALLUJAH Bandarískar og íraskar sveitir kváðustí gær að mestu hafa náð stjórn á borginni Fallujah, sem barist hefur verið um undanfarna daga. Orrustan um Fall- ujah markar ákveðin þáttaskil í Írak. Allt frá því að Bandaríkjamenn steyptu stjórn Saddams Husseins af stóli hafa þeir mætt andspyrnu og hefur hún vaxið jafnt og þétt. Andspyrnumenn hafa reynst sér- staklega öflugir í Fallujah og hefur borgin verið á valdi þeirra frá því skömmu eftir að öryggismál í Írak voru að nafninu til látin í hendur Íraka í apríl. Það er því ekki að undra að borgin hefur verið kölluð hjarta andspyrnunnar við Bandaríkja- menn. Árás á Fallujah hafði legið í loftinu áður en átökin hófust og hafði straumur flótta- manna legið úr borginni. Talið er að af um 300 þúsund íbúum hafi á milli 50 og 100 þúsund verið eftir þegar bardaginn hófst. Erfitt hefur verið að koma hjálpar- gögnum inn í borgina. Í gær komst lest frá Rauða hálfmánanum að sjúkrahúsi í Fall- ujah, en það er lokað af frá borginni og var hjálparstarfsmönnum meinað að fara lengra. Það er ljóst að ekki er hægt að stjórna í Írak á meðan vopnaðar sveitir halda uppi andspyrnu og mannrán og sjálfsmorðs- árásir eru daglegt brauð. Það er hins veg- ar mikið álitamál með hvaða hætti eigi að snúa við þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í Írak frá því að stjórn Saddams Husseins féll. Bandaríkjaher hefur slíka yfirburði í hernaði að hann tapar ekki orr- ustu. Það er því engin spurning um það hvernig bardaginn um Fallujah mun fara á vígvellinum. Mun stærri og mikilvægari spurning er hvaða áhrif þessi orrusta mun hafa á þau markmið að koma á lýðræði í Írak og byggja þjóðfélag landsins upp á nýjan leik. Það segir sína sögu að bandaríski land- herinn hefur nú í fyrsta skipti síðan í Víetnamstríðinu gefið út leiðarvísi um það hvernig eigi að berjast við andspyrnuhópa og uppreisnarmenn. „Gegni Bandaríkin bardagahlutverki til langs tíma gæti það grafið undan lögmæti stjórnvalda [á staðnum] og skapað hættu á að átökin breytist í stríð Bandaríkjanna einna,“ seg- ir í leiðarvísinum, sem greint var frá í fréttum The New York Times í gær. „Bar- dagahlutverkið getur einnig gert menn- ingarhópa, sem eru fjandsamlegir Banda- ríkjunum, enn andsnúnari.“ Það er full ástæða til að velta fyrir sér hvort orðin í bæklingnum eigi við um það, sem nú er að gerast í Fallujah. Haft hefur verið eftir íröskum embættismönnum að Fallujah hafi verið „frelsuð“. Í grein í dagblaðinu Washington Post í gær spyr Wesley Clark, fyrrverandi her- foringi, sem meðal annars stjórnaði herj- um bandamanna í Kosovo, hvort Fallujah verði eins og þorpið fræga í Víetnam; „staðurinn sem við munum eyða til þess að bjarga honum“. Þótt Bandaríkjamenn geti unnið sigur í hverri einustu orrustu er ekki þar með sagt að þeir muni vinna stríðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.