Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 29
DAGBÓK
nammi, namm... | auglýsingasíminn er 569 1111
Jól 2004
kemur laugardaginn 27. nóvember
HREINLÆTISVÖRURNAR FRÁ
Ráðstefna Hollvina hins gullna jafnvægis„Heima og heiman: Samræming vinnuog einkalífs í fjölmenningarsamfélagi“verður haldin á Nordica hóteli á mið-
vikudag kl. 13. Á dagskrá ráðstefnunnar eru erindi
einkum ætluð þeim sem starfs síns vegna geta
stuðlað að bættu starfsumhverfi, auknum sveigj-
anleika og samræmingu vinnu og einkalífs meðal
starfsmanna, s.s. starfsmannastjórum, jafnrétt-
isráðgjöfum og stjórnendum með mannaforráð.
Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavík-
urborgar, segir alþjóðavæðinguna hafa haft marg-
vísleg áhrif á íslensk fyrirtæki. „Annars vegar höf-
um við æ fleiri dæmi um fyrirtæki sem reka hluta
starfsemi sinnar erlendis og senda þangað Íslend-
inga til starfa. Hins vegar hafa líka æ fleiri íslensk
fyrirtæki og stofnanir hérlendis starfsmenn af er-
lendum uppruna,“ segir Hildur. „Íslendingar sem
fyrir eru og starfsmenn sem hafa mótast af annars
konar fyrirtækjamenningu en þeirri íslensku þurfa
þá að aðlagast hverjir öðrum og stjórnendur að
koma fræðslu um menningu, þjónustuhætti og til
dæmis samskiptahætti til nýrra starfsmanna. Ís-
lenskum fyrirtækjum ber samkvæmt lögum að
stuðla að samræmingu starfs og einkalífs hjá
starfsmönnum sínum en þarfir og væntingar
starfsmanna af ólíkum uppruna geta verið ólíkar.
Við þessar aðstæður reynir með nýjum hætti á
starfsmannastjórn í fyrirtækjum.“
Hvernig er hægt að bregðast við þeim vanda-
málum sem við blasa?
„Ég held að fagleg starfsmannastjórnun feli
þann skilning í sér að auka þurfi læsi á aðstæður,
þarfir og markmið fyrirtækisins og um leið að-
stæður, þarfir, hæfni og ólíka eiginleika starfs-
fólksins. Á fjölmenningarlegum vinnustöðum get-
ur þetta orðið flóknara, en um leið er árangurinn af
því að stilla saman starfsfólk með ólíkan bakgrunn
mikill og þekkingarspönn fyrirtækisins getur auk-
ist til mikilla muna.“
Hvernig er hægt að stuðla að bættu jafnvægi
vinnu og einkalífs hjá starfsmönnum?
„Vinnuveitendur geta komið til móts við þarfir
starfsmanna og aðstæður t.d. með því að gera þeim
kleift að draga úr starfshlutfallinu, minnka yf-
irvinnu, stytta vinnuvikuna, leyfa starfsfólki (innan
ákveðinna marka) að ákveða hvenær dagsins það
hefur störf og lýkur störfum eða með því að veita
starfsfólki leyfi t.d. þegar um páska-, jóla- og sum-
arleyfi er að ræða í grunnskóla barnanna. Á fjöl-
menningarlegum vinnustöðum þarf að hafa í huga
að menningarbundnir eða trúarlegir þættir geta
haft áhrif á það hvers konar úrræða er þörf. Betri
skipulagning og skipting verkefna, svo og mögu-
leikinn á að vinna heima fyrir eru ennfremur kostir
sem oft eru skoðaðir í þessu sambandi.“
Mannauður | Ráðstefna um samræmingu vinnu og einkalífs í fjölmenningarsamfélagi
Auka þarf læsi á aðstæður og þarfir
Hildur Jónsdóttir
er fædd árið 1955 í
Reykjavík.
Hún lauk B.A. prófi í
fjölmiðlafræði frá
Danmarks Journ-
alisthøjskole 1988.
Hildur hefur starfað
við auglýsingagerð og
almannatengsl auk
blaðamennsku. Þá
hefur hún verið jafn-
réttisráðgjafi Reykjavíkurborgar frá 1996.
Hildur á 3 börn og maki hennar er Hjörtur O.
Aðalsteinsson héraðsdómari.
Glæpamenn á mótorhjólum
MARGIR sem ég hef talað við eru
mjög ánægðir með aðgerðir lögregl-
unnar á Keflavíkurflugvelli gegn
glæpamönnunum í mótorhjólaklík-
unum. Þær eru mjög ákveðnar og
senda þessu hyski skilaboð um að
því sé hollast að halda sig fjarri. En
menn þurfa að halda vöku sinni. Ég
hef tekið eftir því á spjallþráðum á
netinu að þar eru útsendarar á
þeirra vegum að mæla þessum klík-
um bót. Mér sýnist meira að segja
DV vera fallið fyrir skrúðmælgi
þessara manna. Þar vísa ég í viðtal
við einn klíkumeðliminn í Hrolli sem
er sakleysið uppmálað og heldur því
fram að þeir séu ósköp venjulegir
fjölskyldumenn. Það eru þeir í mafí-
unni líka! Ég trúi ekki einu orði af
því viðtali. Við þurfum að skilgreina í
lögum þessa glæpahópa á þann veg
að dómari geti úrskurðað eigur
þeirra upptækar. Við þurfum að
gera allt til að koma í veg fyrir að
þeir festi sig meir í sessi og að við
fáum „Norðurlanda“ ástand hér á
Íslandi.
Helgi Helgason,
Þinghólsbraut 23, Kóp.
Olíufélögin borgi fyrir
menntun grunnskólanema
ÞAÐ FER hryllingur um mig að vita
til þess að menningarþjóð geti látið
börn sín vera án kennslu vikum sam-
an meðan bruðlað er með fjármagn
almennings af nokkrum olíufélögum.
Ég legg til að settur verði skattur á
olíufélögin og þær tekjur notaðar til
að greiða kennurum launamismun
þann sem upp á vantar til að samn-
ingar takist.
Birkir Baldvinsson, Espigerði 2, Rvík.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Brúðkaup | Gefin voru saman 8. maí
sl. í Keflavíkurkirkju þau Særún Guð-
jónsdóttir og Bjarni Stefánsson.
Ljósmynd/Oddgeir
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. í sal
leikfimi kl. 9 boccia kl. 10 frjáls spila-
mennska, allir velkomnir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna, kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30,
smíði, útskurður kl. 13–16.30, fé-
lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, bútasaumur, samverustund,
fótaaðgerð.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–
12. 15 matur, kl. 13–16.45 brids, kl. 14–
16 samverustund í fjölbreyttu formi,
kl. 15–15.45 kaffi.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30.
Línudanskennsla fyrir byrjendur kl. 18.
Samkvæmisdans, framhald, kl. 19 og
byrjendur kl. 20.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar tví-
menning mánu- og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11,
bókband kl. 10, ullarþæfing kl. 13,
spænska kl. 14. Í Garðabergi er pílu-
kast og spilað brids kl. 13. Tölvur í
Garðaskóla kl. 17.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun,
keramik, perlusaumur og kortagerð,
kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 bænastund.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9– 16, jóga kl. 9– 11. frjáls spila-
mennska kl. 13–16, böðun virka daga
fyrir hádegi. Fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl.
9–16. listasmiðja, frjáls, kynning-
arfundur kl. 10 í Salnum á nýjum þætti
í starfinu: Framsögn og upplestur.
Kaffi og nýbökuð vínarbrauð. Soffía
Jakobsdóttir leikari. Aðstoð við böð-
un. Félagsvist kl. 13.30. Hádegismatur
og síðdegiskaffi. Miðar Edith Piaf
komnir. S. 568–3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun
þriðjudag sundleikfimi í Grafarvogs-
laug kl. 9.30.
Kvenfélagið Keðjan | Fundur verður í
Flugvirkjasalnum Borgartúni 22.
Mánudaginn 15. nóvember klukkan 20.
Gestur fundarins verður Edda Björg-
vinsdóttir.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi,
kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16
kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitinga.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, bókband, myndlist og hár-
greiðsla kl. 9, morgunstund og fót-
snyrting kl. 9.30, handmennt, gler-
bræðsla og frjáls spil kl. 13.
Þórðarsveigur 3 | Vídeó kl. 13.30.
Kirkjustarf
Áskirkja | Hreyfibæn kl. 12–12.45.
KFUM og KFUK | Fundir fyrir stelpur
9.–12 ára á Holtavegi 28 kl. 17.15. Bú-
um til kort með Tiffanys-stimplum. All-
ar stelpur velkomnar.
Langholtskirkja | Kirkjuprakkarar,
starf fyrir 7–9 ára, kl. 15.30–16.30. At-
hugið breyttan tíma. Fjölbreytt starf í
umsjón Ólafs Jóhanns og Guðmundar
Arnar.
Laugarneskirkja | Opinn 12 spora
fundur í safnaðarheimilinu kl. 18. Vinir
í bata. Kl. 20 Tólf spora hópar koma
saman í Laugarneskirkju. Umsjón hafa
Guðlaugur Ólafsson og Hafdís M. Ein-
arsdóttir.
Neskirkja | 6 ára starf kl. 13.40. Sögur,
leikir og föndur. Upplýsingar og skrán-
ing í síma 511 1560. Umsjón Guðmunda
og Elsa. TTT-starf fyrir 10 til 12 ára kl.
16. Leikir, spil, föndur og margt fleira.
Umsjón Guðmunda og Auður.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Brúðkaup | Gefin voru saman í Graf-
arvogskirkju 17. júlí sl. þau Jakobína Ó.
Ólafsdóttir og Þórarinn V. Sigurðsson.
Ljósmynd/Oddgeir
Brúðkaup | Gefin voru saman í
Grindavíkurkirkju 12. júní sl. þau
Petra Rós Ólafsdóttir og Unnar Magn-
ússon.
Ljósmynd/Oddgeir
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is