Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 21
N
ýlega bárust þær
fréttir að í vændum
væri á næsta ári að
sameina Háskólann í
Reykjavík (HR) og
Tækniháskóla Íslands (THÍ) og við
sameininguna yrði til
næststærsti háskóli
landsins með öfluga
tengingu við íslenskt
atvinnulíf eins og það
er orðað í fjölmiðlum
síðla októbermán-
aðar.
Á ráðstefnu Verk-
fræðingafélags Ís-
lands (VFÍ) og
Tæknifræðingafélags
Íslands (TFÍ) um
menntun verkfræð-
inga og tæknifræð-
inga hinn 23. sept-
ember sl. ávarpaði
menntamálaráðherra
ráðstefnuna og ræddi
þar m.a. um sam-
runaviðræður HR og THÍ og sagði:
„Ef af þessari sameiningu verður
er mikilvægt að þeir sem bera hag
tæknifræði- og verkfræðimennt-
unar á Íslandi fyrir brjósti taki hin-
um nýja skóla opnum örmum og
styðji hann í þeirri viðleitni að
byggja upp öflugt nám í þessum
greinum sem stenst samanburð við
það besta sem gerist á þessu sviði.“
Nú þegar sameining HR og THÍ
blasir við og háskólaráð nýs skóla
hefur verið skipað, vill stjórn VFÍ
óska skólunum til hamingu með
sameininguna. Stjórn VFÍ mun hér
eftir sem hingað til leggja sig fram
um að stuðla að öflugu verk-
fræðinámi á Íslandi sem stenst al-
þjóðlegan samanburð. Félagið hef-
ur alla tíð átt gott samstarf við
verkfræðideild HÍ og vonast einnig
eftir góðu samstarfi við aðra þá að-
ila sem af fagmennsku og þekkingu
vilja annast verkfræðimenntun.
Stjórn VFÍ telur nauðsynlegt að
rifja upp og vekja athygli á eft-
irfarandi:
Gæðakröfur verk-
fræðimenntunar
Í apríl sl. sendi stjórn VFÍ
menntamálaráðherra meðfylgjandi
ályktun menntamálanefndar VFÍ
og fylgdi henni eftir á fundi með
ráðherra í september:
„Þekking og kunnátta verkfræð-
inga hefur verið hornsteinn tækni-
framfara í landinu undanfarna ára-
tugi. Almenningur hefur getað reitt
sig á og treyst þeirra faglegu
vinnubrögðum. Grundvöllur þessa
er öflug menntun þar sem veru-
legar kröfur eru gerðar til nem-
anda um að tileinka sér tiltekna
færni og þekkingu.
Menntamálanefnd Verkfræðinga-
félags Íslands (MVFÍ) hefur lengi
staðið vörð um að þessi þekking og
færni sé til staðar. Nefndin hefur
verið umsagnaraðili iðnaðarráðu-
neytisins um hvort einstaklingar
séu til þess hæfir að mega bera tit-
ilinn verkfræðingur. Matskröfurnar
eru opinberar og gegnsæjar og þar
kemur m.a. fram mikilvægi þess að
vel sé vandað til undirstöðu náms-
ins.
Nauðsynlegt er að meta hvort
skólar hér á landi sem bjóða upp á
nám í verkfræði, eða ætla að bjóða
upp á slíkt nám, standist þær kröf-
ur sem gera verður til verkfræði-
náms. Slíkt mat er í samræmi við
stefnu menntamálaráðuneytisins
um gæðamat í skólastarfi og mun
einnig tryggja að nemendur sem
stunda slíkt nám fái greiða inn-
göngu í framhaldsnám við góða
verkfræðiskóla hvar sem er í heim-
inum. Ennfremur geta nemendur
verið vissir um að þeir fái heimild
til að kalla sig verkfræðinga að
loknu meistaraprófi í verkfræði
sem tekið er að öllu leyti eða að
an. Nú ljúka árlega um tvö hundr-
uð nemendur verkfræðiprófi (MS
eða sambærilegu), BS-prófi í verk-
fræði eða tæknifræðiprófi (BS) frá
íslenskum eða erlendum háskólum.
Með sambærilegum nemendafjölda
og nú er í tæknifræði og verkfræði
tekur það okkur 10 til 15 ár að
fjölga stéttunum í hlutfallslega
sama fjölda af þjóðinni og nú gerist
mest í nágrannalöndunum.
Ályktun VFÍ um
einn tækniháskóla
Um árabil hefur VFÍ hvatt til
þess að æðra tækninámi á Íslandi
verði best fyrir komið í einum öfl-
ugum tækniháskóla, til þess að
auka hagræðingu og skilvirkni.
Stjórn VFÍ sendi frá sér ályktun í
apríl sl. sem fór m.a. til mennta-
málaráðherra, en þar sem segir
m.a. „ … lýst er yfir stuðningi við
hugmyndir um að auka stjórn-
unarlegt og fjárhagslegt sjálfstæði
verkfræðideildar HÍ með það að
markmiði að efla starfsemi hennar.
Gæði verkfræðimenntunar á Íslandi
verða best tryggð með því að efla
starfsemi þeirra stofnana sem sinna
tæknimenntun hér á landi og auka
um leið samstarf þeirra á milli. Að-
eins þannig geta þessar stofnanir
verið samkeppnishæfar við erlenda
tækniháskóla“. Ennfremur sagði í
ályktuninni: „Í vísinda- og tækni-
stefnu núverandi ríkisstjórnar er
kveðið á um að endurskilgreina
beri skipulag og starfshætti op-
inberra rannsóknastofnana þannig
að kraftar þeirra nýtist betur.
Stjórn VFÍ telur að í þeirri end-
urskipulagningu eigi
að skoða vel þann val-
kost að byggja upp
öflugan vísindakjarna
með flutningi rann-
sóknastofnana, verk-
fræðideildar HÍ og
tæknideildar THÍ í
Vatnsmýrina.“
Núverandi ákvörðun
um sameiningu THÍ
og HR getur tafið
fyrrgreinda þróun en
getur einnig leitt til
náins samstarfs tæknideildar HR
og verkfræðideildar HÍ og fyrr en
síðar til samruna þessara deilda.
Hagræðing og samkeppni á erlend-
um mörkuðum hefur hvatt íslensk
fyrirtæki í samkeppni til að samein-
ast. Sama hlýtur að eiga við um
menntastofnanir á háskólastigi.
Lokaorð
Í umfjöllun um nýjan háskóla má
ekki slá slöku við þær námsbrautir
sem fyrir eru. Í því sambandi und-
irstrikar stjórn VFÍ þýðingu þess
að kennd verði áfram tæknifræði
og að iðnaðarmenn eigi þess kost
að fara í tæknifræðinám að und-
angengnu fornámi. Á ráðstefnu
VFÍ og TFÍ í haust kom fram hjá
rannsóknar- og þróunarstjórum
Marel hf. og Össurar hf. að skortur
væri á mönnum með verklega þjálf-
un og tæknimenntun fyrir þeirra
fyrirtæki. Atvinnulífið kallar á
menn með hagnýta tæknimenntun
og því þarf skólakerfið að koma til
móts við markaðinn og kall hans á
fjölbreytni.
Eignaraðilar nýs skóla hafa skip-
að háskólaráð til að leiða samruna-
ferlið, ákvarða námsframboð og
skipulag háskólans, inntökuskilyrði
og skólagjöld ásamt því að marka
framtíðarstefnu skólans. Í ráðið
hefur verið skipað hið mætasta fólk
og óskar stjórn VFÍ því allra heilla
í starfi sínu við stefnumótunina.
Lýsir stjórnin sig reiðubúna til
samstarfs og að miðla af reynslu fé-
lagsins til að tryggja að gæði og
færni íslenskra verkfræðinga
standist sem fyrr alþjóðlegar kröf-
ur líkt og félagið hefur gert á und-
anförnum áratugum með góðum ár-
angri með verkfræðideild HÍ í
samvinnu við iðnaðarráðuneytið.
hluta til við þessa skóla og þá að
hluta til við aðra viðurkennda
skóla.
MVFÍ leggur því eindregið til að
nám við alla skóla sem hafa eða fá
heimild til að kenna verkfræði til
B.Sc. prófs hér á landi verði tekið
út og metið af alþjóðlegum við-
urkenndum vottunaraðila. Heppi-
legast er að það sé hin virta banda-
ríska stofnun ABET (Accredition
Board of Technical
Education) sem annist
slíka úttekt. Stofnunin
hefur áður gert slíka
úttekt hérlendis og
njóta úttektir hennar
virðingar um allan
heim.
Alþjóðleg úttekt er
ekki aðeins mikilvæg
fyrir Íslendinga til að
viðhalda kröfum til
hins lögverndaða
starfsheitis verkfræð-
ingur heldur er hún
mikilvæg til að ís-
lensk verkfræði-
menntun og íslenskir
verkfræðingar njóti
trausts á alþjóðavett-
vangi og til að námið hérlendis sé
samkeppnishæft við nám í erlend-
um verkfræðiskólum.“
Grundvallarmenntun
verkfræðinga góð
Á áðurnefndri ráðstefnu VFÍ og
TFÍ um menntun verkfræðinga og
tæknifræðinga í september sl.
ræddi Hilmar Janusson, þróun-
arstjóri Össurar hf., um menntun
og markað. Hann lýsti þar þeirri
skoðun sinni að grundvallarverk-
fræðimenntun á Íslandi væri góð og
stæðist fyllilega samanburð við
menntun annarra þjóða. Í sama
streng tók Kristinn Andersen,
rannsóknarstjóri Marels hf., sem
fjallaði einnig um menntun og
markað. Ummæli þessara tveggja
forystumanna fyrirtækja sem eru í
fremstu röð á sínu sviði og í harðri
samkeppni á alþjóðamarkaði eru at-
hyglisverð og ánægjuleg fyrir VFÍ
og verkfræðideild HÍ, ekki síst með
tilliti til þess að stærstur hluti
tæknimanna fyrirtækjanna fékk
grunnverkfræðimenntun á Íslandi.
Að auki undirstrikuðu þeir Hilmar
og Kristinn mikilvægi þess að
mennta einnig tæknimenn með
góða verklega þjálfum svo og mik-
ilvægi rannsóknarstarfsemi sem
bakhjarls tæknimenntunar og
tæknifyrirtækja sem starfa í land-
inu.
Mikil fjölgun nemenda í verk-
fræði- og tæknifræðinámi
Á ráðstefnunni kom einnig fram
hjá undirrituðum að í dag eru um
3.500 manns á Íslandi með verk-
fræði- eða tæknifræðimenntun, en
samt erum við ekki nema hálf-
drættingar á við nágrannaþjóðirnar
ef miðað er við höfðatölu eins og
venjan er. Í ávarpi mennta-
málaráðherra sagði m.a.: „Við Ís-
lendingar höfum aðeins verið eft-
irbátar annarra þjóða þegar kemur
að tæknimenntun og verkfræði-
menntun.“ Ljóst er að hér er
menntamálaráðherra að vísa til
magns en ekki gæða, enda þótt
skilja hefði mátt ummæli ráðherra
á annan hátt.
Frá árinu 1998 hefur nemendum
í verkfræðideild HÍ fjölgað stöðugt
og sl. 5 ár hafa nær helmingi fleiri
útskrifast en árin fimm þar á und-
Verkfræðimenntun á
Íslandi á krossgötum
Steinar Friðgeirsson fjallar
um verkfræðimenntun og
sameiningu skóla
’Eignaraðilar nýs skóla hafaskipað háskólaráð til að leiða
samrunaferlið, ákvarða náms-
framboð og skipulag háskól-
ans, inntökuskilyrði og skóla-
gjöld ásamt því að marka
framtíðarstefnu skólans.‘
Höfundur er formaður VFÍ.
Steinar
Friðgeirsson
hann er orðinn boðberi upplýs-
ttakandi í fjölmiðlun. Og ég tel
ldi því að við sem vinnum í hin-
gu fjölmiðlum stöndum frammi
num vanda varðandi það hvern-
m með upplýsingar sem okkur
rnig getum við fullvissað okkur
ýsingarnar séu réttar og áreið-
vernig getum við sannreynt
g vel þannig að hægt sé að
á framfæri við fólk sem fyrst?
Hvernig rækjum við hlutverk okkar sem
dyraverðir [e. gatekeepers] af hendi?“
Segir Gowing að BBC World leggi meira
upp úr því að fara með réttar upplýsingar
heldur en að vera fyrst með fréttina. Betra
sé að koma réttum upplýsingum á fram-
færi heldur en röngum og gefa fólki þannig
tilefni til að álykta að tiltekinn hlutur hafi
gerst sem í raun gerðist ekki, eða ekki á
þann hátt sem halda mætti.
Gowing nefnir ýmis dæmi um þann
vanda sem við blasi vegna nýrrar tækni.
Mynd af því þegar bandarískir hermenn
voru að draga Saddam Hussein upp úr
holu þeirri, sem hann hafði falið sig í í Írak,
hafi til að mynda skotið upp kollinum í jan-
úar sl., þremur vikum eftir að Saddam var
handsamaður. „Myndin barst til al-
þjóðlegra fréttastöðva. Við ákváðum hins
vegar að birta hana ekki strax því að fram
kom að hún hefði fyrst birst á ísraelskri
vefsíðu. Og við veltum því fyrir okkur
hvers vegna mynd frá bandaríska hernum
hefði dúkkað upp á ísraelskri vefsíðu; gát-
um við treyst þessum upplýsingum?
Við biðum því í nokkrar klukkustundir
með að birta þessa mynd og unnum að því
á meðan að sannreyna uppruna hennar.
Það er ekki hægt að taka það aftur þegar
búið er að birta slíkar myndir, þegar búið
er að koma upplýsingunum á framfæri.“
Gowing er spurður að því hvað hefði get-
að verið vafasamt við myndina. Hann segir
að vel hefði verið hugsanlegt að um falsaða
mynd hefði verið að ræða, nú orðið sé auð-
velt að breyta ljósmyndum í tölvum.
Gowing hefur dæmi á takteinum um
þetta. Í kosningabaráttunni í Bandaríkj-
unum hafi einhverjir óprúttnir aðilar
skeytt saman myndum af demókratanum
John Kerry og leikkonunni Jane Fonda í
eina; að því er virðist til að koma höggi á
Kerry.
Gowing rifjar líka upp að fyrir fimm ár-
um hafi verið tekin mynd af konungsfjöl-
skyldunni bresku. Þó að engum kunni að
detta það í hug og þó að það skipti ekki
ýkja miklu máli þá hafi verið átt við andlit
alls tólf aðila, sem á myndinni voru. Við-
komandi hafi ekki þótt nægilega brosmild-
ir og glaðlegir á myndinni. „Það er hægt að
hlæja að þessu núna en þetta sýnir samt
þær blekkingar sem hægt er að stunda,
annaðhvort af illum ásetningi eða í því
skyni að hreinsa myndir aðeins til. Við sem
störfum á þessum vettvangi verðum að
vera varkár gagnvart þessu.“
Valdamenn uggandi
Gowing tekur fram að vitaskuld gagnist
ný tækni líka mjög í fjölmiðlun nútímans.
„Auðvitað auðveldar hún okkur starf okkar
mjög. En tæknin veldur okkur einnig
vanda, m.a. í samskiptum við stjórnvöld í
sumum ríkjum. Staðreyndin er sú að tækn-
in, stafrænar myndavélar, veldur því að
stjórnvöld þurfa hugsanlega oftar en áður
að standa skil á hlutum sem átt hafa sér
stað.“
Myndirnar frá Abu Ghraib-fangelsinu í
Írak séu gott dæmi um þetta. Þar hafi her-
menn tekið myndir – þar sem sjá mátti
misþyrmingar á íröskum föngum – sem
síðan hafi valdið miklu pólitísku uppnámi í
Bandaríkjunum. Ný tækni valdi því ráða-
mönnum áhyggjum, þeir séu vanir því að
geta haft stjórn á upplýsingaflæðinu, ekki
síst á átakasvæðum. „Margir á þeim vett-
vangi eru því uggandi. Hér eru öfl komin til
sögunnar sem menn ráða ekkert við,“ segir
Gowing. Slíkt geti haft áhrif á afstöðu
þeirra, sem og hermanna á vettvangi, til
allra sem beri myndavélar.
Gowing rifjar upp að breska dagblaðið
Daily Mirror birti myndir fyrr á árinu þar
sem fullyrt var að mætti sjá breska her-
menn misþyrma íröskum föngum í þeirra
umsjón. Á daginn hafi komið að myndirnar
voru settar á svið og teknar í Bretlandi.
Ritstjóri Daily Mirror hafi hrökklast úr
starfi strax í kjölfarið, hann hafi brugðist
starfi sínu sem „dyravörður“. „Það liðu
tvær vikur áður en í ljós kom að þær voru
falsaðar. En þá var skaðinn skeður, röng-
um upplýsingum hafði verið komið á fram-
færi.“
Og Gowing bendir ekki bara á að þessar
upplýsingar ollu bresku stjórninni pólitísk-
um vanda heima fyrir. Fréttaritari BBC í
Basra hafi rætt við trúarleiðtoga þar sem
notaði myndirnar í Daily Mirror til að fá
fólk til liðs við sig, hann hafi m.a. heitið
hverjum þeim fjármunum sem rændi
breskum hermanni. Skaðinn sem fólst í
myndbirtingunni hafi verið skeður, trúar-
leiðtoginn hafi ekki afturkallað fyrirmæli
sem hann gaf fylgjendum sínum þegar í
ljós kom að myndirnar voru falsaðar. „Að-
alatriðið er það að við verðum að beita
gagnrýninni hugsun, við verðum að sinna
hlutverki okkar sem dyraverðir, trúverð-
ugleiki okkar skiptir öllu máli,“ sagði Nik
Gowing.
d af gísli í nauðum getur verið
á venjulegu fólki hvar sem það
ú að framleiða og koma á fram-
ýtt vopn upp í hendurnar.
r-mannréttindastofnunarinnar
e um helgina. „Hryðjuverka-
gíslar sem sloppið hafa úr haldi
mannræningjarnir lögðu á að
rðu sem áhrifaríkastar.
f. „Við vitum að við erum föst í
sem við sjáum skýrt er að við
því enn að sýna okkur það
kkur minna og minna: núna
a. Þetta er klámvæðing
ni áhorfenda, æsir þá upp án
mustutilfinning, jafnvel smán-
ippa sér upp við svona mynd-
ur athygli á að framleiðsla
a, þeir vilji hræða fólk en líka
dabúum skuld að gjalda.
an
m að nýta sér hina nýju tækni,
Abu Ghraib hafi átt að nota til
dust samvinnuþýðir. „Lýð-
arsamfélög og Bandaríkja-
yðjuverkum,“ segir Ignatieff.
Zarqawi sé einmitt að draga
m brögðum er beitt, sama
smánarlegum ósigri okkar.
uverka
Morgunblaðið/Golli
alegt til að hægt sé að sýna
urinn Nik Gowing.
david@mbl.is