Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 11
FRÉTTIR
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru
númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV,
mánudaginn 15. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf
má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
1. flokki 1991 – 52. útdráttur
3. flokki 1991 – 49. útdráttur
1. flokki 1992 – 48. útdráttur
2. flokki 1992 – 47. útdráttur
1. flokki 1993 – 43. útdráttur
3. flokki 1993 – 41. útdráttur
1. flokki 1994 – 40. útdráttur
1. flokki 1995 – 37. útdráttur
1. flokki 1996 – 34. útdráttur
3. flokki 1996 – 34. útdráttur
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 2005.
Aukaútdráttur
Aukaútdráttur hefur einnig farið fram í ofangreindum
húsbréfaflokkum, nema 1. og 3. flokki 96, og koma þau til
innlausnar 15. janúar nk. Skv. 22. og 23. gr. laga nr.
44/1998 er Íbúðalánasjóði heimilt að fara í aukaútdrátt til
að jafna fjárstreymi sjóðsins. Uppgreiddum fasteigna-
veðbréfum er jafnað á móti útistandandi húsbréfum með
útdrætti úr gildum húsbréfum úr þeim flokki, er tilheyrir
umræddu fasteignabréfi.
Ávarp:
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra
Stuttar ræður:
Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra
Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB
Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur
Sveinn Rúnar Hauksson, form. Fél. Ísland-Palestína
Fundarstjóri:
Katrín Fjeldsted læknir
Ljóð og tónlist:
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir
KK og Ellen Kristjánsdóttir
Félagið Ísland-Palestína
Þjóð í þrengingum
Samstöðufundur með Palestínu
í Borgarleikhúsinu í kvöld
mánudag 15. nóv. kl. 20.
FJÖLMENNI var í Sjónarhóli – ráðgjafarmiðstöð
fyrir fjölskyldur barna með – í opnu húsi í gær.
Ákveðið var að bjóða gestum og gangandi að skoða
húsakynnin og kynna sér starfsemina í tilefni þess að
um þessar mundir er ár liðið frá því að fé til þess að
kaupa aðstöðuna safnaðist í landssöfnun. Þorgerður
Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar,
segir að vel á þriðja hundrað gestir hafi litið við, og
gátu þeir m.a. hlustað á sönghópinn Blikandi stjörn-
ur sem flutti fjögur lög við mikinn fögnuð áhorfenda.
Kynntu starfsemi Sjónarhóls
Morgunblaðið/Jim Smart
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Andrési
Sigmundssyni:
„Vestmannaeyjalistinn undir for-
ystu Lúðvíks Bergvissonar hefur
slitið vinstra samstarfinu við Fram-
sóknarflokkinn í bæjarstjórn Vest-
manneyja með tilvísun til trúnaðar-
brests við undirritaðan.
Í sjálfu sér er ekki við það að at-
huga að stjórnmálamaður á borð við
Lúðvík Bergvinsson skipti um skoð-
un frá vinstri til hægri, en á hinn
bóginn er ólíðandi að það sé gert með
upplognum tilefnum og með því að
vega að mannorði annarra manna.
Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði
undirbúið vandlega aðförina að und-
irrituðum enda var hann þegar sam-
dægurs búinn að mynda meirihluta
með Sjálfstæðisflokknum, gefa því
samstarfi nafn og skipa í nefndir.
Það er ekki annað að sjá af þeim at-
burðum sem orðið hafa síðustu daga
í Eyjum heldur en þeir kumpánar,
Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokks-
ins, hafi hannað atburðarásina frá
upphafi til enda.
Það er rangt að ég hafi undirritað
viljayfirlýsingu um kaup á svoköll-
uðu Fiskiðjuhúsi sem menningar-
húsi fyrir 153 milljónir. Viljayfirlýs-
ingin sem ég undiritaði felur
einungis í sér það sem þar stendur,
áhuga viðkomandi að halda áfram
viðræðum í byrjun þeirra, og leggja
fram hugmyndir til skoðunar og
ákvörðunar. Þar er skýrt tekið fram
að ,,samkomulag er háð formlegu
samþykki Verkefnastjórnar um
Menningarhús í Vestmannaeyjum
og skráðum eigendum“ Fiskiðju-
hússins.
Í þessu felst ekki annað en að til-
lögur verði lagðar fram til kynningar
og ákvörðun tekin hvort þeim verði
hafnað eða þær samþykktar. Það er
lögfræðilegt mat að engar frekari
skuldbindingar hafi falist í þessari
viljayfirlýsingu – og því þurfa aðrar
hvatir en faglegar að koma til sögu
þegar þetta er notað sem tilefni til
samstarfsslita. Ég hafði engan
skuldbundið – og engan skaðað.
Lúðvík Bergvinsson ákvað hins
vegar að nota þetta tilefni með lævís-
legum hætti til að sverta mannorð
mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn
á ný til valda í Vestmannaeyjabæ.
Þar með hefur Lúðvík stöðvað sam-
vinnu félagshyggjuaflanna í Vest-
mannaeyjum, meirihlutasamstarf
sem verið hefur ,,með miklum ágæt-
um eins og það er orðað í bókun Lúð-
víks.
Lúðvík Bergvinsson hefur vissu-
lega heimild til að treysta þeim sem
honum sýnist, og mynda meirihluta
með hægri mönnum, en það er frá-
leitt hægt að sætta sig við þær að-
ferðir sem hann hefur notað til að
slíta vinstra samstarfinu. Hann
beitti mig bolabrögðum, hann reyndi
að kúga mig til að játa á mig sakir
sem ekki voru fyrir hendi, hann
beitti ósiðlegum aðferðum – á mörk-
um hins löglega – og reyndist
ódrengur undir lok samstarfsins.“
Yfirlýsing frá Andrési Sigmundssyni
Segist ekki hafa undir-
ritað viljayfirlýsingu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá eiginkon-
um fjögurra íslenskra friðargæslu-
liða: „Við undirritaðar, unnustur og
eiginkonur þeirra Ásgeirs Þórs Ás-
geirssonar, Stefáns Gunnarssonar,
Steinars Arnar Magnússonar og
Sverris Hauks Grönli sem starfa
sem friðargæsluliðar á vegum Ís-
lensku friðargæslunnar í Kabúl, telj-
um okkur tilneyddar að stíga fram
þeim til varnar þar sem þeim er snið-
inn þröngur stakkur varðandi tján-
ingu á hluta atburðarásarinnar. Sú
umræða sem fer fram í fjölmiðlum
(nú síðast í Fréttablaðinu í morgun [í
gær]), bloggsíðum og annars staðar í
þjóðfélaginu þar sem dregin er upp
mynd af tilfinningalausum hroka-
gikkjum sem láta sig mannslífin
engu skipta er kominn langt umfram
það sem þolanlegt er og hefur djúp
áhrif á fjölskyldur okkar.
Mennirnir okkar sem eru fjöl-
skyldufeður og fyrrverandi eða nú-
verandi starfsmenn viðbragðsaðila
og þjóðfélagið treystir á er vá ber að
höndum unnu það eitt til saka þenn-
an örlagaríka dag að gæta öryggis
yfirmanns síns sem þurfti í verslun-
arferð, en þá átti sá hörmulegi at-
burður sér stað að á þá var gerð
sjálfsmorðssprengjuárás með þeim
afleiðingum að tvær saklausar
manneskjur létust, átta særðust, þar
af þrír þeirra. Það má hins vegar til
sanns vegar færa að rótin að þessu
illa umtali sé upplýsingaskortur þ.e.
að aldrei hefur komið fram hvernig
þessi ógeðfelldi frasi „SHIT HAPP-
ENS“ og bolirnir umdeildu tengjast
atburðinum og skal hér bætt úr því.
Að kvöldi hins örlagaríka dags,
þess 23. október, er gert hafði verið
að sárum þeirra Stefáns, Steinars og
Hauks, var haldinn fundur á alþjóða-
flugvellinum í Kabúl með þeim ís-
lensku friðargæsluliðum sem ekki
voru á vettvangi atburðarins. Hall-
grímur Sigurðsson yfirmaður flug-
vallarins og frumkvöðull leiðangurs-
ins á Chicken Street stýrði
fundinum. Þar útskýrði hann af
hverju leiðangurinn var farinn þ.e.
að hann hefði þurft að kaupa teppi.
Þá fór hann yfir afleiðingar ferðar-
innar, þ.e. að tveir óbreyttir borg-
arar hefðu látið lífið auk tilræðis-
mannsins, þrír íslenskir
friðargæsluliðar særst auk ein-
hverra annarra óbreyttra borgara.
Hann lauk síðan máli sínu á þann
ósmekklega hátt að afgreiða afleið-
ingarnar í tveimur orðum „SHIT
HAPPENS“ eins og hann hefði
misst af önglinum. Þennan frasa not-
aði hann síðan ítrekað næstu daga
hvort sem hann ræddi atburðinn á
stórum fundum eða í samtali nokk-
urra manna.
Bolirnir umdeildu með þessari
ógeðfelldu áletrun og mennirnir okk-
ar klæddust á mynd í Fréttablaðinu
og við heimkomuna í Leifsstöð voru
gjöf frá vini þeirra sem ofbauð af-
greiðsla yfirmannsins á þeim sjálfum
og hinum sem annað hvort létust eða
særðust þennan dag. Að klæðast bol-
unum var þeirra leið til að tjá andúð
sína á þessari afgreiðslu.“ Undir yf-
irlýsinguna skrifa Eyrún Björns-
dóttir, Guðrún Árnadóttir, Rakel Ás-
geirsdóttir og Soffía H.
Jakobsdóttir.
Yfirlýsing frá eiginkonum fjögurra
íslenskra friðargæsluliða í Kabúl
Tilneyddar til að útskýra
notkun á umdeildri áletrun
Fréttasíminn 904 1100