Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingólfur HelgiJökulsson fædd- ist í Reykjavík 5. júlí 1931. Hann lést á heimili sínu sunnu- daginn 7. nóvember. Foreldrar hans voru Jökull Pétursson málarameistari, f. 13.11. 1908, d. 27.5 1973, og Svava Ólafsdóttir húsmóð- ir, f. 14.2. 1914, d. 20.6. 1998. Bræður Ingólfs eru tveir, Garðar og Stefán. Jökull var forustu- maður í samtökum málarameist- ara, t.d. lengi ritari Málarameist- arafélags Reykjavíkur, og var gerður að heiðursfélaga þess. Hann kom á laggirnar Málaran- um, tímariti félagsins, sem hann ritstýrði til dauðadags. Hann var góður hagyrðingur og gaf út ljóðabókina Sprek 1961. Svava var einnig virk í félagsstörfum og var kjörin heiðursfélagi í Kvenfélagi Árbæjarsóknar og Kvenfélagi eiginkvenna málara- meistara. Pétur G. Guðmunds- son, afi Ingólfs í föðurætt, var mikill forystumaður í verkalýðs- hreyfingunni en Ólafur Kárason, afi hans í móðurætt, var þekktur kaup- maður og skipstjóri á Ísafirði. Ingólfur nam mál- araiðn hjá föður sín- um, varð meistari í þeirri grein og vann við þau störf megn- ið af starfsævi sinni. Á sjöunda ára- tugnum kynntist Ingólfur eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Scheving Kristinsdóttur, f. 2.9. 1932, og gengu þau í hjónaband árið 1966. Þau eignuðust saman þrjú börn. Þau eru: Helgi Örn, Svava, sem lést á þessu ári, og Guðjón Haukur, en fyrir átti Margrét börnin Sigur- línu, Olgeir, Hólmfríði og Krist- in. Ingólfur og Margrét áttu lengst af heimili á Reykjavíkur- svæðinu, að frátöldum 12 árum sem þau bjuggu í Málmey í Sví- þjóð þar sem fjögur barnanna bjuggu. Afkomendur barna Ing- ólfs og Margrétar eru nú 32 tals- ins. Útför Ingólfs verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Kær vinur og stjúpfaðir er horfinn á vit æðri máttar. Ég fyllist þakklæti þegar ég hugsa til alls þess sem hann gaf mér með orðum og athöfn- um sl. fjörutíu og eitt ár. Alltaf eins og klettur sem hægt var að styðja sig við. Það hefur verið skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni undan- farið ár og einhverra hluta vegna var ég hætt að gera ráð fyrir að Ingólfur hyrfi frá okkur fyrst heilsa hans stóðst allar þær raunir. En mamma sagði við Svövu systur á dánarbeði hennar í vor: „Við komum fljótt til þín Svava mín.“ Ekki grunaði hana eða mig þá að svona stutt yrði í end- urfundi þeirra feðginanna. Ég kynntist Ingólfi fyrst níu ára gömul, og man enn að mér fannst hann vera að troða sér inn í líf mömmu og okkar systkinanna, en við höfðum búið ein í allmörg ár. Það leið ekki langur tími þar til ég skildi að sambúð þeirra var svo sannarlega til hagsbóta fyrir okkur systkinin. Ingólfur var mikill öðlingur sem mátti aldrei neitt aumt sjá án þess að reyna að veita aðstoð. Hann lét alltaf lítið fyrir sér fara, var hljóður en gat verið mjög hnyttinn í svörum og hafði góðan, einstakan en skemmtilegan húmor. Hann var mjög fróður um menn og málefni og hafði gaman að því að rekja ættir fólks og ræða það sem var að gerast í þjóðfélaginu, enda hafsjór af fróð- leik. Við hjónin höfum átt mikil sam- skipti við mömmu og Ingólf eftir að þau komu frá Svíþjóð eftir 12 ára bú- setu þar fyrir sjö árum. Þau sam- skipti hafa verið traust, yndisleg og ógleymanleg. Sérstaklega voru þau okkur öllum mikils virði í veikindum elskulegrar systur minnar sem lést í júlí sl. Hann reyndist okkur alltaf trygg- ur og góður og eigum við honum margt að þakka. Hólmfríður og Sævar. Það er svo sárt að þurfa að við- urkenna og sætta sig við að elsku besti afi er farinn frá okkur. Minningarnar streyma og allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Ef ég ætti að lýsa afa með örfáum orðum þá er númer eitt, tvö og þrjú að góðhjartaðri mann er erf- itt að finna. Alltaf var hann boðinn og búinn til að leggja fram aðstoð sína og ávallt var stutt í brosið. Afi var mjög rólegur og yfirvegaður maður og reiddist sjaldan. Fyrir ör- fáum mánuðum missti hann ástkæra dóttur sína og mánuði síðar fékk amma heilablóðfall, en hún útskrif- aðist úr endurhæfingu aðeins hálfum mánuði áður en afi lést. Eftir þessa erfiðu tíma var hann loks farinn að brosa og þau virtust hafa sætt sig við missinn og voru mjög ánægð með hvort annað. Ég vildi að við hefðum haft fleiri samverustundir með elsku afa, en góðu stundirnar lifa í minningunni. Nú er hann kominn í faðm dóttur sinnar og ég veit að hann verður allt- af hjá okkur í anda. Ég á eftir að sakna hans sárt. Með þessum orðum kveð ég heimsins besta afa með sorg í hjarta og veit að við sjáumst aftur seinna. Takk fyrir allt og allt. Elsku amma mín, megi góður guð styrkja þig í sorginni. Kveðja frá barnabarni, Margrét Sævarsdóttir. Elsku afi, eins og ég, Annette, Sandra og Stefan kölluðum þig allt- af, við erum orðlaus. Þó svo að við vissum að að þessu kæmi vegna slæmrar heilsu þinnar, þá kom and- látstilkynningin eins og reiðarslag. Sem betur fer er maður aldrei und- irbúinn fyrir slíkar fréttir en það kom okkur svo sem ekki á óvart að þú mundir falla frá svo skömmu eftir að Svava systir lést sl. sumar. Þú varst alltaf frábær karl og þó svo að það færi aldrei mikið fyrir þér þá vissum við alltaf fyrir hvað þú stóðst í öllum þínum hlutverkum sem faðir, afi og vinur okkar allra. Þú áttir stóran og mikilvægan þátt í uppeldi Söndru og Stefáns þar sem þú og mamma bjugguð í Svíþjóð á þeim árum sem þau þörfnuðust ömmu og afa sem mest og hefur það haft mikil áhrif á persónuleika þeirra beggja. Við munum alltaf sakna bæði þess að heimsækja ykkur mömmu hér heima á Íslandi sem verður tómlegt án þín, og löngu símtalanna þar sem við spjölluðum um daginn og veginn, eins og þú kallaðir það. Við munum ávallt minnast þeirra frábæru stunda sem við höfum átt saman í Ölfusborgum fyrir austan fjall, Málmey og Helsingborg í Svíþjóð og nú síðast þegar þú og mamma heim- sóttuð okkur í Rotterdam í Hollandi sl. vor. Við munum minnast þess hvernig þú naust þess að heimsækja Antwerpen og spóka þig með okkur og skoða gamlar byggingar og fá okkur kaffi á einhverju torginu. Þú verður alltaf fyrirmyndin okk- ar. Hvíldu í friði, elsku afi. Helgi Örn Ingólfsson, Annette, Sandra og Stefan. Elsku besti afi. Það eru ekki margir sem geta státað af því að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga eins yndislegan afa og ég og systkini mín. Það var mér mikið sjokk að fá símtal frá mömmu á sunnudagsmorgni þar sem hún tjáði mér að þú værir fallinn frá. Ingólfur afi sem varst alltaf svo góður við alla og vildir allt fyrir alla gera, mér finnst svo ósanngjarnt að þú skulir vera tekinn frá okkur. Það er gott að hugsa til þess að þú skulir vera kom- inn til hennar Svövu frænku og ég veit að það hafa verið fagnaðarfund- ir þegar hún tók á móti þér, afi minn. Það er svo ofsalega margt sem kem- ur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Þú og amma tókuð alltaf svo vel á móti okkur þegar við systkinin komum til ykkar og hugsunin um liðna tíð hlýjar mér um ókomna framtíð. Langafabörnin Ester Ósk, Sævar Örn og Helgi Þór vilja þakka þér mikið fyrir allt það sem þú hefur gefið þeim enda vandfundið annað eins valmenni og þú, elsku besti afi og langafi. Ég minnist þess sérstak- lega þegar Helgi Þór var ný-skírður að þú komst til mín og sagðir mér hvað þú værir stoltur af að fá nafna, brosinu sem kom á andlit þitt gleymi ég aldrei. Ég vil þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman. Guð gefi ömmu, Helga, Guðjóni, fjöl- skyldum og vinum styrk á þessari kveðjustund. Guð geymi þig, elsku afi. Hafsteinn Sævarsson. Á þungbúnum sunnudagsmorgni núna í byrjun nóvember hringdi sím- inn og enn eina ferðina setti mig hljóða, Ingólfur afi var dáinn. Var þetta ekki orðið gott í bili, gátu þau amma Magga og Ingólfur afi ekki fengið að vera saman í svolítinn tíma eftir öll þessi áföll sem búin eru að dynja á fjölskyldunni, hvað er hægt að leggja mikið á fólk, og sérstak- lega þó konu eins og ömmu Möggu sem situr ein eftir og ber harm sinn í hljóði. Þrátt fyrir að vera ekki amma mín og afi í rauninni, þá hef ég alltaf upp- lifað þau sem ömmu og afa, þar sem faðmur þeirra og heimili hefur alltaf verið mér opið. Ingólfi kynntist ég fyrir rúmum áratug, þegar þau Magga og Ing- ólfur bjuggu í Svíþjóð. Ingólfur var ekki margorður mað- ur, en það sem hann sagði var vel ígrundað og vandað. Hann var hæg- ur og fór sér að engu óðslega, en húmoristi var hann og átti það til að að koma með meinfyndnar athuga- semdir upp úr eins manns hljóði inn í umræður, svona alveg upp úr þurru þannig að fólk veltist um af hlátri. Ingólfur var ekki mikið sam- kvæmisljón en fannst gott að vera innan um fólkið sitt, enda hefur heimili þeirra Möggu alltaf verið eins og brautarstöð. Hann kom fram við börn af virðingu og vinsemd og spjallaði við þau eins og jafningja um heima og geima. Þessi þögli en ljúfi maður hefur einhvern veginn alltaf verið hérna, bara svona eins og stór klettur sem er alltaf á sínum stað, en ég upplifði hversu mikil tilfinningavera hann var í gegnum veikindi dóttur þeirra hjóna sem lést sl. sumar. Hann bar harm sinn í hljóði og stóð við hlið konu sinnar eins og klettur. Ég hitti Ingólf og Möggu viku áð- ur en hann kvaddi þennan heim og fannst mér hann líta sérstaklega vel út og hann var svo glaður, lék á als oddi og það var yndislegt að sjá hann svona glaðan. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að hitta hann þá, þó ég hafi ekki vitað að þetta væri okkar síðasta stund. Elsku amma Magga, guð geymi þig og styrki í sorg þinni, sem og aðra aðstandendur. Innilegustu samúðarkveðjur. Halldóra Bergsdóttir. Undarlegt hvað annað af tvennu, sem sjálfgefið er kemur manni ávallt í opna skjöldu. Þá skynjar maður að ekki verða fleiri stundir eftir til sam- veru, skrafs eða gerða. Búið að loka dyrum sem að ekki verða opnaðar aftur. Það stendur á gamalli bók „allt hefur sinn tíma“. En við andlát hvers manns stansar tíminn gagn- vart þeim og því er hann snertir – allt verður í þátíð. Þetta flaug í gegnum huga minn þegar ég spurði andlát Ingólfs bróð- ur míns að morgni 7. nóvember. Ég var þennan dag staddur aleinn á vinnustað í ró og næði, og mikið var gott að geta grátið eða brosað óáreittur í þögninni næstu klukku- stundirnar, allt eftir því hvað kom fram í hugann. Nú hrönnuðust upp minningarnar um bernsku okkar bræðra í for- eldrahúsum. Allt atlæti var gott á þeirra tíma mælikvarða, þrátt fyrir kreppu, at- vinnuleysi og peningaleysi áranna milli 1930 og 40. Ugglaust hefur það ástand komið við okkar heimili ekki síður en annarra. En góðu stund- irnar geymast, meðan þær slæmu gleymast. Bernskumyndirnar koma nú hver á fætur annarri, staldra við – fyrst svarthvítar í móðu en brátt í litum og skýrari. Nöfnin undarlegu sem við gengum undir, Ingólfur kall- aður Vúlli og ég Tani. Bergþórugat- an og Grettisgatan, sem ég man nán- ast ekkert eftir. Svo Vitastígurinn, leikfélagarnir, Austurbæjarskólinn – lýsi hellt upp í mann. Sumarbú- staður í Mosfellssveit, sundlaugar- pollur þar í stífluðum læk. Vigga, Gunna og Gunnvör í bakskúrnum – þaðan heyrðist oft söngur. Kindur reknar til slátrunar niður Hverfis- götu, allir krakkar af stað. Sviðask- úrar á sjávarkambinum austan við Sláturfélagið, sótsvartar kerlingar og karlar þar við vinnu. Dósagerðin með spegilgljáandi afklippur í haug- um, sem söfnuðust upp í fjörunni þar sem nú liggur Skúlagatan. Kexverk- smiðjan Frón – kexi hnuplað. KFUM á Amtmannsstíg, séra Frið- rik – „Þú æskuskari á Íslands- strönd“. Heimsóknir okkar til ættingja og vinafólks á Njarðargötu, Kárastíg og Hofsvallagötu – afmælisveislur og auðvitað púkk á jólunum. Farið til Gústu ömmu á Laufásveginum og afa Péturs í bókbandið í kjallaranum í Templarahöllinni við Fríkirkjuveg. Svo kom hernámið, hermenn, byssur – coca cola – tyggigúmmí. Flugvéladynur, loftvarnabyrgi, loft- varnaflautur, strönduð skip í fjör- unni – ástandið. Skorradalur – þú í sveit, ég, mamma og pabbi í heimsókn þang- að. Á gamlárskvöld, raketturnar taldar út um gluggann – hörð keppni hver sá fleiri. Svona halda minning- arnar áfram að streyma um fyrstu árin okkar saman. Ég ætla ekki að halda lengra núna. Þakka þér samfylgdina þessi ljúfu ár og æ síðan. Farðu í friði, bróðir minn kær. Garðar. Ég sé hann Ingólf bróður minn fyrir mér í hvíta málaragallanum með dagblaðabát á höfðinu eins og pabbi. Hann hrærði litinn ofurvel og dró hvorki of hægt né of hratt á vegginn. Hann kastaði ekki höndun- um til neins. Ég sé hann fyrir mér að sýsla eitt- hvað heima. Hann var snyrtimenni og fór vel með hluti. Og hann fór enn betur með fólk. Ég sé hann fyrir mér við stóra radíógrammófóninn að leita að út- varpsstöðvum til að hlusta á. Hann unni tónlist og hugsaði sitt um ótal- margt en hafði ekki hátt um það. Ég sé hann fyrir mér við stýrið á Vollanum, oftar en ekki að auka öðr- um leti. Aksturinn var yfirvegaður og blíðlegur eins og hann sjálfur. Ég sé hann fyrir mér með hryggð í augum þegar ég þóttist vita allt og var ekki nógu góður við sjálfan mig eða aðra. Ég sé hann fyrir mér með stolt og gleði í augum þegar hann talaði um fjölskylduna sína, börnin sín og barnabörnin. Ég finn fyrir væntumþykju hans, núna eins og svo oft áður. Hafi ég orðið að manni átti hann sinn stóra þátt í því með því að vera eins og hann var og gera það sem hann gerði. Stefán Jökulsson. INGÓLFUR HELGI JÖKULSSON Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ung- menni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma. Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá. Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi. En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast. (Postulasagan 2: 17-21.) Mig langar skrifa hér kveðjuorð til móður minnar sem lést langt fyrir aldur fram eftir stutta en harða bar- áttu við krabbamein. Það er erfitt að kveðja foreldra sína með svo stuttu DÓRA HALLGRÍMSDÓTTIR ✝ Dóra Hallgríms-dóttir fæddist á Heiðarhöfn á Langa- nesi 8. maí 1940. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 17. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 29. október. millibili, en það eru rúm 2 ár síðan faðir minn kvaddi þennan heim. Það var mjög erf- itt þegar hann fór og þegar kallið þitt kom upplifði ég þetta allt upp á nýtt. Þetta er leiðin okkar allra og ég veit að við hittumst öll aftur síðar meir. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og minni fjöl- skyldu, allar þær stundir sem þú spilaðir og söngst fyrir okkur systkinin þega við vorum lítil og það sem þú kenndir mér. Þú varst mjög lagin í höndunum og skipti engu máli hvað þú tókst þér fyrir hendur, mála, sauma, prjóna eða smíða, þetta lék í höndunum á þér enda er mikið til af handavinnu eftir þig, því þú varst ið- in þegar þú tókst þig til. Þú varst mjög hjálpleg við þá sem minna máttu sín og sífellt að gera eitthvað fyrir aðra. Það væri hægt að skrifa heilmikið en það eru bara orð, það er minningin sem lifir og hana á ég. Við biðjum algóðan Drottinn að blessa og varðveita sál þína og gera þér skjól í sínu húsi. Kæru systkini, fjölskyldur ykkar og Gylfi, við biðjum Drottin að gefa okkur styrk í sorg okkar. Jósep, Eva og strákarnir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.