Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 25 MINNINGAR ✝ Magnús Sigur-jón Guðmunds- son fæddist í Hrauni á Reyðarfirði 30. nóvember 1921. Hann lést á sjúkra- húsinu á Selfossi hinn 7. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðmundur Jónsson, f. á Giljum á Jökuldal 27. ágúst 1880, d. 4. maí 1939, og Guðrún Jónína Olsen, f. 6. október 1898, d. 9. júlí 1949. Systkini Magnúsar eru: Valborg Guðmundsdóttir, f. 1918, d. 1993, Óskar Guðmundsson, f. 1919, – d. 1972, Lára Ingibjörg Guðmunds- dóttir, f. 1923, Jens Ásgeir Guð- mundsson, f. 1924, og Anna María Guðmundsdóttir Bachmann, f. 1930. Magnús kvæntist Sigurbjörgu Oddsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Jónína Magnúsdóttir, f. 1949, maki Hreinn Ómar Elliðason, f. 1946, d. 1998. Þau skildu. Börn þeirra: a) Elliði Ómar Hreinsson, maki Sól- veig Jóhannesdóttir, dóttir þeirra Bergþóra Sól Elliðadóttir. b) Sig- urbjörg Ásta Hreinsdóttir, sam- býlismaður Þröstur Guðmunds- son, dóttir þeirra Sunneva Rún Þrastardóttir. c) Jóna Bjarney Hreinsdóttir, sambýlismaður Dav- íð Atli Jones, þau slitu samvistum. Börn þeirra Kamilla Rós Davíðs- dóttir og Hreinn Elí Davíðsson. 2) 1965, sambýlismaður Guðmundur Sigurðsson, börn þeirra: a) Sig- urður Þorsteinn Guðmundsson, unnusta Fríður Ósk Kristjánsdótt- ir. b) Magnús Sigurjón Guðmunds- son, unnusta Ester María Ólafs- dóttir. c) Steinunn Inga Guð- mundsdóttir. Magnús ættleiddi son Sigurbjargar, Valgeir Borg- fjörð, f. 1947. Magnús fæddist á Hrauni í Reyðarfirði og ólst þar upp. Hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri og hóf eftir það störf við byggingu Andakílsárvirkjun- ar. Þar vann hann áfram eftir að byggingu virkjunarinnar lauk, við ýms störf, allt til ársins 1958. Þá hann fluttist hann með fjölskyldu sína til Akraness og starfaði í nokkur ár við Sementsverksmiðju ríkisins, þar næst Fiskverkun Þórðar Óskarssonar, síðar í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts og síðustu ár sín á Skaga við Síldarmjölsverksmiðjuna þar. Ár- in 1981–1982 réðst hann að Sól- heimum ásamt Sigurbjörgu konu sinni. Þar vann hann á smíðaverk- stæðinu og hafði einnig daglega umsjón á Hverakoti, heimili nokk- urra vistmanna, ásamt konu sinni. Árið 1983 fluttust þau til Hvera- gerðis og þar vann Magnús sem vaktmaður á Heilsuhælinu í Hveragerði til starfsloka. Magnús unni tónlist og lék á harmoniku á dansleikjum þegar hann var ung- ur maður, bæði á Reyðarfirði og í Borgarfirði. Hann söng með fjöl- mörgum kórum og má þar telja m.a. kirkjukóra á Hvanneyri, Akranesi og í Hveragerði, Karla- kórinn Svan og kór aldraðra á Selfossi. Útför Magnúsar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðmundur Trausti Magnússon, f. 1952, maki Ingibjörg Ýr Gísladóttir. Börn þeirra: a) Arngunnur Ylfa, sambýlismaður Valgarður Sigurðs- son, börn þeirra: Ið- unn Valgarðsdóttir og Þorri Valgarðsson. b) Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir, c) Magnús Sigurjón Guðmundsson, sam- býliskona Jenny Hild- ur Jónsdóttir. Sonur Ingibjargar Gísli Geir Einarsson, sambýliskona Carly Mills. 3) Sævar Þór Magnússon, f. 1953. 4) Jenný Ásgerður Magnús- dóttir, f. 1957, maki Jón Þórir Leifsson, börn þeirra: a) Daníel Birkir Jónsson, sambýliskona El- ínborg Þrastardóttir. b) Davíð Þór Jónsson, sambýliskona Aðal- heiður Halldórsdóttir, sonur hennar Haki Darrason Lorensen. c) Leifur Jónsson, sambýliskona Rut Sigurmonsdóttir, d) Arnar Freyr Jónsson. 5) Margrét Högna Magnúsdóttir, f. 1960, maki Ás- geir Pétursson, f. 1960, d. 1996, börn þeirra: a) Þorgerður Jóna Ásgeirsdóttir. b) Pétur Haukur Ásgeirsson. c) Reynir Tumi Ás- geirsson. 6) Erlingur Birgir Magnússon, f. 1962. 7) Vilhelmína Oddný Magnúsdóttir, f. 1963, maki Þorgeir Gunnarsson, börn þeirra: a) Einar Njáll Þorgeirsson. b) Friðrik Örn Þorgeirsson. 8) Jónína Björg Magnúsdóttir, f. Á kreppuárunum var öðruvísi um að litast á Hrauni. Nú bylta stórvirk- ar vinnuvélar sverðinum þar sem pabbi sótti kúna og sinnti ánum. Ég sé hann fyrir mér við hleinarnar nið- ur undan bænum fylgjast með föður sínum skjóta sel eða hnísu, og færa fiskinn heim. Ég sé hann líka fyrir mér hlaup- andi á eftir bát föður síns meðfram fjörunni inn á Búðareyri. Hann átti að vera heima en þráaðist við og ætl- aði með. Þessi þrái varð honum þó ekki fjötur um fót á fullorðinsárum heldur kom honum til góða við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann lærði t. d. nótur af bók og að spila á orgel. Fyrir kunni hann að spila á harmoniku. Bílaviðgerðir prófaði pabbi og var til þess tekið þegar hann færði vöru- bíl virkjunarinnar til skoðunar í Borgarnes. Gamli Rauður yngdist upp árlega og reyndist alltaf í betra standi næst. Í Virkjun voru þrír Magnúsar, Sveinjóns-, Þorgeirs- og Guðmunds- synir. Pabbi kallaði hina Magga Svei og Magga Þor. Pabbi og Maggi Þor smíðuðu í kompu uppi undir þaki í stöðvarhúsinu. Yndi var að sitja í smíðarykinu og lakkbrælunni og hlusta á þá. Kompuna kölluðu þeir Belsen vegna þess hve loftlaus og lítil hún var. Þar réðu þeir lífsgátuna, komu ríkisstjórnum á og af koppi og voru ekki alltaf sammála.Ræddu bækur og hlýddu mér yfir af miklum áhuga. Ég hef þá grunaða um að hafa átt bágt með að halda andlitinu yfir endursögn á Dísu ljósálfi. Guðjón á Syðstu Fossum var góð- ur félagi pabba. Þeir ortu til gamans heilu vísnabálkana enda báðir góðir hagyrðingar. Smíðastofan síðasta hét ,,Gallerý Elliglöp“. Smíðisgripirnir voru þó ekki elliglöp. Tekassar, bátar, bjór- kútar, amboð, laufabrauðshlemmar. Ímyndunaraflið var ótrúlegt. Við sjónvarpið útbjó hann hugvitsam- lega græju svo garnið rann jafnt og þétt upp í hendur hans þegar hann heklaði. Þessar hnúamiklu, stirðu verka- mannahendur hekluðu dýrindis hluti úr mjallhvítu örfínu garni. Það var eins og hann sjálfur, hrjúfar umbúð- ir, einstakt innihald. Hans verður sárt saknað en ríkari er gleðin að hafa átt þennan pabba. Guðrún Jónína Magnúsdóttir. Mér finnst frekar erfitt að sitja hérna heima og ætla að skrifa minn- ingargrein um afa minn og alnafna. Ég man þegar ég var lítill og amma og afi bjuggu í Heiðarbrún 5 í Hvera- gerði. Það var alltaf rosalegt ævin- týri fyrir mig ungan snáðann að fara um helgar í heimsókn austur yfir heiði. Amma brasaði oftast eitthvað gómsætt og afi fór með mig út í skúr og sýndi mér það sem hann var að dunda við. Það gat verið allt milli himins og jarðar, allt frá því að tálga og pússa smjörhnífa yfir í það að búa til svínasultu. Mér fannst skúrinn vera gríðarlega spennandi staður og hlustaði á gamla manninn með að- dáun segja mér frá því hvernig lífið var þegar hann var ungur. Þegar sögustundin var búin fórum við inn og gæddum okkur á því sem amma hafði verið að elda og oftar en ekki enduðum við svo við orgelið þar sem afi spilaði „My bonnie is over the ocean“ og söng hann hástöfum með. Afi leysti mig svo út með vænni sneið af svínasultu eða heilu búntunum af smjörhnífum sem ég átti að selja í Reykjavík og nota gróðann til að greiða niður fótboltaferðirnar sem ég var að fara í. Eitt sinn fór ég með afa Magga í vinnuna á heilsuhælinu og þá stopp- aði hann alla sem hann þekkti og kynnti mig sem sonarson sinn, Magnús Sigurjón Guðmundsson annan. Ég man að ég var að rifna úr monti og talaði um lítið annað í bíln- um á leiðinni heim. Minning um söngelskan góðan mann mun lifa í mér ásamt montinu yfir að vera Magnús Sigurjón Guðmundsson, annar. Magnús Sigurjón Guðmundsson II. Genginn er góður drengur gjöfulla verka um langa ævileið. Barn að aldri fékk ég að kynnast honum heima í Seljateigi og þessi fyrstu kynni sönnuðu hnokkanum, að til Magnúsar væri gott að leita, hann væri gott að mega eiga að góð- um vini. Sú vinátta varði alla tíð og nú á þessu ári hittumst við tvisvar og rifjuðum ýmislegt upp, fyrst í Hveragerði þar sem hann tók ásamt öðrum heimamönnum á móti Arkar- gestum, lék listavel eins og áður á nikkuna og fór með glettnar vísur sínar, síðast nú í september í afmælisveizlu Jens bróður hans þar sem hann fór með ljóð Davíðs, Skriftamál gamla prestsins, með styrkri raust og hafði ekki staf á blaði að styðjast við. Og nú er róm- fagra raustin hans þögnuð hinzta sinni og margar góðar minningar sækja muna heim. Ég man enn kvöldið góða fyrir svo óralöngu, þegar Magnús kom heim í Seljateig með harmonikuna og fyllti húsið heima fegurstu tónum, greip svo sög og lék á hana líka, svo ég sat eins og töfrum sleginn. Ég man hann í heyskap heima á sólvermdum sumardegi þar sem atorka hans og verklagni fengu sannarlega að njóta sín og samt man ég alveg eins vel eftir þessari ein- lægu hlýju og glaðværð sem fylgdi komum hans og veru heima, hversu tilbúinn hann var að ræða við spur- ulan hnokkann og dillandi hlátur hans þegar eitthvað skemmtilegt bar á góma. Magnús Guðmundsson hefði svo sannarlega haft við það að gjöra að ganga menntaveginn, en efni leyfðu ekki slíkt, hann átti næmar náms- gáfur, var um leið íhugull vel og einkar minnugur. Magnús var líka völundur í hönd- unum og dugnaði hans hvar sem var við brugðið. Hann var söngvís og hafði sterka en þýða rödd og beitti henni af mikilli smekkvísi. Harmon- ikan lék í höndum hans og veitti hon- um ómældar ánægjustundir. Hann fór létt með stökunnar stuðlamál, málvísi hans og kímnigáfa komu þar að en hann fór dult með, prúður þegn og óáleitinn, alvaran aldrei langt undan, enda lífsbaráttan löngum hörð, fjölskyldan stór en samhent og samhuga. Magnúsi færi ég einlægar þakkir fyrir gömul kynni og ný og umfram allt ágæt, þar fór vammlaust val- menni. Börnum hans og öðru hans fólki sendum við Hanna einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé muna- björt minning Magnúsar Guðmunds- sonar. Helgi Seljan. Kveðja frá Hörpukórnum á Selfossi – söngstjóra og kórfélögum Góður vinur og kórfélagi til margra ára, Magnús Guðmundsson, Frumskógum 5, í Hveragerði, er lát- inn. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi sunnudaginn 7. nóvember s.l. Við félagarnir söknum vinar í stað sem svo snögglega hverfur úr vina- hópnum yfir móðuna miklu. Magnús Guðmundsson var ein- stakt prúðmenni, karlmannlegur og glæsilegur að vallarsýn. Hann var kunnáttumaður um söng og góður söngmaður, las nótur og spilaði einn- ig á hljóðfæri. Hann hafði hljóm- mikla og áferðarfallega bassarödd og var einn af burðarásum Hörpu- kórsins um langt árabil í þeirri rödd. Magnús var vel lesinn og kunn- áttumaður í íslenskri ljóðagerð og kunni mikið af ljóðum og heilum ljóðabálkum utanað. Þá var hann afburða góður flytj- andi ljóðlistar með sína hljómmiklu rödd og höfum við kórfélagarnir og aðrir söngvinir okkar í kórasam- starfi vítt um land notið þess á okkar samkomum. Magnús var auk þess ágætis hagyrðingur, en fór þó vel með þá kunnáttu sína. Hann var líka hagur vel í öllu handverki og smiður góður og eru víða til eftir hann marg- ir fallega gerðir smíðisgripir. Um margra ára skeið hefur Magn- ús verið óskráður leiðtogi þess hóps kórfélaga Hörpukórsins sem búa í Hveragerði og af sinni alkunnu ljúf- mennsku og gleði séð um flutning á þessum söngvinum sínum á einka- bifreið sinni á vikulegar æfingar vetrarlangt og á aðrar samkomur kórfélaga á þessum árum. Fyrir þetta allt og ómetanlegar samverustundir með Magnúsi viljum við félagarnir þakka og minnumst þessa góða drengs með miklum söknuði. Aðstandendum hans öllum send- um við innilegar samúðarkveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson, formaður. MAGNÚS SIGURJÓN GUÐMUNDSSON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN I. JÚLÍUSSON kaupmaður, Skúlagötu 40a, Reykjavík, sem lést mánudaginn 8. nóvember verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Júlíus Þór Jónsson, Agnes Viggósdóttir, Sigrún Alda Jónsdóttir, Gunnar Þór Guðmannsson, Rut Jónsdóttir, Árni Heiðberg, Einar Örn Jónsson, Guðný Magnúsdóttir, Jón Þorsteinn Jónsson, Sigrún Karlsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN BJARNASON, Stórholti 24, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 11. nóvember verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins miðvikudaginn 17. nóvember kl. 15.00. S. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Tryggvi Rúnar Leifsson, Hreiðar Sigurbjörnsson, Elfar Ingi Sigurbjörnsson, Rósa María Sigurbjörnsdóttir, Jódís Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGILEIF MAGNÚSDÓTTIR Skjóli, áður Háagerði 22, andaðist laugardaginn 13. nóvember. Aðstandendur. Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.