Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
LIFANDI
VÍSINDI
Áskriftarsími 881 4060
VERK eftir Erró, portrettmynd af lista-
manninum Julian Levy, máluð í akrýl 1968,
var seld á sexföldu matsverði eða á 68.600
evrur á uppboði hjá Tajan í París 5.–7. októ-
ber sl. Kom þetta fram í grein Braga Ás-
geirssonar í Morgunblaðinu í gær. Svarar
upphæðin til um tæplega sex milljóna ís-
lenskra króna.
Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur, staðfestir þetta í samtali
við Morgunblaðið. Verkið var í eigu fjöl-
skyldu Julians Levys. Kaupandinn er
óþekktur. „Það er alltaf góðs viti þegar verk
selst á hærra verði á uppboði heldur en
matsverðið er fyrir uppboð,“ segir hann.
„Hver veit nema þetta viti á það að verk
Errós fari á hærra verði á uppboðum í ná-
inni framtíð. Verður athyglisvert að fylgjast
með því.“
Hann segir að Erró hafi gengið vel upp á
síðkastið. Meðal annars hafi hann verið með
sýningar á Kúbu og í Frakklandi.
Verk eftir Erró
Seldist á sex-
földu matsverði
HÚSIÐ við Áshlíð 11 er jafnan hið fyrsta á
Akureyri til að skrýðast jólabúningi. Á því er
engin undantekning í ár. Hjónin Ragnar
Sverrisson og Guðný Jónsdóttir hófu nú um
helgina að skreyta híbýli sín, en þar er mikið
verk að vinna þannig að þau njóta aðstoðar
eykst umferð um þessa annars fáförnu götu
til mikilla muna eftir að þau hafa verið
tendruð. Á myndinni eru bræðurnir Jón M.
og Ragnar Þór Ragnarssynir í körfu að
hengja jólaljósin í eitt grenitrjánna í garð-
inum.
sona sinna við verkefnið.
Ragnar hefur á síðastliðnum árum orðið æ
stórtækari þegar kemur að jólaskreytingum,
en um 2.000 jólaljósaperum er komið fyrir í
og við húsið og garðinn umhverfis það. Jóla-
ljósin snemmkomnu vekja jafnan athygli og
Morgunblaðið/Kristján
Þegar farið að hengja upp jólaljósin
SAMNINGANEFND Félags leikskólakennara
hittist í kvöld til að ákveða hvort vísa eigi launa-
deilu þeirra við sveitarfélögin til ríkissáttasemj-
ara, og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun
um hvort leita eigi eftir samþykki félagsmanna
til boðunar verkfalls.
„Við höfum verið að ræðast við frá því í ágúst
og höfum haldið fimmtán samningafundi. Við
höfum lagt fram ýmsar hugmyndir og útfærslur
og báðir aðilar hafa verið að safna upplýsingum.
Þessu hefur miðað hægt,“ segir Björg Bjarna-
dóttir, formaður Félags leikskólakennara, og
formaður samninganefndar félagsins. Samning-
ar leikskólakennara voru lausir 31. ágúst sl.
Ef sú ákvörðun verður tekin á fundi samn-
inganefndarinnar í kvöld að leita eftir samþykki
félagsmanna til að boða verkfall, munu að lág-
marki líða 5–6 vikur þar til verkfall hefst, að
mati Bjargar, enda þarf að fara fram atkvæða-
greiðsla meðal allra félagsmanna áður en verk-
fall er boðað.
Vilja sambærileg laun
og aðrir kennarar
Björg segir deilu leikskólakennara óneitan-
lega flækjast vegna þeirrar stöðu sem upp er
komin í deilu grunnskólakennara og sveitarfé-
laganna, enda sé það grunnkrafa leikskólakenn-
ara í sinni launadeilu að kennarar með sambæri-
lega menntun eigi að hafa sambærileg laun
sama hvort þeir kenna leikskólabörnum, grunn-
skólabörnum eða framhaldsskólanemum.
Leikskólakennarar ræða
boðun verkfalls í kvöld
Viðræðum
hefur mið-
að hægt
BLÁSKÓGABYGGÐ hyggst
áfrýja dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur um að fimm manna
fjölskylda fái að skrá lögheimili í
sumarhúsabyggð og segir odd-
viti Bláskógabyggðar sveitar-
félög engan veginn hafa fjár-
hagslegt bolmagn til að veita
lögbundna þjónustu í sumar-
húsahverfum.
„Við leggjumst almennt ekki
gegn því að fólk fái að flytja til
okkar lögheimili, en öll sveitar-
félög á landinu hafa unnið eftir
skipulags- og byggingalögum,
og þeim lögum sem Hagstofan
hefur unnið eftir. Það eru ekki
skráð lögheimili í sumarhúsum,
það þekkist bara ekki. Þannig að
þetta er mjög stefnumarkandi
dómur að því leytinu til,“ segir
Sveinn A. Sæland, oddviti Blá-
skógabyggðar.
Hann segir að ef Hæstiréttur
staðfesti þennan dóm héraðs-
dóms sé ljóst að mjög mikill
kostnaður muni falla á sveitar-
félög þar sem fjölskyldur taka
upp búsetu í sumarhúsabyggð-
um, enda sveitarfélögin skyldug
til að veita ýmiskonar þjónustu.
„Gatnakerfi eru náttúrulega í
mörgum tilvikum í molum, og ég
sé ekki annað fyrir mér en það
þyrfti að fara að leggja á gatna-
gerðargjöld í sumarhúsahverf-
um til að byggja upp gatnakerfið
þannig að hægt væri að sinna
lögbundinni þjónustu,“ segir
Sveinn. Ef byggðin í sumarhúsa-
hverfinu flokkast undir þéttbýli,
heimili í hinum ýmsu
sumarhúsabyggðum, en undir
Bláskógabyggð heyra m.a. Þing-
vellir, Laugardalur og Biskups-
tungur þar sem tæplega 2.000
sumarhús eru í fjölmörgum
hverfum.
„Ef það koma einhverjir íbúar
inn í öllum þessum hverfum, að
einhverju leyti, sem ég veit að er
áhugi fyrir, þá sjáum við sæng
okkar upp reidda varðandi þann
kostnað sem leggst á okkur.
Auðvitað koma útsvarstekjur á
móti, en þær duga ekki til að
byggja upp gatnakerfi og frá-
rennsliskerfi í svona hverfum
eins og okkur ber skylda til að
gera,“ segir Sveinn.
sem Sveinn telur víst að yrði, þá
þarf sveitarfélagið að leggja kalt
vatn, sinna snjómokstri, sinna
heimilis- og öldrunarþjónustu,
sjá um aðgengi fyrir póstþjón-
ustu, koma fráveitumálum í gott
lag, og sjá um skólaakstur.
Einnig þarf að bæta úr bruna-
vörnum og aðgengi sjúkrabíla,
sérstaklega yfir vetrartímann.
Tæplega 2.000 sumarhús
Sveinn segir málið ekki snú-
ast um hvort húsin séu heilsárs-
hús eða ekki, og mörg sumarhús
séu vissulega heilsárshús sem
uppfylli öll skilyrði um íbúðar-
hús. Málið snúist frekar um af-
leiðingar þess ef fleiri skrái lög-
Dómsmál um lögheimili í sumarhúsabyggð heldur áfram
Kostnaður sveit-
arfélaga of mikill
Morgunblaðið/Ómar
Um 2.000 sumarhús heyra undir Bláskógabyggð, t.d. við Laug-
arvatn, Þingvelli og í Biskupstungum.
MIKIL hálka var á vegum víða um
land, helst norðan- og vestantil, í gær
og er fjöldi umferðaróhappa rakinn til
þess að ökumönnum hafi orðið hált á
svellinu.
Í Staðarsveit sluppu fimm þýsk
ungmenni þegar bílaleigubíll þeirra
valt. Ökumaðurinn missti stjórn á
bílnum í hálku með þeim afleiðingum
að bíllinn fór út af, valt og hafnaði loks
á hjólunum.
Við Húnsstaði í Austur-Húnavatns-
sýslu fór bíll út af og annar í Langadal.
Akureyrarlögreglan fékk í gær til-
kynningar um sjö umferðaróhöpp sem
öll eru rakin til hálkunnar, bílar runnu
m.a. út af í beygjum eða aftan á aðra
bíla. Alvarlegasta slysið varð austan-
megin í Víkurskarði þar sem jeppi valt
út af veginum. Karlmaður og kona
voru flutt á slysadeild lítið slösuð.
Mörgum varð
hált á svellinu
NÁNAST allir fangaverðir hafa nú sótt
námskeið á vegum Fangelsismála-
stofnunar um einelti í fangelsum, eðli
þess, afleiðingar og hvernig megi taka
á því. Námskeiðin eru haldin í kjölfar
bréfs sem Valtýr Sigurðsson fangels-
ismálastjóri skrifaði til fanga þar sem
hann kvaðst líta einelti alvarlegum
augum og hvatti fanga til að láta af því.
Anna Kristín Newton, sálfræðingur
hjá Fangelsismálastofnun, segir að
samkvæmt skoskri rannsókn hafi 76%
fanga orðið vitni að einelti og um fjórð-
ungur flokkist sem þolendur. Það geti
verið erfitt að berjast gegn einelti enda
séu fangelsi lítil samfélög þar sem
margt sé falið fyrir fangavörðum.
Fangaverðir
sækja námskeið
um einelti
Lítil/8
♦♦♦