Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ CHICAGO Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 21/11 kl 20, - UPPSELT Su 28/11 kl 20, Fi 2/12 kl 20, Fö 3/12 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGA GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee Fö 19/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20, SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 19/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20, Lau 4/12 kl 20. LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI - Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingar að eigin vali Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins - Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Lau 20/11 kl 20, Lau 27/11 kl 20 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 19/11 kl 20, Su 21/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20, Fö 3/12 kl 20, Lau 4/12 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 21/11 kl 14, Su 28/11 kl 14, Su 5/12 kl 14, Su 2/1 2005 kl 14 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be'er Su 21/11 kl 20 SÍÐASTA SÝNING NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA Þri 16/11 kl 20 - Viðar Hreinsson Fi 18/11 kl 20 - Helga Ögmundardóttir Þri 23/11 kl 20 - Gísli Sigurðsson 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Ausa og Stólarnir Lau 13/11 kl 20 3.kortas. Örfá sæti laus Mán 15/11 kl 20 UPPSELT Þri 16/11 kl 20 UPPSELT Mið 17/11 kl 20 UPPSELT Fim 18/11 kl 20 UPPSELT Fös 19/11 kl 20 4.kortas. Nokkur sæti laus ÓLIVER! forsala 18. nóv Sun 14/11 kl 20 Margrét Eir Útgáfutónleikar Forsala á Óliver! hefst 18. nóvember ☎ 552 3000 eftir LEE HALL Ég skora á alla að sjá þessa stórkostlegu sýningu” AK Útvarp Saga Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is EKKI MISSA AF KÓNGINUM! • Fimmtudag 25/11 kl 20 LAUS SÆTI • Sunnudag 12/12 kl 20 AUKASÝNING • Sunnudag 26/12 kl 20 JÓLASÝNING “ÞVÍLÍK SNILLD! Fös . 19 .11 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 26 .11 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 27 .11 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 04 .12 20 .00 LAUS SÆTI SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER LEIKFÉLAG Akureyrar hóf leik- árið með glæsibrag með sýningu á Svikum eftir Harold Pinter og aftur bjóða norðanmenn upp á verk úr flokki klassískra nútímaleikrita með sviðsetningu á einþáttungnum Stól- arnir eftir Eugéne Ionesco. En Stól- arnir eru ekki einir á ferð því með í för er einþáttungurinn um stúlkuna Ausu Steinberg eftir hinn tæplega fertuga Lee Hall sem hefur skapað sér nafn í heimalandi sínu, Englandi, sem bæði leikskáld og handritshöf- undur. Við fyrstu sýn liggur ef til vill ekki í augum upp hvað það er sem tengir einþáttungana tvo saman eða þessi tvö leikskáld sem fæddust með ríflega hálfrar aldar millibili. Sá fyrri fjallar um hjón á tíræðisaldri sem lif- að hafa í einangrun mestallt lífið og bera samskipti þeirra svip af því; sá síðari er eintal 8 ára stúlku sem er við dauðans dyr vegna krabbameins. En alltaf má finna sameiginlega þræði og til að mynda mætti benda á hinn yfirvofandi og óhjákvæmilega dauða sem sameiginlegt þema og bæði verkin spyrja spurninga sem snerta mannlega tilvist. En þó að um sé að ræða afar ólík leikrit kemur það ekki að sök; bæði verkin eru athygl- isverð og fengur að uppsetningu þeirra. Hinn rúmenski Eugéne Ionesco (1909–1994) er oft kallaður faðir „fáránleikaleikhússins“ (absurd theatre) og líklega kannast margir leikhúsáhorfendur við verk hans Sköllóttu söngkonuna sem hefur margoft verið sett upp hér á landi og er (þegar vel til tekst) með allra fyndnustu leikritum. Einþáttung- urinn Stólarnir er af dálítið öðrum toga spunninn. Verkið hefur undirtit- ilinn „harmrænn farsi“ og er hann mjög lýsandi fyrir það andrúmsloft sem textinn miðlar. Í leikskrá er vitn- að í þau orð Ionesco að hann hafi „aldrei verið fær um að skilja muninn sem gerður er á hinu broslega og harmræna,“ og það má velta því fyrir sér hvort í þeim megi finna útgangs- punkt Maríu Reyndal leikstjóra sem virðist hafa tekið þá ákvörðun að undirstrika það farsakennda fremur en það harmræna í verkinu. Ég er ekki viss um að það sé rétt leið, að minnsta kosti saknaði ég meiri áherslu á hið harmræna, á þær hug- leiðingar um stöðu og gildi mann- eskjunnar sem leiktextinn býður upp á. Það er hins vegar skiljanlegt að auðvelt sé að falla fyrir þeirri freist- ingu að draga fram kómíkina þegar unnið er með leikurum á borð við þau Guðrúnu Ásmundsdóttur og Þráin Karlsson; bæði hafa margsannað hæfileika sína í gamanleik. Guðrún sýndi hér gamalkunna og sígilda takta; var yndislega prakkaraleg kerling, ívið illskeytt í bland og upp- skar margan hláturinn. Þráinn átti einnig góða spretti en sú ákvörðun að láta hann leika í falshettu vann mjög á móti honum og gaf leiknum ama- törbrag. Í heildina var samspil þeirra Guðrúnar ágætt og bæði stóðu þau sig vel í að leika á móti stólunum – eða hinum fjölmörgu ósýnilegu gest- um sínum. Hinu er ekki að leyna að gömlu hjónin verða æði trúðsleg í þeirri túlkunarleið sem valin er og ég saknaði meiri dýptar, meiri angistar í samskipum þessa fólks sem hefur áratugum saman ekki haft nema hvort annað að tala við. Skúli Gauta- son var fínn í litlu hlutverki ræðu- mannsins sem mætir til leiks til að koma á framfæri hinum mikilvægu skilaboðum gamla mannsins við alla gestina. Einþáttungurinn um Ausu Stein- berg er skrifaður fyrir flutning í út- varp og eflaust muna margir eftir eftirminnilegum flutningi Brynhildar Guðjónsdóttur á verkinu á Rás 1 fyr- ir nokkrum árum. Það mæðir mikið á leikaranum sem þarf einn að bera uppi sýningu á verki sem er í formi eintals og það er skemmst frá því að segja að Ilmur Kristjánsdóttir náði að fanga athygli áhorfenda allt frá fyrstu stundu og hélt henni til loka- mínútu. Efni einleiksins er af því tagi að auðvelt er að fanga samúð áhorf- enda: hér er barn sem er „öðruvísi“ en börn eru flest að lýsa sárri lífs- reynslu. Ausa litla er einhverf og auk þess með ólæknandi krabbamein og á stutt ólifað. Margir gætu haldið að slíkur efniviður væri óhjákvæmilega melódramatískur en því fer reyndar fjarri í þessu tilviki. Þó að það kunni að vekja furðu er mikill húmor í verk- inu, það er að sönnu harmræn kó- medía, eða kómískur harmleikur. Ilmi tókst að höndla báðar þessar víddir og er ég viss um að túlkun hennar kom leikhúsgestum bæði til þess að hlæja og gráta. Kannski má segja að María Reyndal hafi í leik- stjórn sinni á Ausu fundið það gullna jafnvægi á milli harms og skops sem nauðsynleg er – og gekk ekki alveg upp í Stólunum. Leiksýning þessi er, líkt og upp- setningin á Svikum, samstarfsverk- efni LA og LR, og verður sýningin sett upp í Borgarleikhúsinu í Reykja- vík eftir nokkrar vikur. Það er ástæða til að hvetja sem flesta, norð- an og sunnan heiða, til að nýta sér þetta tækifæri til að sjá klassískan einþáttung úr smiðju fáránleikaleik- hússins sem og að sjá fallega túlkun Ilmar Kristjánsdóttur á Ausu Stein- berg. Hið gullna jafnvægi harms og skops LEIKLIST Leikfélag Akureyrar og Leikfélag Reykjavíkur Höfundur Ausu: Lee Hall. Íslensk þýðing: Jón Viðar Jónsson. Höfundur Stólanna: Eugéne Ionesco. Íslensk þýðing: Ásgeir Hjartarson. Endurskoðun þýðingar: Jón Atli Jónasson. Leikstjóri: María Reyndal. Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Þráinn Karlsson og Skúli Gautason. Leikmynd og búningar: Sig- urjón Jóhannsson. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Tónlist: Margrét Örnólfs- dóttir. Samkomuhúsið á Akureyri 11. nóvember 2004. Ausa og Stólarnir „Ilmur Kristjánsdóttir náði að fanga athygli áhorfenda allt frá fyrstu stundu og hélt henni til lokamínútu,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir. Soffía Auður Birgisdóttir SÚ snjalla hugmynd forsvarsmanna Leikfélags Reyðarfjarðar að láta skrifa fyrir sig leikrit um atvinnumál í plássinu bendir óneitanlega til þess að Austfirðingar séu í beinna sam- bandi við hræringar í leikhúsi heimsins en sum önnur og suðvest- ari landsvæði. Í Bretlandi og annars staðar í Evrópu úir og grúir af sýn- ingum um samtímaviðburði, stinga á kýlum, spyrja spurninga. Af nógu er líka að taka á þessum síðustu og verstu. Álagabærinn er svo sem ekki ýkja djúpskreið þjóðfélagsgagnrýni, en engu að síður heiðarleg og mest- anpart vel heppnuð atlaga að því að búa til leiksýningu í beinni snertingu við líf þeirra sem skapa hana og hinna sem koma að sjá. Hér er skot- ið í allar áttir á góðlátlegan hátt svo enginn á að verða sár, en beinskeytt svo þeir taka til sín sem eiga. Álagabærinn er, eins og nafnið bendir til, í álögum. Allt athafnalíf þar er að drabbast niður í bið eftir stórri allsherjarlausn að utan. Út- gerðarmaðurinn hefur fyrst og fremst áhuga á að bjarga sjálfum sér, aðrir sitja og bíða. En þegar fréttist af áhuga svissnesks stórfyr- irtækis á að byggja (nokkuð kostu- lega) verksmiðju í bænum fer allt af stað. Sumir kaupa fasteignir í bjart- sýniskasti, aðrir hefja mótmælaað- gerðir. En allt er þetta unnið fyrir gýg – ekkert verður af fram- kvæmdum, og sagan endurtekur sig. Kannski ekki mjög tilkomumikil flétta, og vissulega eru í verkinu daufir punktar. En þeir eru sem bet- ur fer færri og minna eftirminnilegir en það sem betur heppnast; hnyttin tilsvör, skarpar skopmyndir og snjallir söngtextar. Allra best er þó sú ágæta hugmynd að binda verkið saman með tveimur persónum, ein- hver konar þorpsöndum, sem eru greinilega komnir af sömu írsku þrælunum og þeir Vladimir og Estragon í Beðið eftir Godot. Þeirra hlutskipti er að bíða og velta fyrir sér því hlutskipti, sem þeir gera af mikilli og bráðhlægilegri skarp- skyggni trúðsins. Þau Hjördís Ósk Sigtryggsdóttir og Ólafur Gunn- arsson stóðu sig vel í hlutverkunum og uppskáru margan hláturinn. Leikhópurinn stendur sig með prýði. Hann er eins og oft vill verða skipaður fólki með mismikla sviðs- reynslu, og það verður að segjast eins og er að það sést. Á köflum verður sýningin óþarflega dauf, missir kraft og gleði. Að einhverju leyti skrifast það á frumsýning- arstress og óöryggi sem of mikil orka fer einatt í. En það er líka að hluta til við leikstjórann að sakast sem hefði þurft að endurspegla snjallan texta sinn með meiri hug- kvæmi og fjölbreytni í sviðsetningu. Og svo hreinlega að leggja meiri áherslu á að leysa menn úr læðingi og minni á nákvæmni og skýrleika. Verkið, stíllinn og tilefnið kallar á það. Meira pönk! Mikið sópaði að Daníel Má Sig- urðssyni sem var hæfilega, eða kannski óhæfilega, tækifær- issinnaður útgerðarmógúll og Haf- dísi Sjöfn Harðardóttur sem fór létt með að vera mótvægi við alla hina í hlutverki verndarsinnaðrar fjöl- listakonu. Þá var Gunnar Theodór Gunnarsson skemmtilega veim- iltítulegur bæjarstjóri. Hann hefur fína sviðsnærveru og á örugglega eftir að eflast í hlutverkinu með ör- yggi reynslunnar. Tónlistin var skemmtilegt krydd í sýninguna, áheyrilega samin og vel flutt, bæði af þéttri hljómsveit og vel syngjandi leikhópi. Söngtextar kom- ust að mestu leyti til skila þótt lengi megi skerpa þann þátt. Leikmyndin pottþétt hvort sem horft er á útlit eða notagildi. Það var gaman að sitja í fullum salnum í Félagslundi og hlæja með Reyðfirðingum að ráðleysinu, tæki- færismennskunni og óheiðarleik- anum sem alltof oft einkennir hátta- lag okkar. Og gleðjast yfir bjartsýninni, dugnaðinum, trúfest- inni og samheldninni sem við eigum til líka. Vonandi flykkist Fjarð- arbyggðarfólk í leikhúsið. Þetta er klárlega leikhúsið þeirra. Bein snerting við lífið LEIKLIST Leikfélag Reyðarfjarðar Höfundur og leikstjóri: Ármann Guð- mundsson, tónlist: Ármann Guðmunds- son, Helgi Friðrik Georgsson og Jón Hilm- ar Kárason. Félagslundi, Reyðarfirði 6. nóvember. Álagabærinn Þorgeir Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.