Morgunblaðið - 23.11.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 23.11.2004, Síða 18
Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Síminn og Sjónvarpsstöðin Skjár einn hafa tilkynnt að útsendingar stöðvarinnar standi Bolvíkingum til boða frá og með næsta fimmtudegi. Þegar Skjár einn hóf út- sendingar á enska boltanum sl. haust leit- uðu bolvískir áhugamenn eftir því að fá sendingar stöðvarinnar hingað og til að flýta fyrir hófu þeir peningasöfnun til að kaupa sendi. Söfunin gekk vel en áður en sjónvarpsstöðin setti upp sendinn keypti Síminn meirihluta í félaginu og þar með breyttust öll fyrri deifingaráform stöðv- arinnar um landið þar sem Síminn bjó yfir dreifingarkerfi í gegnum ADSL-búnað. Bú- ist er við góðum gestum til að fagna með bæjarbúum að útsendingar eru nú að hefj- ast.    Bæjarstjórn Bolungarvíkur og verkefn- isstjórn Heilsubæjarins Bolungarvíkur efndu til vinnufundar um stefnumörkun og framhald heilsubæjarverkefnisins. Það hef- ur staðið yfir í nokkur ár og vakið athygli. Nú er komið að því að þróa verkefnið áfram, setja því frekari markmið og leiðir til að viðhalda velgengni þess. Um þrjátíu manns unnu að þessari stefnumörkun undir dyggri stjórn Hólmfríðar Einarsdóttur for- stöðumans markaðsmála hjá Símanum og Ketils B. Magnússonar ráðgjafa hjá Síman- um sem bæði hafa mikla reynslu af mark- aðsmálum.    Talsvert meiri bjartsýni gætir nú í at- vinnumálum Bolvíkinga en hin síðari ár- .Kvótastaða útvegsbænda í byggðarlaginu hefur batnað mjög á þessu ári og eru Bol- víkingar langt komnir með að endurheimta aflaheimildir sínar eftir að rúm 80 % veiði- heimilda byggðarlagsins hurfu í miklum þrengingum á síðasta áratug. Árið 1991 var kvóti bæjarsins 2,2% af heildarkvóta lands- manna en fór lægst niður í 0,4% árið 2000 en nú er staðan 1,8% að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Á árinu bættist við fullkomið línuveiðiskip, Einar Hálfdáns ÍS, en fyrir var línuveiðarinn Þorlákur ÍS. Það eru fyrst og fremst útgerðir þessara skipa sem aukið hafa heimildir sínar á þessu ári. Það má með sanni segja að hin öfluga smá- bátavæðing ásamt dugnaði og dirfsku bolv- ískra útvegsmanna sé nú að skila sér í öfl- ugri flota sem gerir mönnum kleift að fjárfesta í auknum aflaheimildum. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA Menningar-verðlaunReykjanesbæjar árið 2004 verða afhent við athöfn í sýningarsal Listasafns Reykjanes- bæjar í Duushúsum í dag, kl. 17.30. Veitt verða tvenn verðlaun, annars vegar til hóps eða ein- staklings sem unnið hefur vel að menningarmálum í bæjarfélaginu og hins vegar til fyrirtækis sem stutt hefur við menning- arlíf bæjarins t.d. með fjárstyrk. Verðlaunahaf- ar fá afhentan grip, Súl- una, eftir Karl Ólsen ásamt viðurkenning- arskjali. Við sama tæki- færi verða afhentir menn- ingarstyrkir ársins og undirritaður verður samningur milli Byggða- safns Reykjanesbæjar og Iðnaðarmannafélags Suð- urnesja um iðnminjasýn- ingu og varðveislu muna og gagna sem tengjast fé- laginu á liðnum árum. Súlan afhent Kristín Andrésdóttirá Hofsstöðum ortivísu fyrir margt löngu, sem lifað hefur í sveitinni síðan, og rifjaðist upp fyrir Birki Fanndal í frostinu við Mývatn: Gluggar frjósa, glerið á grefur rósir vetur. Falda ljósu fjöllin blá fátt sér hrósar betur. Sverrir Páll Erlendsson, menntaskólakennari á Ak- ureyri, lagði út af heil- ræðavísum Hallgríms Pét- urssonar: Víst ávallt þú varast skalt voðalega hneisu. Þegar mér er þvona kalt þarf ég að fara í peyþu. Magnús Jónsson sím- stjóri í Grenivík orti hringhenda haustvísu: Styttist dagur, sígur sól, sölnar fagur gróður, þrengist hagur, þrjóta skjól, þagnar lag og óður. En eftir vetur kemur vor. Magnús tók gleði sína: Lengist dagur, lyftist sól, lifnar fagur gróður, blómgast hagur, hlotnast skjól, hljómar lag og óður. Vetrarvísur pebl@mbl.is Akureyri | Útilífssýningin Vetrarsport nýtur æ meiri vin- sælda, en hún var nú um ný- liðna helgi haldin í Íþrótta- höllinni á Akureyri og var þetta í 18. sinn sem efnt er til sýningar þar sem áhersla er lögð á útivist og vetraríþróttir. Markmiðið er líka að efla áhuga á útivist að vetrarlagi, en á sýningunn er hægt að kynna sér á einum stað allt sem fólk þarfnast til útiveru og ferðalaga yfir vetrarmánuðina. Sumir kjósa stuttar skíða- gönguferðir í byggð en aðrir eru meira fyrir langar ferðir um hálendið. Þessi litli snáði, Hannes, var á meðal sýning- argesta og fékk hann að máta þennan líka fína vélsleða. Morgunblaðið/Kristján Fékk að „prófa“ vélsleðann Vetrarsport Vesturbyggð| Á fundi bæjarráðs Vestur- byggðar fyrir nokkru var rædd viðskipta- staða Rækjuvers hf. á Bíldudal. Í fundar- gerð segir: „Farið var yfir stöðu inn- heimtumáls á hendur Rækjuveri hf. á Bíldudal vegna aukavatnsgjalds en ágrein- ingur er uppi um viðskiptastöðu. Sam- kvæmt samtölum við forsvarsmann fyrir- tækisins samþykkir bæjarráð að gerð verði lokatilraun til að ná samkomulagi um málið fyrir lok nóv. n.k. Náist hins vegar ekki samkomulag aðila á þeim tíma verði lokað fyrir vatn til fyrirtækisins og innheimtu- málið falið lögfræðingi til meðferðar.“ Á vef Bæjarins besta er samkvæmt heimildum um áralanga deilu fyrirtækisins og sveitarfélagsins að ræða. Uppi er ágreiningur um fjárhæðir, m.a. vegna þess hversu neysluvatn hefur verið slæmt á köflum á Bíldudal. Hefur vatnið oft og tíð- um ekki staðist þær kröfur sem gerðar eru til matvælavinnslu og einnig hefur vatns- magn verið lítið og er dæmi um að vinnsla hafi fallið niður vegna vatnsskorts. Hefur þessi deila verið viðvarandi í mörg ár en aldrei tekist að leysa ágreininginn. Nú hef- ur málið hins vegar færst á alvarlegra stig þegar hótað er að loka fyrir vatnið. Verði af því lokast verksmiðjan um leið. Um þessar mundir er unnið á einni vakt hjá Rækjuveri á Bíldudal og vinna hjá fyr- irtækinu um 13 manns. Fyrirtækið er því einn stærsti vinnuveitandinn á Bíldudal. Hóta að loka fyrir vatn til Rækjuvers Kópasker| Trémál á Kópaskeri, sem var trésmíðaverkstæði með verslun með bygg- ingarvörur og afgreiðslu vöruflutninga hætti starfsemi um síðustu mánaðamót. Reyndar var töluvert síðan fyrirtækið hafði starfrækt trésmíðaverkstæðið en að- staðan var töluvert notuð segir á vef sveit- arfélagsins, dettifoss.is. Fram kemur að Vökvaþjónustan á Kópaskeri tók við vöruafgreiðslunni, en eigandi hennar er Eyþór Margeirsson. „Ekki er orðið fullljóst hvort einhver verð- ur með sölu á byggingarefni í framtíðinni en nokkrir trésmiðir eru starfandi hér þó að þeir hafi ekki þessa góðu aðstöðu sem er í trésmíðaverkstæðinu Trémál,“ segir í frétt á vefnum. Engin sala með byggingarefni ♦♦♦ Leikskólinn áLaugalandi fékká dögunum góða gjöf, myndvarpa og fylgihluti. Það var Kven- félagið Eining í Holtum sem færði leikskólanum gjöfinu, en félagið hefur stofnað svonefndan barnasjóð og er uppi- staða hans afrakstur af árlegri hlutaveltu sem félagið efnir til á að- ventuhátíð. Kvenfélags- konur komu færandi hendi í leikskólann, Her- dís Styrkársdóttir leik- skólastjóri tók við gjöf- inni úr hendi Guðfinnu Þorvaldsdóttur for- manns. Leikskólabörnin þökk- uðu innilega fyrir sig með söng. Þökkuðu fyrir sig með söng

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.