Morgunblaðið - 23.11.2004, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
að fólk sem fær plöntugóma er
ánægðara en þeir sem fá hefð-
bundna heilgóma. Einnig eru vís-
bendingar um að almenn heilsa
þeirra eflist, sem má líklega rekja
til bætts mataræðis.
Kostir þessarar
meðferðar eru þeir, að
hún er tiltölulega ein-
föld og kostnaður ekki
óviðráðanlegur. Talið
er óhætt fyrir flesta
að fara í aðgerð sem
þessa, þar sem sjald-
gæft er að heilsufars-
leg vandamál útiloki
ísetningu á tann-
plöntum. Fyrir ellilíf-
eyris- og örorkuþega
er hægt að sækja um
þátttöku Trygg-
ingastofnunar sem
greiðir þá hluta af
kostnaði.
Þó að þessi meðferð
sé algengari fyrir
neðri góminn er einnig
hægt að setja tann-
plöntur undir efri
tanngóma, en þá þarf
oftast fleiri en tvær
plöntur og kostnaður
því meiri. Auk þess
eru efri gómar yf-
irleitt stöðugri og því
sjaldgæfara að nauðsynlegt sé að
auka festu þeirra með þessum
hætti.
HÉR á árum áður var algengt
vandamál hjá tannlausum ein-
staklingum að neðri
gervigómurinn væri
laus. Oft var skýr-
ingin sú, að tennur
hefðu verið fjar-
lægðar fyrir löngu og
kjálkinn þ.a.l. orðinn
svo rýr að lítil festa
var fyrir heilgóma.
Ástandið gat orðið svo
slæmt að viðkomandi
var í erfiðleikum með
að tyggja mat, tala
skýrt eða brosa.
Nú hafa orðið fram-
farir sem gefið hafa
okkur tannlæknum
nýja möguleika til að
leysa úr þessum
vanda. Með stuttri og
tiltölulega einfaldri
aðgerð er hægt að
koma fyrir tveimur
eða fleiri tannplöntum
í kjálkabeininu. Að
tveimur til þremur
mánuðum liðnum er
svo smíðaður gómur
sem hægt er að
smella á þar til gerðar
festingar, sem komið er fyrir á
tannplöntunum.
Gervitennurnar verða fyrir vikið
mun fastari og hreyfast minna við
tal eða tyggingu. Rannsóknir sýna
Heilgómar studdir
tannplöntum
Þórður Birgisson fjallar
um tannplöntun
Þórður Birgisson
’Kostir þess-arar meðferðar
eru þeir að hún
er tiltölulega
einföld og
kostnaður ekki
óviðráðanleg-
ur.‘
Höfundur er tannlæknir.
Hér sést undir neðri heilgóm sem
er studdur tannplöntum.
Þessi mynd sýnir plöntur með kúlu-
festingum í neðri kjálka.
NÚ get ég ekki annað en skrif-
að nokkrar línur en í dag (16. nóv-
ember) var mér alveg nóg boðið.
Um daginn var bundinn endi á
sjö vikna verkfall grunnskólakenn-
ara með lögum (sumir
kalla þetta ólög, en
hvað sem því líður
verður að fara eftir
þeim hvort sem
mönnum líkar betur
eða verr). Ekki ætla
ég að fjalla um þessi
lög enda þekki ég
ekki innihald laganna,
en ég vil fjalla um
viðbrögð manna (og
þá sérstaklega for-
eldra) eftir að þessi
lög voru sett.
Grunnskólakenn-
arar urðu fyrir það miklu áfalli
þegar þeir fengu þessi lög yfir sig,
að þeir sáu sér ekki fært að mæta
til kennslu. En var þeim boðið upp
á áfallahjálp eða nokkuð annað
sem að gagni mætti koma? Nei
alls ekki en þess í stað létu for-
eldrar í sér heyra (mikið var segi
ég bara) og sögðu þeir aðspurðir
að þeir hefðu haft fulla samúð með
málstað kennara en nú væri sko
komið nóg og kennarar hefðu
enga samúð lengur. Ég segi bara
hvaða samúð er fólkið að tala um?
Ég hef ekki séð þessa samúð
nokkurs staðar er kannski verið
að tala um mótmælin sem Heimili
og skóli stóð fyrir þar sem u.þ.b.
60 foreldrar mættu og fleira
mætti nú taka til. Ég get ekki
ímyndað mér að þessi 45.000
grunnskólabörn landsins eigi ein-
ungis 60 foreldra. Það er svo kom-
ið að það er hringt heim til kenn-
ara og ausið yfir þá svívirðingum
og svo er verið með nafnlausar
bréfaskriftir og níðskrif á netinu
Svona lágt hélt ég ekki að nokkur
gæti lagst en mér sýnist að þetta
sé að mestu leyti til komið vegna
þess að foreldra vantar að koma
börnunum sínum í pössun en þeir
vilja ekki borga fyrir þessa pössun
en þá er handhægast að kenna
kennurum um hvernig komið er.
Ekki er nú þáttur fjölmiðla
þessa lands mikið skárri en í
þættinum Ísland í dag á Stöð 2
var kennari spurður að því hvort
hún hefði samvisku til að senda
börnin heim án kennslu á morgun
(í dag), aldrei voru aðilar í launa-
nefnd sveitarfélaganna spurðir út í
samvisku sína. Þarna
er verið að nota
þriðja aðila og mark-
visst að höfða til þess
að kennarar eigi nú
bara að vera stilltir
því allar aðgerðir af
þeirra hálfu komi nið-
ur á börnunum og
þannig hefur frétta-
flutningurinn verið
allan tímann. Ég spyr
bara. Hvenær hefur
kjarabarátta snúist
um samvisku? Aldrei
svo ég viti.
Ég skil kennara mjög vel, þeir
eru búnir að láta traðka á sér í
mörg ár, búnir að vinna fyrir
smánarlaun og lélegar aðstæður,
nú eru þeir bara búnir að fá nóg
og ætla sér að breyta hlutunum en
þjóðfélagið er ekki tilbúið að
breyta neinu. Foreldrar vilja fá
ódýra pössun fyrir börnin og ekki
sakar að þeir sem sjá um hana
hafi góða menntun og ali börnin
svolítið upp í leiðinni því ekki virð-
ast foreldrarnir ala börnin sín upp
og sveitarfélögin vilja ekki greiða
mannsæmandi laun fyrir þessa
vinnu svo það virðist allt stefna í
að foreldrar verði bara að passa
börnin sín sjálfir og kannski að
þeir kenni þeim lestur og skrift í
leiðinni. Og til þess að kóróna allt
saman kemur menntamálaráð-
herra fram og segir að þessi deila
komi sér ekki við. En hver ber
ábyrgð á menntamálum þjóð-
arinnar ef ekki menntamálaráð-
herra? Þó svo að grunnskólinn sé
kominn á könnu sveitarfélaganna
er það menntamálaráðherra sem
ber ábyrgðina á menntamálunum.
Miðað við þetta og margt annað
sem menntamálaráðherra hefur
látið sér um munn fara und-
anfarnar vikur og mánuði er mér
næst að halda að viðkomandi hefði
bara átt að halda áfram að dæma
handboltaleiki og halda sig frá
pólitík það hefði verið affarasælast
fyrir þjóðina.
Lengi er búið að ræða um það í
þjóðfélaginu að kennarar séu með
of lág laun en þegar á að lagfæra
kjör þeirra fer allt í þjóðfélaginu á
hvolf og allt í einu er lífsins
ómögulegt að lagfæra nokkurn
hlut án þess að stefna svoköll-
uðum stöðugleika í hættu. Ég segi
bara hvaða stöðugleika? Jú, verðið
á nauðsynjavörum hækkar stöð-
ugt. Er þetta kannski stöðugleik-
inn sem er verið að vitna til? Er
ekki tími til kominn að það verði
staldrað við og gildismat þjóð-
arinnar verði endurskoðað og við
ákveðum hvernig á að forgangs-
raða í þessu þjóðfélagi okkar?
Margt hefur verið sagt og gert
þessa síðustu daga t.d átti að leita
til foreldra í Reykjavík, með það
að kenna börnum ef kennarar
mættu ekki til vinnu til þess að
skólastarfið yrði með eðlilegum
hætti. Hvað segir þetta okkur? Jú,
kennarar eru óþörf stétt og það
sem þeir hafa verið að gera er
með þeim hætti að Pétur og Páll
geta leyst það af hendi með sama
hætti og kennarar. Er þetta við-
horfið í þjóðfélaginu?
Jæja, nú ætla ég að láta þessu
lokið og vona ég að þessar línur
verði til þess að fólk íhugi það í
fullri alvöru hvert við erum að
stefna í þessu lífsgæðakapphlaupi
okkar og hvort ekki væri ráð að
staldra við og þetta sé það sem við
viljum eða hvort þjóðarskútuna
hafi eitthvað borið af réttri stefnu.
Eftirmálar verkfalls
grunnskólakennara
Jóhann Elíasson fjallar um
kjaradeilu kennara ’Foreldrar vilja fáódýra pössun fyrir
börnin og ekki sakar að
þeir sem sjá um hana
hafi góða menntun og ali
börnin svolítið upp í
leiðinni …‘
Jóhann Elíasson
Höfundur er fyrrverandi stýrimaður.
STEFÁN Ottó Stefánsson, nem-
andi í Verzlunarskóla Íslands,
beindi til mín spurningum í grein í
blaðinu 20. nóv sl.
undir fyrirsögninni:
Kirkjan á samkeppn-
ismarkaði. Í greininni
gætir nokkurs mis-
skilnings sem ég vil
byrja á að leiðrétta
áður en ég tek til við
að svara hverri
spurningu fyrir sig.
Spyrjandi fullyrðir:
„Það er þó auðvitað
svo að kirkjan er rek-
in fyrir fé frá hinu
opinbera en enginn
kemst undan greiðslu
sóknargjalda.“ Báðar fullyrðingar
eru rangar. Kirkjan er ekki rekin
fyrir „fé frá hinu opinbera“ heldur
fyrir framlög einstaklinga sem eru
skráðir meðlimir í trúfélaginu
Þjóðkirkjan. Ríkið hefur tekið að
sér innheimtu sóknargjalda fyrir
kirkjuna skv. sérstökum samningi.
Einstaklingar geta gengið í og úr
Þjóðkirkjunni. Sama á við um önn-
ur trúfélög.
Þá segir hann ennfremur:
„Staða Neskirkju er því ámóta
stöðu Landssímans.“ Ekki veit ég
hvað fyrirspyrjanda gengur til
með þessari fullyrðingu. Fólk get-
ur gengið úr Þjóðkirkjunni, í
þessu tilviki úr Neskirkju og við-
skiptavinir Landssímans geta snú-
ið sér til annað. Á höfundur ann-
ars ekki við Símann? Síminn er
hlutafélag sem ríkið á að meiri-
hluta, Neskirkja eða Nessókn er
félag sem hefur að
meðlimum ein-
staklinga sem skráðir
eru í Þjóðkirkjuna og
búa innan sókn-
armarka Nessóknar.
Tilefni fyrirspurnar
er að sögn höfundar
að ég tjáði mig að-
spurður í Kastljósi um
kaup Símans á hluta-
bréfum í Skjá einum.
Inntak orða minna þá
var það að ég lýsti því
yfir að ég gæti vel
skilið að aðilar í einka-
rekstri gætu haft ýmislegt að at-
huga við þær leikreglur sem þeim
eru settar í samkeppni við rík-
isrekstur. Ég er hvorki eindreginn
stuðningsmaður ríkisreksturs né
einkavæðingar. Ég reyni að sjá líf-
ið ekki annað hvort í svörtum eða
hvítum lit. En bæði rekstrarform
eiga að mínu viti fullan rétt á sér.
Hins vegar þarf án efa að laga
samkeppnislög eða leikreglur svo
að friður skapist um þau.
Spurt er „hvort reksturinn [þ.e.
nýtt kaffihús Neskirkju] sé tilkom-
inn fyrir ríkisfé?“
Svar: Nei, samanber rökin hér
að framan.
Spurt er: „hvort mögulegur tap-
rekstur verði borinn af skattgreið-
endum?“
Svar: Nei. Vísað er til sömu
raka og áður en það er sókn-
arnefnd sem ráðstafar sókn-
argjöldum eða félagsgjöldum og
ber ábyrgð á rekstrinum. Skatt-
greiðandi á við um aðra en sókn-
arbörn sem eru meðlimir í söfn-
uðinum og greiða sín sóknargjöld
af fúsum og frjálsum vilja.
Spurt er hvort ætlunin sé „að
fela einkaaðilum að sjá um rekstur
kaffihússins?“
Svar: Nei, ekki að svo komnu
máli. Sóknarnefnd hefur ákveðið
að reka kaffihúsið fyrir eigin
reikning.
Gamall verzlingur – og fyrrver-
andi forseti Nemendafélags VÍ –
þakkar ungum verzlingi áhuga í
málefnum kirkjunnar og væntir
þess að svörin séu skýr og full-
nægjandi.
Söfnuður og samkeppni
Örn Bárður Jónsson svarar
Stefáni Ottó Stefánssyni
Örn Bárður Jónsson
’Gamall verzlingur – og fyrrverandi forseti
Nemendafélags VÍ –
þakkar ungum verzlingi
áhuga á málefnum
kirkjunnar …‘
Höfundur er sóknarprestur.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Gunnlaugur Jónsson: „Sú stað-
reynd að stúlkan á um sárt að
binda má ekki valda því að
rangar fullyrðingar hennar
verði að viðteknum sannindum.“
Ólafur F. Magnússon: „Sigur-
inn í Eyjabakkamálinu sýnir að
umhverfisverndarsinnar á Ís-
landi geta náð miklum árangri
með hugrekki og þverpólitískri
samstöðu.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluaðferð-
irnar? Eða viljum við að námið
reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu-
brögð og sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómannalög-
in, vinnulöggjöfina og kjara-
samningana.“
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og
Alcoa er að lýsa því yfir að
Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan
í Reyðarfirði og línulagnir þar á
milli flokkist undir að verða
„sjálfbærar“!“
Hafsteinn Hjaltason: „Landa-
kröfumenn hafa engar heimildir
fyrir því, að Kjölur sé þeirra
eignarland, eða eignarland Bisk-
upstungna- og Svínavatns-
hreppa.“
María Th. Jónsdóttir: „Á land-
inu okkar eru starfandi mjög
góðar hjúkrunardeildir fyrir
heilabilaða en þær eru bara allt
of fáar og fjölgar hægt.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inntaki
engu fremur háskólagráður en
þær sem TR útskrifaði nemend-
ur með, nema síður sé.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar